Vísir - 28.10.1965, Blaðsíða 8

Vísir - 28.10.1965, Blaðsíða 8
8 V í S I R . Fimmtudagur 28. október 1985. VISIR Ctgefandi: Blaðaútgáfan VÍSIR Framkvæmdastjóri: Agnar Ólafsson Ritstjóri: Gunnar G. Schram Aðstoðarritstjóri: Axel Thorsteinson Fréttastjórar: Jónas Kristjánsson Þorsteinn Ó. Thorarensen Auglýsingastj.: Halldór Jónsson Sðlustjóri: Herbert Guðmundsson Ritstjóm: Laugavegi 178. Slmi 11660 (5 línur) Auglýsingar og afgreiðsla Ingólfsstræti 3 Askriftargjald: kr. 80,00 á mánuði innanlands I lausasölu kr. 7,00 eintakið Prentsmiðja Visis — Edda h.f. Hindrum slysin í Hvemig er hægt að koma í veg fyrir hin hroðalegu slys í umferðinni? Jóhann Hafstein dómsmála- ráðherra gerði þessi mál ítarlega að umræðuefni á Alþingi í fyrradag. Er vel til þess að vita að dóms- málayfirvöld landsins skuli gera sér ljósa grein fyrir nauðsyn aðgerða í þessum efnum. Ráðherrann skýrði frá því áð rannsóknarnefnd umferðarslysa, sem skip- uð var árið 1963 ynni nú að söfnun upplýsinga og töl fræðilegra gagna um umferðarslys á liðnum árum. Kvaðst hann hafa beðið nefndina að hraða mjög störf um sínum og skila sem fyrst bráðabirgðatillögum, svo unnt væri að láta þær koma sem fyrst til fram- kvæmda. Blöðin og allur almenningur hljóta að taka mjög undir þessa áskorun ráðherrans til nefndarinn ar, vegna þess að það er fyrst og fremst frá henni sem tillagna til úrbóta í umferðinni er nú að vænta. Er það hin mesta nauðsyn að nefndin leggi nótt við dag í störfum sínum og láti skjótt frá sér heyra, svo yfirvöldin geti framkvæmt þær úrbætur sem sjálf- sagðar og skynsamlegar eru taldar. Hér má enginn óþarfa dráttur á verða. | umferðarlögunum felst heimild, sem enn hefur ekki verið notuð, um endurkröfurétt gegn þeim sem sök eiga á tjóni, jafnvel þótt það hafi verið bætt af hálfu tryggingafélaganna. Sjálfsagt er að beita þess- ari heimild gagnvart þeim bifreiðastjórum sem slys- um og tjóni valda af ásetningi eða stórkostlegu gá- leysi, t. d. þeim sem aka drukknir. Á því leikur varla nokkur vafi, að framkvæmd slíks endurkröfuákvæðis myndi mjög auka varúð í umferðinni, þar sem þeir sem slysum valda mættu búast við því að verða sótt- ir til bóta, jafnvel þótt bílar þeirra séu vátryggðir Annað atriði, sem dómsmálaráðherra drap á, og fyrr hefur verið rætt hér í blaðinu, er seinagangur um- ferðarmála hjá embættunum. Að frumkvæði hans er nú unnið að tillögum um hröðun umferðarmála en það er til tvímælalausra bóta. Allt of oft hefur það komið fyrir að mánuðum, ef ekki misserum saman, \hefur dregizt að kveða upp dóma yfir afbrotamönnum í umferðinni — og fullnægja þeim. J)agblöðunum hefur stundum verið legið á hálsi fyrir það að birta ekki nöfn manna sem aka drukknir og valda slysum og skaða. Um birtingu nafna afbrota- manna hefur engin föst regla gilt hér á landi. Meðal annars stafar það af því að dagblöðunum hefur oft reynzt erfitt eða ókleift að fá nöfn uppgefin hjá lög- reglunni eða dómsmálayfirvöldum meðan rannsókn hefur staðið yfir. Ef rannsóknarnefnd umferðarslysa kemst að þeirri niðurstöðu að aukin nafnbirting muni líkleg varnarráðstöfun mun ekki standa á dagblöðun- um í því efni. Höfuðpaurinn talar á Klan-fundi. KU KLUX KLAH SAGT STRÍÐ Á Bandaríska þjóðþingið hefir nú sagt leynifélagsskapnum Ku Klux Klan stríð á hendur, stutt af sjálfum ríkisforsetanum, með lög landsins og vaknandi sam- vlzku þjóðarinnar að bakhjarli. En þetta hefir verið reynt fyrr — með sorglega litlum ár- angri. Og þó er eins og menn geri sér vonir um árangur nú, þar sem þingnefnd .héfír i bypjað . > yfirheyrslur til þess að leiða í ljós sannleikann um félagsskap- inn. svo að þjóðin fyllist við- bjóði við að fá sannar fréttir af þeim hryðjuverkum, sem með- limir þessa félagsskapar, þar sem ofstækið og hatrið sitja í hásæti, fremja án þess lögum verði yfir nokkum Ku Klux Klan mann komið — og verði allur almenningur í landinu þannig þátttakandi í andspym- unni gegn honum. Reynslan hefir jafnan verið sú, að þótt glæpur sannist á Ku Klux Klan mann sleppur hann. Kviðdómendur em á þeirra bandi — eða ef þeir eru það ekki þora þeir ekki að lýsa þá seka. Og dómararnir eru hræddir líka. manna, stóð í fararbroddi fylk- ingar blökkumanna, sem ætlaði í kröfugöngu til þess að krefj- ast þess, að blakkir gætu notið jafnréttis við hvíta í starfi og lífi„ þess jafnréttis sem þeim ber, sem þegnum lýðræðisríkis. En á dimmum þjóðveginum varð frú Lizzio fyrir skotárás hyxtra ofstækismanna. Maður að nafni Wilkins i*dg? tvéir ' aðrír'ivoru' • handteknir nokkm Siðar’ og á- kærðir fyrir morðið. Sýknu- dómurinn vfir Wilkins sem var kveðinn upp i Haynesville í Alabama í fyrri viku var enn ein sönnun þess að lögum varð ekki komið yfir Ku Klux Klan mann og í þetta skipti yfir mann, sem myrti köldu blóði konu, sem af mannúðarástæðum og réttlætiskennd gekk fram til stuðnings við blökkumennina, sem Ku Klux Klan hatar og vill halda í viðjum. Kviðdóminn skipuðu 12 menn — allir hvítir. Um áhrif þessa sýknudóms út um heim þarf ekki að fjöl- yrða né heldur heima fyrir. Um heim allan vakti hann mikla furðu og gremju, í Bandaríkj- unurn eigi síður, þótt menn þar viti betur við hverja örðug- leika er að etja í baráttunni gegn Ku Klux Klan. Og víða í Suðurríkjunum hefir hann vak- ið skelfingu í hugum manna. RANNSÓKNIN. Það er undirnefnd þingnefnd- ar þeirrar, sem rannsakar „ó- amerískt atferli", sem hefir yf- irheyrslurnar með höndum, — og allt sem í ljós kemur við þær verður birt, svo að þjóðin og allar þjóðir verða að þeim lokn- um ekki í neinum vafa um þessa hryðjuvérkastarfsemi. Og til undirbúrilngs yfirheyrslum nefndarinnar hefir mikill fjöldi leynilögreglumanna sambands- rikisins — FIB-menn og sérlega skipaðir erindrekar, um þriggja mánaða 'skeið unnið að eftir- grennslunum varðandi starfsemi Ku Klux Klan í 12 ríkjum. Yfir 200 mönnum verður stefnt fyrir nefndina. L. B. J. BRENNI- MERKIR SAMTÖKIN. Það var óhjákvæmilegt að láta slíka rannsókn fram fara eftir að forsetinn hafði í sjón- varpsræðu til þjóðarinnar sakað KU KLUX KLAN um morðið á frú Violu Gregg Lizzio — í þessari ræðu „brennimerkti hann KU KLUX KLAN for- sprakkana sem morðingja", áð- ur en nokkur handtaka átti sér stað, og krafðist hlífðarlausrar baráttu gegn þessum myrkra- félagsskap. I áðurnefndri undirnefnd eiga Framhald bls. 9. •."•fifp.iigaa ..l-jatr.. n. MORÐIÐ A FRÚ LIZZIO. Eitthvert seinasta dæmið er morðið á frú Lizzió, framið 27. rrrarz þetta ár. Hún var á leið frá Montgomery, höfuðborg Alabamaríkis, til annars bæjar — Selma, þar sem Nobelsverð- launaþeginn dr. Martin Luther King, höfuðleiðtogi blökku- Er mælirinn fullur með sýknudómi yfir morðingja Lmm' I .___• ^ Jafnvel börnin eru látin taka þátt í hinni viðbjóðslegu starf- lYU LlZZIOí semi félagsins. __—"r*ffXXrTyTXrflfTTaP1IMB————————————

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.