Vísir - 04.12.1965, Page 3
I
V I S I R . Laugardagur 4. desemoer 1965.
Rætt við Gísla
tialBdórsson húsa-
meistara, annan
höfund íþrótta-
hallarinnar í
Laugardal
í dag gerist sá merkisviðburð
ur í íþróttalífi borgarinnar, að
íþróttahöllin mikla í Laugardaln
um verður tekin i notkun.
Þetta hús mun gerbreyta að
stöðu þeirra íþróttamanna sem
stunda inniíþróttir að vetrinum
því að það er eins og svart og
hvltt að bera saman gamla í-
þróttahúsið að Hálogalandi og
þessa nýju höll, sem nú er risin
þarna.
Það er eins mikil gerbylting
í þeim íþróttagreinum eins og
það var fyrir knattspyrnumenn
ina að flytja af Melavellinum
inn á grasvöllinn í Laugardal.
Og á næsta ári er væntanleg
enn ein hliðstæð breyting, þeg
ar sundfólkið fær til sinna nota
hina fullkomnu nýju sundlaug
í Laugardalnum.
Þar með er íþróttasvæðið í
Laugardal að taka á sig þann
svip sem það á að fá í fram
tíðinni, sem miðstöð íþróttalífs
höfuðborgarinnar og þar með
þjóðarinnar allrar.
★
jþegar rætt er um þetta nýja
mannvirki koma í hugann
orðin glæsileiki og mikilleiki, að
vlsu stór orð sem ekki má nota
um hversdagslega hluti En nýja
íþróttahöllin er líka einstæð
bygging í sinnj röð hér á landi.
Borgarbúar. hafa haft hana
Húsameistararnir Gísli Halldórsson og Skarphéðinn Jóhannsson. í baksýn sköpunarverk þeirra, hin glæsilega íþrótta- og sýningarliöll í
Laugardal.
STÆRSTA HVOLFÞAKÁ NORÐURLÖNDUM
fyrir augum sér í smíðum í
rúm 2 ár. Menn hafa fylgzt af
áhuga með byggingu hennar.
Þrátt fyrir smátafir, er það nú
ljóst, að verkið í heild hefur
gengið vel, og jafnvel hægt að
segja að það hafi tekið ótrúlega
skamman tíma. Áður þegar Is
lendingar hafa ráðizt í ýmis
stærstu mannvirki sín virtist oft
sem þeir hefðu spennt bogann
of hátt. Má minnast þar t.d.
bygginga eins og Sundhallarinn
ar og Þjóðleikhússins, sem voru
jafnvel áratug I smíðum vegna
margs konar erfiðleika og vanda
mála.
íþróttahöllin er ekki aðeins
ein stærsta bygging Iandsins,
heldur er hún Iíka alger nýj
ung að byggingarlagi hér á
landi, þar sem hún er hvolfþaks
bygging Eiga bæði húsameist
arar verkfræðingar og bygging
arfélagið sem vann að verkinu,
hrós skilið fyrir það að reyna
þannig með djörfung nýjar
brautir en allt hefur það heppn
azt með ágætum. ,
það voru húsameistararnir
Gísli Halldórsson og Skarp
héðinn Jóhannesson, sem teikn
uðu húsið, og snéri Vísir sér
til annars þeirra, Gísla Halldórs
sonar og spurði hann um ýmis
legt byggingunni viðkomandi.
— íþrótta- og sýningarhöllin
I Laugardal er ein stærsta bygg
ing á landinu og hún er lang
stærsti salur sem byggður hef
ur verið hér súlnalaus úr járn-
bentri steinsteypu. Þessa miklu
spennuvídd var einungis hægt
að fá með tvíbeygðu hvolfþaki
en það þýðir að ekki er jafn
bogi á öllu hvolfinu, heldur kem
ur eins konar veggsylla undir og
fæst við það aukinn styrkur auk
þess sem mótauppsláttur verð
ur auðveldari.
— Tíðkast slíkar hvolfþaks
byggingar erlendis?
— Já, það er nokkuð um
þær, en 'þess má þó geta, að
þessi bygging er með stærra
hvolfþak en nokkur önnur bygg
ing á Norðurlöndum.
— Er hin svokallaða strengja
steypa I þakinu?
— Kantbitar eru forspenntir
það eru stálkaplar sem eru
strengdir í þeim og fer sú að
ferð mjög I vöxt við stærri
mannvirki, húsabyggingar og
brúargerðir.
—HVað ^ið völduð
þetta byggingarlag fram
ar öðrum aðferðum?
— Ég held að það sé óhætt
að segja að úrslitaáhrif hafði
það, að útreikningar sýndu að
þakið myndi verða 3-4 millj. kr.
ódýrara með þessu lagi heldur
en ef það væri gert úr berandi
stálbitum. Þessi verðlækkun
kom fram, þegar verkið var
boðið út og Almenna byggingar
félaainu var falið að vinna
verkið Og sjálfsagt hafði það
einnig sín áhrif að hvolfþak
þykir fallegt byggingarlag.
— Það er óvenjulegt við hvolf
þak íþróttahallarinnar, að það
er ekki lárétt nær lengra niður
að sunnanverðu. Hver er ástæð
an til þessa fyrirkomulags?
— Við gátum auðvitað alveg
eins haft það lárétt, en húsið
stendur í slakka og því er þetta
eðliíeg uppbygging, gefur
skemmtilegri svip en auk þess
er þetta þægilegt form til að
skipa niður áhorfendapöllunum
— Var ekki mikið verk að
gera jámateikningar I slíkt
hvolfþak?
— Að sjálfsögðu, það verk
ásamt öllum burðarþolsútreikn
ingum framkvæmdu verkfræð
ingarnir Bragi Þorsteinsson og
Eyvindur Valdimarsson.
— Tjurfti að huga að mörgum
atriðum varðandi fyrir
komulag byggingarinnar?
— Byggingin er ætluð til
margs konar nota, hún á að
vera íþróttahús til keppni og
æfinga. Þar á að vera hægt
að hafa meiriháttar leiksýning
ar eða hljómleika. Auk þess á
það að vera annað aðalhlutverk
hennar að vera sýningarhöll
atvinnuveganna. Til alls þessa
varð að taka tillit.
Anddyrinu er fyrirkomið und
ir áhorfendapöllunum og er það
á tveimur hæðum og mjög rúm
gott og ætlað til að koma þar
sýningarmunum fyrir. Þá verða
útbúin flekagólf til að loma fyr
ir á áhorfendapöllunum svo að
þar fáist slétt gólf til sýninga.
Svo komum við að sjálfum í-
þróttasalnum. Hann er sjálfur
1500 fermetrar og sé hann þann
ig allur í notkun rúmar áhorf
endasvæðið um 1200 manns. En
auk þess verður komið fyrir
meðfram öllum salnum hreyfan
legu áhorfendasvæði. Þegar því
hefur verið komið fyrir verður
flötur íþróttasalarins um 1000
fermetrar, en við bætast'
þá á salargólfinu áhorf-
endasvæði fyrir 800 manns,
svo alls mun íþróttahúsið þá
rúma um 2000 áhorfendur. Þess
um færanlegu áhorfendasvæð-
um hefur enn ekki verið komið
fyrir I húsinu, en þau verða
mjög þægileg I notkun og er
hægt að brjóta pallana saman
lfkt og harmoniku upp að veggn
um. Þessi aðferð mun gera það
að verkum að húsið nýtist
miklu betur. Þarna er hægt að
hafa kappleiki með fleiri áhorf
endum en ella og þama má jafn
framt fá meira rými I íþrótta
sal til margs konar æfinga,
þarna er hægt að fá fram tvo
700 ferm. handboltavelli til æf
inga eða 12 badmintonvelli og
verða þessir vellir markaðir í
gólfið með litum. Þarna verður
einnig hægt að æfa knattspyrnu
innanhúss sem og fjölda ann
arra íþrótta.
Þegar sýningar fara fram á
leiksviði verður lausum stólum
komið fyrir á öllu salargólfinu
og þannig mun húsið rúma
3500 manns I sæti.
- Eruð' þér ánægður með
handverkin, þegar þér
komið I íþróttahöllina að skoða
hana?
— Ég verð að segja að ég er
mjög ánægður með húsið þeg
ar það er komið upp. Verkinu
er að vísu ekki fulllokið, eftir
ýmiss konar frágangur og eft
ir er að byggja álmu sem á að
tengja Iþróttahúsið við skrif
stofuhús íþróttasambandsins. í
þeirri álmu eiga m.a. að vera
'veitingastofur. Þegar hún er
komin, fær þetta meira sam
hengi og betri heildarmynd. En
aðalatriðið er samt þetta, og ég
fagna því að með þeim stórhug
sem aðalléga Reykjavíkurborg
sýnir með því að ráðast 1 þessar
framkvæmdir er verið að búa
betur að íþróttahreyfingunni og
koma upp húsi sem við getum
verið sæmdir af að bjóða er
lendum íþróttaliðum til keppni
I, en slík skipti við aðrar þjóðir
I íþróttum verða æ mikilvægari
Ég var sjálfur íþróttamaður og
hef þvl kynnzt þeirri breytingu
sem er að verða á aðstöðu 1
þróttafélaganna. Ég minnist
þess, að við fórum út til að
keppa I Þýzkalandi árið 1935,
þá urðum við að æfa okkur á
grasbala vestur á Seltjarnarnesi
Það voru mikil og góð- við
brigði fyrir knattspymumennina
að fá grasvöllinn I Laugardal
sem erlendum gestum sem hing
að koma ber saman um að sé
einn bezti völlur sem þeir hafa
keppt á. Ég vona að sama sag
an verði sögð af þessu nýja
fþróttahúsi okkar.
— T7n hvað um Laugardals-
svæðið, hvaða hlutverki
á það að gegna I framtíðinni i
lífi Reykvíkinga?
— Það á að verða aðalmið
stöð íþróttalífsins I höfuðborg
inni og þar með alls landsins.
Framh bls. 4