Vísir - 22.11.1965, Side 3

Vísir - 22.11.1965, Side 3
V1 S IR . Mánudagur 22. nóvember 1965. • • ' tfm 3 C/ YZIM á ÍKKl AF TÆKNIGÖLLUM Það Iíður nú óðum að því að Flugfélag íslands þurfi að taka ákvörðun um það hvaða tegund af farþegaþotu það ætl- ar að fá sér til notkunar f ut- anlandsfluginu. Eins og marg sinnis hefur verið skýrt frá hafa umboðsmenn ýmissa flug- vélaverksmiðja verið á ferðinni hér á landl f sumar og haust til að bjóða þotur sínar til sölu. Það mun þá vera staðreynd, að sérfrasðingar Flugféiagsins hafa komizt að þeirri niður- stöðu, að flugvélartegundin Boeing 727 væri heppilegust til þeirra nota sem Flugfélagið þarf. Smíði á þessari flugvél er hafin fyrir skömmu og hefur hún selzt fádæma mikið. Flug- félög í öllum hiutum heims sækjast eftir þvf að kaupa hana. En þá hafa þeir atburðir gerzt nú að undanförnu, með mjög skömmu millibili, að þrjár flugvéiar af þessari gerð hafa farizt voveiflega. Er eðlilegt að áður en til kaupa komi vilji menn fá sem ýtarlegasta skýrslu um þessi flugslys. Atvik að tveimur þessara flugslysa eru þannig, að tækni- legir gallar ollu þeim ekki, heldur mistök flugmanna. Um þriðja slysið og oraskir þess er ekkert vitað enn, þar sem flug- vélin liggur á botni stöðu- vatns. Bandaríska tfmaritið Time birti í síðasta hefti grein um þessi slys. Það var sameiginlegt með þeim öllum, að hér var um að ræða flugvélar sem höfðu lagt upp frá La Guardia- flugvellinum, sem er innan- landsflugvöllur New York borg ar. Þaðan höfðu flugvélamar flogið til ýmissa áfangastaða. Fyrsta slysið varð í flugvél er var að koma að næturlagi inn til að lenda á flugvellinum við Chicago. Hún féll í Michigan- vatn og með henni fómst allir BALLETTSKÚR -DANSKIN- æfingarfatnaður fyrir BALLET, JA2ZBALLET LEIKFIMI FRÚARLEIKFIMI Búningar, í svörtu hvítu rauðu, bláu. SOKKABUXUR með og án leista, svartar, bleikar, hvítar. ALLAR STÆRÐIR VERZLUNIN REYNIMELUR - Bræðraborgarstfg 22 Sfmi 1-30-76 sem um borð voru, 30 manns. Næsta slysið varð, þegar flugvél var að koma inn til að lenda' á flugvellinum við Cincinnati í úrhellisrigningu og slæmu skyggni. Þar missti flug- maðurinn af réttri leið og rak vængbroddinn I hæð skammt frá flugvellinum. Þar tókst að bjarga 4 farþegum en 58 manns létust. Þriðja slysið varð þegar flug vél var að koma inn til lending- ar á flugvellinum við Salt Lake Sígarettureykingar hafa aukizt um 16% Það sem af er þessu ári hef- ur sfgarettusalan á landlnu verið meiri en hún var á sama tfma í fyrra. Sala vindla og reyktóbaks hefur aftur á móti verið minni. Þegar skýrsla bandarísku heilbrigðisþjónustunnar um sanibandið njilli sígarettureyk- inga og lungnakrabba kom í árs byrjun 1964, dró þegar mjög úr sfgarettureykingum hér á landi, en vindla og pípureykingar fóru vaxandi. Nú er eins og skýrslan og niðurstöður hennar séu að gleymast, því að síga- rettureykingar fara aftur vax- andi þótt ekki hafi þær enn náð því, sem revkt var árið 1963, fyrir birtingu skýrslunn- ar. Samkvæmt upplýsingum frá Áfengis- og tóbaksverzlun rík- isins nemur sígarettusala fyrstu *L0 mánuði þessa árs 193 millj. 793 þúsund sfgarettum, en á sama tíma í fyrra var hún ekki nema 167 milljón 544 þúsund stykki. Hefur þama orðið um 16% aukning á sígarettusölu. Sígarettusalan, það sem af er árinu er þó ekki eins mikil og hún var á sama tfma árið 1963, áður en skýrslan var birt, en þá nam hún um 206 milljón stykkjum. Sala vindla og píputóbaks sem jókst þegar sígarettusalan minnkaði hefur hún farið minnkandi með aukinni sölu á sfgarettum. Neftóbakssalan frá ári til árs hefur aftur á móti ekki tekið teljandi breytingum. City. Hún skammlenti, það er að segja kom niður utan við flugbrautarenda. Fimmtíu manns komust Jifandi út úr brénnandi 'flaki hennar en 41 fórst. Time segir að það sá álit sér- fróðra manna eftir fvrstu rann sóknir að f seinni tveimur slys- unum sé um að ræða mistök flugmanna. Er þess getið að Boeing 727 sé talsvert öðru vísi en flestar aðrar vélar að flugeiginleikum, sérstaklega sé hún gerð til að lenda á stuttum flugbrautum og að flugmenn sem eru ekki nógu vanir henni gæti sfn ekki á því, hvað hún geti lækkað sig fljótt. Segir blaðið að grunur leiki á því að flugfélögin hafi ekki veitt flugmönnunum nægilega langa þjálfun f meðferð þessarar flug- vélategundar. Framleiðsla þeirra hjá verksmiðjunni er svo ör, að flugfélögin hafa nauman tíma til að þjálfa starfsfólk sitt. BÓLSTRUN Bólstra eldhússtóla ug kolla Sðtt og sent — Kem með sýnishom at ðklæflt. Simi 38996 (Geymifl auglýsinguna). BEDFORD! VIÐ ALLRA HÆFI Kaupendur vörubffa um allan heim völdu BEDFORD umfram alla aðra vörubíla áriff 1964. AstæSan: sérstak- ur léttleiki og lipurð í akstri, hagkvæmur rekstur og góð ending. BEDFORD hefur yfir 45% af öllum útflutningi brezkra vörubíla. BEDFORD! er mest seldi vörubíllinn á fslandi, Finnlandi, Dan- mörku, Ástralíu, Nýja Sjálandi, Belgíu.og mörgum Asíu- og Afríkuríkjum. BEDFORD! er mest seldur af brezkum vörubílum í Svíþjóð, Hollandi, Sviss, Noregi, Frakklandi og Austurríkl. Gjörið svo vel og leitið nánari uppiýsinga. Véladeild SÍS, Armúla 3. Sími 38900 BEDFORD! !

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.