Vísir - 18.11.1965, Page 3

Vísir - 18.11.1965, Page 3
V í S IR . Finfcntudagur 18. nóvember 1965. •■£v85.. — - —rv—- .-r-SBHðBMHiWBBBmi í ☆ Meðan tízkusýningar Diors stóðu yfir i ágúst var út- búin skemmtileg — og nyt- samieg — auglýsing fyrlr ilmvatnið „Miss Dior“, sem ætti að vera íslenzkum kon- um kunnugt. Á framhlið hússins var komið fyrir geysistórri ilmvatnssprautu sem úðaði ilmvatni út yfir götuna. Flakkarar Parísar kunnu vel að meta þetta og komu þarna á morgnana og úðuðu hár sitt — eða skalla. Og frúmar sendu vinnukon urnar út með lökin og sæng urverin, því að „Miss Dior“ ilmur í skápunum er sko ekki amalegur. - Marc Bohan saumuð hjá Dior. Kona Bohans lézt mjög voveiflega fyrir nokkr um árum. Þegar „verk meistaranna“ f París eru afhjúpuð tvisvar á ári, síðsumars og síðla vetrar eru uppi fótur og fit hjá kvenþjóð- inni um heim allan og fella þær þá óspart dóma sína á verkin. Þótt þeir séu oft harðir, þá gera tízkukóngarnir ekki til- raun til að verja sig — enda ástæðulaust. En hvað finnst þeim sjáifum um kvenfólkið og harðstjóra þess er tízka nefn- ist? Það væri fróðlegt að vita og því skulum við heyra álit Marc Bohans á nokkrum atrið um varðandi þessa hluti. TÍZKA — er skilgreining á og svarið við hinni undirmeðvituðu þörf HLUTVERK MITT állt ég fyrst og fremst vera að reyna að kenna konunni að þekkja sjálfa sig. Það er ekki nóg að sauma föt sem em í tízku — en þvi miður finnst viðskiptavinunum oft að svo hljóti að vera. EIGINLEIKA ÞÁ sem nauðsynlegir eru FOR- STJÓRA TlZKUHÚSS, er mjög erfitt að sameina. Hann verður að vera listamaður og kaupmað ur, handverksmaður og diplo- mat — allt í senn. Um leið vei'ð ur hann að geta hlaupið f skarð ið fyrir hvern af sfnum starfs mönnum sem er. Ég get t.d. mát að, sniðið og saumað, En auð- að hef ég ekki hið frábæra handbragð saumakvenna minna. Eitt það versta sem Marc Bohan segist eiga við að stríða er öfundsýkin f garð hans: Þið getið ekki ímyndað ykk ur hve mikil öfundsýki er til í „tfzkuheiminum". Ég má ekki hitta neina af „viðskiptavinkon um“ mfnum meira en aðra, því að þá verða hinar öfundsjúkar og halda að ég sé að gefa við- komandi konu góð „ráð“. — Ég held að ég sé einn af þeim fáu mönnum á jörðinni, sem konur hafa enga samúð með. Nafnið DIOR hefur sérstakan hljóm í eyrum kvenna um allan heim. Enda ekki að furða þótt svo sé, þar sem tízkuhús Chrístians Dior er hið stærsta og frægasta í heiminum í dag. í Frakklandi og öðrum löndum heims vinna alls um 800 manns fyrir tízkuhúsið, en þegar það var stofnað fyrir 17 árum var starfsfólk þess 10 sinnum færra, eða 85. Sá sem tók við stjórn tízku hússins er Dior Iézt er Marc Bohan og hefur hann stjómað því síðan af mlklum myndar- brag. Marc Bohan fæddist í París árið 1926. Þegar hann var dreng ur langaði hann til að verða listmálari Skólabækurnar hans vom alltaf fullar af teikning- um, en er hann stækkaði hneigð ist hugur hans einkum að fata teikningum. Móðir hans, sem var saumakona, hvatti hann ein dregið til að fara út á braut tízkuteiknunar og er hann hafði lokið stúdentsprófi hóf hann nám í tízkuteiknun. Hann var ekki nema 19 ára þegar fyrstu föt hans voru sýnd. Síðan fór hann' frá einum tízkufrömuðin um til annars þar til hann varð hægri hönd Diors og tók alveg við rekstri tízkuhússins árið 1961. Þeim tíma sem Bohan ver ekki í tízkuhúsinu við vinnu sína ver hann með dóttur sinni, Anne Marie, en hún er 10 ára og augasteinn föður síns. Að sjálfsögðu eru öll henar föt — meira að segja undirfötin líka — teiknuð af föður hennar og — ef triín má orðum Marc iohun forstjóra Dior-hússins konunnar á að fá fyllingu í lff sitt. Hún fylgir alveg ákveðn um reglum sem ekki verður komizt hjá. Og samkvæmt þess um sömu reglum kemur ein tfzka í kjölfar annarrar. SKÖPUN TÍZKUNNAR — það eru ekki tízkuhúsin sem skapa tízkuna, þ. e. tízku árs- ins. Það eru blöðin sem ráða henni því að þau vilja fá á- kveðna tízkustefnu. Og þetta er eiginlega svarið við spurn- ingu sem alltaf er verið að spyrja mig að, nefnilega: En hvað eiga allar þær konur að gera sem ekki geta klæðzt sam kvæmt tízkulínu ársins? Nú þar sem tízka ársins er ekkert nema auglýsingabrella þá er þetta vandamál ekki til. Þegar nýju fötin koma fram að loknum tízkusýningunum á hver kona að geta fundið eitt hvað við sitt hæfi. GLÆSILEG KONA er kona sem eltir ekki tízkuna, þ. e. eltir hana ekki eins og þræll hennar væri. Það er kona sem þekkir sjálfa sig, veit hvað fer henni vel, hvað hún á helzt að hylja og hvað hún á að draga fram. Öruggasta merkið um glæsil. er að manni líður vel f fötunum sínum og klæðir sig eftir því hvað maður er að gera og hvar maður er. Að fvlgja tizkunni, án þess að taka tillit til persónuleika síns verð ur alger andstæða glæsileikans. ☆ Hann Dior, eða réttara sagt tfzkuhús Diors gefur ekki framleiðslu sfna. Kjólverð er nokkuð mismunandj allt frá ca. 40 þús. ísl. kr. upp f 100 þúsund, og aðrar vörur þá f samræmi við það. Við- skiptavinir Diors eru því rík ar hefðarfrúr, kvikmynda- stjörnur og konungsbornar konur. Meðal viðskiptavin- anna er Soffía Loren. í haust þegar nýja tízkan kom hjá Dior, þessi tízka sem Marc Bohan segir vera blekk ingu, keypti Soffía hvorki meira né minna en 30 pör af skóm — og má þó reikna með að hún hafi átt nokkur pörin fyrir. Hún ætlar sér ekki að ganga berfætt þenn- an veturinn. JÍZKAN í Ár ER BLEKKING

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.