Vísir - 22.11.1965, Blaðsíða 9

Vísir - 22.11.1965, Blaðsíða 9
V f SflR . Mánudagur 22. nóvember 1965. *> Baltazar á sýningu sinni. * 'P'yrst þegar ég kom hingað, 1 var erindið einungis það að kynnast landi og þjóð, eins og ferðalangar komast oft að orði. Þá dvaldist ég héma i átta mánuði og féll svo vel við hvort tveggja, landið og þjóð- ina, að ég kom hingað aftur við fyrsta taekifæri. Sú dvöl mín hefur nú varað í sjö ár, og ég hef ekki f hyggju að Katalóníumenn virðast una sér vel á íslandi hverfa hóðan aftur. Ég er kvæntur fslenzkri konu og við éigum eitt bam, og nú geri ég mér vonir um að fá fslenzkan rfkisborgararétt á næsta ári. ... Það er málarinn Baltazar hinn spænski, sem kemst svo að orði, þegar blaðamaður Vísis ræðir við hann f tilefni af þvf, að opnuð var sýning á málverkum Baltazars f Boga- sal Þjóðminjasafnsins sl. laug ardag. Er þetta í fyrsta skiptið, sem þú sýnir einn héma? — Þetta er fyrsta einkasýn- ing mfn á olfumálverkum, en áður hef ég sýnt hér teikningar. Þetta em 24 olfumálverk, mál- uð á þrem síðustu árum, 19 af þeim til sölu en hin f einka- eign. Hefurðu lagt mikla stund á að mála með olíulitum? — Sérgrein mín sem listmál- ara mun nú vera freskómál- verkið, eða veggskreyting og þá einkum kirkjuleg, en ég vann mikið að kirkjuskreyting- um á Spáni að afloknu sjö ára námi við listháskóla. Og eins og þú veizt, þá hef ég fengizt svolítið við þess háttar hérna líka — skreytti kirkjuna í Flat- ey freskómyndum í sumar. Það var skemmtilegt viðfangsefni. Ég valdi mótívin eingöngu úr lífi Breiðfirðigna. Sumarið áður hafði ég verið um hríð í Flatey og Breiðafjarðareyjum og teikn ingar mínar í bók Jökuls Jak- obssonar, „Síðasta skip suður“, eru árangurinn af þeirri dvöl minni þar. Þú kannt vel við þig vestur í Flatey og á Breiðafirðinum? — Já, svo sannarlega. Þar er yndislegt að -°ra og fólkið eins og bezt verður á kosið. Annars kann ég alls staðar vel við mig hér á landi. Sennilega á land og þjóð héma vel við okkur Katalóníumenn. José Riba hljóðfæraleikari er Iíka Katalóníumaður, og það ber ekki á öðru en að hann uni sér vel hérna. Finnst þér þó ekki ærið margt ólíkt með íslenzkum og spænskum? — Ekki eins og ætla mætti; ekki með íslendingum og okkur Katalóníumönnum að minnsta kosti. íslendingar vinna mikið og leggja hart að sér ,þegar þeir ganga að vinnu og sama er að segja um okkur. íslendingar eru, að mér virðist, mjög opnir fyrir áhrifum og listhneigðir, eins og við og skapmiklir eins og við, þegar þvf er að skipta. Nú — og veðráttan héma ... það getur lfka orðið kalt í Katalóníu; þetta er allt annað á Suður-Spáni;,fólkið líka. Þú gerir talsvert af því að velja íslenzka hesta að mótfvi — er það vegna þess að þeir séu líkir þeim spænsku? — Nei, þvert á móti. íslenzku hestarnir eru ólíkt gáfaðri pg viðfelldnari. Spænsku hestamir eru, hvað á maður að segja — stórgripir ... L.G. MYNDLIST á? )í &nnii 6&„ ifiíujaálnn SVART HVÍTT NOKKUR ORÐ UM LIST HARÐAR ÁGUSTSSONAR þrátt fyrir gagnstæða sann- færingu, sem nú virðist í algleymingi, held ég fast við þá skoðun, að hvert listaverk flytji boðskap. Þyki þetta of hátiðlega að orði komizt, þá vil ég frekar segja; „Listaverkið segir frá“. Að segja vel frá er list, sem krefst vits og for- stands, en umfram allt valds á máli, gagngerðrar þekkingar á málfræði og auðugs orðaforða. Síðast en ekki sízt verður frá- sagnarmaður að gerþekkja það, er hann ætlar að lýsa, og hon- um verður að vera mikið niðri fyrir. Hörður Ágústsson er maður sem stefnir að slíku marki á sviði myndlistar. Hin nýaf- staðna sýning hans í Boga- salnum, er hann nefndi „svart- hvítt‘, bar þess vott. Um verk hans þarf ekki að nota stóryrði né upphrópanir. Þar er hvergi slegið á bumbur ofsagengins frumleika. Ögur- legar sálarsprengingar eiga sér ekki stað. V I Hörður reynir að segja ein- faldlega og hreinskilnislega frá. Þó að hann kallaði sýninguna „svart-hvítt“ er öllum blæ- brigðum grástiga milli svarts og hvíts teflt fram svo ríkulega og finlega í myndum hans, að þær höfðu helzt litræn (color- istisk) áhrif á mig. Hörður segir frá á næman og nákvæman hátt. I þessum tilgangi hefur hann takmarkað tækni sína á rót- tækan hátt. Hann notar ekki litrófið, að minnsta kosti ekki í bili, heldur aðeins grátóna. Það er undravert, hvað þetta hljóðfæri þannig stillt, leyfir listamanni að leiða fram dá- samleg litræn „píanó", með öðrum orðum að segja frá með nákvæmni og innileika. Myndir hans minna á ævagamla tússlist austrænna málara, sem hafa jafnan tjáð persónulegustu hugsanir og hugmyndir sínar með þeirri tækni. > Hver er þó boðskapurinn? Frá hverju er sagt? Við nánari athugun reynist frásagnar- heimur Harðar mun viðari en takmörkun listrænnar tækni hans gefur fyrst tU kynna. Þó að „rithönd“ hans sé hárfín og viðkvæm, nær hann stundum stórbrotnu formi, meðal annars í andlitsmyndum, sem hann sýndi. Á eftirminnilegan hátt sann- aðist hér að 'finleiki stingur ekki f stúf við stórbrotið form. Tjetta stórbrotna (mónumen- tala) kemur enn skýrara 1 ljós, ef hver mynd um sig er einangruð. Á þess háttar sýn- ingum, þar sem lítið rúm er, vill fjöldi myndanna oftast jafna niður gæði og gildi og draga úr áhrifum hverrar ein- stakrar. Þannig finnst mér þó að það kunni að hljóma ein- kennilega — hin ófullkomna eftirprentun af „Pálsmyndinni" í sýningarskránni vera áhrifa- meiri, af því að maður getur skoðað hana einangraða og haldið henni í hendi. Ef ég á að svara þeirri spurn- Hörður Ágústsson við eina teikningu sina. ingu: Frá hverju er hér sagt? kemst ég sannarlega í vand- ræði. Auðvitað lýsir listamað- uririn þeim hliðum og fyrirbær- um tilverunnar, sem einmitt orðin fá ekki skýrt. Það eru því a; •, bendingar ef ég tek það fram, að þar er „sagt frá“ undra mörgu: Hrynjandi þess lifanda, gerð og I géómetríu höfuðskepnanna, I lýriskum þankabrotum, hárfínum eins og fiðrildi á flugi, hughrifum náð á hverfanda hveli — færð í frásögn. Þegar hér er komið, vona ég að hinn góðfúsi lesandi minn skilji til fulls að ég hef ekki átt við bókmenntir (sem skreytist myndum) er ég þrá- faldlega notaði hugtakið „frá- sögn“. Tjó að þessi sýning hafi ekki verið áberandi og varla til þess fallin að fullnægja þeirri eftirspum eftir hávaða og trúðabrögðum, sem virðast nú orðið vera ómissandi við list- sýningar, — bar hún vitni list- rænni afstöðu sem er orðin næsta sjaldgæf. Mér var sönn ánægja að fá tækifæri að skoða þessi lát- lausu og hógværu verk Harð- ar. Þau komu mér fyrir sjónir sem dagbók manns, er tekizt hefur að samstilla hug og hjarta í þágu listar sinnar. Kurt Zler. BSBfö

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.