Vísir - 03.05.1966, Blaðsíða 8

Vísir - 03.05.1966, Blaðsíða 8
8 VlSIR . Þriðjudagur 3. maí 1966. VISIR Utgefandl: Blaðaútgðfau VISIR Ritstjórl: Gunnar G. Schram Aðstoðarrltstjóri: Axel Thorsteinson Fréttastjóran Jónas Kristjánsson Þorsteinn ó. Thorarensea Auglýsingastj.: Halldór Jónsson Rltstjóm: Laugavegl 178. SimJ 11660 (5 Unur) Auglýsingar og afgreiðsla Túngötu 7 Áskriftargjald: kr. 90,00 á mánuði tnnanlands ( lausasölu kr. 7,00 eintakið Prentsmiðja Visis — Edda h.f. íslenzk lög gilda IJmræðurnar um álsamninginn í efri deild hafa fyrst og fremst snúizt um eitt atriði: gerðardómsákvæði samningsins. Hafa fulltrúar Framsóknarflokksins enn sem fyrr reynt að gera þetta ákvæði ærið tortryggi- legt. Ber vissulega að harma að gegnir og greindir þingmenn þess flokks skuli grípa til þeirra bragða að dylja sannleikann og bera fram fullyrðingar, sem ekki eiga sér stoð í veruleikanum. Því er full ástæða til þess að minna á það, sem iðnaðarmálaráðherra Jóhann Hafstein sagði í umræðunum á laugardaginn, að gerðardómsákvæðin lágu skýrt fyrir a. m. k. hálfu ári áður en samningurinn var undirritaður. Aldrei komu hins vegar fram tillögur í þingmannanefndinni um að fella gerðardómsákvæðin niður. Þess vegna gegnir furðu að nú skuli þingmenn Framsóknar- flokksins allt í einu halda því fram, að þeim hafi verið ókunnugt um gerðardómsákvæðin og því ekki hreyft mótmælum gegn þeim fyrr. Kjami málsins er sá, að rekstur álbræðslunnar mun í einu og öllu lúta íslenzkum lögum. Gerðardómur- inn mun dæma eftir íslenzkum lögum. Það er sá efnis- legi réttur, sem úrskurður deilna fer eftir. Um það ríkir enginn ágreiningur og það kemur skýrt í ljós í álsamningnum. Það er sú staðreynd, sem hafa ber í huga, þegar um þessi mál er rætt og ritað. Úrlausn deilna má síðan annaðhvort skjóta til hins sérstaka fjárfestingardóms Alþjóðabankans eða alþjóðlegs gerðardóms. Engum munu það þykja afarkostir nema þeim Framsóknarmönnum, sem samninginn vilja all- an gera tortryggilegan. Allar ríkisstjórnir Norðurland- anna hafa undirritað samninginn um dómstól Al- þjóðabankans. Sést af því ljóslega, að þær telja sjálf- sagt að notfæra sér milligöngu hans í alþjóðlegum deilumálum. En þar eru Framsóknarmennirnir á önd- verðum meiði og fara menn nærri um hver afstaðan er skynsamlegri. Og ekki er lengra síðan en í land- helgismálinu að forsvarsmenn Framsóknarflokksins héldu um það hjartnæmar ræður, að helzta hald og skjól smáþjóðanna væri Alþjóðadómstóllinn í Haag og hin alþjóðlega réttarvernd. Nú reyna þeir hins veg- ar að gera alþjóðlega dómstóla tortryggilega og er það ill öfugþróun. Alþjóðlegan gerðardóm höfum við ís- lendingar vissulega enga ástæðu til þess að tortryggja, fremur en allar aðrar þjóðir. Nærtæk ályktun Ymis samtök Þingeyinga sendu harðorð mótmæli gegn stóriðjufyrirtæki álvinnslunnar, þegar ljóst var að það yrði ekki staðsett norðanlands og Dettifoss virkjaður. Þegar stóriðjufyrirtæki kísiliðjunnar var staðsett í Mývatnssveit fögnuðu Þingeyingar því með yfiriýsingum og fundarsamþykktum. Ályktun: Stór- iðjan er alls góðs maklega, þegar menn hafa hana í sínu eigin heimahéraði. VIDREISNIN HEFUR EFL T STÓRHUG BÆNDA Úr eldhúsdagsræðu Óskars I. Levý í gærkvöldi fjVí hefur stundum veriö hald- ið fram á opinberum vett- vangi og manna á milli og þá einkum hin síðari ár, að vangert hafi verið við sveitir landsins af því opinbera, og að verra hafi þar verið til lífsafkomu en ann- arstaðar. Stjómarandstaöa núverandi hæstv. ríkisstjómar hefur eink- um hampað þessari kenningu og látið málgögn sín dreifa henni um landið. Með þessu hef ur verið unnið mikið óþurfta- verk sem hefur orðið þess vald andi, að unga fólkið sérstaklega hefur nú um sinn haft minni á- huga á búskap en skyldi. Blómaskeið í landbúnaði IJér hefur stjórnarandstaðan hallað mjög réttu máli málefnafátækt sinni. Sannleikur inn er sá, að aldrei fyrr í sögu landsins hefur verið búið eins vel að landbúnaðinum sem nú og að undanfömu af hendi núv. hæstv. ríkisstjómar. í þessu samband má minna á, að rækt un undanfarin ár hefur veriö meiri en nokkru sinni áður, byggingar meiri en nokkru sinni áður, vélbúnaður langtum meiri og betri en nokkm sinni áður, og bústofn og framleiðsla meiri en nokkru sinni áður. Bændur landsins em máttugri og stór- hugaðri en nokkm sinni áður, vegna viðreisnarinnar. Dæmi eru mörg um það, að þeir hafa með tilstyrk stofnlánadeildar landbúnaðarins, byggt svo til öll hús upp frá gmnni á nýtízku legan hátt á skömmum tíma. Sjá má víða í sveitum landsins svo fagrar nýjar peningahúsa- byggingar, að þær líkjast helzt íbúðarhúsum. Nú er það algengt, að bænd ur kaupi sér nýja bifreið til heimilisþarfa, sem varla þekkt- ist á tímum vinstri stjómarinn ar, enda em bilar orðnir næst- um því á hverjum bæ, og sums staðar fleiri en einn. Allt þetta hefur getað skeð vegna þess, að bændur og búa- lið hafa haft úr meira að spila en áður var. Tekjurnar hafa vax ið meira en útgjöldin. Tekjum- ar hafa vaxið m.a. vegna þess, að það hefur verið lögboðið, að bændur hefðu fyrir sfna vinnu tekjur á móts við verkamenn, sjóm. og iðnaðarmenn, og það hefur landbúnaðarráðh. Ingólfur Jóns- son, sem er óþreytandi við aö vinna landbúnaðinum sem allra mest gagn. Um útflutningsuppbætumar hefur verið furðu hljótt í mál- gögnum Framsóknarmanna. Hafa bændur haft viö orð, að líklega væri nokkrum sinnum búið að lofa þær, ef Framsókn armenn hefðu borið gæfu til að vinna bændastéttinni svo ágætt starf. Til eru menn sem telja út- flutningsuppbæturnar eftir og vilja afnema þær. Afnám þeirra mundi hækka útsöluverð land- búnaðarframleiðslunnar á inn- lendum markaði, svo að bænd ur bæru svipað úr býtum og Óskar Levý. aðrar vinnustéttir, sem þeir eiga og rétt á. Þetta ástand er tíma- bundið og verður ekki langvar- andi. Þjóöinni fjölgar mjög ört telur nú rúmlega 190 þús. manns .Áætlað er aö hún muni verða ca. helmingi fleiri, eða um 380 þús. manns, eftir rúm 30 ár. Fullvíst má því telja að út- flutningsuppbætumar muni á næstunni hverfa úr sögunni, en skortur á landbúnaðarfram- leiðslunni koma í staðinn. Það þarf bændastéttin út af fyrir sig ekki að harma, því það mundi skapa betra andrúmsloft yfir- leitt á milli neytenda og hennar og líkur til að verðið mundi hækka við vaxandi eftirspum. Vaxandi möguleikar JTerra forseti. Tími minn er nú senn á þrotum. Ég geri ráð fyrir því, aö við eigum eftir að heyra mikið barlómsvæl frá háttvirtum stjórnarandstæðing- um nú sem fyrr. Ég tel að eng um sé greiöi gerr með slíku tali Bændur hafa ekki ástæöu til að kvarta og þjóðin ekki í heild. Aldrei hefur hún lifað við jafn- mikla möguleika og aldrei veitt sér jafnmikið. Það getur hver og einn fundið meö því að bera saman það sem var og það sem nú er. Þrátt fyrir þetta á hún 2 þús. millj. króna í erlendum gjaldeyri á erlendri grund. Vissa er fyrir, að enn muni breytast til batnaöar á þjóöfélagssvið- inu og möguleikarnir verða langtum meiri, en þeir em nú. Álverksmiðjan og atvinnujöfn- unarsjóður munu m.a. stuðla að því. Hrakspár og fullyrðingar andstæðinganna munu ekki ræt- ast. Þannig fór það í einum af okkar allra stærstu sigrum; lausn landhelgisdeilunnar við Breta, en vopnaburður andstæð inganna í landhelgisdeilunni og Álverksmiðjumálinu nú er svip aður. Frá atvinnujöfnunarsjóði vegna tekna frá Álverksmiðju, munu hundmð millj. króna á næstu árum renna út um byggð ir landsins til uppbyggingar og eflingar atvinnulífs. í sveitum Iandsins er mikiö verk að vinna. Þar er ónumið dýrmætt land. Það land þarf að nema og nækta, svo ekki verði alltof mikill skortur á landbúnaðar- framleiðslunni í framtíðinni. Fó.ð uröflun þarf að auka svo að fyllsta öryggi verði I fóðrun bústofns bænda um alla framtíð á hverju sem gengur. Ég hef trú á því, að lausnin á þessu sviði verði heymjöls eða hey- kögglaverksmiðja í sem flestum hémðum landsins, þar sem að vel hagar til. Hér og á fleiri sviðum landbúnaðar er um verk efni fyrir atvinnujöfnunarsjóð að ræöa. Álverksmiðja og atvinnujöfn- unarsjóður munu þvl mjög stuðla að eflingu landbúnaðar og byggðajafnvægi ef rétt og markvisst veröur á þeim mál- um haldið. Handbók fyrir útlendinga verið séð fyrir þvi, aðþað/ fa bókin sam/n og prenfuð á ensku hér á landi lo«rihim«Jrtnrinn cpmi SIT • * sinni framleiðslu á erl. mörk- uðum, væri verðbætt úr ríkis- sjóði með útflutningsuppbót- um að vissu hámarki, þó að framleiðslan sé orðin svo mikil að búið er að skjóta yfir markið. Útflutningsuppbætur J útflutningsuppbætur hefur bændastéttin nú fengið hundruð milljóna króna Þetta ber að þakka núv. hæstv. ríkis- stjóm, enda var útflutningsupp- bótum fyrst komið á eftir að hún tók við völdum. Sérstakar þakkir á okkar ágæti hæstv. K.omin er 1 bókabúðir Ferða- handbók fyrir útlendinga, eða ICELAND A Travellers Guide. Þetta er fyrsta bókin, sem prentuð hefur verið hér á landi á ensku, og samin á því máli, en þaö verk hefur gert Peter Kidson eða Pétur Karls- son öðm nafni. Otgefendur og ritstjórar eru þeir örlygur Hálf- dánarson og öm Marinósson, en útgáfufyrirtækið: Ferðahand- bækur s/f. Teikningar, sem Drýða bókina, em eftir þá Gísla B Björnsson og Ragnar Lámsson. Bókin er gefin út í 6 þúsund- um eintaka og hafa flugfélögin keypt helming upplagsins, sem þau ætla síðan að senda um- boðsmönnum sínum erlendis til þess aö kynna ísland. Bókinni fylgja ýmis kort, þ. á m. Ghellvegakort, kort yfir mið hálendið, kort af Kaldadal og kort af miðju Reykjavíkur og Akureyrar. 1 bókinni em ýmsar fróðlegar upplýsingar um land og þjóð, þar á meðal stutt sögu- Iegt yfirlit, langur kafli er um eldfjöll, hveri, gróður- og dýra- Framh. á bls. 6.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.