Vísir - 26.10.1965, Blaðsíða 11

Vísir - 26.10.1965, Blaðsíða 11
 SíÐAN ANNA MARÍA dansar gríska þjóðdansa Anna María Grikkjadrottning hefur undanfarið verið á ferða- lagi um grísku eyjamar og hef ur hún þar heilsað upp á eyjar- skeggja, Fylgdi eiginmaður hennar, Konstantfn konungur, henni á þessu ferðalagi. Konungshjónin fengu margar gjafir á þessu ferðalagi, m. a. fékk drottningin handofinn Fundin sigSirigasaga Bjarna Herjólfssonar! Raeddi Kólumbus v/ð afkomendur hans árib 1477? — Brókarsetgeirinn merkastur korta- fundur / heimi? \7'ér höfum það eftir þó nokk- uð góðum heimildum, að nú fyrir jólin komi út á for- lagi „Helgafells“ — eða ein- hverju öðru forlagi Ragnars í Smára — Siglingasaga Bjama Herjólfssonar, búin til prentun- ar af Bjama Þorsteinssyni, og útgefin með styrk frá Eyrbekk- ingafélaginu. Hvílir enn mikil leynd yfir öllu þessu fyrirtæki, en þó hefur nokkuð um það kvisazt, en ekki tökum við á- byrgð á því, að allt sé rétt með farið. Sagt er að afkomendur Bjarna Herjólfssonar, þ.e. innfæddir Eyrbekkingar — hafi lengi vit- að að einhvem tíma hefði skráð verið á skinn Siglingasaga hans með forláta sjókorti, er hann dró eigin hendi, að hvoru tveggja hefði glatazt, en þó lengi v^rðveitzt pappírshandrit af sögunni, svo að miðaldra menn í Eyrbekkingafélaginu höfðu það eftir öfum sínum, að þeir hefðu rætt við menn fjör- gamla. sem rýnt höfðu á hand ritið, þá spillt orðið. Fyrir þrem árum, þegar mikl ar byggingaframkvæmdir áttu sér stað í Þorlákshöfn, fannst þar í sjóbúðarústum pappírs- skræða ein, bundin í kálfskinn og heldur illa farin, en hafði þó hlíft henni mjög, að hún var vafin innan í skinnbrókarhald, grútarborið, og því vatnsþétt vel. Var þessu ekki gaumur gef- inn fyrst í stað, en einhvern veginn komst þó hvort tveggja kjól og perlum settan gullkross handa litlu . dótturinni, Alexíu prinsessu. Drottningin fékk einnig að gjöf grískan þjóðbúning og klæddist hún honum mikið á ferðalaginu. Þessi mynd var tek in af drottningunni á eyjunni Leros, en þar voru henni kennd ir grískir þjóðdansar. í hendur forvitinna manna. Kunnum vér eigi að rekja hvem ig það var leitt í ljós eða af hverjum, að hér var komið pappírshandritið að Siglingasög unni. En merkilegra er þó, að rannsókn hefur leitt í ljós að klofgeiri bókarinnar er gerður úr eltiskinni úr fmmhandriti Siglingasögunnar og er þar komið sjókort Bjarna Herjólfs- sonar, bar sem hann hefur dreg ið upp Ieið þá, er hann sigldi til Ameríku, fyrstur hvitra manna! Hvernig það má vera, að þama ber saman brókarhald og handrit, verður varla skýrt nema með því að eigandi hvoru tveggja hafi verið afkomandi Bjarna, og klofageirinn eins konar átrúnaðargripur hans, vit andi hvað á honum var — en grein mun gerð fyrir þessu á vísindalegan hátt í formála bók arinnar. Enn er bað merkilegt að á saurblaði kálfskinnu stendur ritað greinile^ri snar- hönd með sótbleki: „Fyrir skræðu bessa bauð mér Kristó fer Kólumbus anno 1477 heilt anker Spánarvins þá hann lpsið hafð;. en tvö anker fvrir sjó- kortið. en ég vildi hvorugt Iáta fyrir minna en fimm, onr gekk bví ekki saman. en hálft ank- er ealt hann mér fvrir að meaa nefnt siókort koniera. Heriólf- ur Bjarnason." Semsagt — hér mun á ferð- innj metsölubók á iólamarkaðin um, hvað sem öðru líður,. . Hún giftí sig Catherine Deneuve fyrrum vinkona Roger Vadims er ný- gift ljósmyndaranum David Bailey. Þessi mynd er frá því er þau hittust fyrst, þegar hann tók myndir af henni fyrir bandariska tímaritið Playboy. Nokkrum vikum eftir mynda tökuna vofu hjúin gefin saman í hjónaband brúðurin i svörtu en brúðguminn í grænum flau eisfötum. Kári skrifar: Jgftirfarandi bréf hefur dálkin- um borizt frá „Reykvík- ingi.“ „Utanfarargjaldið“ „I dálki yðar birtist fyrir skömmu klausa eftir Þorstein Sigurðsson, þar sem hann kemst svo að orði: „að það geti ekki talizt bað mikill lúxus að fara utan, að ekki sé neitt við því að segia, að bæta litlum 1500 hundruð krónum ofan á það gjald“. Ég veit ekki hver maður- inn er, sem skrifar svo manna lega, en ætla mætti, að hann munaði að minnsta kosti ekki um „einar litlar 1500 krónur." eða 3000 krónur færi hann í ferðalag með konuna sé hann kvæntur maður Ég vil segja um þetta mína skoðun og hún er þessi: v í fyrsta lagi sé rangt að flokka allar .utanferðir undir nafninu lúxusferðir. Nú er gert ráð fyrir, að undanþegnir verði námsmenn og sjúklingar og er það sanngjamt en til hvers skyldu nú allir hinir fara? Margir til þess — ef til vill i eina skiptið á ævinni. eftir margra ára spamað að sjá önn- ur þjóðlönd og kynnast öðrum þjóðum. Ekki vildi ég fyrir mitt Ieyti flokka slík ferðalög undir lúxusferðalög, né heldur venjulegar sumarleyf isferðir ,en margir nota sumar Ieyfin til þess að fara utan — en kannski eiga nú sumarlevf- in — hvíldartími manna eftir nær árs vinnu — að vera lúx us — og þá Iíka gjaldið, ef menn kjósa að fara til annars Iands. Mergurinn málsins er að utanfarir eru i fæstum til fellum nokkur lúxus og allan þorra manna munar um að greiða þetta gjald, hvað sem Þorsteinn sá Sigurðsson, sem um þetta ritar í Vfsi, segir um það. Það er svo önnur hlið á mál inu, að eins og ástatt er í land inu þarf ríkið að fá auknar tekj ur, og ég er ekki gegn þvf að farmiðar séu skattlagðir f bili eins og ástatt er, en ég tel skattinn of háan, aðallega af tveimur ástæðum. 1. Flestalla munar um að greiða eins hátt utanfarargjald og nefnt hefur verið. 2. Það — hve hátt gjaldið er — kann að draga svo úr utan ferðum, að það skaði flugfélög in og skipaútgerðirnar, sem flytja farþega milli landa. Mér þykir boginn sem sé nokkuð hátt spenntur og ég held ég fari nærri um, að svo sé allalmennt álitið. Það virð ist og ekki hafa farið fram hjá áðumefndum bréfritara. Reykvikinguri*

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.