Vísir - 02.03.1966, Blaðsíða 5
V í SIR . Miðvikudagur 2. marz 1966,
5
\
uulönd í morgun
Öldungadeild þjóðþings Banda-
ríkjanna hefir samþykkt traust á
stefnu Johnson forseta 1 Vietnam
með því að samþykkja að veita
4800 milljónir dollara — á þriðja
hundrað milijarða króna — til
he-naðar Bandaríkjanna þar. Hér
var vitanlega um viðbótarframlag
að ræða.
Var samþykktin gerð með 93
atkvæðum gegn tveimur. Var geng
ið til atkvæða um fjárveitinguna
í lok hálfsmánaðar umræðu. Full-
trúadeild þjóðþingsins samþykkti
hana með 352 atkvæðum gegn 4.
Fyrr í gær felldi öldungadeiMin
Norræn vikn
í Strassbourg
í Parísar-frétt frá NTB
segir, að Norðurlandavika verði
haldin í Strassbourg og sé
um það náin samvinna milli Norð
urlandanna fimm.
Lögð verður áherzla á menning
arleg og viðskiptaleg kynni, sýnd-
ur kvikmyndir, haldnir fyrirlestr-
ar, og verða háskólakennarar frá
Norðurlöndunum fyrirlesarar.
Ennfremur verður kynning á í-
þróttalífi Noröurlanda keppt í
handbolta með þátttöku frá öllum
Norðurlöndunum.
Vikan hefst 19. marz.
með 92 atkvæðum gegn 5 að fella
úr gildi heimild til forsetans (sem
veitt var 1964) til víðtækra ráð-
stafana án undangenginnar þing-
heimildar til aðgerða gegn ofbeldi
í Suðaustur-Asíu.
Talsmaður forsetans Bill Moyers
sagði í gærkvöldi, að forsetinn
væri hinn ánægðasti með sam-
þykktir þingsins. Hann kvað for-
Quaison-Sackey kom til Lund-
úna i gær öllum óvænt. Hann fór
þangað loftleiðis frá Frankfurt, en
fyrir burtförina frá Peking var
búizt við, að hann færi til Addis
Abeba og yrði þar fulltrúi
Nkrumah á fundi utanríkisráð-
herra Einingarsamtaka Afríku.
Svo virðist nú, sem það ætli að
sannast á Nkrumah, að svo „bregð-
ist krosstré sem önnur tré“, er ut-
anríkisráðherra hans hlýðnast ekki
fyrirmælum hans, vegna þess að
hann eigi ekki afturkvæmt til
setann gera sér fyllilega Ijóst hver
ábyrgð hvíldi á honum og allar
hans fyrirskipanir sem æðsta
yfirmanns á sviði landvamanna
mundu bera því vitni hér eftir sem
hingað til. Stefnan væri að koma
fram af festu og hafa nákvæmt
eftirlit með öllum hemaðaraðgerð-
um, sem haldið yrði innan vissra
takmarka.
valda. Jafnvel aðrir Afríkuleiðtog-
ar, eins og Nyerere forseti Tan-
zaniu, segjast nú ekki hafa lofað
honum neinum stuðningi, þótt þeir
hafi áður fordæmt byltinguna.
í morgun var Nkrumah enn tal-
inn vera í Moskvu, en sendiráð
Ghana gat engar nánari upplýsing-
ar látið I té.
Sendinefnd frá Ghana situr fund
inn í Addis Abeba. Meiri hluti
fulltrúanna virðist styðja hina
nýju valdhafa. Á dagskrá fundar--
Fulbright vill hlutlausa Suð-
austur-Asíu.
Undir umræðunni stakk Ful-
bright, formaður utanríkisnefndar
upp á þvi, að Bandaríkin reyndu
að ná samkomulagi við Kína um
hlutlausa Suðaustur-Asíu, og
myndi þá Vietnamdeilan leysast,
og friður komast á á þessum hjara
heims.
ins eru sameiginlegar aðgerðir
vegna Rhodesiu.
í Ghana hafa allir stjómmála-
flokkar verið bannaðir.
Geoffrey nokkur Bing, fyrrver-
andi verkalýðsþingmaður á Bret-
landi, sem starfað hefir sem ráðu-
nautur Nkrumah, en nú verið
kyrrsettur í Accra, fékk að tala
við blaðamenn f gær. Hann kvaðst
ekki vita hvers vegna hann var
kyrrsettur — engar sakir hefðu
verið á sig bomar. Hann kvaðst
Kwame Krumali.
hafa farið til lögreglunnar af frjáls
um vilja, þegar er hann heyrði að
verið væri að leita að honum.
Frétt hefir borizt um, að 100
sovézkir ráðunautar — flestir
tæknilegir — hafi verið sendir
heim og skilað aftur fjórum flug-
-vélum, sem Ghana hafði fengið frá
Sovétríkjunum.
Kínverska sendiráðið í Accra
hefir kvartað yfir, að kínverskir
tækniráðunautar hafi sætt líkam-
legum meiðingum í fyrri viku.
Herinn hefir áður neitað fyrri
ásökunum í þessu efni.
► J. Bossman, fyrrverandi land-
stjóri Ghana í London, hefir lýst
yfir fylgi við hina nýju valdhafa.
þingsjá Vísis
þingsjá Vísis
P i n g s | a
m
Quaison-Satkey á keimleií
—Nkrmah enn / Moskvu
I gær vom til umræðu í efri
deild tvö frumvörp um listamanna
laun. Karl Krist-
jánsson (F)
mælti fyrir frum
varpi til laga um
Listlaunasjóð ís-
lands, er hann
flytur. Gerir
frumvarpið ráð
fyrir, aö stofn-
aður verði sjóður er nefnist List
Iaunasjóður íslands. Verkefni
sjóðsins skal vera að veita viö-
töku fé, sem Alþingi ákveður á
fjárlögum, aö variö skuli úr ríkis-
sjóði til listlauna og öðru fé, er
honum kann að aö berast svo sem
gjafafé. Sjóðurinn skal einnig
greiða laun til listamanna ár hvert
og ávaxta listlaunafé, sem bíður
úthlutunar. Frumvarpið gerir einn
ig ráð fyrir, aö veitt verði eigi
minni upphæö en 5 millj. kr. ár-
lega, og skal fjárveitingin sund-
urliðuð, sem hér segir: a. til
skálda og rithöfunda. b. til mynd
listarmanna. c. til tónlistarmanna.
d. til leiklistarmanna. Launaflokk
ar skulu vera þrír. í fyrsta flokki
skulu vera menn, sem sjóðurinn
greiði árlega laun sem skulu vera
jöfnum hálfum hámarkslaunum í
20. launaflokki starfsmanna ríkis
ins. í 2. fl. skulu vera menn er
slfulu fá árlaga laun nema þeir
nætti um 5 ára skeiö eöa lengur
að stunda list sfna. Laun þessi
skulu vera eins og y3 hámarks
launa í 20. launaflokki ríkisstarfs-
manna. í 3. flokki skulu laun
greidd mönnum í viðurkenningar
skyni fyrir einstök unnin verk,
og eru það ekki fyrirskipaöar fjár
hæðir. Einnig gerir frumvarpið
ráð fyrir, að laun úr Listasjóði
verði skattfrjáls. Þá segir í frum
varpinu að úthlutun launanna
skuli framkvæmd af 4 nefndum,
er úthluti hver fyrir sína list-
grein. Sagði flutningsmaöur að
með flutningi frumvarpsins væri
stefnt, aö því að eigi veröi á
valdi Alþingis, hverjir skuli veita
listamannalaun. Sagöi flutnings-
maður, að listamenn ættu ekki að
lúta ríkisvaldinu, listin ætti aðeins
aö lúta sínum eigin lögmálum. Þó
ætti Alþingi aö vera treystandi
til að skipta fénu milli einstakra
listgreina. Frumvarpinu var að
lokinni ræðu flutningsmanns vís-
að til 2. umr, og menntamála-
nefndar.
Gils Guðmundsson (K) mælti
fyrir frumvarpi sínu um lista-
mannalaun og Listasjóð. Frum-
varpið gerir ráð fyrir að flokkar
fastra listamannalauna skuli vera
tveir á fjárlögum. Allt að 10 mönn
um skal veita
120 þús. króna
árleg heiðurs-
laun ævilangt,
og allt aö tutt- *
ugu mönnum 80
þús. króna ár-
leg listamanna-
laun. Eigi skuli
færri en 25 listamenn hljóta föst
laun á fjárlögum ár hvert. Stjóm
Listasjóðs skal velja listamenn
þessa, er njóta skulu listamanna-
og heiðurslauna. Við val í heiðurs
launafl. í fyrsta sinn skal stjóm
Listasjóðs velja þá menn alla, er
nutu 75 þús. kr. listamannalauna
skv. ákvöiröun Alþingis viö af-
greiðslu fjárlaga fyrir árið 1966.
Samkv. frumvarpinu skal stjórn
Listasjóös Islands skipuö sjö
mönnum. Háskólaráö Háskóla ís-
lands kýs tvo menn í stjómina,
Menntamálaráð tvo og stjóm
Bandalags Islenzkra listamanna
þrjá. Aö lokum sagði flutnings-
maður, að slík mál yröu aldrei svo
úr garði gerð, að þau yröu ekki
gagnrýnd. Kvaðst hann leggja
frumvarpið fram sem umræðu-
grundvöll af sinni hendi. En Al-
þingi gæti ekki skotið því á frest
öllu lengur að setja nýja reglu-
gerð I þessum málum. Að lok-
inni framsöguræðu flutnings-
manns va’r málinu vísaö til 2. um
ræðu og menntamálanefndar.
Tvenns konar
ökuskírteini
Jóhann Hafstein, dómsmála-
ráðherra, mælti fyrir frumvarpi til
laga um breytingu á umferðarlög-
unum. Rakti hann efni frumvarps
ins og sagöi, að breytingar þær,
er frumvarpið
gerði ráð fyrir
væru I megin-
efnum þannig,.
að gefin yrðu út
tvenns konar
ökuskírteini þ.e.
bráöabirgða-
skirteini fyrir
byrjendur, er gilda skuli I eitt
ár, og fullnaðarskírteini, er gilda
skuli I 5 ár, og áður en það sé
gefið út, skuli lögreglustjóri kanna
sérstaklega ökumannsferi! hlutað
eigandi og sé heimilt að ákveða,
að hann skuli þá ganga undir og
standast að nýju próf I umferðar
reglum og akstri bifreiða. Einnig
þyrfti hlutaðeigandi aö sanna fyr
ir lögreglustjóra, að hann full-
nægi skilyrðum til aö fá ökuskír-
teini, er hann endumýjaöi fulln-
aöarskirteini sitt. Þá væri I frum
varpinu gert ráð fyrir heimild til
handa lögreglustjóra að svipta
ökumann ökuleyfi til bráöabirgða,
ef hann teldi ökumann hafa unn
ið til þess. Skyldi lögreglustjóri
tilkynna þennan úrskurð sinn til
viðkomandi dómara innan viku.
Hlutaðeigandi gæti krafizt úr-
skurðar dómara um þessa ákvörð
un lögreglustjóra. Einnig gæti
dómari fellt ákvörðun lögreglu-
stjóra niður af sjálfsdáðum og ef
efni stæöu til. Dómsmálaráöherra
kvað tilgang frumvarpsins vera
þann að setja strangari ákvæði um
ökuskírteini, fylgjast ætti með,
hvernig bráðabirgðaskírteinis
hafi stæöi sig I umferðinni, þ. e.
komið yrði fastari skorðum á mál
þau, er um ökuskírteini fjalla.
Vald til handa lögreglustjóra að
svipta ökumann ökuleyfi til bráða
birgöa, væri til komið vegna
þess, að þeir, sem gerzt hefðu
brotlegir viö umferðarlögin misstu
ekki skv. núgildandi umferðarlög
um ökuskírteini sín, fyrr en mál
iö kæmi fyrir dómstóla, en oft
gæti liðiö all langur tími til að
svo yrði. Aö lokinni umræðu var
frumvarpinu vlsað til 2. umræðu
og allsherjamefndar meö sam-
hljóða atkvæðum
Frumvarp um kosningar til Al-
þingis var afgreitt frá efri deild og
sent til neðri deildar. Önnur mál
er á dagskrá efri deildar voru,
voru tekin út af dagskrá.
Neðri deild
Tvö mál voru á dagskrá neðri
deildar. Frumvarp til laga um iön
fræðslu var samþykkt við 3. um-
ræðu með 29 samhljóða atkvæð
um og sent til efri deildar. Frum-
varp til laga um eigna- og afnota-
rétt fasteigna var einnig samþykkt
við 3. umræðu með 21 samhljóða
atkv. og sent til efri deildar.