Vísir - 28.10.1965, Blaðsíða 11

Vísir - 28.10.1965, Blaðsíða 11
ÐTI JAMES BOND andar gegnum vindlaskera úri hans, móttöku og senditæki, rafhlöður f móttökutækið, neð- ansjávarriffil og allt honum tilheyrandi, neðansjávarskamm- byssu og ótal skot með henni, neðansjávarmyndavél, ,,anti- radium“ pillur, súrefnisgeymi og síðast en ekki sízt örlítinn Það eru vfst fáir í vafa um hver muni vera vinsælasti leyni lögreglumaður sem uppi er nú. Auðvitað hann James Bond. Hann virðist ekki kunna að hraeðast neitt og snilli hans er frábær. En svo að ekki sé lítið gert úr stéttarfélögum hans úr hópi alvöruleynilögreglumanna, þá verður að segja að James Bond er mun betur útbúinn að hjálpartækjum en alvöruleyni- lögreglumennimir. í þeirri Bond-myndinni sem hvað frægust hefur orðið úti í heimi, „Gullfingur“, (Goldfinger, hefur enn ekki verið sýnd hér á landi) hefur Bond til um ráða bíl sem er með miklum ólíkindum. Er hann svo fullkom inn að það liggur við að lífs- hættulegt sé að aka honum. Ef á þarf að halda getur bílstjór- inn látið þakið opnast og sæt- ið þeyta sessunaut hans hátt f loft og út í buskann. Séu óvinir á eftir Bond styður hann á hnapp og eldsúlurnar standa aftur af bílnum. Séu einhverjir að fara fram úr honum móti vilja hans kemur spjót út úr afturhjólinu og ristir sundur dekkið á bíl óvinarins. Þá e„ru að sjálfsögðu ótal byssur og vopn falin á ólfklegustu stöð- um. ,75r. I nýjustu myndinni, sem ber nafnið „Þmmufúglinn“ (Thunderball), vantar heldur ekkert á að útbúnaðurinn sé eins góður og á verður kosið. Nokkur hluti myndarinnar ger- ist neðansjávar og þar á Bond í baráttu við froskmenn. En sér til hjálpar hefur Bond m. a. geigerteljara sem er innan í súrefnisgeymi, sem lítur út eins og vindlaskeri. Nægir súrefnis- magn hans til nokkurra mín- útna öndunar, en auðvitað má Bond ekki nota þetta súrefni fyrr en allt er að komast í ó- efni. Sean Connerj', sem leikið hef ur Jafnes Bond af mikilli snilld, ku vera orðin nokkuð þreyttur á þessu hlutverki sínu. Hann langar nú til að fá tækifæri til að sýna leikarahæfileika sína og fá því verðugra verkefni að fást við er James Bond. En hann er orðinn svo vinsæll að ekki er útlit fyrir að honum verði að ósk sinni, hann verður að halda áfram að vera James Bond holdi klæddur. I hlutverki Edith Piaf Það urðu margir harmi slegn s: ir, er franska vísnasöngkonan | Edith Piaf lézt fyrir nokkrum | ámm. Þessi litla, granna kona hafði heillað hug og hjörtu svo margra, að nú, eftir lát hennar, er hún orðin að eins konar þjóð sagnapersónu. Þótt engin hætta sé á að hún gleymist mönnum í bráð, þar sem mikill fjöldi hljómplata | með rödd hennar er til, þá á g einnig að reyna að varðveita |" minningu hennar á hvlta tjald- inu. Innan skamms hefst taka kvikmyndar um líf Edith Piaf og það er þessi dökkhærða feg urðardís, sem á að taka að sér hlutverk söngkonunnar. Hin linga leikkona heitir Mar- isa Solinas og er Itölsk, frá Gen öva. Hlutverkið, sem hún hefur verið ráðin til að leika verður | henni áreiðanlega erfitt — var | hún valin úr hópi margra kvik- | myndastjama sem til greina | komu, meðal þeirra var Holly- § woodstjarnan Leslie Caron. Marisa Solinás er 24 ára göm ul, gift kvikmyndatökustjóra og eiga þau eitt bam. Eilíft umsátur Kári skrifar: Tjað fyrsta, sem ég man eftir mér I höfuðborginni, fyrir fleiri árum, en ég hirði um að muna, er það, að mér varð litið út um glugga að morgni dags og sá menn vera að grafa I göt- una. Síðan rekur mig ekki minni til að ég hafi nokkurn tíma litið út um glugga hér I borg, svo að ég hafi ekki séð menn vera að grafa I götu, moka ofan I þar sem þeir voru nýbúnir að grafa eða grafa upp aftur þar sem þeir voru nýbún- ir að moka ofan I .Þetta hefur að vísu tekið nokkrum breyt- ingum, sem skylt er að geta — stórvirkar vinnuvélar hafa tek ið við af skóflunni, með þeim árangri einum að þvl er virð- ist, að nú eru menn fljótari að grafa og fljótarj að moka ofan í en áður, og geta því tekið fyrr við til að grafa upp og moka of an I á nýjan leik. Maður á ósköp auðvelt með að trúa sögunni af þeim franska, sem kom hingað öðru sinni eftir átta eða tíu ár og vatt sér að vegfarenda úti fyrir Hótel Borg og spurði hvort þeir væru ekki enn búnir að taka þinghúsið, eða hvort þetta væri enn ein stjómarbylting — hann hafði nefnilega séð skot grafir úti fyrir Alþingishúsinu þegar hann kom I fyrra skiptið og enn vom þar skotgrafir, þeg ar hann kom aftur tíu ámm síðar. Semsagt — eilíft umsát ur og ekki einungis um Alþing ishúsið, heldur um hvert ein- asta hús í hverju einasta bæjar hverfi ár og síð alla tíð. Graf- arastétt borgarinnar virðist eiga I strangara og stöðugra erfiði en nokkur stétt önnur, að gang stéttunum undanskildum, sem aldrei fá að vera I friði — en um leið sú eina stétt, sem aldrei þarf að svara til ábyrgðar, þó að hún sundri leiðslum og rjúfi heil bæjarhverfin úr sam bandi við öll lífsþægindi, um heiminn og menninguna, svo sólarhringum skiptir þetta er ekki umsátursástand fyrir ekki neitt. Lakast er, að þessir um- sátursmenn vinna aldrei endan legan sigur, vita sennilega ekki til hvers eða við hvað og hvem þeir eru að berjast og svo held ur umsátunni áfram alla daga, linnulaus skotgrafahemaður við sjálfa sig . grafa, moka of an í... grafa upp og moka ofan I aftur. Ef Htirfarandi var skrifað áður en greinin „Við fáum að J borða frammi í búri — með • hundinum“, birtist í gær í Vísi. Fara ber með gát — Ungar stúlkur, sem fara til Bretlands til þess að læra mál- ið, fara á námskeið eða ráða sig til heimilisstarfa í sama skyni, ættu ávallt að fara að öllu með gát, — flana ekki að neinu. Blöðin hafa ef til vill ekki gætt nógu vel skyldu sinnar í þessu efni, en það er mála sannast, að um vandamál ungra, erlendra stúlkna, sem dveljast um stund- arsakir þar til þess að læra málið, eru mikið rædd I blöðum á meginlandinu og í Bretlandi sjálfu, og sumt af því, sem um þessi mál er ritað, til dæmis I Danmörku, er sérlega athyglis- vert. Ég hefi margoft séð það I dönskum blöðum, að óhyggilegt sé fyrir ungar stúlkur að ráða sig I vist til dæmis, nema fyrir millígöngu viðurkenndra stofn- ana, og skilst mér, að Kristi- legt félag ungra kvenna (KFUK) sé ungum stúlkum til mikils ör- yggis og leiðbeininga I þessum efnum, þar sem mjög varhuga- vert getur verið að ráða sig I vist eftir auglýsingum — og ekki er heldur ráðlegt, að sækja um að vera á námskeiðum, nema tryggt sé, að þau séu rekin af fólki, sem hefir aflað sér trausts og álits. Ábyrgðarhluti. Ég hefi dvalizt nokkuð á Bretlandi, er þar allvel kunnug- ur venjum, og les að jafnaði ensk blöð. Kynni þau af þeim málum, sem hér um ræðir, eru þau, að ég myndi til dæmis telja það ábyrgðarhluta af minni hálfu, að hjálpa ungri stúlku til ráðningar, nema ég þekkti per- sónulega það fólk, sem stúlkan réðist til, — og er það ekki sagt til þess að áfellast það fólk, sem vill ráða til sín stúlkur — meiri hlutinn er sjálfsagt heið- arlegasta fólk, — en ég vildi fyrir mitt leyti vera viss um, að ég gæti að öllu leyti verið öruggur um skjólstæðing minn. Ég vil skora alvarlega á allar ungar stúlkur, sem hyggjast fara utan í ofannefndum til- gangi, að fará með gát, ræða fyrirætlanir sínar við foreldra eða aðra aðstandendur eða vini. Og svo eiga blöðin að geta þess sem athyglisvert er um þessi mál skrifað I erlend blöð. Nokkr ar staðreyndir að lokum: Fjölda margar erlendar stúlkur eiga góðs að minnast frá dvalar tíma sínum á námskeiðum og heimilum á Bretlandi. Margar hafa aðra sögu að segja. Og all margar hafa orðið fyrir þung- bærri reynslu. Stundum geta þær sjálfum sér um kennt, Stundum ekki. i

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.