Vísir - 13.06.1966, Blaðsíða 9

Vísir - 13.06.1966, Blaðsíða 9
VlSIR . Mánudagur 13. júni 1966. 9 Spjolloð við danska lífsspekinginn MARTÍNUS — XJpphafið? Það hófst með andlegum skynjun- um, vitrunum. Þær voru eins og leiftur af skæru ljósi — og í þeim skynj- aði ég kosmiska bygg- ingu lífsins. Þetta gerir það að verkum, að ég skynja jafnt andlega og efnislega heiminn og hef ur leitt af sér raunhæfar alheimsgreiningar, sem skapað hafa áhrif, er hverjum heilbrigðum, frjálshuga manni er eig- inlegt að geta fundið. Út frá þessu fór ég að tala og halda fyrirlestra og fyrirlestrarnir urðu að bókum. annig talaði danski lífsspek- ingurinn Martinus í á- heym tíðindamanns blaðsins, sem spjallaði við hann stutta stund á heimili Vignis Andrés- sonar, íþróttakennara, nú í vikunni sem leið. En Vignir er einn af helztu áhugamönnum hérlendum um lifsspeki Martin- usar. Martinus er hér á ferð i 5. skipti, og hefur haldið 3 fyrir- lestra í kvikmyndasal Austur- bæjarbarnaskólans. Þeir eru æði margir hér á landi sem að- hyllzt hafa lífsskoðanir hans og hlýða með áhuga á mál hans. Hann kom hingað fyrst f boði Guðspekifélags íslands sumarið 1952. Síðan hefur hann komiö hingað í boði vina sinna hér. Martinus starfar mest í Dan- mörku. í Kaupmannahöfn rekur hann ásamt samstarfsmönnum sínum stofnun, sem veitir upp- lýsingar um Iífskenningar hans, hina kosmisku eilífu heims- mynd. Þeir reka þar m. a. eins konar bréfaskóla og hafa margvisleg sambönd við áhuga menn um kenningamar, en þeir eru af mörgum þjóðemum og dreifðir víða um heim. 1 Sví- þjóð eru þær t. d. útbreiddar, víöa um Evrópu, í Japan og Indlandi. Martinus hefur ferð- azt til margra þessara landa og haldið fyrirlestra og einnig lærisveinar hans og samstarfs- menn. Hann hefur komið tvisv- ar sinnum til Japan á vegum fé- lagssamtakanna Omotos, anc}- legra málefnafélaga, einnig hefur hann farið í fyrirlestra- ferð til Indlands. Bækur hans og rit eru orðin æði mörg og hafa verið þýdd á mörg tungumál. Aðalrit hans er „Livets bog“ eða „Bók lífsins“, sem er í 7 bindum. Og nú koma út eftir hann 4—5 bindi — útdráttur eða viðauki viö „Bók lífsins" og það rit nefnist „Heimsmynd- in eilífa“. Rit þessi, segir Martinus, að fjalli um kosmiska byggingu Iifsins, fmmhug- tök þess og lögmál. Seinna rit- ið geymir kjama í alheimsgrein- ingunni í samanþjöppuðu formi og niðurstöðumar em skýrðar með kosmiskum táknmyndum. hvert er þá inntakið í þessari alheimsgreiningu? Kynnu menn að spyrja — Martinus viðurkenndi að það yrði ekki auðvelt að útskýra í fáum orðum, enda er þetta greinarkom engin tilraun í þá átt. — Öll þróun stefnir að ein- hverju marki, segir hann. Við emm kannski komin miðja vegu á þróunarstiginu. Menn hafa komizt yfir mikla þekk- ingu. Vísindin hafa einkum beinzt að efnisheiminum og menn vita meira um þróun hans en lífsþróunina. Lffið heldur áfram sinni stöðugu þróun, við lifum áfram og öðl- umst meiri þroska f framhalds- lífinu. Þróun lífsins stefnir til æðra tilvemstigs, að æðra marki — og leiðir til fullkomn- unar. Mig langar til þess að hjálpa fólki í leit þess að hinu æðra marki, hinum sönnu and- legu verðmætum, sem leiða til hamingju. Eitthvað á þessa leið mæltist Martinusi. Hann talar af sér- stæðri mælsku, sem ber snert af eldmóði, er kemur þó betur fram þegar hann heldur fyrirlestra sina. Hann notar tíð- um handahreyfingar til áherzlu orða sinna, staðföst dökk augu og svipbrigði öll fylgja setning- unum eftir. Þó er eitthvert lát- leysi í öllu látæði hans, lífsfjör og kímni, sem gerir það að verkum að manni líður vel í návist hans. Og hann heldur áfram: — Við verðum að finna samhengið í gangi tilverunnar, einstakling- amir em á mismunandi þróunar stigi og ólikir, en allt stefnir að einu marki. Það hlýtur að vera tilgangur í öllu okkar amstri. Ekki getur það verið til gangurinn að drepa hvorn ann- an til dæmis. Við gerum ótal skyssur og óskynsamlega hluti, sem leiða til þjáninga, en þján- ingin á að kenna mönnum að forðast vitleysumar. Þegar við höfum hin logisku sannindi um tilgang tilverunnar að mark- miði hlýtur það að auðvelda okkur rökrétta afstöðu til um- hverfisins. Vitundin um þau sannindi verður mönnum grund- völlur, sem þeir byggja á breytni sína innbvrðis og sameinar þá í kærleikanum, það er hið marg þráða velferðarríki á jörðu. — Frumatriði þessa lögmáls er því í anda orða Krists: Þú skalt elska náunga þinn eins og sjálfan þig. Cpupuw?wtni.'am hvað þess- v J um kenningum væri sam- eiginlegt með kenningum kirkj- unnar svaraði Martinus eitthvaö á þá leið: — Áhugi okkar beinist að rök réttum vísindum, ekki að trú. Fólk vill fá meira en hina helgu dóma — því er ekki lengur nóg að trúa, og vandamálin beinast að þeim lögmálum, sem stjórna framþróun lífsins. Þetta mætti í vissum skilningi kallast endur- nýjun kristindómsins, því að kosmiskar greiningar mínar rök- styðja kenningar Krists og kær- leiksboð hans, enda hafði hann orð á því hve trúarlíf og hugs- un fólks hér væri frjálst. — Ég vil ekki binda neinn, Martinus. ségir hann, eða setja neinar regl 'jir. Og hann"k\’áð þáð engán ve'g inn í anda hinna andlegu vís- inda, sem hann iðkar, að stofna einhvern félagsskap eða sértrú- arflokk. Það er öllum frjálst að vega og meta, og það er ekki meiningin að troöa skoðunum upp á neinn. Öll slík samtök með reglum og öðru þar að lútandi hafa staðnað og orðið á eftir tíman- um, segir hann. ]%M'artinus er óþreytandi við að útskýra, enda hefur hann öðlazt nærri 50 ára reynslu í því. Hann helgaði sig andlegum vísindum um þrítugsaldur. Upp- runi hans er ókunnur að mestu. Hann ólst upp með józkum ‘ bcéndum, varð ungur munaðar- laus og hlaut sáralitla skóla- menntun. Hann er nú 76 ára — en á honum er engan bilbug að finna. Hann hefur yfirbragð hins menntaða manns, mótað af sér- stæðri reynslu. Það á vel við að tilfæra hér orð enska dulspekingsins Paul Burtons um Martinus en þau eru niðurlagsorö formála, sem Burt- on skrifaði að enskri þýðingu einnar bókar Martinusar.. Þau eru þessi: „Hann er sjálfur holdi klædd ímynd þeirra vitsmuna og kær- . leika, sem mynda innsta kjama í siöferöilegum og hagnýtum kenningum hans. 1340MILLJÓN KRÓNA UMSETNING SÍS 64. aðalfundur Sambands í,s lenzkra samvinnufélaga var um helgina í Bifröst. Að fundarsetningu lokinni flutti formaður Sambandsins Jakob Frimannsson skýrslu stjómarinnar og forstjóri Sam bandsins, Erlendur Einarsson skýrslu um reksturinn á árinu 1965. 1 ræðu sinni kom for- stjóri viða við. Umsetning Sambandsins aö krónutölu var meiri en nokkru sinnj fyrr, einkum vegna stór- aukins útflutnings. Mest var aukningin f Sjávarafurðadelld, kr. 307.4 millj. Innflutnings- deild hafði aukið umsetningu um kr. 180.6 millj. kr. og Véla- deild um kr. 43.0 millj. i Búvöru deild hafði umsetningin hins vegar minnkað um kr. 28.9 millj. Heildarumsetning í öllum að aldeildum og smærri starfsgrein um Sambandsins á árinu 1965 varð samanlagt kr. 2.340.2 miilj. og hafði aukizt um kr. 918.4 millj frá árinu áður eða um 25.64%. Rúmlega helmingur af umsetn ingunni árið 1965 er sala á bú vörum og sjávarafurðum, eða samtals kr. 1.300 millj. Vörur þessar selur Sambandið gegn umboðslaunum, sem eru frá 1- 3%. Umsetning i aðaldeildum Sam bandsins árið 1965 var sena hér segir i millj. kr. Búvörudeild 518.2, hafði minnkað um 28.9 Sjávarafurðadeild 808.1 og hafði vaxið um 307.4 Innflutningsdeild 477.4 og hafði vaxið um 160.6 Véladeild 240.2 og hafði vax ið um 45.0 Skipadeild 110.1 og hafði vax ið um 12.5 Iðnaðardeild 224.2 og hafði vaxið um 6.4 Á árinu 1965 hélt reksturs- kostnaður látlaust áfram að hækka ,sagði forstjórinn. Heild arlaunagreiðslur á rekstrar- reikningi Sambandsins 136.6 á 168.5 millj. á móti 136.6 árið áð ur. Hækkunin nemur kr. 31.9 millj. eða 13.3%. Fjöldi starfs manna er þó næstum alveg ó- breyttur frá árinu áður. Tekjuafgangur á rekstrar- reikningi Sambandsins 1965 varð kr. 784.000.00 og hafði þá verið gréitt til Sambandskaupfé laganna vextir af stofnsjóöi kr. 6.663.516.00 og afslættir af við skiptum við Birgöastöðina kr. 2.733.243.00 Afskriftir fasteigna, skipa, véla og bifreiða voru kr. 23.1 millj. Opinber gjöld hækkuðu úr kr. 10.6 mill. áriö 1964 í kr. 12.8 millj. árið 1965. Byggingarframkvæmdir Sam- bandsins voru mjög litlar á ár inu og ekki byrjað á neinni nýrri meiriháttar framkvæmd. Það er augljóst, sagði Erlend ur Einarsson, hve rel^stur skip anna og iðnaðurinn eiga nú mjög í vök aö verjast og yfirleitt allur sá rekstur, sem þarf að keppa beint eða óbeint við út- lönd. Ullar- og skinnaiðnaður- fyrir útlendan markað stenzt ekki lengur hinar gífurlegu hækkanir framleiðslukostnaöar innanlands. Framundan er stöðvun f þessum iðngreinum, ef frekari hækkun rekstrar- kostnaðar á sér stað. Rekstur kaupfélaganna í heild varð mun lakari en árið áöur. Umsetning þeirra á árinu 1965 og er þá ekki talin með ums. sjálfstæðra fyrirtækja félag- anna éins og t.d. fiskvinnslu- stöðva, varð 3.540 millj. kr. og hafði vaxið um 323 millj. kr. eða n.l. 10%. Reksturskostnað- ur þeirra hefur hins vegar vax ið hlutfallslega en tekjur þeirra af verzlun mún meira og smá- söluverzlunin stendur mjög höll um fæti. Eigin fjármyndun sam vinnufélaganna er alltof ítil. Forstjórinn sagöi, að aöalá- stæða þessa alls væri hin sí- vaxandi verðbólga sem látlaust grefur undan öllum aðalat- vinnuvegum þjóðarinnar. 1 skýrslu sinni lagði hann höfuð áherzlu á að stöðva yrði verö bólguna með öllum tiltækum ráðstöfunum, draga úr fjárfest ingum og minnka eftir mætti hina miklu spennu, sem nú rik ir í efnahagslífinu. Framh á bls. 5.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.