Vísir - 13.06.1966, Blaðsíða 10

Vísir - 13.06.1966, Blaðsíða 10
w VÍSIR . Mánudagur 13. júní 1966, Næturvarz la i Revkjavík vik- una 11.—18. júní: Vesturbæjar- apótek. ; Næturvarzla í Hafnarfirði að- faranótt 14. júni: Eiríkur Björns son Austurgötu 41. Sími 50235 IJTyARP Mánudagur 13. júní Fastir liðir eins og venjulega 15.00 Miðdegisútvarp 16.30 Síödegisútvarp 20.00 Um daginn og veginn: Séra Sigurður Einarsson i Holti. 20.20 „Ef engill ég væri“: Gömlu lögin sungin og leikin 20.35 Safn undir beru lofti i Erevan. Önnur frásögn Gunnars Bergman frá blaðamannaferð til Sovét- ríkjanna. 21.15 Hljómsveitartríó í C-dúr op 1 nr. 1 eftir Johan Stanitz 21.30 Utvarpssagan: „Hvað sagði tröllið,“ eftir Þórleif Bjamason. 22.15 Hljómplötusafniö 23.15 Dagskrárlok Afturgöngur út um Sand Þann 19. þ.m. hefst leikför hjá Þjóðleikhúsinu út á land og er það leikritið Afturgöngur eftlr Henrik Ibsen sem sýnt verður úti á landi að þessu sinni. Leikurinn var sýndur hér í Þjóðleikhúsinu á þessu leikári við ágæta aðsókn og urðu sýn ingar alls 20. Leikstjóri var Gerda Ring og hlaut sýningin mjög góða dóma hjá gagnrýn- endum. Leikendur eru aðeins fimm en þeir eru Guðbjörg Þorbjarn ardóttir, Gunnar Eyjólfsson, Val ur Gfslason, Lárus Pálsson og Bryndís Scram. Leikmyndir eru gerðar af Lárusi Ingólfssynl. Fyrsta sýningin verður eins og fyrr segir sunnudaginn 19. þ.m. og verður hún á Blönduósi Þaðan verður svo haldiö til Ak ureyrar og sýnt þar tvisvar sinn um. Þá til Húsavíkur, sýnt f Skúlagaröi, Dalvík, Ólafsfirði, Siglufiröi, Sauöárkróki og að lok um verður sýnt f hinu glæsilega nýja 'félagsheimili Ásbyrgi í Miöfiröi þann 30. júrjí og verð ur félagsheimilið vígt þennan sama dag svo þetta verður fyrsta sýningin í þessu nýja húsi. Það hefur á liðnum árum verið fastur liður í starfsemi Þjóðleikhússins að senda ár- lega einhverja beztu sýningu Þjóðleikhússins út á land. Á sl. ári sendi Þjóðleikhúsið leikritið Hver er hræddur viö Virginiu Woolf? og var það ágæta leik rit sýnt nær því 50 sinnum víös vegar um landið. Af öðrum sýn ingum, sem Þjóöleikhúsið hefur sent út á land má nefna þessar t.d. Andorra, Horfðu reiöur um öxl, Faðirinn, Tópas, Horft af brúnni o.fl. Þjóðleikhúsiö hefur á sl. 16 árum sýnt fjögur leikrit eftir Henrik Ibsen og eru þau þessi: Pétur Gautur, Brúöuheimiliö, Villiöndin og nú síðast Aftur- göngur. Myndin er af Guöbjörgu Þor bjamardóttur og Gunnari Eyj- ólfssyni. SJONVARP Mánudagur 13. júní 17.00 Official Detective 17.30 Focus in America 18.00 Þáttur Andy Griffits 18.30 I’ve got a secret 18.55 Crusader Rabbit 19.00 Fréttir 19.30 Maðurinn frá Mars 20.00 To tell the truth 20.30 The Hollywood Palace 21.30 Cirkuslíf 22.30 Kvöldfrétth- 22.45 Fréttaþáttur frá sjóhem- um. 23.00 The Tonight show Spáin gildir fyrir þriðjudaginn 14. júní. Hrúturinn. 21. marz til 20. apríl: Vertu vel á verði gagn- vart hugsanlegum óhöppum heima fyrir, einkum í sambandi við vélar eða farartæki. Farðu þér gætilega í umferðinni þegar líður á daginn. Nautið, 21 apríl til 21. maí: Þú getur gert sjálfum þér mun hægara fyrir, ef þú reynir aö setja þig í spor þeirra, sem þú átt talsverð skipti við, sem þó em ekki viðskiptalegs eðlis f beinum skilningi. Tvíburamir, 22. mai til 21. júní: Einbeittu þér að þeim störfum sem þú hefur tekiö að þér og reyndu að koma sem mestu £ verk. Láttu hvorki skemmtanir né áhyggjur hafa truflandi áhrif á afköst þín þegar líður á daginn. Krabbinn, 22. júní til 23. júlí: Þetta getur orðið rólegur dag- ur og affarasæll, ef þú lætur ei óþolinmæöi og kapp hlaupa meö þig í gönur. Þú verður að gæta þess að ekki er unnt að koma öllu í kring samtímis. Ljónið, 24. júli til 23 ágúst: Vertu kunningjum þínum inn- an handar ef þeir leita til þín að svo miklu leyti sem sú aöstoð tefur þig ekkj frá skyldustörf- um þínum. Athugaðu gaum- gæfilega bréf og fréttir langt aö. Meyjan, 24. ágúst til 23.. sept: Það gerist eitthvaö í dag, sem þú átt- erfitt meö aö sætta þig við í bili. Líklegt er þó að það reyrrist ekki eins mikilvægt og þér virðist fyrst í stað. Vogin, 24. sept. til 23. okt.: Það er ekki ólíklegt að þú lend ir í einhvers konar samkeppni ef til vill allharðri, en það sem mest ríður á fyrir þig er að þú haldir allar leikreglur, annaö hefnir sín. Drekinn, 24. okt til 22. nóv.: Sögusagnir, sem þú veizt bezt sjálfur að ekki hafa við nein rök að styöjast, valda þér talsverðri gremju. Reyndu samt ekkert til að hafa upp á slefberanum, það mundi gera illt verra. Bogmaðurinn, 23. nóv. til 21. des.: Hafi gott tækifæri gengið þér úr greipum að þér finnst skaltu ekki eyða tíma þínum í að harma það, kannski er ann að, ekki lakara, skemmra und- an en þú hyggur. Fylgstu því vel með öllu. Steingeitin, 22. des. til 20. jan.: Afskiptaleysi annarra og skortur á skilningi kann að valda þér gremju. Þó mun þýð ingarlaust að reyna að leiða viðkomanda það fyrir sjónir eins og á stendur og ekki svara fyrirhöfninni. Vatnsberinn, 21. jan. til 19. febr.: Taktu viöfangsefnin föst um tökum og láttu ekki aðra hafa um of áhrif á afstöðu þína eöa framkomu í því sambandi Einhver heimsókn reynist þýð- ingarminni en þú gerðir þér vonir um. Fiskamir, 20. febr. til 20. marz: Flanaðu ekki að nelnu og láttu ekki fljótfærni þfna ráða ákvörðunum sem þú ert ekki tilneyddur að taka þegar í stað. Hugsaðu máfin I ró og næði sfðar. EGILSSTODUM ISAFIRÐI VESTMANNAEVJUM FLYTJA FAXARNIR YÐUR SAMDÆGURS TIL „ SKANDINAVIU „fsaíjðrSur—Kaupmannahöfn'1 „Akurcyri— Osló'1... Þeita er engin fjarsfæða, heldur nýmæli Flugfélagsins—sönnun þess að Flug- félag íslands er flugfélag alfra Islendinga, SíðdegisFerðir fró Réykjavík um Noreg fil Kaupmanna- f' hafnar eru farnar fvisvar í viku. Nóna'ri upplýsingar um feröir og fargjöld veita’ feríaskrifsfofur og FlugfélagiÖ. FLUCFÉLAC ÍSLANDS ICELANDAIR l f

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.