Vísir - 18.08.1966, Page 9

Vísir - 18.08.1966, Page 9
VÍSIR . Fimmtudagur 18. ágúst 1966. „Ég held að allir Irar kunni að syngja44 Rabbab við Auði Óskarsdóttur, auglýsingastjóra Sjón- varpsins um irskar og islenzkar sjónvarpsauglýsingar Sá dagur nálgast nú óðfluga að Islendingar geti horft á sitt eigið sjónvarp. Ennþá hefur hann raunar ekki verið ákveðinn og sjón- varpsmenn gefa loðin svör, þegar innt er eftir því hvenær út- sendingin byrji, enda hollast að gefa ekki of ákveðin loforð þar sem óreynt ævlntýri er annars vegar og ýmislegt óskipulagt ennþá öllu miöar samt í rétta átt, fleiri og fleiri kraftar leggja hönd á plóginn og starfsfólkinu fjölgar stöðugt. '\/'ísir lagði leiö sína til bæki- stöðvar sjónvarpsins um daginn til þess að ná tali af nýráðnum auglýsingastjóra Sjónvarpsins, Auði Óskarsdótt- ur, en hún er nýkomin heim úr Irlandsferð, þar sem hún var í tvo mánuði og kynnti sér aug- lýsingarekstur sjónvarpsins í Dublin. Þetta er nú allt saman hálf laust f reipunum ennþá, segir hún, um leið og hún býöur blaðamanninum inn á skrifstof- una, ég er ekki búin að fá fast aðsetur fyrir auglýsingamar enn þá, en hef þessa litlu kompu til þess að byrja með. — Hvenær tókuð þér við þessu starfi, Auður? — Ég byrjaði héma snemma í febrúár og fyrstu mánuðina vann ég nú við hvers kyns skrifstofustörf, hjálpaði til við bréfaskriftir og því um líkt. — Svo fór ég utan um hvítasunn- una, til írlands til þess aö kynna mér þeirra aðferðir og form á auglýsingum í sjónvarp- inu í Dublin. — Hvers vegna varð írland fyrir valinu? — Noröurlöndin hafa engar auglýsingar í sfnum sjónvörp- um, nema Finnar, og þess vegna lá beinast við að leita til írlands, þeir hafa ríkissjón- varp og aðstæðumar þar eru ekki ólíkar því sem hér er. Við ættum að geta lært ýmislegt af reynslu þeirra. — Og hvernig er auglýsinga- prógramm írska sjónvarpsins? — Auglýsingar hjá þeim eru um 10% af útsendingartíma sjónvarpsins, sem er 5—6 klst. á dag. Þær taka yfirleitt 2 y2—3 mínútur í senn og reynt er að haga þeim þannig aö þær trufli dagskrána sem minnst. Þó slíta þeir oft langa dagskrárliði, með auglýsingum, en þá er reynt að skjóta þeim inn á þeim stöðum að þær raski sem minnst sam- hengi efnisins og þreyti ekki áhorfendur. /^uglýsingarnar fara yfirleitt í gegnum auglýsingaþjónust- ur. írar eiga mjög góð auglýs- ingafyrirtæki. Þau vinna auglýs ingamar að fullu svo að sjón- varpiö sjálft þarf ekki að sinna slíku, þó að það hafi ef til vill aðstöðu til þess. — Þeir eru búnir að selja mikið af auglýs- ingum fram í tímann, næstu ár. — Verður aðstaða til ,þess að vinna auglýsingar héma hjá íslenzka sjónvarpinu? — Ég er hrædd um að það verði erfitt. — Það er að minnsta kosti ekki hægt að lofa því til þess að byrja með. — Er nokkuö búið að ákveóa verðið á auglýsingum islenzkra sjónvarpsins? Hvemig er verð- lagið á auglýsingum þess irska? — Það er ákaflega misjafnt verð á augiýsingum í sjónvarp inu hjá þeim og fer eftir þvf hvaða tíma dags auglýst er og á hvaða degi. Þeir telja sfna beztu daga þriðjudaga og föstu- daga, en lélegustu auglýsinga- dagamir hjá þeim eru laugar- dagar og sunnudagar. Verðiö var þetta frá 84 og upp i 207 £ mínútan. Það er verið aö útbúa reglur og ákveða formið á auglýsing- unum hjá okkur. — Það verður að einhverju leyti sniðið eftir írskri fyrirmynd, en verðið hef ur ekki verið ákveðið. — Hafa margir sótzt eftir auglýsingum hjá ykkur? — Já það em margir, sem hafa haft við orð að auglýsa, ekki sízt erlend fyrirtæki. XJvar mynduö þér segja að is- 1 lenzka sjónvarpið stæði í samanburði yið það írska? — írska sjónvarpið virðist vera ágætlega vel stætt. Það er komið f nýja byggingu og er sífellt að stækka við sig. En þeir byrjuðu smátt og f leiguhús næði eins og við. Þeirra sjón- varp hefur vaxið mikið frá því það hóf starfsemina um áramót in 1961—62. Xlvað vomð þér lengi í Dub- AA lin? — Ég var 6 vikur i Dublin. Dvölin var að sjálfsögðu skipu lögð í samráði við stjómendur og starfsmenn írska sjónvarps- V erðlaunahafar Æsk- unnar í Færeyjum Sl. vetur efndi Flugfélag íslands til verðlaunasamkeppni í samvinnu við bamablaðið Æskuna og bama- um tilfellum vom ferð til Færeyja. í verðlaunasamkeppni Æskunnar sigraði Margrét Einarsdóttir, 14 gerðasamkeppni Vorsins sigraði Ann Mekelsen, frá Reykjavík, einn ig fjórtán ára að aldri. Færeyja- ferðin var farin með hinni nýju Fokker Friendship skrúfuþotu Flug félags íslands „Snarfaxa". Stúlk- umar skoðuðu undir leiðsögn þeirra Sveins Sæmundssonar blaða fulltrúa Flugfélags ísla.ds og Gríms Engilberts ritstjóra ýmsa sögulega staði í Færeyjum, svo sem Kirkjubæ, hið foma biskups- setur. Þar tók sjálfur kóngsbónd- inn, Páll Patursson á móti gest- unum. Til heiðurs þeim hafði hann dregið færeyskan og islenzkan fána á stöng. Svo merkilega hafði viljað til að báðir verðlaunahafarnir vom hálf færeyskir að uppmna og töluðu færeysku, enda kom það sér vel, þegar þeir heimsóttu Útvarp Föroya, undir leiðsögn útvarps- stjórans, Niels Juel Arge, sem tók viðtal við þær. blaðið Vorið. Fyrstu verðlaun í báð ára að aldri frá Selfossi, og í rit- I Klrkjubæ. Grímur Engilberts, ritstjóri, Nieils Juel Arge, útvarps- stjóri, Páll Patursson, kóngsbóndi, Ann Mekelsen og Margrét Einarsdóttir. Auður Óskarsdóttir á skrifstofu sinni Laugavegí 176. ins. Þeir voru ákaflega hjálpleg ir og elskulegir eins og Irar yfirleitt eru og gáfu mér allar þær upplýsingar sem þeir gátu varðandi erindi mitt. Ég held að öllum, sem fari til írlands líki vel við landið og þjóðina. Ég hefði ekki trúað því, ef það væri ekki af eigin raun, að landið væri svona fallegt og fólkið svona hlýlegt. Það er einhver enskur söngur sem heit ir: Hinir 40 grænu litir írlands, og svei mér þá ef það er ekki rétt, grænu litirnir eru svo ákaflega fjölbreytilegir. Ég ferðaðist svolítið um og kom meðal annars til Killamey, sem er mjög fallegur bær á suð ur Irlandi og mikið heimsóttur af ferðamönnum. Ég var sér- staklega vör viö það, hve írar em söngelskir. Ég held að allir Irar geti sungið. Þeir syngja á- kaflega skemmtilega og sér- kennilega söngva, svo kallaöa ballad-söngva í eins konar þjóð- lagastíl. — Svo að við hverfum aftur að auglýsingunum, Auður. Hald ið þér að sjónvarpsauglýsingarn ar dragi ekki talsvert frá blöð um og útvarpi? — Sjálfsagt dregur það eitt- hvað lir auglýsingum f blöðum, en þó er það nú svo þar sem sjónvörp hafa byrjað auglýsing ar í nágrannalöndunum að blöð in virðast halda nokkurn vegin sínum auglýsingum fyrir því. Það em mörg fyrirtæki sem ein- göngu auglýsa í blöðum og svo önnur, sem kannski auglýsa ein göngu í sjónvarpi, þar fer eftir því hvað auglýst er. — Ég held að útvarpið haldi að mestu sin um auglýsingum, þaö eru svo margar tilkynningar og auglýs- ingar, sem hvergi eiga heima nema í útvarpi. Útsvarsskrá lögð iram á Siglufirði: 7,8 milljónir kr. vant- ar upp á að fjárhags- áætlun standist Fréttaritari Vísis á Siglufirði, símar á miðvikudag: Skrá um útsvör og aðstöðugjöld á Siglufiröi var lögð fram í gær 16. ágúst. Jafnaö var niður 15.1 miílj. kr. á 707 einstaklinga og 29 fyrirtæki. Hæstu útsvör einstakl- inga bera: Páll Gestsson skipstjóri 139.000 kr. Vigfús Friðjónsson for stjóri 86.700 kr. Einar Ingimund- arson bæjarfógeti 86.700 kr. Ólafur Þorsteinsson sjúkrahússlæknir 71. 000 kr. og Hilmar Steinólfsson 70. 600 kr. Hæstu útsvör fyrirtækja em: Þormóður Eviólfsson 50.900 kr., Hafliði h.f. 36.900 ,kr„ Kjötbúö Siglufjaröar 33.000 kr., Verzlunar- félag Siglufjarðar 28.000 kr. og Sunna h.f. 27.900 kr. Hæstu aðstöðugjöld greiða: Síld arverksmiðjur ríkisins 611.200 kr., Kaupfélag Siglufjarðar 289.300 kr. Kjötbúð Siglufjarðar 184.900 kr. Hraöfrystihús S.R. 131.100 og Efra fall 86.800 I fjárhagsáætlun Siglufjarðar- kaupstaðar fyrir árlð 1966 eru út svör og aðstöðugjöld áætluð 22.Í millj. kr., en þau reyndust elns oi fyrr getur 15.1 millj. kr. og vanta þvl 7.8 millj. kr. upp á að áætlur in standist.

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.