Vísir - 13.06.1966, Blaðsíða 3

Vísir - 13.06.1966, Blaðsíða 3
V1 SI R . Mánudagur 13. júní 1966, 3 jgMSSSM ' •- \ V Heimsókn í vinnuskóla borgurinnor 'T'il þess að koma í veg fyrir iðjuleysi unglinga í borg- inni fundu snjallir menn upp það ráð fyrir einum 20 árum, að stofna vinnuskóla, það er að láta únglingana vinna létta vinnu undir hand- leiðslu mætra manna. Þetta hefur gefizt ágætlega og í vinnuskólanum eru nú nærri 100 unglingar. Vinnuflokkar unglinganna eru dreifðir víða um bæinn og nágrenni hans og það eru mismargir í hverjum hóp eða þetta frá 8 upp í 25 og fer það eftir verkefnum. Fréttamaður Vísis fór á stúf- ana milli skúra einn daginn til þess að leita uppi nokkra slfka flokka. Meira gaman en f skólanum. Leiðin lá fyrst í Laugardal. Þetta er dálitiö sóðalegt, segja þelr — sumir vSldu kannski heldur vera á sjó. Að baki þeirra er verkstjórinn, Karl Jeppesen. Ungur kraftur í atvinnulífinu á hinn fræga garð þar sem gróðrarstöð borgarinnar er. Þar voru nokkrar stúlkur úr vinnuskólanum að stöfum. Meðal annarra tvær sem voru að hreinsa illgresi kringum há- vaxin tré, þær heita Sigrún Sigfúsdóttir og Elísabet Valtýs- Og sfðasta hálftfmann fá þe5r að vera 1 fótbolta... ef þeir eru duglegir. dóttir og sögðust hafa verið í Laugalækjarskóla í vetur. — Þetta er ekkert erfitt, segja þær. — Já og miklu skemmtilegra en í skólanum. — ÍTaldið þið að þið hlakkið ekki alveg eins til þess að fara í skólann f haust? — Hvað eru þið annars búnar að vera lengi í þessu? — Ekki ennþá að minnsta kosti. Við vorum að vinna f Hljómskálagarðinum í gær, seg- ir önnur. Þetta er fjórði dagur- inn okkar og við fáum kannski að fara upp f Heiðmörk seinna í sumar. — Og vinnutíminn? — Við vinnum frá 8 á morgn- ana til 3 á daginn. — Og hver er svo verkstjóri yfir ykkur? — Við þessu fæst ekkert svar aðeins bending í áttina til nokkurra eldri blóma- rósa sem eru að vinna þama rétt hjá. Hressandi vinna. Þær verða heldur treglega við beiðni um eina mynd eða svo. Kannski er það vegna þess aö þær eru úlpuklæddar og hefðu fremur kosið að myndin væri tekin seinna í sumar þeg- ar veðrið skánar og fötunum fækkar. Nöfn þeirra eru: Ingi- björg, Ragnheiður og Geirrún. — Það kemur í ljós að Geirrún er þeirra vönust við svona störf, vann í blómabúð f vetur, segir hún og byrjaði snemma í vor héma í gróðrarstöðinni f Laug- ardal og vann aðallega við upp- eldi plantna. Ragnheiður var í Verzlunar- skólanum og byrjaði að vinna þama í Laugardalnum stuttu eftir að skólanum lauk f vor. Ingibjörg segist hins vegar koma úr lýðháskóla í Dan- mörku f starfið. — Þetta er hressandi vinna, segja þær, þær eiga að vera þama í allt sumar í Laugardaln- um og vinna frá morgni til kvölds. — Og þær hafa það verkefni m. a. að leiðbeina vinnuskólastúlkunum. Ætla að vinna hina strákana í knattspymu. Inni við Kleppsveg var svo hópur knálegra pilta að hreinsa msl. Moka því upp í hjólbömr og aka því svo í eina hrúgu. Og yfir þeim þmmar rödd ungs kennara: — Fyllið þið hjólbör- umar, strákar. Ef þið verðið fljótir að klára þessa hrúgu, fáið Sigrún og Elísabet: Meira gaman en í skólanum — ennþá. Verkstjórarnir: Ingibjörg, Ragnheiður og Geirrún. — Hressandi starf, segja þær.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.