Vísir - 28.10.1965, Blaðsíða 4

Vísir - 28.10.1965, Blaðsíða 4
V í S IR . Fimmtudagur 28. október 1965. J síðustu greininni um Vínlands kortið var rakið nokkuð eft ir ritgerð R. A. Skeltons við Yale-háskóla hver hefði verið heimshugmynd norrænna manna eftir að þeir höfðu fundið löndin i vestri, ísl., Grænland, Helluland. Markland og Vín- Iand. Þar var sagt frá bví að norrænir menn reyndu að sam- ræma þessa landafundi hinni rikjandi heimshugmynd, að jörð in væri kringla, sem hið mikla úthaf streymdi í kringum. Þrátt fyrir bað varð ekki kom izt hjá því, að hugmyndir beirra urðu *all frábrugðnar hinum latneslu hugmyndum um lögun jarðar sem voru há ríkíandi i heiminum. Suður t ítaliu héldu menn enn, að Atlantshafið væri bið mikla úthaf og í því væru aðeins nokkrar eyjar eins og Bretland, írland og Island, í þeirra hugmyndum myndaði Uppdráttur gerður eftir Clavusar-kortinu 1430. Grænland teygist sem skagi vestur frá Evrópu og nær vestur og suður fyrir ísland. Þetta var fyrsta landabréf af Norðurlöndum teiknað með lengdar og breiddargráðum og meira að segja heimskauts- baugurinn er markaður nokkurn veginn á réttan stað, rétt fyrir norðan Island. frá 1430 of sbsm sjóuum mamta V... '(• 7^** m m .... *£,& fiyt aV HVk aM wj liwi'.’llii m % t :a ■ ■■ Evrópa jaðar heimskringlunnar. En ísiendingamir höfðu hins vegar uppgötvað að meiri lönd voru vestur í hafi en svo að það gæti stað;zt að Atlantshaf- ið væri hið mik'a úthaf. Þeir jímynduðu sér bví að bæði Græn /land og Vínland væru hlutar af meginlandiinu og hið m:kla út- haf hlyti þá að vera bar fyrir handan. Þeir hugsuðu sér, að Grænland væri skagi norður og vestur úr Evrópu og Asíu, en Vínland væri skagi yestur úr Afríku. Tjrátt fyrir það þó íslendingar ættu á þessum óg næstu öldum mikil skipti suður á bóg inn, fengu þessar hugmyndir þeirra ' engan hljómgrunn í heimsmenningunni suður í álfu. Hugmyndir þeirra um stórt meg inland í vestri fengu aldrei sleg ið í gegn. Höfundur Vínlands- kortsins hefur ekki viljað fall- ast á það, hann lýsir Vínlandi sem eyju, að vísu er sú eyja orð in svo stór, að farið er að nálg- ast það að hún sé nýtt megin- land. Þessi staðreynd er mjög merkileg í sambandi við Vín- landskortið. Þar má greinilega sjá, að tvö öfl hafa verið að togast á í honum. Heimildirnar frá Islandi um að landið ' f vestri væri meginland og hins vegar hin ríkjandi landfræðiskoð un, að aðeins gætu fundizt eyjar, eftir að hið mikla úthaf væri komið. Hann hefur farið milli- leiðina og gert Vínland að stórri eyju. Lfklegt er þó. ef hann hef ur stuðzt við heimildir úr Vín- 'landsferð Eiríks Gnúpssonar biskups, að þar hefði átt að koma mjög skýrt í Ijós, að þarna væri um meginland að ræða. Við röktum það einnig í síð ustu grein að það var þegar á 12. öld, sem þýzkur höf- undur Adam af Primum skrifaöi landfræðirit byggt á hinum nor rænu beimiMum. En Adam hef ur bæði verið svo rígbundinn af ríkjandi kenningum um að Evrópuströnd værj jaðar heims kringlunnar og þá kannski um leið misskilið hinar norrænu heimildir. Svo að Adam af Brim um lýsti Gráenlandi og Vínlandi sem litlum eyjum í úthafínu norður undir heimskauti. jyú skulum við vfkja nokkuð að þvf, hvernig heimildir ís lendinganna um þessi lönd bár ust suður á bóginn til Ítalíu. upplýsingar Adams frá Brimum um Norðurlönd og landfræðing- ar tóku þær upp í heimslýsingar sínar. Ennfremur notfærðu þeir sér lýsingar enska franciscana munksins sem skrifaði Inventio Fortunata og byggðist á riti Adams. Á fyrri hluta 12 aldar eða i kringum 1140 bergmáluðu upp- lýsingar Adams í riti Italans Vitalis Hann segir þar frá eyj- unum Orkneyjum, Finlanda (sem er augljóslega misritun fyrir Vinlanda), íslandi og Grænlandi og telur að fyrir norðan þau sé ekki að finna nein frekari lönd. ->v; 't-. > ••• » eg séu villimenn er klæðist í húðir og búi í skógum. Jarð- líkan Laons við lok 15. aldar sýnir Gronlandia sem eyju fvrir norðan Skandinavíu og jarðlík- an Martins Beahims frá 1492 (sama árið og Kolumbus fann Ameríku) sýnir eins og Adam frá Brimum hafði sagt frá, nokkrar eyjar norður undir heimskauti. 'P'kki er hægt að efast um það, segir Skelton, að upplýsing- ar um landafundi og landnám norrænna manna hafi borizt samfelld bréfaskipti og önnur samskipti milli Rómar og bisk- Þó hefir ekkert samband verið milli beirra Það er sem sé hægt að benda á allmörg dæmi og merki þess, að frásagnir um hina íslenzku landafundi bárust fyrir daga Kolumbusar, sérstaklega um Grænland bárust suður eftir álf unni. Sumt af þessu barst þang- að gegnum Adam frá Brimum, annað eftir öðrum leiðum. En heimildimar voru greinilega svo rangtúlkaðar og suðrænir landfræðingar hugsuðu meira um það að samræma þetta sín- um eigin ríkjandi skoðunum, heldur en að læra af þvf. Þeim tókst ekkj að skilja hinn raun- verulega boðskap landafund- anna, að því undanteknu. að of urlítið skilningsljós virðist loks hafa verið að kvikna í kring- um 1430 með auknum skilningi á legu Grænlands og hjá korta- gerðamanninum í Basel, sem teiknaði Vínlandskortið. Kortagerðarmenn Renaissance tímans voru ekki lengi á sér að taka á uppdrætti sína ýmsar Tjessi skoðun helzt rikjandi allt fram til landafunda Kolumbusar. Þremur öldum síð- ar talar Fillastre Kardínáli á kirkjufundi f Róm um að fyrir handan Þýzkaland, Noreg og Svíþjóð væri landið Gronlandia og fyrir austan það eyjan Tyle. Árið 1448 ritar Nikulás pófi V bréf til biskupanna á íslandi, þar sem hann talaði um Græn- Iand sem er sagt vera fyrir norðan Noreg, og byggir hann þetta augljóslega á heimildum Adams frá Brimum. Á Katalanska kortinu i Flór- ens (frá því um aldamótin 1400) er landið Gronlandia merkt inn, þó að það sé að visu sett austur á Eystrasalt. Og á korti Biancos 1436, sem komið hefur svo mjög við sögu hér, af því að höfundur Vínlandskortsins lagði það til grundvallar við gerð heildarkorts síns. er bent á að í eyjum fyrir norðan Nor- upssetranna á íslandi og Græn- til Suður-Evrópu. Það voru landi. Kirkjurnar menn af Norð- urlöndum fóru til Rómar og sátu þar kirkjufundi og sendi- boðar páfa fóru til Norðurlanda. Pílagrímar af Norðurlöndum komu við á italíu á leiðinni til landsins helga. Það er vafalaust frá slíkum heimildum sem landfræðingar á Ítalíu hafa fengið frásagnabrot sín um hvítabirni, hvíta fálka, hreindýr, hvalveiðar og fisk- veiðar, sem finnast m. a. hér og þar á Iandakortum. En svo virðist sem kortagerðarmenn- imir hafi ekki fengið hjá þess- um ferðamönnum nægilegar heimildir til þess að þeir gætu tekið til greina réttari hug- myndir íslendinga um landa- fræði Atlantshafssvæðisins. Þeir gátu ekki einu sinni skipað Grænland niður á réttan stað miðað við ísland, hvað þá að dskortíB vestur r •• • \ ...V.-- ‘. þeir gætu markað nokkuð land á kortin ennþá vestar en Græn- land. Ekkert slíkt landabréf hefur a. m. k. varðveitzt eldra en hið nýja Vínlandskort. Tjó verður að geta að skömmu eftir 1420 kemur fram merkilegur nýr kortagerðarmað- ur suður á Ítalíu, sem tekst í fvrsta skipti að staðsetja Græn- land á réttum stað. Þar er stefnan í afmörkun landafunda norrænna manna í fyrsta skipti tekin í vesturátt. Maður þessi var danskur, fæddur á Fjóni árið 1388, en ár- ið 1424 vinnur hann að því að skrifa tvær landfræðilegar lýs- ingar á Norðurlöndunum. Land- lýsingar hans er enn til og hugs- anlegt er að henni hafi fylgt uppdráttur. Sé svo þá er hann nú glataður, En eftir landlýsingu hans hafa hins vegar verið gerð- ir nákvæmir uppdrættir, sem eru fyrstu uppdrættirnir af Norðurlöndum, þar sem notaðar eru lengdar og breiddargráður til að afmarka ýmsa staði. ItTargt hafa fræðimenn seinni tíma rætt og ritað um landJ lýsingu Clavusar og ekki allt fagurt. Verk hans hafa m. a. verið gagnrýnd fyrir ónákvæmni og getspár. Það er víst, að þótt hann hafi notið álitis sem land- fræðingur voru heimildir hans og þekking á ýmsum sviðum af mjög skornum skammti. T. d. er furðulegt hvað lýsingum hans af eigin heimaslóðum á dönsku eyjunum er áfátt. Fræðimenn hafa þótzt geta sannað, að hann kom ekki með nein kort eða landslýsingar með sér heim- an frá Danmörku. Hann byggir t. d. lýsingar sínar á Norður- Framh á bls. 7.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.