Vísir - 27.10.1965, Blaðsíða 8

Vísir - 27.10.1965, Blaðsíða 8
s V í S I R . Miðvikuda^ur 27. október 1965 VISIR Otgefandi: Blaðaútgáfan VlSIR Framkvæmdastjóri: Agnar Ólafsson Ritstjðri: Gunnar G. Schram Aðstoðarritstjóri: Axel Thorsteinson Fréttastjórar: Jónas Kristjánsson Þorsteinn Ó. Thorarensen Auglýsingastj.: Halldór Jónsson Sölustjóri: Herbert Guðmundsson Ritstjóm: Laugavegi 178. Sími 11660 (5 linur) Auglýsingar og afgreiðsla Ingólfsstræti 3 Áskriftargjald: kr. 80,00 á mánuði innanlands £ Iausasölu kr. 7,00 eintakið Prentsmiðja Vísis — Edda h.f. . Skatfamálin gá hugsunarháttur er því miður allt of almennur hér á landi, að sjálfsagt sé að gera sem mestar kröfur til ríkis og sveitarfélaga um alls konar þjónustu, en neyta jafnframt allra bragða til þess að koma sér hjá að greiða réttmæt, opinber gjöld. Að nokkru leyti er það sök stjómmálaflokkanna, og þó sérstaklega Framsóknarflokksins, að þessi hugsunarháttur hef- ur þróazt svo mjög sem raun ber vitni. Á valdatím- um Framsóknar var skattpíningin svo ofboðsleg, að menn voru blátt áfram neyddir til þess að svíkja undan skatti. Það kemur því úr hörðustu átt, þegar Tíminn er að skrifa um of háa skatta og bera núver- andi stjórnarvöld alls konar sökum í því efni. Síðan viðreisnarstjórnin kom til valda hafa skatta- lögin verið lagfærð stórlega, enda svo komið, að álög- urnar eru hóflegar og sízt hærri en í nágrannalönd- um okkar. En það er orðið svo rótgróið í mörgum, að fjargviðrast út af útsvari og skatti ,að þeir eru aldrei ánægðir, og láta þeir jafnvel verst, sem tekizt hefur að koma mestu undan. Menn verða að fara að láta sér skiljast það, að meöan útsvörin eru megin tekjustofn sveitarfélaganna, verða þau að jafna nið- ur á gjaldendurna þeirri upphæð, sem þau þurfa til sinna framkvæmda og þjónustu við borgarana. Að öðrum kosti verður að draga úr þjónustunni. Þetta á að vera öllum auðskilið mál, þótt svo virðist stund- um ekki vera. Og margir virðast heldur ekki gera sér grein fyrir, t. d. hér í Reykjavík, hvað þeir fá mik- ið fyrir þá peninga, sem þeir greiða í borgarsjóðinn. Enginn vill að dregið sé úr framkvæmdum. Menn láta í ljós óánægju yfir því, sem verður að fresta, vegna þess að ekki er hægt að gera allt í einu. Og það fer stundum saman, að þeir, sem hæst láta út af því, sem ekki er gert, eru þeir sömu, sem mest kvarta undan háum álögum. Núverandi ríkisstjórn hefur gert meira en nokkur önnur til þess að koma í veg fyrir skattsvik. Nokkur árangur er þegar orðinn af þeim ráðstöfunum, en vitaskuld er þess ekki að vænta, að á svo stuttum tíma hafi tekizt að uppræta svo útbreidda meinsemd í þjóðfélaginu, sem skattsvikin eru. En það er stund- um helzt að skilja á andstöðublöðum ríkisstjórnarinn- ar ,að þetta sé verk, sem framkvæma megi á fáein- um mánuðum. Eins og fram kom í ræðu fjármálaráðherra á Al- þingi í útvarpsumræðunum á dögunum, er stjórnin staðráðin í að fylgja þessu máli fast eftir, og því er gild ástæða til að ætla að áhrifanna gæti mjög við næsta framtal, nú í vetur. Á mestu veltur, að hægt verði að uppræta þann hugsunarhátt, að sjálfsagt sé að svíkja undan skatti, og það tekur sinn tíma. rjpvær ungar og fallegar ís- lenzkar stúlkur urðu ný- lega svo frægar að þær komust í heimsblöðin., Stórblaðið Daily Express birti nöfn þeirra og mynd af annarri. Þrátt fyrir það var þessi frægð ekki skemmtilegri en svo, að þegar blaðið fór að afla upplýsinga um stúlkumar, var svarað með beiðni um að birta nú umfram allt ekki í íslenzku blaði nöfn þeirra. Þ6 höfðu þær í rauninni ekk ert illt aðhafzt ,betta eru tvær siðprúðar og góðar stúikur. Þær höfðu aðeins farið á bíó síðan höfðu þær rekirt á hinar ströngu reglur og aga sem gildir í Englandi. Þeim hafði ekki verið hleypt inn í húsið sem þær bjuggu i. Þessu reiddust þær fengu sér gistingu annars staðar og létu ekki sjá sig í tvo daga. Þá var málið sent tjl iögreglunnar og hún lýsti eftir stúlkunum. Þannig komust þær í blöðin. ^llt var þetta í rauninni mein laust, en þetta ævintýri stúlknanna tveggja gefur til- efni til að íhuga nána- ferðir og ráðningar íslenzkra stúlkna í Englandi. Mikið hefur verið af slíkum auglýsingum i blöð- unum hér m. a. nú í haust. Er efni auglýsinganna á þá leið að Tvær vinkonur á ferð í London. ,Við fáum að borða frammi í búri — með hundunum stúlkur geti komizt að í vist á góðum heimilum, oft er þá tek ið fram, að þær hafi tækifæri um leið til þess að ganga á einhvem skóla þar í nágrenn- inu. Þannig hafi þær bæði tæki fær; til að sjá sig um í heimin um, læra tungumálið og kom- ast á skóla. Þetta eru álitleg tilboð og engin furða þó þau gangi í augun á ungu stúlkunum. Þær kalla þetta tækifæri, skemmti- ferð, alveg upplagt. Það skal ekki dregið hér í efa, að þetta enska fólk sem auglýsir þannig eftir þjónustu- píum er i sjálfu sér heiðarlegt og gott fólk. Athugun bendir til þess að siðferði stúlknanna sé engin sérstök hætta búin við þessar ráðning, ekki umfram þær hættur sem eru alltaf á Ieið ungra stúlkna sem koma reynslulitlar út í heimsborgirn- ar. Jgn það er þó fjarri mér, að dvöl stúlknanna á heimilun um verði árekstrarlaus. Heyrt höfum vér hjá utanrikisráðu- neytinu, að íslenzka sendiráðið í Lundúnum eyði oft miklu af sínum dýrmæta tima í að reyna að rétta hlut slíkra stúlkna eða að fá þær leystar úr vistinni./ Það sýnir bezt að þarna rekast þær á vandamál, sem þær hafa ekki búizt við. Dvölin á þess- um ensku heimilum hefur orð- ið allt önnur en þær hafa bú- izt við. Er því réttara að þær stúlkur, sem hugsa til slíkra Englandsferða f framtiðinni, í- hugi betur, hverju þær mæta og hvers sé að vænta, svo að þær séu við öllu búnar. Skal hér sagt frá þremur helztu vandamálunum, sem munu vera algengust í flestum árekstratil- fellum. Tpyrsta vandamálið er stétta- skiptingin, sem er mjög sterk í Englandi og stúlkumar verða emmitt mjög fvrir barð- inu á, en þær þekkja ekki slíkt heima á Islandi. Þær eru vinnukonur, en það er stétt í Englandi, sem er yf- irleitt mjög lítilsvirt og fyrir- litin. Slfkt þekkja þær ekki þó þær hafi verið vinnukonur uppi á íslandi. Sem vinnukonur á heimilunum mæta þær margs konar niðurlægingu, sem þeirra íslenzka hjarta á erfitt með að þola. Þar með er ekki sagt að fólkið sem þær eru' hjá sé í sjálfu sér grimmt eða mannúð- arlaust. Þetta eru aðeins hinar gömlu brezku venjur, sem seint verða upprættar. Það myndi taka Iangan tíma að lýsa því í hverju niðurlægingin er fólg- in. Ein setning ætti að geta lýst þessu: — Meðan fjölskyldan borðar í stofunni á vinnukonan að borða í búrinu með hundin- um. Ofan á þetta bætist svo vinnuharka og langur vinnu- tími, frí eiga þær aðeins eitt kvöld í viku. T öðru lagi er að nefna hinar ströngu reglur og aga, sem á öllu er í Englandi. Þetta er eitt allra versta vandamálið fyrir íslenzkar stúlkur í Eng- landi. Allt verður að vera til- búið á réttum tíma og allt verð- ur að vera í .tiptop standi. Ann- ars fá þær ónot og óþægindi og eru þá jafnvel typtaðar til með ýmiss konar refsiaðgerð- um. Þetta brýtur algerlega í bág við þeirra frjálsborna íslenzka anda, þar sem hver og einn nýtur órtúlegs frjálsræðis á ís- landi í öllum athöfnum sfnum. Þetta er einmitt það vanda- mál, sem íslenzku stúlkurnar tvær er sagt hefur verið frá rák ust á. Þær voru nýkomnar í vist ina, fyrir eitthvað viku eða hálf um mánuði. Önnur þeirra réð sig hjá spænskri fjölskyldu og hafði íslenzk stúlka áður verið hjá þeirri fjölskyldu. Svo var kunningiafólk þessa spænska fólks sem réði hina stúlkuna og var þetta talið heppilegt þar // sem þær myndu eiga auðvelt með að halda tengslunum hver við aðra með þessum hætti. Svo gerðist það að þær fengu fyrsta frikvöldið sitt f stórborg- inni. Þær gerðu nú ekki annað og meira en að fara á bió. Þeim var sagt að þær yrðu að vera komnar heim í húsin fyrir viss- an tíma, eins konar lokunar- tíma, sem enskum þjónustu- stúlkum myndi aldre; detta ■ í hug að misvirða, heldur titra þær af hræðslu fyrir lokunar- tímanum. Jgn íslenzku stúlkurnar, kann- ski hafa þær ekki tekið lok- unartímann eins alvarlega, allir vita hvernig það er uppi á Is- landi með lokunartíma, það er alltaf hægt að hringja bjöllunni eða fará bakdyramegin. Kann- ski er það ekki rétt að saka þær um léttúð á þessu sviði. Þær eru íslenzkar stúlkur í stör borg í fyrsta sinn, vel má vera, að þær hafi einfaldlega ekki gerf sér grein fyrir tíma og vegalengdum í stórborginni, og þær urðu of seinar. Hvorugri var hleypt inn, það virðist grimmúðleg framkoma, að skilja kornunaar stúlkur eft- ir vegalausar úti á götu, en svona er þetta í löndum, þar sem lög og reglur ríkja. Menn geta jafnvel bent á það, að í milljónaborgunum gæti Jífið orðið eins og einn allsherjar skrípaleikur eða geðveikraspít- ali, ef ekki væru þar reglur sem ekki væri haldið við. /~kg svo er það þriðja atriðið, ^ sem ekki þarf að viðhafa mörg orð um, en er alvarleg staðreynd. Sumar stúlkurnar sem hafa farið út með þessum hætti, kunna varla orð í ensku. Þær skilja ekkert, geta ekki bjargað sér. Það er óforsvaran- legt að leyfa stúlkunum að fara þannig bjarglausum til að dvelj- ast f erlendum milljónaborgum. eíe .íBaBSK’SHKiraaímæasaKæri

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.