Vísir - 03.05.1966, Blaðsíða 2

Vísir - 03.05.1966, Blaðsíða 2
Hann heltir E1 Cordobe. Margir kannast vafalaust við nafnið — enda er maðurinn þjóð Farartæki nautabanans hetja i sínu landi og frægur um allan heim. Hann er ekki leikari, hann er ekki konung- borinn, hann er ekki íþróttamað ur eins og viö eigum að venj- ast þeim — hann er nautabani. E1 Cordobes var fátækur pilt ur í litlu sveitaþorpi og vilji slík ir piltar komast áfram í lífinu er varla nema um eitt að ræða á Spáni: gerast nautabani. Hann var ekki gamall þegar hann byrjaði að eltast við kálfa og ekki leið á löngu þar til hann fór að eiga viðureignir viö naut in, með svo góðum árangri að innan við tvítugt var hann orð inn dáöasti nautabani Spánar. Hann varð á skammri stundu milljónamæringur, því að allir vildu koma og sjá þessa nýju þjóðhetju og móðir hans grét af fögnuði þegar sonurinn leiddi hana inn í nýtt hús, sem hann færði henni að gjöf. E1 Cordobes á nú geysistóran búgarö á Spáni, í nágrenni við fæðingarbæ sinn. Hann dvelst þar aldrei lengi í einu, þvl að hann er á stööugu ferðalagi milli allra „plaza“-anna, þar sem hann mætir andstæðingun- um, jiautunum. En það sem nú vekur einkum athygli í sambandi við hann er það, að hann hefur brotið hinar ævagömlu venjur nautabananna að ferðast um í hestvagnalest með sverðin og skrautklæðin bundin upp á vagnana. í stað þess hefur hann tekið tæknina í þjónustu sína. Hann keypti sér flugvél og nefnir hana sínu eig in nafni, E1 Cordobes. Þegar hann hefur gengið frá nautun- fræga um og tekið á móti blómunum og öðrum gjöfum frá aðdáend- um, fer hann úr skrautklæðun- um og í reiðföt heldur tii fiug- vallar og hoppar upp í flugvél- ina sem flytur hann á næsta stað. í ár mun E1 Cordobes hafa haft sitt fyrsta ,,corrida“, eða nautat í Cordoue, rétt hjá bú- garðinum sínum. Þetta nautat var aðeins fyrir fólkið úr grennd inni, ferðamenn og annað að- komufólk fékk ekki að vera við. Nautabaninn E1 Cordobes. Flugvélin E1 Cordobes, sem flytur nautabanann milll leikvanganna. Ný sköpunarsaga Það er einhver ítalskur ná- ungi, sem tekið hefur sér fyrir hendur að snara biblíunni í kvik mynd. Vafalaust með tilliti til sívaxandi ólæsis hjá öllum menningarþjóðum, eða réttara sagt vaxandi óbeitar á öllu lestr arefni — eðlilegu og heilbrigðu viðbragði almennings gagnvart því lesmáli, sem honum er boö ið. Auðvitað byrjar sá ítalski á byrjuninni, sköpunarsögunni — upphafi alls — sem hann fær ir þó talsvert norður á bóginn, miðað við gildandi kenningar, sem að vísu hefur aldrei fengizt sannaðar. Þetta upphaf alls verö ur semsé úti í Surtsey og má það vera Vestmannaeyingum stolt nokkurt, að innan skamms verður þaö hald tugmilljóna kvikmyndahúsagesta um allan hirrri vestræna heim, að svo hafi í rauninni verið. Annað mál er svo þaö hvort Vestmannaeying- um finnst nægilega skýrt fram tekið, að syndafallið hafi gerzt einhvers staðar á suðlægari breiddargráðum — af tæknileg um ástæöum getur það hvorki hafa gerzt þar í úteýjum né á Heimaey sjálfri, þar eð aldrei hafa vaxið þar epli á trjám, aldrei mundi djöfullinn heldur, sé þetta sem sagt er af slæ- vizku hans ekki tómt auglýs ingaskrum, láta sér til hugar koma að birtast þar í höggorms gervi, vitandi að eyjarskeggjar taka á engu kikvendi mark, sem ekki hefur ugga og sporð. Mætti því til sanns vegar færa, að hetur hefði skaparinn ráðgazt um viö þann ítalska, áður en hann skóp Adam og Evu, og gert það handarvik úti í Eyj- um, nánar tiltekið úti í Surts- ey — aö vísu hefði það frestaö manninum sem slíkum um nokk ur hundruð þúsund ár, en eins og nú er komið, þá mundi marg ur segja aö hann hefði ekki haft nema gott af því. Og þá heföi sennilega ekkert orðið úr þessu syndafalii — eöa er yfirleitt hægt að hugsa sér frásöguna þannig: og þá tók Eva skreið- arspyrði af trönunum og át, og hún gaf manni sínum líka og hann át! Nei, það vita jú allir, að Vestmannaeyingum kemur þaö ekki til hugar, fremur en öörum hér á landi, að leggja sér sjálfir til munns þá skreið, sem þeir framleiða ... En hver veit nema þetta standi til bóta, hver veit nema skaparinn reyni einu sinni enn, þegar þetta mis iukkaða mannkyn hefur gengið sér til húðar. Og þá hefur sá ítalski að minnsta kosti bent honum á staðinn.... Iföruhappdrætti S.Í.B.S. Dregið verður í 5. ffl. á finuntudag um 1200 vinninga Endurnýfun lýkur kl. 12 d hddegi d drdttardegi Vöruhappdrætti S.Í.B.S. Kári skrifar: Bækur *lálverk Listmunir Kaupum og seljum gamlar bækur, ýmsa vel með farna muni og antik-vörur. Vöruskiptaverzlun. MÁLVERKASALAN TÝSGÖTU 3 Slmi 17602. Unglingadansleikir — ■y7eitingahúsið Þórskaffi hefur ákveðið að efna til unglinga- dansleikja fyrr unglinga á sunnudagseftirmiðdögum og er það vel. — Það er bara vonandi að betur takist til meö þessa dansieiki heldur en hina svoköll uðu vínlausu dansleiki hússins, sem oft á tíðum hafa yfir sér nokkurn Bakkusarbrag. Að minnsta kosti tala sínu máli pytlur, sem maður sér í glugg- um veitingasalarins, þegar maö ur gengur eftir Nóatúninu og glaumur er í Þórskaffi. Þetta skeöur þó trúlega móti vilja eigenda hússins, en varla án vitundar þeirra né lögregl- unnar. — Engin ástæða er samt til að ætla annaö en hið bezta í samhandi við unglingadansleik ina og er vonandi að krakkarnir misnoti ekki þetta tækifæri, eins og stundum vildi brenna við á unglingadansleikjunum í Lido sællar minningar, þar sem óprúttnir piltar létu sig hafa það að brjóta reglur hússins með pelafylliríi. Óraunhæf fræðsla Það er sárgrætilegt að þurfa að setja unglingum reglur og bönn um vín og tóbaksneyzlu, sem allir sjá svo aö eru þver- brotnar við öll möguleg tæki- færi. — Kemi'r þar aö þvl, sem áður hefur verið minnzt á, að taka þarf upp raunhæfari fræðslu um þessi mál. Það er ekki nóg aö erindrekar bindis- fræðslunnar eða templararegl- unnar vitji skólanna einu sinni eða tvisvar á vetri, haldi orö fjálgar ræöur og sýni eina kvik mynd. Slíkt fer yfirieitt fyrir ofan garö og neðan hjá krökk unum þó enginn fríi þeim sem að þessu standa góðrar mein ingar. Óhrein viðskipti Unglingarnir standa reykj- andi utan við skólana. Það er jú að vísu brot á reglum, en á þær er bara lýst frati. Þeir fara út í sjoppur í frímínútum og þamba kók, þó að mjólk fáist í skóianum og öll skynsemi mæli með því aö hún sé drukkin þar. Skólasjoppueigandann klæjar í lófana við að telja aurana, sem hann fær fyrir að selja krökk unum tóbak og sæigæti. — Og mætti ég biðja um eld? Gerðu svo vel góurinn. Ég á ekki að selja í lausasölu en af því að þaö ert þú, þá geri ég undan- tekningu, tvær Camel gerðu svo vel... Þannig herur þetta gengið í vetur og verður sennilega eins næsta vetur. taessa

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.