Vísir - 30.10.1965, Blaðsíða 16

Vísir - 30.10.1965, Blaðsíða 16
ISIR Laugardagur 30. október 1965. Prófessor Níels Dungal Bdtinn í fyrrinótt lézt í Landspftalan- um prófessor Nfels Dungal. Hann var fæddur á ísafirði árið 1897. Foreldrar hans voru Páll Hall dórsson, skólastjóri Stýrimanna- skólans í Revkjavík og kona hans, Þuríður NíeL ' ‘ttr. Níels Dungal lauk stúdentsprófi árið 1915 og læknisprófi í Reykja- vík árið 1921. Síðar lagði hann stund á framhaldsnám erlendis. Níels Dungal varð prófessor við Háskólann árið 1932 og gegndi rek torsembætti við Háskólann árin 1936—39. Var forstöðumaður Rann sóknarstofu Háskólans frá árinu 1926 og gegndi jafnframt prófess- orsembætti. Níels Dungal stofnaði Krabba- meinsfélag íslends, verður hans einkum minnzt fyrir brautryðjenda starf og ýmsar rannsóknir á því sviði. Vatnsborí Norðurár hækkaii m 5 metra í 100 metra breiðu gljúfri Viðtal v/ð Sigurjón Rist vatnamælingamann Vatnavextimir á dögunum voru einhverjir þeir mestu og um leið þeir sneggstu sem um getur hér á landi síðan vatna- mælingar hófust, sagði Sigurjón Rist vatnamælingamaður í við taii við Vísi í gærkvöldi. Þessir óvenjulegu vatnavextir voru einkum á svæðinu austan frá Skaftafellssýslum og allt vestur á Snæfellsnes og Dala- sýslu, einna stórfelldastir þó á svæðinu umhverfis Mýrdais- jökul. Það voru ekki aðeins jökul- árnar, sem urðu foráttumiklar, heldur og ýmsar bergvatnsár. Sem dæmi um það sagði Sigur- íón frá hví að Norðurá í Borgar firði hefði hækkað um 5 metra í 100 metra breiðum gljúfrum fyr ir neðan Laxfoss. Og á 6 klukku stundum hækkaði vatnsborðið í ánni um 3 metra, eða um hálf an metra á hverri klukkustund til jafnaðar. Slíkur vöxtur væri sennilega allt að því einsdæmi á jafn skömmum tíma. Ár hafa aldrei orðið jafn vatnslitlar frá því vatnamæling ar hófust og á s. 1. sumri, sagði Sigurjón Rist. En þann 11. okt. tóku þær að vaxa og náðu há- marki 20. sama mánaðar. Áþekka sögu er að segja um grunnvatnið. Mörg vötn inni á hálendinu, sem aldrei, eða mjög Jdan þorna, þornuðu ger- ilega upp í sumar og hurfu þ. á m. voru sum allstór vötn svo sem Kjalvötn inni á Holta- mannaafrétti, sem ekki er vitað til að hafi 'þomað a. m. k. ekki á seinni árum. í Þingvallavatni var vatnsborðið orðið mjög Tágt, og menn voru teknir að óttast vatnsskort. En nú hafa vötnin náð sínu fyrra vatnsborði og vel það. Þing^allavatn hefur m. a. náð hámarks vatnsborðsstöðu og fer m. a. mikið vatn for- görðum. Stóraukin framlög til vegamála Tíminn heldur því fram, að sam göngumálaráðherra hafi ekki stað ið við orð sín vegna þess að nú er fyrirhugað að taka af fjárlögum 47 millj. króna, sem þar hafa verið til vegaframkvæmda. Þegar vega- lögin voru se tt.lýsi ráðherra yfir þvf að útilokað væri að framlög til vegamála yrðu iækkuð. Það væri miklu líklegra að varið yrði til vegamála í landinu miklu meiri fjárhæð á næstunni heldur en vega lögin og vegaáætlun gerði ráð fyrir. Það mætti segja, að ráðherra stæði Merkjcfscila Flug- björgunar sveífurinnur Flugbjörgunarsveitin efnir til merkjasölu í dag. Sveit þessi er samtök áhugasamra manna um slysavarnir, aðallega úr hópi þeirra manna, sem starfað hafa að ýms um flugmálum. Sveitin verður 15 ára á þessu ári og vinnur að þvi að bæta útbúnað sinn, hefur t. d. ný- lega fengið sér 10 talstöðvar og éru þetta dýr stykki. ekki við orð sfn, ef vegaféð vaéri lækkað og frarrtkvæmdir drægjust saman. Þessu er ekki þannig var- ið. Árið 1958 var varið tii vega- mála aðeins 80 millj. króna. í vega áætlun fyrir árið 1964 var gert ráð fyrir að verja til vegamála kr. 238,1 millj. I framkvæmdinni varð þessi upphæð allmiklu hærri eða kr. 282,7 millj. Á árinu 1965 er gert ráð fyrir að verja 393,3 millj. króna til vegamála. Aukning frá 1958 nemur 392%. Af þessu má sjá að til vegamálanna er varið miklu fé, þótt ýmsir geti með réttu haldið fram, að æskilegt væri ,að hafa meira til framkvæmda á ýms um stöðum, Að þvf er nú unnið að athuga með hverjum hætti unnt er að auka tekjur vegasjóðs og hvernig megi flýta framkvæmdum jvið hraðbrautir og aðra þá vegi, I sem mest liggur á að gera. Það er Iþví Úr öðrum þætti: „Ef menn drekka ekki eða drukkna ekki eða hús brenna ekki, þá eru það bara verkföU og verðbólga . . . segir fulltrúinn (Amar Jónsson, t. h.). I miðið Sigurður Karlsson, sem fer með aðalhlutverk. T.h. Hugrún Gunnarsdóttir. Mynd af ungu fólki á ískmdi Nýtt islenzkt leikrif sýnt annað kv'óld „Roktalentar“, segir Magnús „Þetta er auglýsing — þaS Jónsson lelkritahöfundur f Tjarnar- j allir áhuga á frjálsu framtaki nú bæ í gær. Hann átti við leikendur j á þessum tímum“. í leikriti hans, sem ber greinar-; Um aðalpersónu leikritsins sagði góðan títil, „Leikritið um frjálst hann: framtak Steinars Ólafssönar í ver- j „Steinar Ólafsson er strangheið- öldinni“, Þetta frumverk / verður i arlegur, sterkur og traustur piltur, flutt á vegum Grímu annað kvold. j sem kann óskráð lög í mannlegum það eru slagsmáT „Þetta er mynd af ungu fólki á íslandi við vissar aðstæður, sem er að reyna að lifa lífinu.“ Magnús kvaðst hafa skrifað þetta upphaflega fyrir þrem árum, en í vor endursamið og nú í haust, þegar byrjað var að æfa, hafi það fljótlega tekið stakkaskiptum. Hann þakkaði leikstjóra og leik- endum breytingar til batnaðar. Hann kvaðst þakka sér sköpunina að litlu leyti, en einkum þó lífið f það hafa jeikritinu — það væri leikstjóra og fólki hans eingöngu að þakka. Þessu mótmælti Eyvindur leik- stjóri. „Er mikið um kvennafar og drykkjuskap f leikritinu?" „Ekki nóg“, segir Eyvindur, „en Leikstjórinn, Eyvindur Erlends-1 tengsium. son, lærður f Rússlandi um þriggja j „Þó er þann eins og aðrir ís- ára skeið, höfundurinn, aðalleik-; lendingar, drvkkfelldur og erfiður", andinn, Sigurður Karlsson og enn- segir Eyvindur leikstjóri. fremur þau Vigdís Finnbogadóttir j „Hvers vegna kallið þið húsið og Magnús Pálsson, leikmynda-' „Snorra Sturlusonar & Kennedý- teiknari kynntu blaðamönnum götu rr. 77 í Rvík?“ mikil óskammfeilni af Tíma- iþessa nýsmfði í íslenzkri leiklist. „Við lifum frjálst í stórum heimi sem létu sér nægja 80 ; Magnús sagði: „Við erum með og því er úrelt að skíra götur eftir monnum, _____ t , millj. króna til vegamála 1958, að fínar vörur í hendinni“ og ennþá 1 körlum uppi í sveit“, segir Magnús. reyna p.ð halda því fram, að illa ;átti hann Vií le'kendurna ,.£g er Um vinnuna við leikritið sagði ,, , ^ . - i lukkulegur yfir þvf, að Sigurður' leikstjórinn: sé a vegamálunum staðið og jafn . - * * ,,, . , ,7,* „ » * , .. jKarlsson fer með aðalhlutverk — „Við erum að reyna að koma a vel gefa f skyn, að samgongumala þetta er |,ans „debut“ síðan hann j samstarfi á milli fólks um að ná ráðherra standi ekki við þau fyrir | Leiklistarskólanum“. ' tökum á merkilegum hlutum.“ heit, sem gefin voru um fjárút-! „Hvers vegna þennan titil, Um inntak leikritsins sagði vegun til vegaframkvæmda. I Magnús?" : Magnús leikritaskáld: Kynna sér tækninýjun gerð fiskiskipa Ellefu manna hópur fór i gærmorgun 1 gærmorgun fór héðan ellefu manna hópur undir forustu Davíðs Ólafssonar fiskimálastj. til Englands til þess að kynna sér nýjungar í stjórntækjum og vélum togara, sem smíðaðir hafa verið í skipasmíðastöð Ross-samsteypunnar. Á mánudag fer hópurinn í revnsluferð með einu þessara skipa Ross Fortune. Fiskifélag íslands beitti sér fyrir þvi að ferðin til Englands væri farin og bauð útvegsmönn- um, skipstjórum, vélstjóra og tveim fulltrúum sjómanna í ferðina, sem mun taka vikutíma. Verður aðallega dvalizt í Gríms- by og Selby þar sem Ross- samsteypan hefur skipasmíða- stöðvar sínar. Eru tækni og útbúnaður skip- anna bæði fyrir togskip og önn- ur skip, þessi skip eru miög stór á okkar mælikvarða, 300 tonna skip og 450 tonna. Á þessa nýju tegund skipa til fisk- veiða þarf helmingi færri menn en áður hefur verið á skip sömu stæðar. Sigfús Halldórsson sýnir i Félagsheim- ili Kópavogs Sigfús Halldórsson tónskáld m. m. opnar listsýningu í Félagsheim ili Kópavogs í dag kl. 4 siðdegis. Hann sýnir barna 45 myndir, og af þeim eru 14 olíumyndir, en hitt er unnið í pastel. vatnslitum, svart- krít og rauðkrít. Ennfremur sýnir Sigfús bama 4 módelleikmyndir úr Fjalla-Eyvindi, frá uppfærslu á leikritinu í fyrra. Sýning Sigfúsar verður opin dag lega frá 4—11.30 síðdegis nema laugardaga og sunnudaga, en þá er hún opin frá kl. 10 f. h Henni lýkur 8. nóvember. Sigurður Karlsson sagði um aðal hlutverkið, sem hann fer með: „Maður ber virðingu fyrir verk- tefninu og leitast við að vera þessi persóna". „Skilurðu Steinar Ólafsson?" „Mér finnst ég skilja hann sem persónu — mér finnst ég eiga margt sameiginlegt með henni“. „Að hvað leyti?“ „Mér finnst égvihafa svipað sál- ar- og tilfinningalff". Votviðrasamt og stirðar gæftir Stykkishólmi. Tíðarfar hefur verið mjög vot- viðrasamt það sem af er hausti og vetri, og vegir hafa víða skemmzt hér á Snæfellsnesi, hefur runnið úr þeim og skriður fallið yfir þá. Mest mun hafa verið um þetta í Narfeyrarhlíðinni enda lá við að þar yrðu vegir tepptir um skeið. Hefur verið unnið að und- anförnu við að Iaga vegina og í dag eru þeir komnir f betra horí. Gæftir hafa ekki verið gððar undanfarið, umhleypingar hafa gert það að verkum að oft hefur ekki gefið á sjó. Afli hefur þó ver ið sæmilegur þegar á sjó hefur gefið og stundum góður.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.