Vísir - 27.10.1965, Blaðsíða 2

Vísir - 27.10.1965, Blaðsíða 2
V í SI R . MiSvikudagur 27. október 1965 Gilda jbd oðe/ns tvö ár til reynslu Ársþing Glímusambands Islands var haldið 1 Reykjavik 24. okt. s.l. og sett af formanni sambandsins, Kjartani Bergmann Guðjónssyni. í upphafi fundar gat formaður þess, að stjórn Glímusambands ís- lands hefði kjörið sem heiðursfél. þá Sigurð Greipsson, skólastjóra, Haukadal, og Jón Þorsteinsson, I- þróttakennara, Reykjavík. Þingforsetar voru kjörnir Gísli Halldórsson, forseti Iþróttásam- bands íslands, og Sigurður Inga- son, en ritarar Sigurður Geirdal og Stefán Þengill Jónsson. Formaður gaf skýrslu um starf- semi sambandsins frá stofnun þess 11. apríl s.l., en hún var mjög fjöl- þætt og mörg mál í athugun til eflingar glímufþróttinni í landinu. Má þar nefna, að ákveðið hefur verið að koma á fjórðungsglfmu- mótum fyrir landsfjórðungana. Þessir aðilar hafa gefið verðlauna- gripi til glímukeppninnar: Kaupfélag Eyfirðinga gefur verð- launagrip, sem keppa skal um á fjórðungsglímumóti Norðlendinga- fjórðungs. Ólafur Ólafsson, útgerð- armaður, Seyðisfirði, gefur verð- launagrip, sem keppa skal um á fjórðungsglímumóti Austfirðinga fjórðungs. Samvinnufélögin á Suð- urlandsundirlendi gefa verðlauna- grip, sem keppa skal um á fjórð- ungsglfmumóti Sunnlendingafjórð- STJÓRN GLI: Fremri röð frá vinstri: Sigurður Geirdal, Kjartan Berg- mann Guðjónsson, formaður, Sigurður Erlendsson. Aftari röð: Sigtrygg- ur Sigurðsson og Ólafur Óskarsson. Frá störfum þingsins: Ben. G. Waage, heiðursforseti ISÍ, Gísli Halldórsson, forseti ISl, Kjartan Bergmann form. GLl og Sigurður Erlendsson. HM í knattspyrnu: Brezka Ijónið" virð- ungs, og Sigurður Ágústsson al- þingismaður, Stykkishólmi, gefur verðlaunagrip, sem keppa skal um á fjórðungsglímumóti Vestfirðinga fjórðungs. Endurskoðun glímulaganna hef- ur verið alllengi á döfinni og hafði ÍSÍ það verkefni. Hafði nefnd að mestu lokið störfum fyrir gllmu- þingið. Var samþykkt á þinginu að breyta glímulögunum, sem taka gildi 1. janúar 1966, en gildi þó aðeins í 2 ár. Þótti ekki annað fært en að hafa þann reynslutíma. Skipuð hefur verið nefnd til að safna skráðum heimildum um glím una í þeim tilgangi, að síðar yrði rituð glímusaga. Einnig hefur verið ákveðið að vinna að stofnun minjasafns glím- unnar. Glímusambandið hefur feng ið fyrirheit frá ekkju Hallgríms Benediktssonar glímukappa, frú Áslaugu Benediktsson, og fjöl- skyldu hennar um minjagripi — I myndir og verðlaunapeninga frá glímuferli Hallgríms. I stjórn fyrir næsta ár voru kjörnir: Kjartan Bergmann Goð- jónsson, formaður, sem var endur- kjörinn, Sigurður Erlendsson, Vatnsleysu, Biskupstungum, Ólafur H. Óskarsson, Reykjavík, Sig- tryggur Sigurðsson, Reykjavík, og Sigurður Geirdal, Kópavogi. /VWVWWWXAAAAAAAA Gunnlaugur skorur Þessi mynd er úr handknatt- leiknum um síðustu helgi. — Gunnlaugur Hjálmarsson úr Fram komst þarna inn á línu og skoraði eitt af mörgum mörkum gegn sínu gamla Iiði ÍR. - Fram vann leik- inn með 28:6. Handknatt- Ieiksmótið heldur áfram um næstu helgi að Hálogalandi. PÓLLAND tók forysturra í HM í knattspyrnu með stórum sigri yfir Finnum í Szeeein um helgina 7:0 en í þálfleik var staðan 6:0. Eftir þennan leik er staðan þessi í riðlinum: Pólland 5 2 2 1 10-4 6 Þannig hugsa ensku og skozku blöðin sér hið mikla áfall Skota 1 HM. Brezka ljón- ið, sem þeir kalla í þessu tilfelli World Cup Willie, hefur fengið slæmt áfall og sér ekkert nema tungl og stjörnur svífa fyrir augum sér. En til leiks gekk hann glaður og reifur eins'og sjá má. ist ætla að tapa! Ítalía 3 2 1 0 8-1 5 Skotland 4 2 11 7-5 5 Finnland 6 1 0 5 5—20 2 Þessir leikir eru eftir: Ítalía — Pólland 1. nóv., Skotland — Italía 9. nóv., ítalia — Skotland 7. des. TYRKLAND vann í Ankara leik gegn Rúmenum með 2:1. Tyrkir komust í 2:0 en Rúmenar skor- uðu með vítaspyrnu. Staðan í riðlinum er þessi: Portúgal 4 4 0 0 9-2 8 Tékkóslóv. 42 02 9-3 4 Rúmenía 5 2 0 3 7—8 4 Tyrkland 5 1 0 4 4-16 2 Eins og sjá má hefur „brezka ljónið“ verið leikið grátt á dög- unum, þegar Skotar töpuðu gegn Pólverjum á heimavelli, og höfðu haft yfir 1:0 þar til 5 mín. voru eftir. Verða Skotar nú að vinna báða leikina gegn ítölum til að komast í úrslitin.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.