Vísir - 30.10.1965, Blaðsíða 3

Vísir - 30.10.1965, Blaðsíða 3
VISÍtv . Laugardagur 30. október 1965. yfir nokkum hluta uppboðssalar. í fremstu röð frá vinstri: Björn Þorsteinsson, Friðjón Stefán Rafn, Þorsteinn Frá er Sigurður Benedikts son fyrrum Diaðamaður hóf upp boðsferil sinn eru liðin ein 13 ár. Fyrsta uppboðið mun hann hafa haldið árið 1952 og úr því mörg á hverjum vetri, þannig að nú eru uppboðin alls orðin 118 að tölu. Sigurður kallar þessi uppboð sin „Iístmunauppboð" sama hvort um bóka- eða málverka uppboð er að ræða eða þá um skrautgripi og fommenjar sem stundum kemur fyrir. Á fyrsta uppboðinu sem Sigurður hélt bauð hann upp bæði bækur og málverk. En hann kvaðst hafa séð fljótt að það átti ekki sam an og hefur síðan haldið þess um flokkum greinilega aðskild- um. Fyrstu uppboðin, eða jafnvel fyrstu árin sem Sigurður hélt uppboð, voru þau framin i trássi við löggjafarvaldið og átti hann í talsverðu stappi eða þrefl út af þessu fyrst í stað. Seinna hlaut Sigurður löggildingu hjá Alþingi fyrir uppboðum sínum og eftir það hefur hann verið látinn í friði. Það er sín hver manntegundin að mestu leyti, sem sækir bóka uppboð Sigurðar og málverka uppboð. Þau fyrmefndu sækja bókhneigðir menn, fræðimenn, grúskarar og bókasafnarar, en þau síðamefndu listunnendur, málverkasafnarar og ríkir menn sem munar ekki um að snara út nokkrum tugum þúsunda króna fyrir málverk. Myndsjáin í dag er helguð síð asta bókauppboði Sigurðar Bene diktssonar. Það fór fram í Þjóð- leikhússkjallaranum 21. okt. Þar vom seldar um 160 bækur og rit- Jósepsson, Böðvar Kvaran. í næstu röð fyrir aftan: Skúli Skúlason, Einar Guðjohnsen, Haraldur Bjömsson, Jón Steffensen og Jón Ingvarsson. Á bak við þá sér í Svein Sæmundsson ,Harald Sigurðsson og Eggert Steinþórsson meðal annarra, en allt em þetta kunnir og miklir bókamenn Bókamenn bjóða verk, allt frá 100 krónum og upp í 15 þúsund krónur, eftir fágæti og öðru verðmæti. Lægsta boð sem Sigurður tekur til greina er 100 krónur, lægsta yfirboð er 25 krónur allt að 500 krónum, úr því 50 krónur udd í 1 þúsund krónur. En fari bók yfir 1000 krónur er ekki tekið til greina lægra yfirboð en 100 krónur. Uppboð Sigurðar eru oft og elnatt skemmtileg og jafnvel spennandi þegar margir girnast sama hlutinn og vilja ekki vægja. v Eitt skemmtilegasta atvik, sem Sigurður segir sjálfur að hafi komið fyrir á uppboði hjá sér, skeði fyrir nokkrum árum þeg ar hann var að bjóða upp sögu Einars H. Kvaran „Hvorn eið- inn á ég að rjúfa“ Slokknuðu þá ljós öll i salnum á meðan bókin var boðin upp, svo notast varð við kertaljós, en rétí eftír að bókin hatði verið slegin kviknuðu rafljósin aftur. Þótti ýmsum sem atburður þessi væri Fremst á myndinni frá vinstri sjást þeir Haraldur Bjömsson, Jón Steffensen, Jón Ingvarss. og bak við þá m. a. Sveinn Sæmundsson, Haraldur Sigurðsson og Eggert Steinþórsson. næsta dularfullur og í nokkru samræmi við kenningar viðkom- andi bókarhöfundar. Fremst á myndinni sitja þau Ólafur Þórarinsson og Anna Guðmundsdóttir, en á bak við þau sjást þelr Lárus Fjeldsteð, Sigurður Líndal, Þorvaldur Ari Arason, Hafsteinn Bergþórsson og Stefán Bjömsson. LÖGTAK Eftir kröfu tollstjórans í Reykjavík og að undarigengnum úrskurði verða lögtökin látin fara fram án frekari fyrirvara, á kostnað gjaldenda en ábyrgð ríkissjöðs, að átta dög um liðnum frá birtingu þessarar auglýsingar, fyrir eftirtöldum gjöldum. Áföllnum og ógreiddum skemmtanaskatti. og miðagjaldi, gjöldum af innlendum toll- vörutegundum, matvælaeftirlitsgjaldi og gjaldi til styrktarsjóðs fatlaðra, útflutnings- og aflatryggingasjóðsgjöldum, skipulags- gjaldi af nýbyggingum, söluskatti 3. árs- fjórðungs 1965 og hækkunum á söluskatti eldri tímabila, svo og tryggingaiðgjöldum af skipshöfnum ásamt skráningargjöldum. Yfirborgarfógetinn í Reykjavík 28. okt. 1965 Kr. Kristjánsson

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.