Vísir - 03.05.1966, Blaðsíða 11

Vísir - 03.05.1966, Blaðsíða 11
ll V1SIR . Þriðjudagur 3. maí 1966. þi ngs já Visis þingsjá Vísis þiftgsjá Vísis Tvö fnmvörp urðu ui lögum á Alþinui / gær — Hæsgri handar umferð samþykkt til 3. umræðu með 13 atkv. gegn 7 Á fundi í efri deild Alþingis í gær voru tvö frumvörp sam- þykkt sem lög. Voru það stjóm arfrumvörpin um Framkvæmda- sjóö íslands, sem gerir ráð fyrir stofnun sjóðs sem nefnist Fram- kvæmdasjóður íslands og skal hlutverk hans vera að efla at- ( vinnulíf og velmegun ísl. þjóðar- innar. Þetta frumvarp gerir einn ig ráð fyrir lögfestingu Efna- hagsstofnunarinnar og stofnun Hagráðs. Hitt frumvarpið sem varð að Iögum í gær var frumvarpið um breytingu á lögum um Seðla- banka fslands en þetta frumvarp er bein afleiöing af frumvarpinu um Framkvæmdasjóðinn sem getið er um hér að framan. í efri deild var frumvarpiö um hægri handar umferð tekið til annarrar umræðu og mæltu þeir Sveinn Guðmundsson (S) og Ólafur Jóhannesson (F) fyrir álit um nefnda um málið. Meiri hluti allsherjamefndar, en Sveinn Guðmundsson mælti fyrir áliti hans mælti með samþykkt frum varpsins en minni hluti nefndar innar en Ólafur Jóhannesson mælti fyrir nefndaráliti hans leggur til að frumvarpið verði fellt. Að Ioknum ræðum um nefnd- arálitln var frumvarpið tekið tll atkvæðagreiöslu og var við haft nafnakal] um 1. gr. frumvarps- með 13 atkvæðum gegn 7. Þeir sem vlldu samþykkja frumvarp ið vora þessir þingmenn: Einar Guðfinnsson, Sigurður Ó. Ólafs- son, Ólafur Bjömsson, Auður Auðuns, Pétur Pétursson, Helgi Bergs, Gils Guðmundsson, Jón Ámason, Jón Þorsteinsson, Karl Kristjánsson, Magnús Jónsson, Páil Þorsteinsson og Sveinn Guð mundsson. Þeir þingmenn sem vildu fella framvarpið vora: Alfreð Gísiason, Ásgeir Bjama- Hjalti Haraldsson, Eggert G. Þorsteinsson, Bjarni Guðbjöms- son og Ólafur Jóhanncsson. Sfð an var frumvarpinu vísað til þriðju umræðu. 1 neðri deild uröu miklar um- ræður um frumvarp ríkisstjóm arinnar um Framleiðsluráð land- búnaðarins og fleira. Við um- ræöuna töluðu Gylfi Þ. Gíslason, viöskiptamálaráðherra, Jónas Pétursson (tvisvar) Björn Páls- son (tvisvar) Gunnar Guðbjarts- son og Einar Olgeirsson. Um- ræðu um málið var lokið en at- kvæöagreiðslu um það frestað. Hinum frumvörpunum sem tekin voru fyrir á fundinum í neðri deild en þaö voru frum- vörpin um Landshöfn í Þoriáks- höfn (stjórnarfrumvarp) og um atvinnuréttindi vélstjóra á ís- lenzkum sklpum, var báðum vísað til þriðju umræðu. ins. Var 1. greinln samþykkt son> Bjartmar Guömundsson, Kona óskast til eldhússtarfa. VEITINGAHÚSIÐ LAUGAVEGI 28B Prentnemi óskast i setningu. DAGBLAÐIÐ VÍSIR Laugavegi J78 ÍSLAND MEÐ17 Á EM í SUNDI ísland er meðal 26 þjóða, sem tilkynnt hafa þátt- töku sína í Evrópumeistaramótinu í sundi, sem fram fer í Utrecht 20.—27. ágúst I sumar. Vestur-Þjóðverjar hafa tilkynnt flesta þátttakend- ur, 56, Sovét eru með 54. Öll Norðurlöndin hafa tilkynnt þátttöku, Svíar með 47, ísland með 17, Finnar 14, Danmörk 10 og Noregur með 8. Enn um KR-Keflavík ISLANDSMEISTARAR Þetta era ÍR-stúlkumar, sem á dögunum urðu íslandsmeistarar i körfuknattlelk kvenna. Heidur Iltió fjör er f þessari íþióttagrein hjá kvenfólki hérlendis enn sem komið er, en aðeins úrslitaleikurinn milll lít og KR fór fram og vann IR öruggan sigur. Stefán Kristjánsson kjörinn formaður S.K.Í Margt virðist vera að koma á daginn varðandi leik Kefla- víkur og KR í 2. delld kvenna. Heinz Steinmann þjálfari KR- stúlknanna sagðl tíðindamanni íþróttasíðunnar fyrir nokkra að það væri gömul regla hjá KR áð taka með skeiðklukku til leiks og taka timann. Þetta var gert við leikinn gegn Keflavík á dögunum og var leikurinn skv. KR-klukkunni 1(4 mtn. of langur og á þeim tíma skoruðu Drengjohlaupið Halldór Guðbjörnsson úr KR sigraði fyrra sunnud. í hinu árlega drengjahlaupi Ármanns, en Halldór vann einnig Vfðavangshlaup iR þrem dögum áður. Halldór kom langfyrstur í mark á 4 mín. 28.4 en annar var Þing- evingurinn Gunnar Kristinsson á 4.32.8 og þriðji Marínó Eggertsson úr KR á 4.33.3 mín., Ólafur Guð- mundsson, KR, í fjórða sæti, en I 5., 6. og 7. sæti voru Eyfirðingar. Keflavíkurstúlkumar tvö síð- ustu mörkin. Heinz kvað það leitt að Kefla víkurstúlkumar hefðu ekkl fengið að vita um ólögmæti leiksins, sem mun vera augljóst j og viðurkennt af öllum, enda 1 höfðu dómarar í Hálogalandi | farið eftir reglum frá 1951, j þegar þeir töldu að framlengja ' bæri um hálfa aðra mfnútu, en reglur frá 1959 um sama atriði kveða öðru vísi á. Fjórir dómar- ar voru kallaðir til af dómara leiksins, Ingvari Viktorssynl og þrír þeirra héldu að gamla regl an væri í gildi, en sá fjórði taldl að breyting hefði verið gerð á hennl. Meirihlutinn réði i þetta sinn og þvi fór sem fór. Heinz vildi láta það koma fram, að dómarinn hefði Innt starf sitt vel af hendi í alla staði og væri mjög efnilegur dómari, en hins vegar væri ástandið með línuverði tll skammar. Þannig kvaðst hann hafa séð tvö ólögleg mörk Keflavíkur á linunni eins og Ágúst Matthias- son sin megin á veliinum. — jbp — Skíðaþing 1966 var haldið á ísafirði um páskana. Þingið sóttu 29 fulltrúar frá 6 skíðaráðum. — Þingforseri var kjörinn Sigurður Jónsson frá ísafirði og varaforseti Helgi Sveinsson frá Sigiufirði. Forseti íþróttasambands ís- lands, Gisll Halldórsson, kom ð þingið og ræddi um helztu má) sem nú era á döfinni hjá fram- kvæmdastjórn tSÍ. Einnig sátu þingið framkvæmdastjóri og rit- ari tSÍ þelr Hermann Guð- mundsson og Sveinn Björnsson Mörg mál vora á öagskrá þlngsins. M. a. samþykkt) þing- ið að Skfðamót tslands 1967 skuli fara fram á Siglufirði og Unglingameistaramótið f ná- grenni Reykjavfkur og var skiðaráðum viðkomandi staða faUð að sjá um mótin. Formaður var endurkjörinn Stefán Krlstjánsson, svo og voru þeir endurkjörnit sem úr stjórn áttu að ganga. Stjóm Skíðasambandsins sklpa nú: Formaður: Stetán Kristjánsson. Reykiavík. Vara- formaður: Þórir Jónsson, Reykjavík. Ritari: Gisii B. Krisi jánsson, Kópavogi. Gjaldkeri: Ólafur Nílsson, Reykjavik. Meðstjómendur: Þórir Láru»- son, Reykjavfk, Einar B. tngv- arsson, ísafirðl, Guðmundur Ámason, Siglufirðl, Þóravinn Guðmundsson, Akureyri, Óteig. ur Elrfksson, Neskaupstað. —

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.