Vísir


Vísir - 27.10.1965, Qupperneq 1

Vísir - 27.10.1965, Qupperneq 1
VISIR 55. árg. — Miðvikudagur 27. október 1965. - 245. tbl. Ráðnir tíi sjóampsms Lítið hefur nú gerzt i sjón- varpsmálunum um skeið. Er stofnunin nú að búa sig undir að fara að innrétta hina stóru myndatökusali, sem hún hefur fengið í húsinu Laugavegi 176. Þá liggur það fyrir að ráða ýmsa fleiri starfskrafta að sjón- varpinu. Þó að ráðning þeirra sé enn ekki formlega staðfest muri ráðning þeirra þó vera til fulls ákveðin, og sumir þeirra eru jafnvel farnir til útlanda á V'eg- um sjónvarpsins til að kynna sér ýmis mál erlendis. Þeir, sem blaðið veit að muni verða ráðnir til að starfa í dag- skránni, eru þessir: Markús Örn Antonsson og Andrés Indriða- son, ungir menn, sem báðir hafa Framhald bls. 6. JOKUISARBRU íR NU B0R6ID 1 morgun lauk bráðabirgða- viðgerð á brúnni yfir Jökulsá á Sólheimasandi og átti þá að hieypa yfir hana umferð léttra bíla. Mjög mikið hefur minnkað í ánni í gær og i nótt og nú er komin norðan- átt um landið, svo að brúnni má heita borgið, þótt aust- urendi hennar sé mjög tæpur. Verður nú hafizt handa við að bægja ánni frá austurbakk anum til þess að hægt sé að ljúka viðgerðinni, en það er talið mjög torsótt verk. Ekki mátti tæpara standa, að sjatnaði í Jökulsá, því hún var nærri búin að grafa i sundur eystri bakka sinn kringum brúarendann. Blaðamaður Vísis var við Jökulsá á Sólheimasandi síðdeg- is í gær og skrifar þetta urn ástandið við ána og viðgerðina á brúnni: Þegar blaðamaður Visis kom að brúnni yfir Jökulsá á Sól- heimasandi á þriðja tímanum síðdegis í gær, var mikið um að vera þar. Milli bakka vall fljótið fram eins og þykkur grautur í þremur kvíslum. Jarð ýtur ruddu upp görðum í gríð og ergi á vestri bakka árinnar, svo þar sáust lítil merki land- brotsins, sem varð, þegar fljót- ið bylti sér vestur fyrir brúna, en austan megin hafði fljótið grafið stóran sveig í bakkann ofan brúarinnar, svo þar stóð brúarendinn tæpt á mjóum tanga. Vegavinnumenn höfðu slegið upp skúrum sínum við vestri bakka árinnar og beggja vegna brúarinnar stóð fjöldi bíla, mest yfirbyggðir flutninga bilar. Á brúnni kepptust menn Vegagerðarinnar við að log- sjóða og rífa upp þólf brúarinn ar og fjölmenn sveit Skaftfell- inga var að selflytja varning yf ir brúna. Stór flutningabíll frá Þrótti, R 4492 var úti á miðri brú og hafði honum verið bakkað frá vestri bakka árinnar. Þetta var bíll, sem Kaupfélag Skaftfell- inga hafði fengið leigðan til að flytja varning að brúnn; á móti bílum kaupfélagsins, sem stóðu austan fljótsins. Uppi á palli vörubílsins kepptust menn við að demba sementi og ýmsum öðrum vamingi ofan í hjólbör- ur. Farmurinn var síðan smám saman selfluttur á hjólbörum yfir skakkan og veigalítinn aust Brúarmennirnir eru hér í óða önn að rífa upp gólfið í brúnni yfir skakka stöplinum til þess að getakomizt að til að losa austasta hafið frá. Maðurinn með kúbeinið er Valmundur Bjömsson, verkstjóri. í baksýn tii hægri eru búðir vegavinnumanna. Blaðamaður Vísis segir fró atburðum við brúna. Sjd einnig í myndsjú urenda brúarinnar yfir á fast land aftur, þar sem vörunum var kippt inn um afturenda kaupfélagsbíls, sem hafði bakk- að fram að brúarendanum. Hjól börurnar fluttu sement austur yfir en rófnapoka vestur yfir. Á vestri bakka árinnar beið vörubíllinn L-15 með tóma mjólkurbrúsa frá Solfossi, góð- vinur okkar eftir að hafa kippt fólksbíl okkar í gang við Selja landsmúla, þar sem vatnselgur hafði dregið allan mátt úr kert- um og kveikju fólksbílsins .Og á eystri bakkanum beið líka vörubíll eftir að komast að brúnni og þar var annar flutn ingabíil, sem nýbúið var að losa Fjölmennt starfslið var þarna frá kaupfélaginu að vinna við umhleðsluna og þar á meðal var kaupfélagsstjórinn, Guðmundur Á. Böðvarsson. Við leituðum frétta hjá honum um flutning ana. — Við höfum verið i þessum selflutningum síðan á sunnu- dagsmorgun, eða í tæpa . þrjá daga. Aðalflutningamir eru í mjólkinni, sem við flytjum vest ur yfir ána á hverjum morgni. Síðan fyllt var upp hérna aust an megin að brúnni eftir land brotið, höfum við getað komið frá okkur allri mjólk. Þetta eru mjög nauðsynlegir flutningar fýrir okkur, því mjólkin er ekki vara, sem geymist. Mjólkur- flutningamir hafa gengið slysa laust, þótt þeir hafi verið sein- legir. — Kjöt og aðrar afurðir höf um við einnig flutt frá okkur á þennan hátt, hélt Guðmundur áfram. í staðinn höfum við flutt austur yfir fljótið tóma mjólk- urbrúsa, póst, böggla, matvör- ur og ýmsa aðra vöru sem nauð synlegt hefur verið að fá fljótt austur. Nú erum við t.d. að flytja sement austur yfir brúna. Það eru margir hjá okk ur, sem standa í byggingum um þetta leyti Qn eru að reyna að ljúka steypu áður en fer að frjósa. Þessum mönnum ríður mikið á að fá sementið tíman- lega, því veturinn getur gengið í garð, hvenær sem er. — Þessir selflutningar yfir ána mega teljast stanzlausir allan daginn og oft verða vöm bílarnir að bíða lengi eftir að komast að brúnni. Við erum með þrjár hjólbörur I gangi á brúnni í selflutningunum, eða eins margar og hægt er að koma fyrir, og um tíu menn frá okkur eru nú að vinna að þess- um selflutningum. Þetta eru mjög kostnaðarsamir flutning- ar, eins og gefur að skilja, en um annað er ekki að ræða. Við getum verið fegnir, að brúin skuli þó lafa þetta uppi. — Þetta umrót okkar á brúnni er náttúrlega mjög fyr- irferðarmikið, en menn Vega- gerðarinnar hafa verið okkur ákaflega liðlegir í þessu sam bandi, sagði Guðmundur Á. Böðvarsson kaupfélagsstjóri að lokum. Tveir flokkar vegagerðar- manna unnu að viðgerðinni. Annar var vegaflokkur ofan af Skeiðum undir verkstjórn Brands Stefánssonar úr Vík og vann að því að treysta vestri bakka árinnar. Til þess höfðu þeir fengið tvær stórvirkar jarð ýtur ofan úr Þjórsárdal. Á brúnnj sjálfri var flokkur brúar manna undir stjórn Valmund- ar Björnssonar brúarsmiðs og vann að viðgerðum á brúnni sjálfri. Þar hittum við Björn Ólafs- son verkfræðing,- sem sér um vegi Suðurlands af hálfu Vega- gerðarinnar og báðum hann að segja okkur frá viðgerðinni. — Áin brauzt fyrst í gegnum vestri bakkann og braut niður brúarendann þeim megin. Okk ur tókst fljótlega að ryðja aft- ur upp garði þar út að brúar- endanum og losa frá endahafið sem hékk niður og gera bílfært Framhald á bls. .3. / morgun í togaradeilunni Samið t Samningar voru und- irritaðir í morgun í deilu I yfirmanna á togurum og verða nú lagðir fyrir fé- lagafundi. Eins og getið var í frétt í Vfsi í gær voru horfur öllu væn legri um samkomulag í deilu yf- irmanna á togurunum, að lokn um fundinum, sem stóð í fyrra- kvöld og fyrrinótt, en samkomu lagsumleitunum var haldlð á- fram á fundl, sem hófst kl. 21 í gærkvöldi, og lauk honum milli kl. 8 og 8,30 f morgun með samkomulagl, sem er bundið þeim fyrirvara, að aðilar í dell unni samþykki það. Frá efni samninganna er ekki greint fyrr en þeir hafa verið Iagðir fyrir félagafundi. Framh. á 6. sfðu. / t

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.