Vísir - 27.10.1965, Blaðsíða 5

Vísir - 27.10.1965, Blaðsíða 5
VlSIR . : 'iðvikudagur 27. október 1965. 5 utlond í mor.Tun útlÖnd í mör^un útlönd í morgun utlönd í morgun 36 manns fórust / fíugslysi í nótt á Lundúnufíugvelli í nótt fórst á Lundúnaflug- velli ein af flugvélum þeim, er flugfélagið British European Airways eða BEA hefir í innan landsflugi, 4ra hreyfla flugvél af Vanguard-gerð. Mistókst >-->1ing og kviknaði í flugvél- in-ii' og fórust allir sem í 1'- -i voru, 6 manna áhöfn og 30 íarþegar. FLugvélin hafði verið á sveimi yfir flugvellinum í klukkustund áður en hún gerði tilraun til lendingar, en er hún loks kom niður til lendingar kviknaði I henni og hentist hún í björtu báli eftir flugbrautinni langa leið eða fjórðung úr mílu. — Stöðvaðist hún ekki fyrr en inni í verkstæði við enda flug- brautarinnar. Slökkviliðsmaður nokkur sagði, að hún hefði hrokkið sundur eða brunnið til agna.. Vanguard-farb. gaflugvélar voru teknar í notkun á Bret- landi fyrir 5 árum. Þær geta flutt 139 farþega. Þetta er þriðja flugslysið á Bretlandi á þessu ári, en mesta flugslys á Lundúnavelli sfðan 1950. ’ Hin flugslysin í ár voru er herflugvél hrapaði til jarðar í grennd við Oxford en þá beið 41 hermaður bana, og flugslys varð í apríl á Ermasundseynni Jersey og fórust 25 manns. Chou hafnar form- lega þátttöku Kínastjóm hefur formlega tllkynnt að hún taki ekkl þátt í ráðstefnu Asíu- og Afríkurikja, i trássl við ósk ir og kröfur Kina og fleiri landa að henni verðl frestað óákveðinn tíma. Ennfremur tekur Kínastjóm fram, að hún sé mótfallin aðild Sovétríkj- anna að ráðstefnunni — og því að U Thant verði boðið að koma á hana, þar sem Kína sé ekki aðili að Sam- einuðu þjóðunum. Frá þessu sjónarmiði er greint i bréfi frá Chou En-Lai forsætis ráðherra Kína. 1 því stóð ennfrem ur, að ráðstefna nú myndi verða til þess að vekja deilur og valda alvar legum klofningi til skaða fyrir fram tíðarsamstarf þessara þjóða. Vegna bréfs þessa hefir aftar vakn að efi um að af ráðstefnunni geti orðið, en hún á að koma saman 5. nóvember i Algeirsborg, og mikilli viðbúnaður undir hana. þing: já Vísis þingsjá b i n g: Flutningur og verðjöfnun við síldveiður — Orsukir umferðurslysu ýtarlega kannaðar Fundur var i sameinuðu Alþingi í gær og báðum deildum. Sameinað Alþingi Birgir Finnsson forseti samein- aðs þings minntist Hermanns Þór arinssonar, látins varaþingmanns. Verðjöfnunar- og síldarflutningasjóður Tvö mál voru á dagskrá í efri deild. 1. Frumvarp til Iaga um verð- jöfnunar- og flutningasjóð síld- veiða árið 1965. Sjávarútvegsmála ráðherra Eggert G. Þorpteinsson fylgdi málinu úr hlaði. Frumvarp þetfa er flutt til staðfestingar á bráðabirgðalögunum, sem út voru gefin 24. júní s.l. Aðalefni frum varpsins er það að ríkisstjóminni er heimilað að taka gjald kl. 15 á hvert bræðslusíldarmál. Gert er ráð fvrir að síldarverksmiðjur þær sem veita síldinni móttöku inni gjaldið af hendi til sjóðsstjómar- innar. Fé því sem innheimtist á þennan hátt er heimilt að verja sem hér segir: a. Til að hækka fersksíldarverð til söltunar b. Til að greiða síldveiðiskipum sem sigla með eigin afla frá veiðisvæð- um sunnan Bakkaflóadýpis til hafna vestan Tjörness, flutninga- styrk. c. Til að standa straum af útgerð sérstaks flutningaskips er flytji kælda síld til söltunar eða frystingar til Norðurlandshafna vestan Tjörness og til hafna við Steingrfmsfjörð. Ennfremur til að veita sérstakan stuðning þeim síldveiðiskipum sem skila eigin afla veiddum sunnan Bakkaflóa- dýpis á söltunar- og frystingar- hæfri síld til hafna á því svæði sem að framan greinir. Ríkisstjórn in skipar 7 manna sjóðsstjórn sem sér um framkvæmdir á þvi sem hér hefur verið lýst. Þar sem saltsíldarverð reyndist allmiklu hærra en búizt var við, þegar bráðabirgðalögin voru gefin út var ekki þörf á að framkvæma verðuppbætur á fersksíldarverð til söltunar. Að öðru leyti hafa lögin verið framkvæmd til stuðn ings við síldveiðamar. Til máls tóku Helgi Bergs, Gils Guðmundsson og að lokum sjávar útvegsmálaráðherra sem gaf nokkrar upplýsingar um málið. Var málinu vísað til 2. umræðu og sjávarútvegsnefndar. 2. Frumvarp til Iaga um breyt ingu á lögum nr. 115, 7. nóv. 1941, um Búnaðarbanka jsland^. Fyrsti flutningsmaður frumvarps ins Páll Þorsteinssón mælti fyrir frumvarpinu. Minnti hann á að frumvarp I þessa átt hefði verið flutt áður af framsóknarmönnum. Fmmvarpið gerir ráð fyrir eflingu veðdeildar Búnaðarbankans. — Frumvarpinu var vísað til 2. um- ræðu og landbúnaðarnefndar. 4 mál í neðri deild Fjögur mál voru á dagskrá í neðri deild. 1. Verkfræðiráðunautar ríkisins á Norður-, Austur- og Vesturlandi. Fyrsti flutningsmaður GIsli Guð- mundsson fylgdi frumvarpinu úr hlaði, og var frumvarpinu síðan vísað til 2. umræðu og allsherjar nefndar. 2. Frumvarp til laga um raf- orkuveitur. Fyrsti flutningsmaður Skúli' Guðmundsson talaði fyrir frumvarpinu, og var því sfðan vís að til 2. umræðu og iðnaðamefnd ar. 3. Frumvarp til laga um heimild fyrir ríkisstjómina til að selja evðijörðina Hálshús í Reykjarfjarð arhreppi. Fvrsti flutningsmaður frumvarpsins gerði grein fyrir frumvarpinu ,og var því síðan vís að til 2. umræðu og landbúnaðar nefndar. 4. Frumvarp til laga um breyt ingu á umferðarlögum, nr. 26, 2,- maf 1958. Skúli Guðmundsson fylgdi frumvarpinu úr hlaði: 1 þessu frumvarpi er lagt til, að sú breyting verði gerð á umferðarlög unum, að þeir menn, sem aka bifreið eða öðru vélknúnu farar- tæki, þegar þeir eru undir áhrif um áfengis ,skuli sviptir ökuleyfi að fullu eða rétti til að öðlast það. Víðtæk rannsókn á umferðarsiysum Dómsmálaráðherra, Jóhann Hafstein tók næstur til máls. Sagði hann að frumvarp þetta fjallaði um einn þátt þess vanda sem þetta mál varðar. Vera mætti að færa mætti rök fyrir þvf að rétt væri að taka hann einan til meðferðar og frumvarp þetta gæti þvf að einhverju leyti in hefur einnig samið reglugerð- ir sem snerta umferðina. Það er ekki nýtt að umferðarmálin hafa valdið mönnum áhyggjum. Hinn 13. nóv. 1963 skipaði þáverandi dómsmálaráðherra Bjarni Bene- diktsson rannsóknarnefnd um- ■ verið spor í rétta átt. Dómsmála- ferðarslysa. Var nefndinni falið ' i-_*r __----------------------....................... ráðlferra sagði að umferi ■ in væru mikið áhyggjiiefni o; bæri að gera allt sem unnt væri til þess að koma í veg fyrir slys- in sem valda sorg og raunum. Sagði ráðherrann að það væru margir þættir umferðarmálanna, sem nauðsynlegt væri að athuga ef góður árangur ætti að nást. Vitnaði ráðherrann til þess að 3. marz 1955 hafi þáverandi dóms málaráðherra skipað svokallaða umferðarlaganefnd. Hlutverk þeirrar nefndar var að gera til- lögur um endurskoðun löggjafar um umferðarmál og bifreiðamál, svo og reglugerð um sömu mál- efni. Formaður nefndarinnar var lögreglustjórinn í Reykjavík. Nefndin skilaði frumvarpi til umferðalaga ásamt greinargerð 1956. Var frumvarpið lagt fyrir Alþingi og varð að lögum lítið breytt 1958. Umferðarlaganefnd- ■ fjölda umferðarslysá og gera til- lögur um ráðstafanir til úrbóta. Hafði nefndin heimild til þess að leita aðstoðar þeirra embætt- ismanna stofnana sem að liði mættu verða við úrlausn ein- stakra atriða í sambandi við þetta verkefni. Hefur nefndin unnið mikið og merkilegt starf sem vonir standa til að geti bor ið farsælan árangur og úrbætur í þeim vanda sem við er að etja í sambandi við umferðarslysin. Sagðist ráðherra hafa lagt á- herzlu á það að nefndin hraðaði störfum og skilaði heildartillög- um, sem styðjast mætti við, þótt lokaþáttur þessa mikilvæga starfs nefndarinnar biði nokkuð ennþá. Að lokum sagði ráðherr- ann, að unnið væri að þessum málum eftir þvf sem unnt væri. Skúli Guðmundsson tók næstur til máls, og að lokum Jóhann Hafstein dómsmálaráðherra. At- kvæðagreiðsla um frumvar-uð var tekin út af dagskrá. Ný mál Nokkur ný mál voru lögð fyr- ir Alþingi í gær. Frumvarp til laga um breytingu 'á lögum nr. 34, 8. maí 1965, um ráðstafanir vegna sjávarútvegsins. Flm. Björn Jónsson. Frumvarp til laga um breyt- ingu á lögum um almannatrygg- ingar, nr. 40 30. apríl 1963. Flm. Alfreð Gíslason. Tillaga til þingsályktunar um dreifingu framkvæmdavalds og eflingu á sjálfstjórn héraða. Flm. Lúðvík Jósefsson og fleiri. Tillaga til þingsályktunar um þjóðaratkvæðagreiðslu um sam- komustað Alþingis. Flm. Ágúst Þorvaldsson og fleiri. Nefndarálit um frv. til 1. um breyt. á 1. nr. 50 24. apríl 1954, um brunatryggingar utan Reykja víkur. Frá heilbrigðis- og félags málanefnd. Fyrirspum til menntamálaráð herra um byggingu menntaskóla á Isafirði. Frá Sigurvin Einars- syni. Hermanns Þórarinssonar minnzt Á fundi í Sameinuðu Alþingi I gær minntist forseti Alþingiy Hermanns Þórarinssonar með þess um orðum: Ég vil leyfa mér að minnast nokkrum orðum Hermanns Þórar inssonar bankaútibússtjóra á Blönduósi, sem varð bráðkvaddur hér i borg síðastliðið sunnudags kvöld, 52 ára að aldri. Hann var varaþingmaður Sjálfstæðisflokks- ins í Norðurlandskjördæmi vestra og tók sæti á Alþingi um skeið í þinglok vorið 1964. Hermann Þórarinsson var fædd ur á Hjaltabakka í Torfalækjar- hreppi 2. okt. 1913. Foreldrar hans voru Þórarinn bóndi og al þingismaður Jónsson bónda á Halldórsstöðum á Langholti Þór- arinss’onar, og kona hans, Sigríð- ur Þorvaldsdóttir prests á Hjalta- bakka /.sgeirssonar. Hann lauk stúdentsprófi við menntaskólann í Reykjavík vorið 1934 og stundaði síðan nám í efnafræði i Götting- en f Þýzkalandi 1936—1937. Sum- urin 1934—1940 vann hann við efnafræðistörf og bókhald á Hest eyri. Lögregluþjónn á Blönduósi var hann 1941—1947 og vann einn ig þau ár að skrifstofustörfum hjá samvinnufélögunum þar. Árið 1947 tók hann við rekstri Spari- sjóðs Húnvetninga og annaðist hann fram til ársins 1963. Það ár var hann ráðinn útibússtjóri Bún- aðarbanka íslands á Blönduósi, þegar Sparisjóður Húnvetninga var sameiriaður útibúinu, og gegndi hann því starfi til æviloka. Jafnframt þessum aðalstörfum gegndi Hermann Þórarinsson ýms um sveitarstjórnarstörfum. Hann var hreppstjóri og gjaldkeri Blönduóshrepps frá 1947, oddviti hreppsnefndar frá 1958 og átti sæti 1 sýslunefnd frá 1961. Einnig sinnti hann um skeið kennslu- störfum á Blönduósi. Hermann Þórarinsson Itti skamma stund setu á Alþingi, enda mun hann hafa átt lítt heim- angengt frá annasömum skyldu- störfum heima i héraði. Þar vann hann störf sín af alúð og gætni, naut vinsælda og trausts, svo að honum voru falin trúnaðarstörf í sívaxandi mæli, meðan honum entist aldur. Fráfall slíks manns er harmsefni, en þó sárast þeim, er næstir standa og hafa öðrum fremur notið verka hans og sam- vista. Ég vil biðja háttvirta alþingis- menn að votta minningu Her- manns Þórarinssonar virðingu sína með því að rlsa úr sætum. (■MntiBF <

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.