Vísir - 13.06.1966, Blaðsíða 16

Vísir - 13.06.1966, Blaðsíða 16
fí“ í mmm ^íánudagur Í3. júní 1966. Kristinn Armnnnsson lézt í gær rektor Menntaskólans í Reykjavík lézt í gær á sjúkrahúsi í London. Banamein hans var hjartabilun, en hann hafði gengizt undir uppskurð s.l. föstudag. Var hann að koma frá Grikklandi ásamt konu sinni en þar höfðu þau dvalizt um tveggja mánaða skeið og hafði Kristinn heithm kennt lasleika meðan hann dvaldist þar. Kristinn Ármannsson var fæddur 28. september 1895 að Saxhóli í Breiðuvlk. Hann tók stúdentspróf árið 1915 og cand. mag. próf í latínu, grisku og ensku við Kaup- mannabafnarháskóla árið 1923. Sama ár var hann skipaður kenn- ari við Menntaskólann I Reykjavík og hafði verið yfirkennari þar um margra ára skeið er hann var skip- aður rektor árið 1957. Gegndi hann því starfi trl ársins 1965 að hann lét af störfum sökum aldurs. Jafnhliða kennslustörfum við Menntaskólann kenndi Kristinn Framh. á bls. 6 Við afhendingu tækisins til skurðaraðgerða. Frá vinstil: Júlíus M. Magnússon, Bjami Ásgeirsson, Einar Jónsson. Kiwanisbræður, Valtýr Bjamason læknir, Hjalti Þórarinsson læknir, Amór Hjáhnarsson formaður Heklu og Trustee Himbaugh Kiwanisfélagi frá Bandarikjunum. LAND SPÍTALANUM GEFID TÆKI SEM LÆKKAR LÍKAMSHITANN Nýtt tæki til skurðlækninga aðgerða, hið fyrsta sinnar teg undar hér á landi var afhent Landspítalanum á laugardag. Var þaö Kiwaniskiúbburinn Hekla, sem gaf tækið. Tækið er af fullkomnustu gerð en tilgangurinn með notk un þess er að lækka líkamshita sjúklinga í sambandi við aðgerð ir á heila, útlimum og brjóst- holi. Kemur tækið að góðum notum, í sambandi við slys og er hægt að nota það bæði fyrir börn og fullorðna. Kom þetta fram í ávarpi, sem dr. Hjalti Þórarinsson hélt við móttöku tækisins og sagði hann enn- fremur: — Við það að líkams hitinn lækkar minnkar súrefn- isþörf einstakra vefja og kemur það viðkomandi Kffæri eða lik amshluta yfir ákveðið hættu- tímabil. Sagði dr. Hjalti Þórar- insson að lokum að víða hefði verið farið að nota samskonar tæki fyrir allöngu með góðum árangri. Þakkaði hann gjöfina. Viðstaddir afhendinguna voru ýmsir Kiwanisbræður og hafði Amór Hjálmarsson, formaður Kiwanisklúbbsins Heklu, orð fyrir þeim. Rakti hann starfsemi og stefnu klúbbsins allt frá því er hann var stofnaður fyrir til- stilli Einars A. Jónssonar, sem nú er umdæmisstjóri hreyfing- arinnar á Norðurlöndum. Er Hekla annar af tveim Kiwanis klúbbum, sem starfa hér, báðir í Reykjavík. Kiwanishreyfingin, sem er alþjóðafélagsskapur hóf starfsemi sína fyrir rúmu 51 ári telur um það bil 300.000 fé- laga sem allir eru virkir þátttak endur í starfseminni. Meðal framkvæmda á vegum Heklu þann tfma, sem hún hef Ur starfað hér má nefna að klúbburinn hefur afhent leik- föng til dagheimilis vangefinna að Lyngási, bamaheimilisins að Silungapolli og afhent útileik- tæki upptökuheimilinu að Kumbaravogi auk ýmissa gjafa til bamanna, sem dvelja á þess um stöðum. Ennfremur hefur klúbburinn, sem telur 85 marms sent jólaglaðning til fjölda heim ila í Retykjavík auk ýmissar annarrar góðgerðarstarfsemi. Fundir í klúbbnum era vibulega Frh. á bis. 6. HITINN Á AKUREYRI 21STIG / GÆR Sunnanvindurinn, sem farið hefur yfir landið undanfama daga bar svo hlýtt loft með sér i gær að hitinn á Norðurlandi var 15—20 stig. Komst hitlnn hæst á Akureyri 1 21 stig og undu Akureyringar því vel. Sól- skin var vfðast hvar á Norðnr- landi. Samkvæmt uppl. Veður- stofunnar var yfirleitt hlýtt á Suðurlandi þótt viða rigndi mikið og fór hitinn ekki niður fyrir 10—11 stig. Þessum hlýja loftstraumi að sunnan hefur þokað eitthvað austur á bóginn, en áhrifa hans mun þó væntanlega gæta enn i dag. í morgun var hitinn á Norðausturlandi 12 stig og því gert ráð fyrir að hann fari yfir 15 stig er líður á daginn. Fyrsti laxinn norðanlands Fyrsti laxinn, sem fréttist af norðaniands, kom á land 1 gær í Miðfjarðará. Nánar tiltekið veidd- ist laxinn I Kistunum I Vestará, sem er ein fjögurra áa á vatna- svæði Miðfjarðarár. Laxinn var 8 pund. Btú í vctur og sumar hefur verifi unnifi af miklum kraftí að byggingu menntaskólans við Hamrahlíð í Reykjavik. Er gert ráð fyrlr að fyrsta áfanga bygg mgarinnar verði að mestu lok- ið 1 haust og kennslustofur þess áfanga verðl teknar í notk- un 1 hausL Menntaskólinn stendur eins og tgn getur við Hamrahlíð í Reykjavfk, og var grunnur skóia hússins byggður fyrir mörgum árum en þá komu upp deihir um, hvort rétt mundi verða að hefja byggingu mennta skóía á þessum stað.: En síðan varð sú skoðun ofan á að búsið skyldi byggt á þessum fyrr- greinda stað og þar er fyrsti á- fangi byggingarinnar fyrir nokk uö lörrgu orðin fokheid’ur og eru í honum 6 kennslustofur. Ekki er búið að ráða kennara til skólans enn, en stöðumar voru augiýstar lausar til um- sóknar og er verið að vinna úr umsóknttm þessa dagana. 1 þeim áfanga skótans, sem verð- ur tekhm í notkun í haust, eru sex kennsiustofur. Ætlunin er og ákveðið, að elnungis verði um að raeða fyrsta bekk mennta skóla, sem hefji nám í skólan- um næsta haust, og munu þar verða sex bekkjardeildir. í þess- um áfanga veröa ekki neinar sérhæfar kennshistofur, enda kemur deildaskipting ekki til framkvæmda fyrr en annað hanst. Þá er og ætlunin að hefja bygg- ingu annars áfanga skólans nú í sumar og á byggingu hans að verða lokið annað haust. Þar mun gert ráð fyrir kennshi- stofum fyrir stærðfræðideildar- nemendur og öðrum fyrir máía- deildamemendur. Ekki er búið að taka ákvörðun um, hvort stofnuð verði sérstök náttöra- fræðideild við þennan nýja skóla, en þau mál eru það mik- ið 1 deiglunni að búast má við að þau verði endurskoðuð f grundvallaratriöum.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.