Vísir - 27.10.1965, Blaðsíða 4

Vísir - 27.10.1965, Blaðsíða 4
y VI S T R . Miðvikudagur 27. október 1965 BALTICUM HAIST! POiAHI mftC * íivTjd. (tie$fu/ané Mafkland *t/w[ 0 \ ///•» rur>a/em AFFRfCA Uthaf strön.'J Svíþjððar og Rússlands og Vínland enn austar undir norður heimskautinu. Þessi hugmynd úr ritum Adams frá Brimum hélzt nokkuð við í landfræðihugmyndum manna í Suður Evrópu, allt fram á 15. öld. Hún skýtur t. d. enn upp kollinum í ritgerð sem hét Inventio Fortunata, er lýsir norð urferð ensks Franciscana munks árið 1360 og þaðan kemst hún inn í heimskort Renaissance tím ans og þaðan aftur á 16. öld inn í megin straum evrópskrar korta gerðar. Tjó Adam frá Brimum gerði sér þessar hugmyndir náðu þær aldrei að hafa áhrif á land fræðilegar bókmenntir norrænna manna, sem alltaf staðsettu ís- land, Grænland og Vínland vest- ur í hafi. En þeir reyndu þó einn ig með sínum hætti að samræma þessi lönd við áður ríkjandi skoð anir. Þeir revndu bæði að sam- ræma þau hinni gömiu norrænu hugmynd um lögun heimsins og latnesku hugmyndinni um lögun heims en í þessu gátu þeir þó ekki komizt hjá því að gera tölu- verðhr breytingar á heimsmynd Isidores. Þeir hugðu að lönd þessi eða eyjar lægju innan við hið ytra haf. sem var óaðskiljan- legur hluti í hugmynd manna á miðöldum og lögun heimsins og í norrænum ritum á 12. og 13. öld þá færa þeir þessar hugmvnd ir sínar saman við ríkjandi hug- myndir um skiptingu veraldar- innar f þrjár álfur. 3. GREIN UM VBNLANDS- KORTIÐ út úr kringlu heims frá Græna- landi nema hafið mikli, það er umhverfis rennur heiminn. Og það mæla menn þeir sem fróðir eru, að það sund skerist í hjá Grænalandi er hið' tóma haf steypist inn í landaklofa og síð an skiptist það með fjörðum og hafsbotnum allra landa milli, þar sem það nær að renna inn í kringlu heimsins.“ Ef orðin „allra landa milli“ eiga að tákna landafundi nor- rænna manna í Ameríku (eins og almennt er talið), þá bendir text inn til að þau hafi átt að liggja fyrir sunnan Grænland í ummáli heimskringlunnar, við borð út- hafsins. essi hugmynd kemur enn skýrar fram í íslenzku landa fræðinni (sem er samin senni- lega um miðja 12. öld) og skýt- ur síðan upp kollinum í öðrum verkum norrænna höfunda: „Suður af Grænlandi er Hellu land, næst því Markland og þá er skammt til Vínlands hins Hvemig féll fundur Vinlunds sumun vii heimshugmynd norrænnu forfeðru okkar? 1 síðustu grein var grelnt frá áletrunum þeim sem standa á Vínlandskortlnu nýfundna, sem sýna að kortagerðarmanninum hefur verið kunnugt um farðir Bjarna Herjólfssonar, Leifs Eirfks- sonar og Eiríks Gnúpssonar biskups til Vínlands. Hér verður rak- ið það sem R. A. Skelton við Yale-háskóla segir ? Vínlandsbökinn: um hverjar hugmyndir ísiendingar voru um legu landa í vestur- hafinu og ennfremur rakið hvernig einn höfundur Adam frá Brimum suður í Þýzkalandi rakti þessar hugmyndir en misskildi þær. T rauninni mætti það vera undrunarefni, að sú þekk- ing sem virðist hafa verið út- breidd meðal íslendinga fyrr á öldum um tilvist Vínlands barst sáralítið og að því er sumir halda ekkert suður í álfu. Fornritin okkar sýna, að Is- lendingar vissu um Vínland, það var liður í heimsmynd þeirra. 1 sama tíma hafa lærðir íslenzkir menn átt margvísleg samskipti við lærða menn suður í Þýzkalandi, við viturp að þess voru líka dæmi að íslendingar lærðu suður í Svartaskóla í Par- Is og margir Islendingar fóru suður til Rómar, höfðuseturs heimsmenntanna. Maður getur rétt ímyndað sér að þessir Islendingar hafi látið í það skína að land væri til vestar í hafinu sem Vínland héti og lýst gróðursæld þess. En annaðhvort hefur engin trúað þeim, eða þeir ekki kom- izt í kynni við þá menn sem voru í þeirri áhrifastöðu, að málið kæmist á döfina. T Tm þetta segir R. A. Skelton m. a.: „Þegar landfræðingar Skand- inaviu og Norður-Evrópu heyrðu frásagnirnar af landafundum nprrænna manna í norður og ! vesturhluta Atlantshafsins, þá samræmdu þeir þær hinni latnr : esku heimsmynd sem þeir áttu sameiginlega þieð lærðum mönnum suðurlanda. Staðreynd- irnar sem farmenn höfðu séð : og skýrt frá voru túlkaðar í i ljósi fvrri hugmynda sem höfðu ; skapazt af valdi, siðvenju og sögnum. Kringum árið 1080 skrifaði, Adam af Brimum niður aðalat-j: riði þess sem Sveinn Ástríðar- son konungur af Danmörku; hafði sagt honum um Vínland. Þessi elzta textafrásögn þar sem minnzt er á Vínland er þegar lituð af heimshugmynd skóla- mannanna. Hann samræmdi frá- sagnir Norðurlandabúa um nýju löndin þessari heimshugmynd sinni, hefur ekki getað annað og í riti sfnu Descriptio insul- arum aquilonis lýsir hann þeim sem eyjum í hafinu. Þar gerir hann ráð fyrir að ísland liggi fyrir norðan Noreg, að Græn- landi sé hins vegar á móti íshafs Þannig hugði höfundur hins merkilega landfræðirits Konungs skuggsjár, sem var skrifuð um 1250, að Grænland væri megin- land sem væri samtengt öðru meginlandi. Þrátt fyrir þetta hugði hann að handan við enda- mörk kringlu heimsins handan við Grænland væri ekkert ann- að land, aðeins hið mikla úthaf, eða eins og það er orðað: „Það mæla menn og víst, að Græna- Iand liggi á yztu síðu heimsins til norðurs og ætla ég ekki land góða, sem sumir telja að sé á- fast Afríku. Og sé það rétt, þá hlýtur úthafið að streyma inn milli Vínlands og Marklands." Ef við drögum þetta upp á landabréf, þá hljótum við að sjá Vínland sem horn vestur úr Afr- íku og Grænlandi þá með sama hætti eins og langt horn norður og vestur úr Evrópu og Asíu. Þessi tvö horn mynda eins og tanga utan um gríðarstóran flóa sem er Atlantshafið og í mvnni Frh. á bls. 6. Adam af Brimum gat Vin- lands í riti sínu 1070, en misskildi og rangtúlkaöi heimildirnar t ... ftfaœv.iwwr \pxa»ks eti'Wa cEmNTftiomm C!Clö«S NUS ' x7 SUEOHIA. í/s 1 sfTT: - CCCCA• mwmm Þannig var landaskipunarhugmynd Adams af Brimum. Neðst er merkt inn Frísland, Saxland, Pommern, Vindland, Póiland, Eistiand, Eystrasait teygist langt austur (Mare Balticum) með eyjunum Kúrlandi og Eistlandi. Fyrir botni Eystrasalts er Rússland. Danmörk er nefnd með Sjálandi og Skáni. Engiand og Irland og hjá þeim Orkneyjar og Hjaltlandseyjar. Norðan við Eystrasalt eru Gautland, Sviþjóð, Noregur, Skriðfinnaland og Tröllaland. í hafinu þar fyrir norðan eyjarnar ísland, Grænland, Hálogaland og Vínland. Lanídaskipunarhugmyndir norrænna manna. Jerusalem miðja heimskringiunnar. Grænland tangi norður og vestur úr Evrópu og Asíu og Vínland tangi vestur úr Afriku. Atlantshafið flóinn mikili. í mynni hans eyjarnar Helluiand og Markland og sundin við þær Ginnungagap. Allt umhverfis heimskringluna Úthaf.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.