Vísir - 13.04.1966, Blaðsíða 15

Vísir - 13.04.1966, Blaðsíða 15
VI S IR . Miðvikudagur 13. apríl 1966. 15 HARVEI FERGUSSON: * Don Pedro — Saga úr Rio - Grande - dalnum n. Magdalena var búin að stunda heimsóknir sínar til hans í meir .en ár, þegar hann fór að verða þess var, að hún var búin að læra þó nokkur orð í ensku og var að reyna að tala ensku. Hún virtist hafa bæði hneigð og hæfileika til að læra málið og einnig laðaðist hún að þeim, sem þetta mál töluðu - að gringóum. Leo sem var örlaga- trúar hallaðist að því, að hér væru einhver örlagaöfl að verki, og að það ætti fyrir henni að liggja að tala mál gringóa og lifa lífi sínu með þeim. Þegar ókunnugir menn, enskumælandi, komu í búðina, stóð hún þögul og lagði við hlustirnar, og hún brosti alltaf til þeirra sínu breiða brosi, ef þeir veittu henni athygli. Eini gringóinn, sem títt varð á vegi hennar var Jack Gibbs. Hann tók alltaf í hattbarðið, þegar hann mætti henni, kallaði hana sen oritu og spurði hana alvarlegur á svip hvemig henni heilsaðist. Var hann jafnan kurteis vel og hún heillaðist af tali hans, en hann masaði ósköpin öll, og upp með sér af athygli þeirri, sem hann veitti henni. Nú var það svo, að Jack Gibbs talaði enga fyrirmynd- ar ensku, mál hans var blendingur ensku og frönsku, og oft kryddað blótsyrðum, og Magdalena skildi ekki framan af helminginn af því, sem yfir varir hans kom, en samt var eins og hún gæti síað frá ensk- una, og Leo var furðu lostinn, er hann eitt sinn var nærstaddur er hún sendi Benitu heim, svo að hann heyrði hana blóta á ensku á Jacks Gibbs vfsu, allhressilega. Hæfileiki hennar til þess að læra mál kom honum ekki með öllu á óvænt, því að hann hafði fyrir löngu veitt því athygli, að Mexikan ar, sem hvorki voru læsir né skrif- andi, voru fljótari að læra ensku eftir eyranu, en gringóar að læra spönsku. Og honum flaug í hug, að Magdalena mundi geta fengið jafn- gott vald á málinu sem sínu eigin, ef hún fengi tilsögn nokkra, eins og sum börn fengu í Santa Fe. — Langar þig til þess að læra ensku vel?, spurði hann hana eitt sinn og hún kinkaði kolli af ákefð. Hann var þá fyrir löngu búinn að sjá að Magdalena vildi engum ráð- um hlíta og skeytti lítt um um- vandanir, en mundi hins vegar ná marki, ef eitthvað væri um að ræða sem hún sjálf vildi. Og hann bvrj aði tilsögnina með því að ávarpa hana á ensku og mæla til hennar nokkur orð á ensku við og við og þýða svo á eftir á spönsku, svo að henni lærðist að skilja orðin rétt. Brátt fóru þau að tala saman á máli, sem í fyrstu var allblendið en er frapi liðu stundir varð hrein enska, þótt hennar enska hefði á- vallt á sér viðfelldinn mexikanskan hreimblæ. Hann tók í sig að halda áfram að segja henni til, — hún skyldi læra að lesa og tala málið og skrifa og þegar hann fór til Santa Fe og Albuquerque leitaði hann að hentugum bókum í þessum tilgangi. En þá komu erfiðleikar til sögunnar, Magdalena hafði góða hæfileika til að læra mál eftir eyra en hún var ekki dugleg námsmær. Henni leiddust ævintýri og bundið mál, sem hentugt var byrjendum, og fékk þegar óbeit á öllum ungl- ingasögum, sem ætlaðar voru til efl ingar siðferðilegum þroska. Henni féll ekkert sem miðaði að sjálfsög un eða til þess að þroskast af eig- in rammleik af aukinni mennt- un. Og Leo varð að láta hana fá lestrarefni á borð við tíu centa reyfara Ned Buntlines, sem um þetta leyti komu eins og steypiflóð á markaðinn, en þeirra höfuðefni voru afrek Kits nokkurs Carsons, sem enn var á lífi og gamall maður orðinn og las sér til mikillar furðu um téð afrek. Magdalena var hrif- in af frásögnunum um öll þau víga ferli og ævintýri er f þeim var að finna, og var það kannski ekki óeðlilegt, þar sem hún \pr alin upp við frásagnir um árásir Ap- ache-Rauðskinna og Comanches- Rauðskinna á vagnalestir og vask lega vöm hvítra manna og gagn- árásir. Frásagnir um blóðuga bar- daga hrifu hana og hjarta hennar tók fagnaðarkipp í hvert skipti sem Rauðskinni steyptist fram af hesti sínum særður banasári. Og alltaf bættist við orðaforða hennar við lestur um bardaga, þrumur og eld ingar, hvirfilbylji og flóð, en ekki var það forði faguryrða sem safnað ist í sarpinn. En hvað um það — þegar ár var liðið gátu þau talazt við á ensku hún og Leo, án þessað hún þyrfti að grípa til spænskra orða og þetta jók trúnað þeirra á milli og vináttu. Þau byggðu sér upp sinn litla heim, þar sem töluð var tunga, sem nær enginn er í verzlunina kom, nema ferðalangar skildu og engir bæjar- manna. III. Ávallt þegar Leo kom heim úr ferðalagi til Santa Fe fannst hon um Magdalena hafa tekið breyting- um. Að sjálfsögðu hafði hún ekki breytzt að neinu ráði, heldur staf aði þetta af því, að hann veitti nán ari athygli breytingunni, sem var að verða á henni andlega og líkam lega. Þetta var í fyrsta skipti sem hann hafði verið að staðaldri vitni slíkrar mannlegrar þróunar, sem átti sér stað undir handarjaðri hans að segja mátti að honum fyndist þetta furðuleg og í mörgu dásamleg lífsreynsla og það ylj- aði honum að eiga hér nokkum hlut að. Hann gat ekki gert sér fyllilega grein fyrir hve veigamikil hans hlutdeild var I þessu, en það vissi hann þó, að ef hann hefði aldrei á þessar slóðir komið og stofnað þar verzlun sína, mundi Magdalena hafa alizt úpp og þrosk azt eins og mexikanskar stúlkur almennt og vera ef svo mætti segja önnur persóna en hún hafði orðið. Sannast að segja var persónuleiki hennar með greinilegum gringoblæ. Skapgerð hennar svipaði til skap- gerðar þeirra, hafði á sér nokkurn blæ óskammfeilni og þurraglettni. Og ensku talaði hún orðið eins og hún hefði ekki annað mál talað frá blautu bamsbeini. Hún hafði þroskazt mikið and- lega, þrátt fyrir allt og hann fagn- aði þvf, en hraður líkamsþroski hennar olli honum áhyggjum, þvl að er tíminn leið sá hann æ betur fram á, að óðum styttist þar til samvera þeirra og kynni hlytu að taka enda, en smám saman eftir því sem hvert ár leið, hafði það gerzt, að svo var komið að lífsþræðir þeirra voru svo • samanslungnir, að það hlaut að verða miklum sársauka bundið er þessu skeiði lífs þeirra lyki. Hann mundi hana nú óljóst sem litla telpu, sem sat kyrrlát og þög- ul úti í homi á poka eða kassa, en smátt og smátt hafði hún náð þeim tökum á honum, að hann varð að veita henni æ meiri at- hygli og verja tíma sínum æ meira I hennar þágu, og nú, þegar hann var að heiman hugsaði hann ekki um neinn nema hana og hug- leiddi hvað hann gæti fundið til að gefa henni, er myndi gleðja hana. Honum fannst að hann gæti ekki án hennar verið, en nú er hún var á þessu hraða skeiði lík- amsþroska sá hann fram á, að hún yrði frá honum tekin, — hún yrði grafin í hinum mexikanska jarð- vegi hefða og skyldna, bundin aga sem átti sér aldagamla sögu. Hann vissi svo vel, að þessar mexikönsku ungmeyjar náðu skyndilega því þroskamarki, að þær voru sem rósimar, er springa út á einni nóttu í lofslagi þessa heita lands en enn var það þó svo, að Magda- lena leit ekki enn út sem ung- mær í efnamannastétt, sem er £ þann veginn að verða hefðarmær, hún hafði vaxið upp teinrétt og orðið há og grönn, eins og sólar- blómið eftir sumarskúr. Athafna- þrá hennar var orðin meiri. Hún var byggð sem hraðhlaupari og duglegur hlaupari var hún og ekk ert benti til, að hún mundi safna á sig fituskvapi eins og hinar fögru mexikönsku ungu stúlkur tíðast gerðu, er þær fóru að ala börnin í heiminn. En á næsta ári þreknaði hún þó nokkuð, eins og mertryppi sem komizt hefur í kornakur, eins og Jack Gibbs orðaði það af venju legri smekkvísi, — þó ekki um of bætti hann við, eins og veturgam- alt tryppi, en hún var enn bam í augum Leo. — Þú ert að verða feit, sagði hann við hana í glettni árið eftir eitt sinn er hann kom frá Santa Fe. Hann lyfti henni hátt í loft og hún flissaði af ánægju, og þetta var það sem næst því komst að geta talizt atlot af hans hálfu í samlífi þeirra. Jack Gibbs hafði líka lyft henni í gamni og þessi vinur hennar hafði þá á orðið, að ef hún héldi áfram að fitna mundi hann ekki geta lyft henni á stund- um. — Haldirðu áfram að fitna, get ég ekki lyft þér svona oftar, sagði Leo og fór að taka umbúðimar utan af 10 centa revfurum, sem hann hafði fært henni en hún hallaði sér að honum á meðan, eins og hún hafði svo oft gert áður, er hann var að færa henni slíkar gjaf ir. Ósjálfrátt nók hann utan um hana án þess að snertingin ylli neinni hugarhrifningu, fyrr én hann allt í einu uppgötvaði lítil stinn brjóst hennar, en hann hafði ekki fyrr veitt athygli þeirri þróun með Sjósfakkarnir ódýru fást enn, svo og flest önn- ur regnklæði, regnkápur (köftöVt- , ar) og föt handa bömum og ungl- ingum. Vinnuvettlingar og plast- vettlingar o.fl. — Vopni h.t. Aðal- stræti 16 (við hliðina á bílasölunni) Permingargjöfin í ór Gefið menntandi og þrosk- andi fermingargjöf: NYSTROM Upphleyptu landakortin og hnettimir leysa vandann viö landa- fræðinámið, Kortín inn- römmuð með festingum. Fæst : næstu bókabúð. Heildsölubirgðir: Árni Ólafsson & Co. Suðurlandsbraut 12. Sími 37960. V T A • R Z A N Þeir Tarzan fylgjast með útskipuninni á eyrinni. Síðar: Engin lögregla, Pétur. Ég er viss um, að innan um þessar vörur var töluvert af smygli. Við skulum athuga, hvort við fáum eitt- hvað að vita í þessu kaffihúsi. LíkVega fáum við hausverk þar. la gmngin helzt betur meö srUcif Eianz- imesiig aák&ifr glans hárlagningar- vökva HtH.DJÖLllllltGMt ISLENZK ERLENDA VERZLUNÁRFÉLAGIÐ HF HAMLIIDSLUMTTIHBI AMAMTI H» a

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.