Vísir - 10.11.1965, Blaðsíða 9

Vísir - 10.11.1965, Blaðsíða 9
V í S I R . Miðvikudagur 10. nóvember 1965. Úr dagbókinni ann 30. þessa mánaðar kl. 11 fyrir hádegi hefst uppboð í einum elzta og virðulegasta upp boðssal Lundúna, Southeby & Co í Bond Street_ Þar verða boðin upp þrjátíu og níu handrit frá miðöldum. Elzta handritið er frá upphafi 9. aldar, ritgerð um Markúsar- guðspjall eftir þann æruverð- uga munk og rithöfund Beda. En þótt þarna kenni margra grasa og fágætra mun okkur Is lendingum þó þykja engin ger- semi þar jafnast á við skinn- bók eina í allstóru broti og fag urlega skreytta sex upphafs- myndastöfum. Hér er komið eina íslenzka miðaldahandritið í einkaeigu í veröldinni, Skarðs bók. Ekki er sú bók þó með merki legustu handritum íslenzkum hvað efni snertir. Hún inniheld ur postulasögur sem hér voru hið vinsælasta lesefni fram á 17 öld eða jafnvel lengur og voru til í mörgum þýðingum og útgáfum. Það handrit sem hér er um að ræða er vitanlega frumhandrit, ritað á Skarði á Skarðsströnd, að því er talið er um miðja 14. öld. Handritið er ritað með svörtu bleki og svo er að sjá við rithandarathugun að þar hafj tveir skrifarar verið að verki. Ormur Snorrason gaf bókina, Skarðskirkju 1401. I Skarði mun handritið síðan hafa varðveitzt allt til loka 18. aldar, Jón lærði getur um að hann hafi séð bókina þar 1644 og árið 1710 skoðaði Ámi Magnússon handritið í kirkj- unn; og fékk séra Eyjólf Bjöms son, ágætan skrifara, til þess að gera fyrir sig eftirrit af bók- inni og senda sér til Hafnar. Á því afriti var postulasagnaút- gáfa Ungers að flestu byggð, sem út kom í Kristáníu 1874. Síðan berst handritið til Eng- lands í hendur hins heims- kunna handritasafnara Sir Thomas Phillipps, sem andað- ist 1872. Þar mun Grímur Thorkelín liklega hafa séð það en í safn Sir Thomas kom það 1836. Handrit heim Þannig er í stórum dráttum saga Skarðsbókar, sem senn kemur undir hamarinn eftir meir en einnar og hálfrar aldar dvöl á brezkri grund. Allir munum við íslendingar óska þess að hin gamla skinnbók fá- ist aftur heim til föðurhúsanna. Þjóðemismetnaður okkar er sá að þau handrit sem hér voru eitt sinn skráð varðveitist hér um aldur og ævi. Öll gömlu miðalda skinnhandritin eru hinsvegar í opinberri eigu, svo ekki verða þau fengin að kaup um, svo sem Skarðsbók að þessu sinni Vísir fékk fregnrit- ara sinn í Lundúnum til þess að kanna málið og skýrir hann frá því að forstöðumenn Southeby & Co telji sjálfir að bókin sé 1.8—2.4 millj. króna virði. Hafi borizt nokkrar fyrirspurnir frá áhugamönnum á meginlandinu um handritið. Óvíst er hve mik- ið er að byggja á slíkum um mælum. Hitt er ljóst, að margir munu hafa hug á að eignast þetta handrit aðrir en við íslending- ar. Það má þó ekkj fyrir koma að það hafni i safni úti í heimi. Hér á íslandi á það héima sem önnur fslenzk handrit. Nýr Sovétsamningur. í fyrradag var hér í blaðinu ítarlega greint frá ástandi og horfum í markaðsmálum Islend inga og Sovétríkjanna. Tilefni þess að þau mál er nú aftur tekið að ræða opinber- lega er að á laugardaginn minnt ust Sovétmenn á Islandi afmæl- is rússnesku byltingarinnar með virðulegrj samkomu. Þar flutti Tupitsin, sendiherra Sovétríkj- anna ræðu, og lét þess getið að hann birti nýtt tilboð Sovétríkj- anna um visðkiptasamning við ísland til þriggja ára. Hér var reyndar um að ræða svar Sov- étríkjanna við tilboði sem is- lenzk viðskiptayfirvöld gerðu Sovétrfkjunum i október. I öll- um aðalatriðum er þetta svar Rússa í viðskiptaefnum á sömu línu og sá viðskiptasamning- ur sem gilt hefur milli land- anna. Gert er ráð fyrir áfram haldandi rammasamningi um gagnkvæm viðskipti landanna, með nokkuð auknum kaupum Rússa á niðursuðuvörum og heil frystum fiski héðan af landi. Er það vissulega til bóta, þótt fjarri fari því að hér séu stór yrði Einars Olgeirssonar um 200 millj. kr. niðursuðuvöru- kaup Rússa orðin að veruleika. Þau orð voru sögð fyrir ári síð- an og frá þvi hefúr1 æ betur komið í Ijós hvflík áróðurshjóm þau voru. Hins vegar er það vissulega vonandi að góð við- skiptatengsl haldi áfram milli íslands og Sovétríkjanna báðum þjóðunum til gagns og hags- bóta. Er ekki annað sýnna eins og málum er nú háttað en að nýr viðskiptasamningur verði senn gerður i Moskvu, kannski aðeins eftir örfáa daga. Manndómur æskunnar. Það er merki um manndóm íslenzkrar æsku hve vel hún hefur gengið fram í að safna fé fýrir herferðina gegn hungri. Þar hafa hundruð. og jafn- vel þúsundir æskufólks brugð- izt vel við og lagt fram störf við söfnunina. Sú ákvörðun æskulýðssamtaka landsins að hefja fjársöfnun í þessu skyni ber einnig vott um það að is Ienzk æska er enn hugsjónarík. Hún vill láta gott af sér leiða, án nokkurrar hugsunar um á- vinning i því tilefni. Stundum heyrist um það talað að ungt fólk vilji ekki lengur neitt á sig leggja fyrir aðra og sé hald- ið ríkri eiginhagsmunakennd, sem hið nýríka þjóðfélag hafi skapað. Forganga unga fólksins f herferðinni gegn hungri af- sannar þaer skoðanir rækilega. Þá má heldur ekki gleyma hinum ágætu viðbrögðum alls almennings í landinu og þeirri rausn, sem þjóðin hefur sýnt í þesu efni. Þrjár milljónir hafa þegar safnazt, en forsvarsmenn irnir telja að brátt muni sú tala vera komin í fimm milljón- ir króna Eru varla dæmi um slíka rausn og örlæti siðan safn að var handa bágstöddum ná- grannabjóðum eftir hörmungar styrjaldarinnar. Hér í Vísi og í öðrum blöðum var miös hvatt til bess að bátttaka í söfnum'nni vrði sem almennust. Ánægju- legt er að sjá að svo hefur orðið. 1 upphafi var ætlunin að veita ríflega fjárveitingu af söfnunarfénu til þess að byggja upp fiskiveiðar íbúanna við vatn eitt á Madagaskar, og til þess að standa straum af kennslu FAO í fiskveiðum þar. Nú hefur þegar safnazt helm- ingi meira fé en við var í upp- hafi búizt. Færi vel á því ef forstöðumenn söfnunarinnar kysu eitthvað annað verkefni, sem íslenzka þjóðin gæti stað- ið að baki með fjárframlögum sínum. Hér þarf að vera um sjálfstætt og persónulegt verk- efni að ræða, svo sem hið fyrra, sem menn geta síðan fylgzt með hvemig gengur að hrinda í framkvæmd og lagt fram meira fé af mörkum sfðar ef með þarf. Ekki myndi það spilla áhuga þjððarinnar ef einhverjir Islend ingar fengju tækifæri til þess að starfa að verkefninu á staðn- um, svo sem ungir menn ann- arra Norðurlandanna víða í þró unarlöndunum. Það fé sem af gangs er á ekki að renna í ein- hvem sameiginlegan alþjóðleg- an sjóð til starfsemi í þróunar- löndunum. Það á fremur að veita því til ákveðins verkefnis, þar sem árangurinn sést skjótt f verki. Tannlækningar og sjúkrasámlögin. Nokkrar umræður hafa orðið um það að undanfömu hvort ekki væri rétt og skylt að sjúkra samlögin tækju að einhverju leyti þátt S kostnaði við tann- viðgerðir. Eins og sakir standa greiða sjúkrasamlögin engan kostnað á því sviði. Þó ber að geta þess að f skólum munu börn fá tann- viðgerðir endurgreiddar, en skiptar skoðanir eru um að hve miklu gagni og almennu sú þjón usta kemur. islenzka heilsugæzlan er mjög fullkomin, með þeim fullkomn- ustu í veröldinni. Það er eitt af því sem við getum stært okkur af í samfélagi þjóðanna og menn margra stórþjóða renna öfundar augum til íslands og annarra Norðurlandanna fyrir þessa mik ilvægu almannaþjónustu. Innan hennar eru þó ekki tannlækning ar, eins og t.d. þeirrar brezku. Það er mjög íhyglisvert, og hef ur reyndar verið áður hreyft hér í blaðinu, hvort ekki sé rétt að taka upp nokkrar greiðslur inn- an sjúkrasamlagsins fyrir tann- viðgerðir. Það sýnist reyndar sjálfsagt, þegar ungt fólk á í hlut t. d. að samlögin greiði tannviðgerðir að öllu upp að 18 eða 20 ára aldri. Helzta röksemdin sem mælir með þessu er sú að þjónusta tannlækna er orðin svo dýr að margir veigra sér við að leita læknis vegna fyrirsjáanlegs kostnaðar. Þannig er það um margar barnafjölskyldur, þar sem heimilisfaðirinn er launa- maður. Tannlæknaskostnaður unglinganna í slíkum fjölskyld- um getur hæglega orðið fyrir- vinnu ofviða. Tennumar grotna þvf niður. Þetta er þjóðfélagsleg skylda að koma í veg fyrir og því er rétt og sjálfsagt að samlögin greiði tannviðgerðir unglinga að minnsta kosti. Þá væri líka ef til vill einhver von um að fá knúið fram þann sjálfsagða hlut að blanda ögn af flúor í drykkjarvatnið. Til- raunir sem hafa farið fram á Norðurlöndum sýna að það er til stórkostlegra bóta hvað tann skemmdir snertir. Og nú hefur heilbrigðisstofnun Sameinuðu þjóðanna mælt með því að öll ríki blandi flúor f drykkjarvatn ið vegna þess að bæði banda- rfskar rannsóknir og aðrar sýna að það stórdregur úr tann- skemmdum og er algjörlega hættulaust. Margar borgir hafa þegar tekið þetta til bragðs og menn bíða eftir því óþreyju- fullir að íslenzk heilbrigðisyfir- völd dragi af sér slenið og geri slíkt hið sama. Heimsending mjólkur. Það veldur sífelldri furðu að Mjólkursamsalan í Reykjavík skuli ekki enn hafa tekið rögg á sig og boðið neytendum þá þjón ustu að flytja mjólkina heim til þeirra eins og tiðkast um allan heim. Gjarnan má það vera gegn sérstöku aukagjaldi, en ó- tækt er að ekki skuli af öðru eins fyrirtæki vera upp á þessa þjónustu boðið. Nú hafa Kaup- mannasamtökin bent á hér í blaðinu að kaupmenn borgarinn ar selja margir mjólk og senda heim með öðrum vörum sínum. Er hér ekki ágætis leið fyrir Samsöluna að verða við óskum fólksins í samvinnu við kaup- menn? Úr því að Samsalan tel- ur sig ekki ein hafa bolmagn til þessarar sjálfsögðu þjónustu ætti hún að taka höndum sam- an við kaupmenn borgarinnar um heimsendingu mjólkur, skipulagða eftir hverfum. Það myndi verða vel þegin þjónusta af mörgum og hindra þá sóun tíma og vinnukrafts, er þús- undir húsmæðra verða nú sjálf- ar að steðja í búðir morgun hvern eftir mjólkurdropanum. Blettur á þjóðinni. Heimspekideild Háskóla fs- lands hefur nýlega fellt örlaga- ríkan úrskurð um mannanöfn, þar sem ákveðin er mynd all- margra karlmannsnafna. Þessi úrskurður á væntanlega eftir að hafa mikil áhrif á nafngiftir, því að prestar landsins eru skyldir að skíra einungis sam- kvæmt lögum íslenzkrar tungu, en Heimspekideildin ákveður hvað sé rétt íslenzk tunga. Skulu nú norræn nöfn halda sinni upprunalegu endingu ó- breyttri. Lengur skal sveinninn ekki heita Ásberg heldur Ás- bergur, ekki Valgarð, heldur Valgarður o. s. frv. Og Bem- harð heitir nú Bernharður. Um þessa úrskurði er vafa- laust ekki nema gott eitt að segja. En þeir leiða hugann að öðm nafnamáli sem miklu róti hefur valdið hér á landi á und- anfömum árum, miklum áhyggj um og mikilli gremju. Það em þau ákvæði laga að þegar erlend ir menn taka íslenzkan ríkisborg ararétt skuli þeir lögskyldir til að kasta hinu fyrra nafni sínu fyrir róða, en velja sér eitt- hvert íslenzkt nafn í staðinn. — bæði skímamafn og fððurtieiti. Ugglaust hefur þetta þótt hið mesta snjallræði þegar það var lögtekið fyrir rúmum áratug, og uphafsmönnum gengið gott eitt til: að hreinsa tunguna og hindra málspjöll erlendra nafna. Reynslan hefur hins vegar sýnt að þessi lög hafa hrapal- lega misst marks. Ýmsir fara ekki eftir þeim átölulaust. Aðr- ir skipta samvizkusamlega um nafn en með gremju og óvild til hins nýja lands, sem seint upp- rætist í hugum margra. Nafnið er nefnilega persónubundnasta eigind mannsins, óaðskiljanleg- ur hluti lífs hans. Hvergi 1 ver- öld er þess krafizt að menn dysji nafn sitt og taki sér annað — nema þegar íslenzka rikið af einstöku lítillæti veitir mönnum þá náð að hljóta íslenzkan rflds borgararétt. Þessi nafnalög era blettur á íslenzku þjóðinni sem menning arþjóð og við ættum að fram- kvæma hér breytingu á hjð allra fyrsta. Tungan er nlegilega vernduð með þvl að krefjast þess eins að böm hinna nýju ríkisborgara taki sér íslenzk nöfn. Við skulum ekki lengur krefjast þess að þeir sjálfir geri það einnig. Við skulum ekki svipta þá mikilvægum þætti persónuréttinda einstaklingsins um leið og þeir gerast þegnar þessa norðlæga eyrflds. Enn stendur togaraverkfallið. Myndin er úr Reykjavíkurhöfn, af fyrsta togaranum, sem stöðvaðist vegna verkfallsins.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.