Vísir - 27.10.1965, Blaðsíða 10

Vísir - 27.10.1965, Blaðsíða 10
1C V í SI R . Miðvikudagur 27. október 1965 Nætur- og helgidagavarzla vikuna 23.-30. okt.: Vesturbæjar Apótek. Næturvarzla f Hafnarfirði að- faranótt 28. okt. Eiríkur Bjöms- son Austurgötu 41 sími 50235. Úfvarp MlSvikudagur 27. október Fastir liðir eins og venjulega 15.00 Miðdegisútvarp 16.00 Sfðdegisútvarp 17.20 Framburðarkennsla í esper anto og spænsku. 17.40 Þingfréttir 18.00 lítvarpssaga bamanna: ,,Úlf hundurinn,“ eftir Ken And- erson. 20.00 Daglegt mál: Ámi Böðv- arsson cand. mag. flytur þáttinn 20.05 Efst á baugi 20.35 Raddir lækna: Jón Þor- steinsson talar um liðagigt. 21.00 Lög unga fólksins 21.50 Kapp og forsjá: Sigurður Sigurðsson talar um fþrótt ir. 22.10 Kvöldsagan: ,Örlög manns' eftir Mikhael Sjolokoff 22.30 Úr tónleikasal: Rutþ Little, söngkona, Jósef Magnús- son flautuleikari og Guðrún Kristinsdóttir píanóleikari koma fram á tónleikum í Austurbæjarbíói. (Hljóðr. 8. sept. sl.) 23.15 Dagskrárlok. Sjónvarp Miðvikudagur 27. október 17.00 Fræðsluþáttur um kommþn 17.30 Dupont Cavalcade 18.00 F.D. Rosevelt 18.30 Sannsöguleg ævintýri 19.00 Fréttir 19.30 Þáttur Dick Van Dyke 20.00 Mr. Adams and Evp 20.30 Ungfrú Alheimur, 21.30 Ferð í undirdjúpin. 22.30 Kvöldfréttir 22.45 Kvikmynd: „Rocket Man.' Messur % % STIORNUSPfi Spáin gildir fyrir fimmtudaginn 28. október. Hrúturinn, 21. marz til 20. apríl: Hugsaðu gaumgæfilega allar áætlanir, og haltu svo þínu striki, þegar þú hefur tekið þín ar ákvarðanir í því sambandi. Einkum skaltu varast að láta aðra draga úr þér kjark. Nautið, 21. apríl til 21. maí: Beittu þér ekki um of, þú getur þurft á öllu þínu þreki að halda áður en dagurinn er allur. Sýndu gætni og íhaldssemi í öllu sem við kemur peningum og gerðu hvorki að taka lán né lána öðmm. Tvíburamir, 22. mai til 21. júnf: Gættu þess vel að ekki komi til ósamkomulags ’neima fyrir, eða misskilnings f sam- bandi við þína nánustu. Ef ekki verður komizt hjá deilum, er þér ráðlegast að segja sem minnst í bili. Krabbinn, 22. júní til 23. júlí: Enn áttu nokkuð á hættu, nema að þú viðhafir ýtrustu gætnj og á þetta einkum við um vinnu stað og i sambandi við afkomu þína. Reyndu að halda í horfinu og varastu að knýja fram úrslit. Ljónið, 24. 'úlí til 23. ágúst: Láttu ekki undan þeirri hneigð þinni að tefla djarft, þó að það kunni að vera freistandi. Hafðu alla aðgæzlu hvað snertir sam band þitt við fjölskyldu þína og nána vini af gagnstæða kyn inu. Meyjan, 24. ágúst til 23. sept: Þþ átt enn við nokkurn vanda að etja, sennilega helzt heíma fyrir og ættirðu að fara hægt og gætilega enn um skeið og varast að knýja fram úrslit. Hafðu ráð þér eldri og reyndari manna. Vogin, 24. sept. til 23. okt.: Allt verður öruggara í dag en í gær, en engu að síður skaltu sýna varúð í hvívetna, einkum skaltu athuga gaumgæfilega hvað þú segir eða skrifar. Drekinn, 24 okt. til 22. nóv.: Vertu vel á verði í öllum við skiptum og peningamálum, og gerðu enga bindandi samninga ef þú kemst hjá þvi. Undir kvöldið má vel vera að þú verð ir einhvers áskynia, sem þér kemur vel. Bogamaðurinn, 23. nóv. til 21. des.: Allt verður rólegra í dag og auðveldara við að fást, en gættu þess samt að hafa taum- hald á skapi þínu og tilfinning um. Þú getur komið miklu i verk fyrri hluta dagsins. Steingeitin, 22. des. til 20. jan.: Sýndu enn nokkra varúð i samskiptum þínum við aðra, og láttu ekki blanda þér í deil- ur. Haltu þig sem mest að tjaldabaki, og láttu ekki upp skátt allt, sem þú hugsar varð- andi framkomu annarra. Vatnsberinn, 21. jan. til 19. febr.: Þetta verður að ýmsu leyti góður dagur, en vissara er þér þó að vera á verði gagn vart þeim, sem ætlast til liðsinn is af þér eða jafnvel aðstoðar í peningamálum. Hvfldu þig vel í kvöld. Fiskamir, 20. febr. til 20. marz: Ekki ólíklegt að þér ber- ist einhverjar þær fréttir fyrri hluta dagsins, sem ýta við metnaði þínum og verða þér hvatning til átaka. Kvöldið getur orðið skemmtilegt með vinum. Hallgrimsmessa í kvöld kl. 8. 30. Te Deum sálmurinn sunginn sem víxlsöngur milli prests og safnaðar samkvæmt eldra messu formi. Dr. Jakob Jónsson. Breytt heimilisfang i New York Frá og með deginum í dag breytist heimilisfang aðalræðis- mannsskrifstofu Islands í New York Hið nýja heimilisfang er nú: 420 Lexington Avenue, New York, N.Y. sími 683-8338. Sendi nefnd íslands hjá Sameinuðu þjóðunum hefur sama heimilis- fang. U tanríkisráðuneytið; Reykjavik, 25. okt. 1965. Um hyrnur Þær virðast þola margt mjólk urumbúðirnar frá Akureyri. Hér er ung skátastúlka að keppast við að þræða saumnðl með sem mestum hraða og stendur á ein um plastpokanum, sem áður geymdi tíu litra af mjólk. Fregnir höfum við líka haft af því að mjólkurumbúðirnar eða hymurnar (orðið virðist hafa unnið sér sess í málinu hvort sem um er að ræða þri-J hymdar eða ferkantaðar mjólk ] urumbúðir) séu notaðar til < margra annarra hluta nytsam- j legra en að geyma miólk t.d., ku Akureyringar stinga einum : plastbelgnum með í farangur- j inn, þegar farið er í útilegur og j þegar kvöldar haiia þeir sín- um þreyttu höfðum að hym j unni sinni og sofna síðan sætt, og vært. Já, hyrnumar ... 18 nýjar hjúkrunarkonur Hinn 23. þ.m. voru eftirtaldir nemendur brautskráðir frá Hjúkr unarskóla íslands: Anna Margrét Einarsdóttir, Reykjavík, Arnheiður Ingólfs dóttir, Fornhaga, Hörgárdal, Eyj. Ágústa Sigurðardóttir, Keflavík, Borghildur Maack Jónsdóttir Vopnafirði, Elísabet Stefánsdóttir Skála Seltjarnarnesi, Elsa Jónas dóttir Fagradal Mýrdal V.-Skaft. Fríða Rannveig Þorsteinsdóttir, Reykjavík, Guðný Ármannsdóttir Kópavogi, Guðrún Áskelsdóttir, Reykjavík, Helga Ragnarsdóttir, Reykjavík, Hjördís Björnsdóttir, Reykjavík, lnga Teitsdóttir Rvík., Þakkir Sórop- timista Eins og Reykvíkingum er kunn ugt gekkst Soroptimistklúbbur Reykjavíkur fyrir fjáröflunar- skemmtun að Hótel Sögu sl. fimmtudagskvöld. Ágóðinn af skemmtuninni nam kr. 101.176.00. Síðan hafa klúbbnum borizt pen- ingagjafir frá ýmsum aðilum og er sjóðurinn nú kr. 112.176.00. Haldið verður áfram að veita gjöf um viðtöku. Skemmtun þessi var haldin til ágóða fyrir veikan dreng, sem senda þarf til bráðrar skurðaðgerð ar til Ameríku. Aðgerð þessi er mjög kostnaðarsöm og þessir pen- ingar því aðeins hluti af heildar- kostnaðinum við skurðaðgerðina. Klúbburinn vill hér með flytja alúðarþakkir öllum, sem stutt hafa fjáröflunina með rausnarleg- um gjöfum og sjálfboðastarfi. Ó- sóttir eru 7 vinningar úr happa- drættinu. Númerin 45, 56, 82, 706, 1374, 1761, 1884. Vinninganna skal vitjað sem allra fyrst til Hall dóru Eggertsdóttir, Stórholti 27. Söfnin Borgarbókasafn Reykjavfkur: Aðalsafnið Þingholtsstræti 29 A, sími 12308. Útlánsdeild er opin frá kl. 14—22 alla virka daga nema laugardaga kl. 13—19 og sunnudga kl. 17—19. Lesstofan opin kl 9—22 alla virka daga nema Iaugardaga kl. 9—19 og sunnudga kl. 14—19. Útibúið Hólmgarði 34 opið alla virka daga, nema laugar- daga kl. 17—19, mánudga er op- ið fyrir fullorðna til kl. 21. Útibúið Hofsvallagötu 16 opið alla virka daga nema laugardaga kl. 17—19. Útibúið Sólheimum 27, sími 36814, fullorðinsdeild er opin mánudaga, miðvikudaga og föstu daga kl. 16—21, þriðjudaga og fimmtudaga kl. 16—19 Barna- deild opin alla virka daga nema laugardaga kl. 16—19. • BELLA* Ingibjörg Helga Júlíusdóttir Rvík. Lilja Una Óskarsdóttir Reykja vík, Sólveig Ólöf Illugadóttir Bjargi við Mývatn, Þóra Guðrún Grönfeldt, Borgarnesi, Þórunr Kolbeinsdóttir Reykjavík og Þé- unn Aðalheiður Sveinbjarnarcl'1' ir Reykjavík. Tilkvnning Æskuiýðsfélag Bústaðasóknar Fyrsti fundur yngri deildar (fyrir fermingarbörn ársins 1965) er á miðvikudagskvöldið kl. 8.30 í Réttarholtsskóla. Séra Ólafur Skúlason. Eiginleg er forstjórinn reglu- lega sætur það er leiðinlegt að hann skuli ekki vera sextíu tii sjö tíu árum yngri.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.