Vísir - 28.10.1965, Blaðsíða 9

Vísir - 28.10.1965, Blaðsíða 9
9 Vl§IR . Fimmtudagur 28. október 1965. Gunnar G. Schram: HASKOLINN Jjegar eru umræður hafnar um það hvernig 1100 ára afmælis Islandsbyggðar verði bezt og veglegast minnzt, ár- ið 1974. Hefur ríkisstjórnin borið fram þingsályktunartil- lögu á Alþingi um að hafinn verði undirbúningur að af- mælinu, og er það vel að það ráð skuli í tíma hafa verið tekið. Á margan hátt má minnast þessa merkisatburðar í sögu þjóðarinnar. Kemur þá fyrst í hugann að vel færi á því að afmælisins minntist þjóðin fyrst og fremst með því að tengja það tímabærri fram- farasókn í málum Háskóla íslands. Hér gefst tækifæri til þess að bæta fyrir van- rækslu liðinna áratuga og búa Háskólann svo húsnæði og fé að sæmi þjóð, sem skil- ur að blómlegt menningarlíf í landinu er einna mest und- ir þvi komið að vel sé að æðstu menntastofnun þjóðar- innar búið. Árið 1974 gæti þjóðin gefið sjálfri sér nýja og fullkomna háskólabygg- ingu, sem þá verður hin mesta þörf fyrir, auk þeirra sérstofnana og stórbættrar rannsókna og kennsluað- stöðu, sem fylgja þarf. Ýmis verkefni eru aðkallandi í mál- um þjóðarinnar. En um það mun fæstum blandast hugur að betur verði ellefu hundruð' ára afmælis íslandsbyggðar ekki minnzt en með því að gera veg og virðing æðstu menntastofnunar landsins sem mesta. Þegar hugsað er til þess afmælis skyldi það ekki gleymast, að á löngum öldum átti þjóðin Hf sitt að launa andans mennt og þreki framar flestu öðru. Og í dag hvarflar varla að neinum að draga í efa að rétt hlutfall er á milli velgengni þjóðar og menntunar þegnanna. Qgerningur er að reka Há- skólann, nema hann sé Háskólabyggingin var tekin í notkun árið 1940 og ætluð 600 stúdentum. stórefldur til kennslu og rannsókna næstu árin, sagði rektor, Ármann Snævarr, í ræðu sinni á Háskólahátíð- inni fyrsta vetrardag. Þar tal- aði sá maður sem gerst þekk- ir til mála skólans. Og hann sagði meira um þetta sama efni: Háskólinn þarfnast miklu meira fjár, ef saman á að fara kennsla og rannsóknir, . svo viðunandi sé. Kjör starfs- manna Háskólans verður að bæta til mikilla muna, ef Há- skólanum á að haldast.,.. á,. hæfu starfsliði, og rannsókn- araðstaða er í flestum grein- um svo örðug, að hún verk- ar lamandi á • starfsþrá manna. Ef vísindastofnanir þjóðarinnar fá ekki að vaxa og dafna með eðlilegum hætti visnar heilbrigt líf hennar. Það fer því ekki milli mála, þegar þessi ummæli rektors eru lesin að úr brýnni þörf þarf hér að bæta. Árið 1940, þegar Háskólabyggingin á Melunum var tekin í notkun, var hún ætluð fyrir 600 stúd enta. Nú eru stúdentar Há- skólans orðnir rösklega 1100. Og eftir 10 ár er búizt við að tala þeirra verði komin nokkuð á þriðja þúsund. Þao þolir því enga bið að mæta þessari stórfelldu aukningu með mikilli stækkun á hús- næði Háskólans. Ella þarf ís- lenzki Háskólinn að loka dyr- um sínum fyrir þeim, sem þangað 'vilja sækja og vísa þeim á menntastofnanir er- lendis. JJæmi um það hvílíkum Þyrnirósarsvefni stofnan- ir Háskólans hafa verið látn- ar sofa af fjárveitingavaldinu er Háskólabókasafnið. Ára- tugum saman Iagði ríkisvald- ið ekki einn einasta eyri af mörkum til .safnsins til bóka- kaupa þess og er safnið þó helzta vísindabókasafn lands- ins í mörgum fræðigreinum. Var ekki furða þótt rektor teldi í fyrrgreindri ræðu að slíks væru ekki mörg dæmi um bókasafn ríkisháskóla. Nú hefur ríkisvaldið að vísu bætt hér nokkuð ráð sitt og veitir tæpa hálfa milljón króna til safnsins. Það er þó allsendis ónóg, enda stærð bókasafnsins enn ekki nema fjórðungur s^mbærilegra safna við smæstu háskóla Norðurlanda. Liggur I augum uppi, að þetta svelti Háskóla- bókasafnsins af hálfu ríkis- valdsins hefur í mörgu lamað vísindastarfsemi og rannsókn ir við Háskólann og utan hans. Áður hef ég bent á það í grein um málefni Háskólans hér í blaðinu, að ríkisvaldið veitir innan við 1% af heild- arupphæð fjárlaga til þessar- ar æðstu menntastofnunar þjóðarinnar. Á fjárlögum þessa árs er sú upphæð 0.85%, en þar fyrir utan eru að vísu fram- lög til ýmissa rannsóknar- stofnana, sem í tengslum við skólann starfa. Það breytir þó ekki þeirri staðreynd, að þetta framlag íslenzka ríkis- ins, til æðstú menhtunar í landinu.er hlutfallslega mikl- um mun minna en nágranna- löndin veita til sömu efna, enda byggja þau öll nýja há- skóla þessi árin og telja þar ekki fé eftir. Til viðmiðunar má geta þess, að fyrstu ár Háskólans veitti Alþingi til hans 3 — 3.5% af heildarupp- hæð fjárlaga og var sú rausn og örlæti enn eftirtektarverð- ara sökum fátæktar þjóðar- innar á þeim tíma. er og skylt að geta þess að síðustu árin hef- ur þó nokkur breyting orðið hér á, ekki sízt vegna ötull- ar baráttu rektors í þessum efnum og aukins skilnings menntamála og fjármálaráð- herra landsins. Senn verður hafizt handa um byggingu sameiginlegs húss Handrita- stofnunarinnar og Háskólans, þar sem skólinn fær aukið kennslurými og prófessora- herbergi, en þó verða þar ekki nema fjórar nýjar kennslustofur. Þá hafa fjár- veitingar verið verulega aukn ar til rannsóknastofnana sem í tengslum við Háskólann starfa, svo sem Handrita- stofnunar, Raunvísindastofn- unar, Orðabókar o. fl. Eru nú fjárveitingar til Háskólans þrisvar sinnum hærri en þær voru fyrir 5 árum og er það vissulega lofsverð þróun. Cífellt verður fleirum ljóst, að það fé sem til háskóla- mála er veitt er einhver bezta fjárfestingin sem þjóðin fram kvæmir. Nágrannaþjóðir okk- ar byggja nú nýja háskóla, eins og fyrr var sagt, og hafa stóraukið framlög til vísinda- menntun í löndum sínum síðustu árin. Og það er at- hyglisvert að þær þjóðir, sem þessi árin fá frelsi og sjálf- stæði, láta það verða eitt sitt fyrsta verk að byggja háskóla óg spara þar hvergi til. Þjóð- félög nútímans byggjast æ meir á vísindum og rannskón arstarfi og með hugviti eflast framfarir og lífskjörin bataa. Það á ekki aðeins við með stórþjóðunum, þar sem vís- indamennirnir eru hvarvetna mest metnu borgararnir, held ur einnig hjá smáþjóðunum. í þessum efnum hefur verið kyrrstöðutímabil hér á landi alllanga hríð. Það þarf að breytast. Við getum varia minnzt merks afmælis byggð- ar okkar í landinu betur en með því að treysta enn grund völl framfara þjóðarinnar með byggingu nýs glæsilegs háskólahúss og stórauknum framlögum til æðstu mennta- stofnunar landsins á næstu árum. Nýtt verðlagsráð útvegsins stofnað KLUXKLAN — rramí) al ols sæti 3 demokratar og 2 repu- blikanar og af þessum fimm er aðeins einn frá Suðurríkjunum. Með 312 atkvæðum gegn 43 samþykkti deildin 50,000 dollara fjárveitingu til rannsóknanna. DÓMUR L. B. J. Forsetinn kvað upp þennan dóm yfir KU KLUX KLAN: — Frú Lizzio var myrt at þeim, sem berjast gegn rétt- lætinu, þeim, sem kynslóð fram af kvnslóð hafa notað böðla, snörur og skammbyss- ur, fiður og tjöru til þess að ógna nágrönnum sínum. Og þeir fremja verknaði sína að næturlagi. þvi að þau bola ekki dagsins ljós. TÓLAGAMAN Og ofbeldisverknaðimir byrj- uðu sem jólagaman 1865, þegar 6 hermenn úr Suðurríkjahemum j gerðu með sér leynifélag í spaugi. Einn þeirra kunni dá- lítið í grísku og stakk upp á : að kalla félagið Kuklos, öðrum i fannst KU KLUX meira spenn- j andi, og sá þriðji — sem var j frá Skotlandi — stakk upp á j KU KLUX KLAN, minnugur skozka orðsins „clan‘* (ættflokk- amir skozku nefnast clans, þeir héldu vel saman og áttu í hörð- um deilum og bardögum fyrr á tímum við aðra ættflokka). Á þessari skemmtan komu til orð eins og „stórmeistari", „dreki“ o. fl. Allir skemmtu sér konung- lega, er menn sátu við varðelda, En brátt kom í Ijós, að svona ':aman-næturfundur skaut blökkufólkinu skelk i bringu. Og svo varð þetta að bláköldum, miskunnarlausum hildarleik, þar sem blökkufólkið var fórnardýr. (Sumpart þýtt). — a. Sjávarútvegsmálaráðuneytið hefur nú skipað menn i verð- lagsráð Sjávarútvegsins fyrir næstu tvö ár. Hér verða taldir aðalfulltrúar, en fyrir hvern að- alfulltrúa er einnig skipaður varafulltrúi. Sveinn Benediktsson og Jón b. Ámason frá félagi síldar- ^aitenda á N.- og A.-landi. Sigurður Jónsson frá Síldar- verksmiðjum ríkisins. Ólafur Jónsson og Margeir Jónsson frá félagi síldarsaltenda á SV-landi. Tryggvi Helgason frá Alþýðu- sambandi íslands. Kristján Ragnarsson, Guð- mundur Jörundsson og Ingimar Einarsson frá Landssambandi ísl. útvegsmanna. Bjami V. Magnússon frá SÍS. Vésteinn Guðmundsson frá síldarverksmiðjusamtökum á. A,- og N.-landi. Guðm. H. Oddsson frá Far- manna- og fiskimannásamband- inu. Huxley Ólafsson frá Samlagi skreiðarframleiðenda. sjávar- Helgi Þórðarson, Óskar Gísla- son og Hans Haraldsson frá Sölumiðstöð Hraðfrystihúsanna. Helgi Þórarinsson frá Sölu- sambandi íslenzkra fiskfram- leiðenda. Jón Sigurðsson frá Sjómanna- sambandi íslands. Guðm. Kr. Jónsson frá Félagi Síldar- og Fiskimjölsverksmiðju á S. og V.-landi. Þessir hafa verið kosnir í stjórn ráðsins næsta starfsár: Kristján Ragnarsson formaður, Guðm. H. Oddsson varaform., Bjami V. Magnússon ritari, Heigi G. Þórðarson vararitari. Framkvæmdastjóri ráðsins er Sveinn Finnsson.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.