Vísir - 30.10.1965, Blaðsíða 9

Vísir - 30.10.1965, Blaðsíða 9
YTSIR . Laugardagur 30. október 1965. Listir -Bækur -Menningarmál- Arthur Koestler, sá frægi rithöfundur, varð sextugur í haust. „The Sunday Times“ birti nýlega þetta viðtal, sem vinur hans Cyril Conn- olly, átti við hann vegna þessara tímamóta. Connolly er tveim árum eldri en Koestler. Arthur Koestler við tímamót ConnoIIy: Er þér alveg sama, þótt þú verðir sextugur? Koestler: í hreinskilni sagt, já. Connolly: Þú finnur ekki til ákveðinnar gleði yfir því að hafa náð svona langt? Koestlen Nei. Þú hlýtur að hafa fundið til hins sama. Þetta eru tímamót. Það hefur eigin- lega verið Ieikið á mann — eins og þú veizt. í gær var ég ekki , fullorðinn — eins og þú veizt. Nú er ég of fullorðinn og svo virðist sem ég hafi verið gabbað ur um fullorðinsárin vegna þess að minnið nær skammt. Þetta allt mjög hallærislegt. Connolly: Bertrand Russel seg ir einhvers staðar, að sjötugs- árin séu tilvalin fyrir ástina. Hver er þín skoðun? Koestler: Ég tel, að þetta sé persónuleg skoðun Bertrand Russels á ástinni. Connolly: Hve mörg ár af þess um sextíu mundirðu segja, að þú hafir verið föðurlandslaus? Koestler: Ég kom hingað 1940 og mjög fljótlega hafði ég það ekki á tilfinningunni að ég væri föðurlandslaus. Ég tel mig vera Evrópumann, fæddan í Ungverja landi, alinn upp í Austurríki og Frakklandi og með brezkan rik- isborgararétt. Og það er annað, sem ber að athuga, veiztu: Viss- ir hlutir, sem tíðkast hér í landi, ergja mann óstjórnlega, gera mann hreinlega vitstola. I Aust- urríki, þar sem hið ótrúlegasta og skelfilegasta getur gerzt, er manni alveg sama, bara hlær. En hér á Brompton vegi, svo að við tökum dæmi: Ég veit ekki hve marga mánuði þeir hafa verið að vinna að einhvers kon ar viðgerð og þetta rétt snigl ast áfram. Þetta þoli ég ekki. Mér finnst, þegar svona er í pottinn búið að þetta land sé ekki samkeppnisfært við önnur lönd. Og þetta er merki um að vera búinn að finna sjálfan sig, eiga hér heima. Connolly: Hefur þessi tilfinn- ing þín um að eiga hér heima komið smátt og smátt eða kom hún allt í einu? Koestler: Þetta bar brátt að og talsvert sögulega — þegar ég kom hingað undir sérstökuni kringumstæðum eftir fall Frakk lands. Menningarlega áhrifs- breytingin, sem ég varð fyrir hér í landi, gerðist smám sam- an, en ég átti hér heima óðara. Connolly: Þú hefðir alveg eins getað orðið Ameríkumaður — er ekki svo, ef þig hefði langað til þess? Og þú gerðir reyndar til- raun í þá átt. Koestlen Ég bjó þar af og til um það bil þrjú ár. Connolly: Varstu haldinn heim þrá eftir Evrópu eða komstu ein faldlega að raun um, að Amerika er blátt áfram ófullnægjandi? Koestler: Ég fann jafnvel til heimþrár í Austurríki — eins og þú veizt á ég lítið hús uppi í fjöllum í Austurríki. — Jafn- vel þar var ég haldinn heimþrá eftir Englandi. En heimþráin, sem ég finn í Ameríku, er sér- staks eðlis. Hún er afar áköf, ofsasterk. Connolly: Heimþrá eftir gamla heiminum í nýja heiminum? Koestler: Eftir gamla heimin- um, alveg rétt. Hún er mjög sterk. Maður finnur líka til sér- stakrar kenndar, þegar maður reynir að eiga heima í Ameríku. í þessu landi verður maður á einhvem hátt fvrir áhrifsbreyt- ingu gegnum hið menningarlega umhverfi. í Ameríku verður mað ur að fara í gegnum mjög erfiða breytingu á persónuleikanum til þess að ameríkanísera sjálfan sig. Satt að segja verður maður að breyta mati á lífsverðmætum, tengslum við náttúruna. Connolly: Og er ekki nauð- synlegt að gera persónuleika manns yfireinfaldan til þess að geta samlagazt Ameríkumönn- um? Koestler: Já, maður verður að breytast sem manneskja — ég hef séð það með eigin augum gerast á gömlum vinum mínum í Ameríku. Og mér fannst mjög erfitt að aðlagast amerískum venjum og háttum í mannlegum tengslum. Þú kannast við þetta allt — t.d. þessi barmafulla njartagæzká, þegar fólk kemur þar saman til að skemmta sér, sem er alveg út í bláinn. Connolly: Og svo þessi sífellda hundakæti... Koestler: Já, hundakæti, sem er einn liðurinn í þessu. Og svo er það annar liður og þar tala ég út frá sérstöku sjón armiði rithöfundar, þ.e. sjónar- miði atvinnurithöfundar. Llttu bara á kapphlaupið við metsölu höfundalistann. Á lista yfir höf- unda, sem seljast bezt, rokkar maður satt að segja upp og niður alveg eins og Shell-Mex oiía eða Imperialtóbak. Maður er eins og hver önnur markaðs- vara. Og þegar bókalistamir eru birtir, og í ljós kemur, að maður hefur potazt neðst á listann vfir metsölubækur, og maður heldur ekki áfram að hækka i sæti, horfa vinir þínir á þig með útfararsvip. Connolly: En hlýtur það ekki hinsvegar að vera stórkostlegt, þegar maður er efstur á listan- um? Koestler: Nei, það er óþægileg tilfinning að vera efstur á lista — það er svipað og ganga á snúru. Connolly: En hvað finnst þér annars til um Amériku, ef á heild er litið? Er hún ekki gott afl? Koestler: Að jafnaði, jú. Þetta er undursamlegt land, en afskap lega þreytandi. Að vísu var svolítið sérstök byrjunin hjá mér í Englandi — hún var stórkostleg. Þegar ég var ennþá í „Pioneer Corps“ ár- ið 1941 buðuð þið mér í dýrlega veizlu, þú og Cecil Day Lewis, Louis Macneice, Spender og fleiri. Þið tókuð mig alveg að ykkur í þá daga, og ég kynnt- ist öllum, sem máli skiptu að meira eða minna leyti, gegnum þá veizlu. Connolly: Jæja, ég hafði alltaf dáðst af þessum fyrstu bókum þínum. Mig langar til að geta þess lítillega, að ég hef verið að lesa Dagbækur André Gides úm þær. Þú segist ekki hafa lesið síðari dagbækur Gides. Hann segir — og ég er honum frekar ósammála en hitt —: „Koestler er framúrskarandi blaðamaður. og mér geðjast bezt að honum. þegar hann einfaldlega skýrir frá staðreyndum eins og í „Spánska sönnunargagninu“ og ennfremur í „Úrhrak jarðar", en mér geðjast sfður að honum sem skáldsöguhöfundi ellegar sem hugmyndasmiði eins og t.d. í „Jóginn". En hann segir enn- fremur: „Engu að síður er hann mér mjög hugfólginn því að ég get ekki lagt neitt frá mér, sem hann skrifar". Koestler: Þú þekkir vel þetta vandamál.'Cyril, um hlaðamann og skáldsöguhöfund. Það ætlar mig lifandi að drepa. Það ætlaði H. G. Wells lifandi að drepa. Connolly: En þú lítur á sjálf an þig serr< skáldsöguhöfund — ekki svo? Ég lít á þig sem skáld söguhöfund. Koestler: Ég hef ekki skrifað skáldsögu í fimmtán ár. Connolly: En það skiptir ekki máli Ég þekki menn, sem hafa ekki ort kvæði J fimmtán ár en ennþá líta á sig sem skáld. Er. snúum okkur nú að síðari bókum þínum. Hvað segirðu um þær síðustu, þær vísindalegu? Varstu ánægður með þá síðustu og við- tökumar sem hún fékk. Koestler: Þær voru betri en ég bjóst við. Vegna þess að hún er árás á ráðandi stefnu í sál- fræði — hegðunarstefnuna, ameríska hegðunarstefnu, hélt ég að hún yrði rifin niður. Þú veizt að þú ert alltaf stimplað ur með vörumerki. I hvert sinn sem til að mynda tímaritið „Time“ getur þín, kalla þeir þig „Cyril (Enemies of Promise) Connollv". I hvert sinn sem þeir minnast á mig, þá segja þeir „Arthur (Myrkur um miðjan dag) Koestler". Ef einhver kynn Arthur Koestler er umdeildur og umtalaður rithöfundur, varð frægur fyrir sögima Myrkur um míðjan dag („Darkness at noon“), sem hann byggir á réttarhöldunum f Moskvu, þegar margir vina hans voru teknir af lífi. Jón Eyþórsson veðurfræðingur íslenzkaði þá bók af smekkvísi. Einlamnarorð Koestlers með bókini eru þessi orð Dostoevskys í „Glæpur og refsi'ns“: Gættu þess maður, að enginn færi lifað meðaumkunarlaus með öllu“. ist manni í dag, þá er við- kvæðið hið sama „Arthur (Myrk ur um miðjan dag) Koestler". Connolly: En hvað um núver- ajídi áhuga-þintr 4; yisindurp -ry,- er hann sprottinn af hvöt til að túlka vísindi fyrir leikmönnum — er ekki svo? Þú skrifar ekki beinlínis fyrir vísindamanninn?" 'oestler: Ég reyni að forðast mál og skrifa fyrir víðan les endahóp. Connolly: Ég á við í þeim skilningi sem Bertrand Russell skrifaði „Sögu heimspekinnar“ (Historv of Philosophy) fyrir víðan lesendahóp? Koestler: Nei. Það er bók fyr- ir almenning Ég er hræddur um, að þú hafir aldrei skilið þetta, Cyril. Connolly Heldurðu, að þú skrifir fleiri sjálfsævisögur? Koestlen Ef ég næ að verða sjötugur. Ekki fyrr. Connolly: Ja, svo ... Hvenær lyktaði þeirri síðustu? Koestler: Þegar við kynntumst 1940. Ég kalla þá bók glæpa- mál um meginlandið. Connplly: Svo þú átt ennþá eftir mjög gott ævisögubindi, sem fjallar um stríðsárin og heimsókn þína til ísrael. Koestler: Árin, sem ég var með „Horizqh" — það er raun- verulega hægt að kalla þetta ,,SjóndeiIdarhrings-árin“ frá á- kveðnu sjónarmiði; þau voru þá þungamiðjan í mínu lífi, klíkan með þér og þínum líkum. En \ svo voru aðrir sem mér mundi finnast gaman að minnast á, því ella mundi ég vera talinn vanþakklátur: Michael Foot, John Strachey, Richard Cross- man. ... Connolly: Vel á minnzt — hvaða álit hefurðu á nokkrum samtíðar-rithöfundum? Að hverj um dáist þú á sama hátt og þú varst hrifinn af Camus eða Silone? Er nokkur núna, sem þú gerir svo hátt undir höfði, að rjúka upp til handa og fóta, ef hann sendir frá sér nýja bók? Koestler: Ja ... Hemingway er dauður. Að vísu, jú, það er Carson McCullers. Connolly: Ertu hrifinn af „Undir eldfjallinu“ eftir Mal- cplro Lowry? Koestler: Ég er meira en hrif- inn af bókinni. Ég hugsa, að hún sé hátindurinn í þróun skáld- sögunnar á þessari öld, ertu ekki sammála? Connolly: Ég þoli ekki þennan drykkjuskap í sögunni. Ég get alls ekki lesið um alkohólista. Þú varst hins vegar hrifinn af síðustu bók Hemingways um París reikna ég með? Koestler: Nei. Umhverfi henn- ar er París, en það vantar al- veg í hana franskt fólk. Connolly: Hemingway þekkti aldrei neinn Frakka. Þekkti hann nokkum franskan, þýzkan eða ítalskan rithöfund? Koestler: Nei. Ég er forvit- inn um Richard Hughes og AI- an Sillitoe og Sybille Bedford. Connolly: Þetta er merkilegt .. þarna eru þegar komnir þó nokkrir. Hvað um Mary McCarthy? Koestler: Já, jú ... Connolly: Ertu hrifinn af „Hópnum“? Koestler: Nei, ég er andvígur bókinni, en hrifinn af höfundin- um, henni. Finnst þér ekki skrýtið, að meiri hluti þeirra, sem ég hef minnzt á, eru kon- ur. Patricia Highsmith er í gæðaflokki. Connolly: Ég þekki hana ekki hið minnsta. Koestler: Jæja, þekkirðu hana ekki? Þar áttu mikla gleði eftir. Connolly: Iris Murdoch? Koestlen Ég bind ennþá vonir við hana, talsverðar vonir. Connolly: En hvað segirðu um frönsku anti-skáldsöguna og allt þess háttar? Til að mynda Nathalie Sarraute? Koestler: Ég get ekki lesið þetta. Ég hef verið að velta því fyrir mér, hvort það sé vegna þess að bragðlaukamir hafa þomað með áranum? Þetta kemur fyrir bæði þig og mig, okkur alla. — stgr. íslenzkaði.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.