Vísir - 13.04.1966, Síða 4

Vísir - 13.04.1966, Síða 4
4 VI S I R . Miðvikudagur 13. apm HVERNK VERDUR B YCGDIN Á HÖFUDDORCARSVÆDINU1983? !• Forvitnilegt er að sjá, hvernig skipulagsyfir- völdin gera ráð fyrir, að byggð á höfuðborgar- svæðinu þróist á næstu árum og áratugum. í bókinni „Aðalskipulag Reykjavíkur 1962— 1983“, sem kom út í dymbilvikunni, er sér- stakur kafli um frum- drátt að svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins. Hann er gerður að ósk- um sveitarfélaganna á svæðinu og umsjón með verkinu hafði sérstök samvinnunefnd sveitar- félaganna, undir forsæti Sigurðar Jóhannssonar vegamálastjóra. Skipu- lag þetta er unnið af sömu aðilum og skipu- lögðu Reykjavík sjálfa. Verða hér birtir þættir úr þéissum kafla bókar- innar. Höfuðborgarsvæðið er skýrt afmarkað, hvort sem litið er til staðhátta eða byggðarþróun- ar. Innan 10—15 km. frá miðri Reykjavík eru víðáttumikil rækt uð lönd, og eru þar bæði bújarð ir og þéttbýlismyndanir. Með því að fjarlægðir eru litlar, renn ur þetta svæði saman í heild, t. d. að því er snertir samband milli heimila og vinnustaða, fræðslumál og ýmiss konar borg arþjónustu við sveitina í kring. Þegar komið er út fyrir þetta svæði, er um 40—50 km. leið, unz komið er i önnur meiri hátt ar byggðarlög, t.d. til Kefla- víkur eða Hveragerðis. Leiðin þangað er hins vegar lengri en svo, að um náin, dagleg sam- skipti sé að ræða. Umhverfis höfuðborgarsvæðið er óbyggilegt fjalllendi og hraunbreiður. Byggðin þróist suður á bóginn. Nú í dag eru Reykjavík, Kópa vogur og Hafnarfjörður á marg an hátt sem ein borg. Þetta sýna m.a. greiðar strætisvagna ferðir milli þeirra, það kom og fram við umferðarkönnunina 1962, sem öll sveitarfélögin á svæðinu tóku virkan þátt í. í kaflanum um tilhögun fram- tíðarbyggðar er mælt með því, að byggðin þróist suður á bóg- inn, þar voru þessi meginrök færð fram: Nú þegar vantar það lítið á samfellda borgar- byggð. að fullbygging þeirra millisvæða, sem byggileg eru, hlýtur að vera á næsta leiti. Þessi þróun er heppileg, hvort sem litið er á málin frá þjóðhags legu sjónarmiði eða frá því sjón armiði, að almenningi sé veitt sem bezt borgarþjónusta, en með því er átt við ýmislegar stofnanir, verzlanir, atvinnu- möguleika og samgöngur. Um- rædd strandsvæði eru heppileg til íbúðarbygginga vegna veður fars, útsýnis o. fl., en þegar dregur inn til landsins, eru hins vegar vandkvæði á byggingu vegna vatnsbóla borgarinnar. Við þetta bætist, að umferðar könnunin, sem m. a. átti, að veita vitneskju um, hvaða um- ferðaráhrif þróun austur á bóg- inn hefði, samanborið við þá þróun suður á bóginn, sem hér er lýst, leiðir í ljós, að hin síðar greinda er öllu viðráðanlegri frá umferðarsjónarmiði. Þessar hugleiðingar hafa verið ræddar við Skipulagsstjórn (áður Skipu lagsnefnd) ríkisins og fulltrúa nágrannasveitarfélaganna og hafa þessir aðilar fallizt á fram angreind sjónarmið. Hentygt fyrir íbúðarhús Á höfuðborgarsvæðinu eru nokkrir fremur lágir hæðar- hryggir eða hálsar, og er megin stefna þeirra frá austri til vest- urs. Yfirleitt má segja, að þar sé gott land til íbúðarbyggingar. Einn mesti hálsinn, Kópavogs— Digranessháls, er þegar bvggð- ur að talsverðui leyti. Mjlli háls , anna eru svo grónir dalip eða lægðir, og þar eru lækir: Foss- vogslækur, Kópavogslækur, Arn ameslækur og Hraunholtslæk- ur. Bæði austan og vestan við Garðahraun eru og hæðardrög, vel fallin til byggingar. En Garðahraun sjálft er fagur hraunfláki og ætti að vera ó- byggt og friðað. Austan við þess ar hæðir allar taka við talsvert hærri hæðir, Vatnsendahvarf, Rjúpnahæð, Sandahæð og Vifils- staðahlíð. Ef byggt er á hæðunum, get- úr útsýnis notið úrmörgumíbúð um. Sérstæð einbýlishús munu verða helzta gerð húsa þar, en einnig raðhús á köflum, þar sem staðhættir henta. Skólar eru bezt settir niðri í lægðum ásamt knattvöllum, skólagörðum, garð yrkjustöðvum o. s. frv. Talið er ráðlegt að hefja ekki byggingu á of mörgum svæðum í sama mund. Bygging skóla, verzlana, leiðslukerfa o. s. frv. verður hagkvæmari, ef kappkost að er að ganga að rpest^i • frá hverju.nýju hverfi, áður en haf izt er handa um hið næsta. Svo virðist sem skólahverfi með 4- 5000 íbúðum séu hæfilega stórir byggingaráfangar. Hafnarmannvirki og iðnaðarsvæði. Fyrirhuguð höfn í Reykjavík (Sundahöfn frá Laugamesi að Geldingamesi) verður með tím- anum mesta höfnin á höfuðborg arsvæðinu. Eðlilegast er, að meiri háttar iðnaðarhverfi verði i áágrenni hennar. En í Hafnar firði er einnig ágæt höfn. At- hafnasvæði eru í nágrenni henn ar, og hægt er að auka þau talsvert, einkum að suðaustan- verðu. ....... ..... II Kortið sýnir svæðið, sem fjallað er um í greinlnni. Svörtu og svörtrúðóttu fletlrnir sýna fyrirhuguð iðnaðar- og framkvæmdasvæði, svo sem hafnarsvæðið við Grafarvog. — Ljósu fletimir sýna íbúða- hverfi, miðbæi og hverfl opinberra bygginga. Gráu fletimir sýna „græn svæði“, útivistarsvæöi og þess háttar. Ljósu fletimir í Mosfellssveit, sunnan Hafnarfjarðar og vestan Elliðavatns sýna svæði, sem ekki er ráðstafað í skipulaginu. Sjá nánar í greininni. Á norðan- og vestanverðu Kársnesi geta komið minni hátt ar hafnarmannvirki og athafna hverfi, og hið sama er að segja um svæði við Amamesvog, þar sem skipasmíðastöð er tekin til starfa. í Kópavogi austanverð- um og norðan til f Hafnarfirði munu rísa athafnahverfi, sem ekki verða í beinum umferðar- tengslum við höfn. Fögur náttúra. Byggð, sem rís sunnan við Reykjavík, getur hlotið mikinn á vinning af náinni snertingu við fagra náttúru. Umfram alla muni verður að sjá svo um, að byggðin hindri ekki, að amenn ingur komist niður að langri, vogskorinni ströndinni. Óvíða er samleikur vatns og lands fegurri en í Garðahrauni (eða Gálga- hrauni), þegar horft er yfir Lambhústjörn til Bessastaða. En nokkuð austan við byggðina og hærra 1 landinu tekur Heiðmörk við. Er vonazt eftir, að hún verði skógi vaxin er tímar líða, og verður þar þá einn af fáum stöðum með víðáttumiklum og samfelldum skógi á íslandi. Dalgrundimar eða lægðimar milli hálsanna ættu að vera ó- byggðar, og mætti skipuleggja þær þannig, að þær aðgreini íbúðarbyggðina í borgarhluta eða hverfi, en myndi sín á milli samfellt kerfi útivistar- svæða með þeim búnaði eða stofnunum sem íbúðahverfin þarfnast, þegar fram i sækir. Með þessu móti fengist einnig ákjósanlegt vegasamband fvrir gangandi fólk frá íbúðarhverf unum út í ósnerta náttúruna austan byggðarinnar. Ekki sumarbústaðir á svæðinu. i Eigi er talið nauðsynlegt í svæðisskipulaginu að benda á ný lönd undir sumarbústaði. Aukin bifreiðaeign stuðlar vafa laust að því, að sumarbústaðir verða fjær borginni en áður, og munu þá þau vandamál, sem af þeim hljótast, snerta frekar önnur sveitarfélög en á höfuð- borgarsvæðinu. Verður það hvort tveggja verkefni landsá- ætlunar að benda á hæfa staði undir sumarbústaði og að vemda tiltekin svæði alveg fyrir þeim, þar sem náttúra er sér- stæð. Jafnframt þessu veldur aukin bifreiðaeign því, að ýmsir freist ast til að breyta sumarbústöð- um í ársbústaði. Af þessu hljót ast óþægileg vandamál fyrir sveitarfélögin og nægir að minna á vegasamband, rafmagn, vatnsveitu, skolpræsi, síma, skóla og strætisvagna. Gagnvart slíkri sumarbústaðabyggð virð ast tveir kostir rökréttastir: annað hvort að fallast á breyt- inguna með öllum þeim ókost um, sem henni fylgja eða leggja niður byggðina. Vegakerfið einfalt. Veðamálastj. hefut lagt á ráðin um kerfi helztu umferðarbrauta á höfuðborgarsvæðinu, og var þar m.a. stuðzt við upplýsýigar úr umferðarkönnuninni. Kerfið er ekki margbrotið. Hraðbraut A, sem er Vesturlandsvegur, á að liggja inn á svæðið á nýju vegarstæði frá Kollafirði yfir Leirvog, um Korpúlfsstaðaland, en síðan austan við Keldnaholt, svipað og nú. Sunnan við Grafarvog miðjan greinast frá hraðbrautinni tveir vegir: tengibraut norður í at- Framh. á bls. 6

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.