Alþýðublaðið - 18.05.1921, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 18.05.1921, Blaðsíða 4
4 ALÞYÐUBLAÐIÐ Ferðamenn og aðrir, ef ykkur vantar: Nótur (alskonar), harmonik- ur, fifllur, grammofóna, gui- tara, mandolin og önnur hljóðfæri, þá komið beint í sérverzlunina. — Vanti ykkur: Varahluti, strengi, grammofónplötur og annað sem að hljómlist lýtur, þá komið í sérverzlunina. Hljóðfærahús RYÍkur, --- Laugaveg 18. : ; Voimann vantar á gott heimiíi suður með sjó. Upplýs- iogar á L^ugaveg 63 niðrl. Alþbl. er blað allrar alþýðu. cdláít cfíoviot i karlmannsföt og kvenkapur nýkomið — Mun ódýrara en áður. Marteinn Einarss. & Co. Alþýdubládið er ðdýrasíaj fjolbreyttasta 0» bezta ðagblað landsins. Kanp- ið það og leslð, þá getið þið aldrei án þess rerið. FnraemogMseta vantar austur að Vattamesi. Góð kjör. Upp'ýsiugar gefur Eyþör Guðjónsson, Hverfisg. 34. Bókbandsvinnustofan. Lánsfé tll bygglngar Alþýðu- hússlns er veitt móttaka í Al- þýflubrauflgerflinnl á Laugaveg 61, á afgreiflslu Alþýflublaflslns, i brauflasðlunnE á Vesturgötu 29 og á skrlfstofu samnlngsvlnnu Oagsbrúnar á Hafnarbakkanum. Styrklfl fyrirtækiðl Alþbl. kostar 1 kr. á mánuli. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: ólafur Friðrikason. Frentamiðjan Gutenberg. Jack London: Æflutýrí. „Svo er að sjá sem þú þurfir að iæra, hvernig fara eigi með sprengiþráð", mælti Sheldon þurlega. Fyrirlitning skein úr augum Jóhönnu. „Það var ekkert púður 1 henni", sagði hún. „Auk þess er víst enginn sá sprengiþráður til, sem gæti kveikt í svona hleðslu; þetta var bara meðalaglas." Hún rak tvo fingur upp 1 sig, og hrillingur fór um Sheldon, er hann sá hana blístra svona eins og strák — hún notaði ætíð þetta merki, er hún kallaði á menn sína. Honum féll það alt af illa. „Þeir fóru til Balesuna til að skjóta fisk“, mælti hann. En þarna kemur Ólson með bátshöfn sína. Hann er hréinasti bardagaiálkur þegar hann kemst af stað. Það er unun að því að sjá hann berja þrjótana; honum finst þeir aldrei nógu handfljótir." „Hvað eigum við að hafast að?“ spurði hún. „Þú hefir rekið þá alla upp í tréin, en þar geta þeir ekki alt af verið." „Onei, en eg get kent þeim að hegða sér betur næst." Sheldon gekk að stóru klukkunni. „Vertu bara róleg", sagði hann sem svar upp á hræðslusvipinn sem kom á hana. „Verkamenn mlnir eru þvl nár allir innan úr skó’gunum, en þessir þarna ern strandbúar, og þeir elska ekki beinlínis hvorir aðra. Það skal svei mér koma líf i tuskurnar." Hann hringdi klukkunni, og þegar allir verkamenn- irnir komu inn í garðinn var Satan bundinn aftur inni í stofu og ýlfraði afskaplega vegna þessarar óréttlátu meðferðar. Svertingjarnir hófu strlðsdansa kringum tréin og formælingarnar dundu á fjandmönnum þeirra. HJSkipstjórinn á Flibbcrty■ Gibbct kom, þegar leikurinn stóð aem hæðst; hann var að fá hitasóttarkast og skjögr- aði og skalf allur, svo hann gat varla haldið á byssunni. Haan var náfölur og blár 1 framan og það glamraði í tönnum hans; jafnvel brennandi sólarhitinn gat ekki litað skrokk hans. „Eg ætla að se-setjast hé-hérna og gæta, að þeim," stamaði hann. „Það er líka un-undarlegur skr-skratti að eg skuli a-altaf fá hi-hitasótt, þegar eitthvað gengur að Hvað hefir þú í hyggju?" „Fyrst og fremst að safna vopnunum saman." Þjónarnir og verkamennirnir týndu nú vopnin saman undir eftirliti Sheldons, og settu þau í hrúgu á svalirn- ar. Sheldon lét afsíðis riflana, sem stolið hafði verið hjá Lunga, en lét brjóta gömlu byssuhólkana; Jóhönnu gaf hann stóran hlaða af spjótum, öxum, bogum og örvum. „Verðmætur auki í safn þitt,“ mælti hann brosandi, „sem safnað hefir verið saman á sjálfum orustuvellinum.'1 Hanu lét kveikja bál úr því, sem í eintrjáningunum var; svertingjarnir hans rifu alt sundur og brutu, sem þeir gátu hönd á fest. Eintrjáningana fyltu þeir af sandi og söktu þeim á tíu faðma dýpi. „Tíu faðma dýpi er nógu djúpt til að láta þá vinna á“ mælti hann, er þau gengu aftur heim að húsinu. Fyrir innan girðinguna var eins og slept hefði verið heilu stóði. Hersöngvarnir og dansarnir urðu æ hávaða- samari og þegar svertingjarnir hötðu skammað þá sem í trjánum héngu nægju sína, tóku þeir til að kasta í þá trjábútum, smásteinum og kóralbrotum. Og ræfils mannæturnar héldu sér dauðahaldi upp í trjánum og urðu að þola þessi ósköp bótalaust. En þeir létu böl- bænirnar og hótanirnar óspart dynja á hinum. „Það mun verða hernaðarástand á Malaita í fjörutíu ár vegna þess sem hér hefir fram farið“, mælti Sheldon hlæjandi. „En eg er sannfærður um, að Telepasse gamli reynir aldrei framar til að ráðast á plantekru.*' „Þrjóturinn þinn“, bætti hann við og snéri sér að höfðingjanum, sem sat fyrir neðan tröppurnar og grenj- aði af reiði. „Nú kemur að þér. Jóhauna, sláðu hann líka. Það skal verða kórónan á skömm hans.“ „Uh — hann er alt of skítugur! Eg vil miklu heldur baða hann. Komdu hérna Adamu Adam, og þvoðu þessum skratta. Sæktu sápu og vatn. Fyltu vatnakerið. Amfiri, hlauptu af stað og sæktu snarpau bursta."

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.