Vísir - 27.10.1965, Blaðsíða 16

Vísir - 27.10.1965, Blaðsíða 16
VISIR Miðvikudagur 27. október 1965 Saksóknari hefur fengið Langholts- vegarmólið Rannsókn er lokið í banaslyss- málinu sem varð á Langholtsveg- inum aðfaranótt 2. okt. sl. og sendi rannsóknardómarinn í mál- inu, Ármann Kristinsson sakadóm ari, málið í gær til saksóknara til afgreiðslu. Frá því hefur verið skýrt áður að bræðumir þvír sem í bifreiðinni vom þegar slysið varð, voru strax eftir handtöku úrskurðaðir í gæzluvarðhald. Tveim þeirra var fyrir nokkm sleppt lausum úr varð haldinu, en þeim þriðja var enn haldið inni, þar sem allaar lfkur bentu til að hann hefði ekið bifreiðinni sem orsakaði banaslys- ið. Hann situr enn í gæzluvarð- haldi. SVIVIRÐILEG SPJOLL UNNIN A M YNDASTYTTU Einhverjum hefur mnnið til rifja að sjá styttuna Pomona, sem stendur í nekt sinni fyrir neðan gamla Kennaraskólann og málað styttuna í nótt með hvxtri málningu. í morgun var styttan íklædd hvítmáluðum nærfötum og höfðu málningar- taumamir mnnið niður eftir eirnum og storknað þar — þaxuiig var sjónin, sem blasti við árrisulum borgarbúum á fyrsta sólskinsdegi vetrarins. Þetta ódæðisverk hefur verið framið í skjóli náttmyrkurs og uppgötvaðist ekki fyrr en í birt ingu. Hvort sem blygðunarsemi eða stráksskapur hefur legið að baki verknaðinum mun öllum hrjósa hugur við þeirri villi- mennsku sem lýsir sér í honum Einhverjar leifar hafa orðið eftir í málningardollu þess, sem framdi verknaðinn og valdi hann að skilja eftir fangamark sitt á tröppunum, sem liggja úr Einarsgarði upp á Laufásveginn og einnig á gangstéttarhellum- um á Laufásveginum. Virtust stafimir vera RAK og fyrir neð an KAO. Virðist það vera orðið nær árlegur viðburður að framin séu svívirðileg spjöll á listaverkum hér í borg og er ástæða til að taka sem harðast á slikum málum. Styttan Pomona, sem var sett upp -f -Einarsgarði árið 1955 er eign Listasafns ríkis- ins. Er þetta eirstytta af frjó- semdargyðjunni gerð af danska listamanninum professor Jo- hannes C. Bjerg og gaf Foght stórkaupm. Listasafni ríkisins styttuna árið 1954. Heimilaði Listasafn ríkisins því næst bæj- aryfirvöldunum að setja stytt- una á þann stað í bænum, sem bezt þótti til þess fallinn. 423 bílar fyrsta dagiim Umferð greið um Keflavikurveginn Umferðln um nýja Keflavíkurveg inn hefur gengið greiðlega frá því að hann var opnaður í gærmorgun' og ekki komið tíl neinna mótmæla aðgerða vegna vegatollsins. Frá því klukkan tíu í gærmorgun fram til miðnættis óku 423 bílar um veg- inn. | Er Vísir hafði samband við toll skýlið við Straum í morgun sagði i tollvörðurinn er á vakt var að sér Ivirtust bílstjórar með afbrigðum prúðir og skikkanlegir í viðskipt- um. Kvað hann milli 40 og 50 bíía hafa farið fram hjá tollskýlinu á tím anum frá kl. sjö til níu f morgun, og reiknaði hann með að það væri meðalumferð á þessum tíma dags. Væru flestir er fram hjá hefðu farið í morgun menn, sem svo til daglega fara um veginn vinnu sinnar vegna. Kvað hann ekki myndi koma fram fyrr en um helgina, hvort skemmti- ferðamenn fjölga eða fækka ferðum sínum, nýja vegarins og vegatolls- ins vegna 1 tollskýlinu er sólarhringnum skipt í fjórar 6 stunda vaktir og eru 5 tollverðir sem skiptast á. Ljósmyndari Visls tók þessa mynd af styttunni f morgun. Félagið ANGLiA hcíur vetrarstarfið Vitað afhverjum beinagrind in / Smyrlabúíarhrauni er Fyrsti vetrarfundur brezk-íslenzka^- félagsins ANGLIA verður haldinn n.k. föstudag hlnn 29. okt. í Sig- túni. Að venju eru mörg skemmtiatriði á boðstólum. M.a. syngur Savanna tríóið, ungfrú Bára Magnúsdóttir (ungfrú Reykjavík 1965) sýnir dans. Evþór Þorláksson leikur á gítar. Auk þess verður happdrætti, ný tegund af ásadansi, getraun o. fl. Að loknum skemmtiatriðum verður stiginn dans fram eftir nóttu. Reglulegir skemmti- og fræðslu fundir eru fyrirhugaðir hjá félaginu í vetur. Fundir Angliu hafa jafnan verið mjög vel sóttir. Núverandi formaður Anglíu er Þorsteinn Hann esson. Matfhíasar-kvöld Síðastliðinn vetur tók Leik- félag Kópavogs upp þá ný- breytni í starfi sínu að kynna íslenzk skáld, og urðu fyrir val- inu Einar Benediktsson og Jó- hann Sigurjónsson. Leikfélag Kópavogs hefur á- kveðið að halda áfram á þess- ari braut, og í kvöld kynnir L.K. Matthías Jochumsson og verk hans í Kópavogsbíói kl. 21. Eins og á fyrri kynningar- kvöldum verður dagskráin mjög Frh á bls. 6. Siðastliðinn sunnudag fundu rjúpnaskyttur mannabein í Smyrla búðarhrauni suðaustur frá Hafnar firði og mun rannsóknarlögreglan í Reykjavík, sem fékk málið til meðferðar, nú hafa gengið úr skugga um af hvaða manni beina grindin er, en hann hvarf héðan úr Reykjavík 12. júlí 1959 og var sfðast til hans spurt að hann fór I leigubíl suðurundir Hafnarfjörð þennan umrædda morgun. Það voru þeir Halldór Einarsson á Setbergi og Grétar Karlsson Lind arflöt 6 í Garðahreppi sem fóru saman á rjúpnaveiðar út í Smyrla búðarhraun er fundu beinagrindina Mun Halldór hafa fyrr komið auga á hana, þar sem hún lá utan í mosavaxinni hraungjótu austan undir hraunhjalla nokkrum. Leifur Jónsson rannsóknarlög- reglumaður, sem hafði með rann sókn málsins að gera, sagði það vera furðulegt, að ekki skyldi hafa verið rekizt á beinagrindina fyrr, því hún hafi blasað við allra aug um á tiltölulega fjölfarinni slóð / , V , Vopnafundur í Þingeyjarsýslu í Grísatungufjöllum á Reykja- heiði fundust s.l. sunnudag þrjú vopn, sem telja verður all merk- an fornleifafund. Rjúpnaskytta, Davíð Gunnars- son frá Húsavík var þar á ferð og lagði leið sína yfir gildrag nokkurt í svokölluðum Grjótum. 1 þessu gili kom Davíð auga á tréskaft, er við nánari athugun reyndist skaft á vopni og alls fundust á þessum stað 3 vopn, sem virðast vera lagvopn og höggvopn í senn. Vopnin virðast furðu heilleg, hvert þeirra urri 50 cm langt fyr- ir utan sköftin. Lýsingin bendir til að þarna sé um atgeira að ræða og sennilega fremur frá miðöldum heldur en söguöld. Fundarstaðurinn er á mjög fá förulli leið f 600-700 metra hæð vfir sjó, og skaflar munu hafa legið í þessu gili allan ársins hring. Má því vel vera að vopn in séu tiltölylega nýkomin und- an snjó. Að tilhlutan þjóðminjavarðar var strax sent eftir vopnunum og þau flutt til Húsavíkur það an verða þau send til Reykjavík ur við fyrsta tækifæri og þá væntanlega hægt að skilgreiná aldur þeirra nánar. berjafólks og rjúpnaskyttna, auk þess sem mikið var leitað á þessu svæði þegar mannsins var saknað, sem beinagrindin er af. Lögreglunni í Hafnarfirði og Reykjavík var gert aðvart um beinagrindarfundinn, voru beinin þegar sótt. Fannst þar ennfremur lindarpenni, veski, rauðbrúnir fjaðraskór .mittisól og loks leifar framhald á bls. 6 ÉT Otryggt veður ú miðunum Ótryggt veður er á sildarmiðun- um og háir það veiðum. Undangepginn sólarhring fengu 43 síldveiðiskip aðeins 13.450 mál og tunnur. Allmörg skip náðu að kasta áð- ur en veður spilltist, en fengu lít ið. Veður varð því óhagstæðara sern lengur leið á kvöldið og leituðu flest skipin til lands, en í morgun tilkynnti síldarleitarskipið Hafþór hægviðri á miðunum og hefur því lægt aftur undir morguninn.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.