Vísir - 05.09.1966, Page 2

Vísir - 05.09.1966, Page 2
V1S IR . Mánudagur 5. september 1966. Akurnesingar „burstaðir á heimavelli mei 7:2 % Það er sjaldgæft að heimalið tapi með 5 marka mun í 1. deild í knattspyrnu. Þetta gerðist í gærdag á Skipaskaga. Þá töpuðu Akurnesingar fyrir Akureyri með 2:7, — í hálfleik höfðu Akureyringamir skorað 5 mörk, Akumesingar ekkert. Þetta vom óvænt úr- slit, — að vísu mátti alveg eins reikna með sigri Ak- ureyringa, en að þeir mundu gjörsigra Akranessliðið með þeim yfirburðum, sem þeir sýndu, það hefði eng- inn getað ímyndað sér. Yfirburðir Akureyringa í fyrri hálfleik voru mjög miklir og þeir áttu tækifæri á að skora enn fleiri mörk en þau fimm, sem þeir skor- uðu. 1 seinni hálfleik var leikurinn allur mun jafnari, enda var greini- legt að Akureyringar voru hættir að beita sér af alefli, enda algjör- lega óþarft meö slíka yfirburða- stöðu. Skúli Ágústsson skoraði fyrsta mark leiksins á 4. mín. eftir að Steingrímur gaf fallega fyrir mark- ið. Skúli afgreiddi boltann eftir að Valsteinn hafði klúðrað tækifæri, sem honum bauðst. Á 15. mínútu átti Kári gott mark upp úr þvögu við Akranessmarkið, en skömmu síðar urðu Akurnesingar fyrir því óláni að Bjöm Lárusson varð að yfirgefa völlinn, enda var hann meiddur fyrir leikinn, en taldi sig þó geta leikið. Á 22. mín. kom 3:0. Það kom úr vítaspyrnu, sem Einar Hjartarson dæmdi réttílega, þegar Skúla Ágústssyni var brugð- ið innan vítateigs. Skúli skoraði örugglega úr spyrnunni. Á 29. mín. óð Valsteinn upp að endamörkum með boltann. Hvort hann ætlaði að gefa fyrir eða skora er ekki vitað, en skot hans lenti ofarlega í gagnstæðu horni. Loks kom mark á 40. mínútu, en þá fór Kári lag- lega fram hjá Jóni Leóssyni og skoraði með laglegu skoti 5:0. Með allt þetta á bakinu voru Akurnesingar vitaskuld búnir að vera. Að ekki sé talað um eftir nokkrar mínútur I seinni hálfleik. Þá skorar Magnús Jónatansson með góðu langskoti 6:0. Þá var loks komið að Skagamönnum. Guðjón Guðmundsson skorar 6:1, en Rikharður lætur verja víta- spymu sína, sem var heldur illa tekin. Steingrímur skorar 7:1 á móti, en síðasta orðið £ þessum markafansi áttl ungur nýliði Har- aldur Sturlaugsson v. innherji. Akranessliðið er greinilega lak- asta liðið í 1. deildinni í dag, endai þótt það verði hlutskipti Þróttar að falla í 2. deild. Akurnesingar1 hafa verið heldur heppnir í sumar og eflaust gera þeir sér ljósa þá hættu sem framundan er, ef ekki verður að gert í tíma. Undanfarin 10 ár hafa Akumesingar ævinlega vericVí fyrsta eða öðru sæti á ís- landsmótinu, — a.m.k. alltaf bland að sér í baráttuna um meistara- tignina. 1 ár verða þeir næstneðstir. Akureyringar em nú í sínu bezta formi eins og venjulega um þetta leyti árs. Þeir eiga nú smámögu- leika á að verða efstir ásamt fleiri liðum, jafnvel fjómm, og mundu þá verða að leika aukaleik 1 mótinu. Þessi möguleiki er heldur lítill, en Akureyringar hafa engu að síður gert það gott í þessu móti. A-Þjóðverjar unnu flesta EM-titlana Evrópumeistaramótinu í Budapest lauk f gær. Það var 8. mótið f röðinni og var haldið á Nep-vellinum glæsilega. Mótið fékk skemmtilegan endi, því þessi mótsdagur var langbezt heppnaður að öllu leyti. Sett vom 7 ný meistaramótsmet í þeim 12 greinum, sem keppt var í til úrslita, en tvö voru jöfnuö. Romuald Klim setti met 1 sleggjukastinu kastaði 70.02 m en hann vann Ungverjann Zivotsky og Uwe Bayer (Sigurð Fáfnisbana), Frakkinn Michael Jazy vann 5000 metrana á 13.42.8, Manfred Matuschewski, A.-Þýzkalandi vann 800 metr- ísofjörður fer í uðalkeppninu Stórglæsilegt mark, sennilega eitt það fallegasta, sem sézt hefur hér í Reykjavík í sumar, gerir það að verkum að ísafjörður lendir í aðalkeppninni í Bikarkeppni K.S.Í., ásamt 1. deildarliðunum i sumar og mjög sennilega nýliðunum í 1. deild, Fram. isfirðingar skoruðu eina markið f fyrri hálfleik og var Kristmann Kristmannsson miðherji ísafjarðar þar að verki og komst einn inn fyrir og skoraði fram hjá markverð inum. KR-b tókst að jafna eftir rúmar 15 mínútur í seinni hálfieik og var FRAM UPP AFTUR Vann Breiðablik 3:0 Framarar munu leika að nýju í 1. deild í knatt- spymu næsta ár. í gær unnu þeir Breiðablik úr Kópavogi með 3 mörkum gegn engu í næsta fátæk- legum knattspyrnuleik, — leik, sem yrði þeim ekki haldgóður næsta sumar, þegar þeir mæta sterkari liðum en úrslitaliðið var í þetta sinn. Framarar hafa ungu og efnilegu liði á að skipa, en það þarf að slípa ýmsa agnúa af liðinu til að það geti starfað sem ein heild. Enn sem komið er hefur liðið að- eins nokkra góða einstaklinga, en sem lið er það heldur „óstabilt“, það er ekki hægt að treysta því aö liðið sigri, jafnvel þó að andstæö ingurinn sé örugglega langt að baki þvi að getu. 1 leiknum í gær á Laugardals vellinum, sem á annað þúsund manns horfðu á var litil spenna að þvi er virtist. Fólkiö sem kom til að horfa á virtist lítiö vilja hafa sig í frammi, en úrslitaleikir í 2. deild hafa oftast verið mjög lífleg- ir bæði leikirnir sjálfir og eins á- horfendurnir, sem mætt hafa og hvatt lið sín til dáða. Fram sótti frá byrjun mun meira en sóknin virtist hvorki þung né hættuleg. Framarar skutu að vísu yfir úr mjög góðu færi fyrir miðju marki og á 25. mín. áttu þeir skot í stöng úr mikilli þvögu í leðjunni við markið. Á 36. mín. kom loksins markið, og það var álit margra að þar hefði Baldur Þórðarson verið fullstrang- ur. Kópavogsmaður braut á Elm- ari Gei. ,syni, vinstri útherja Fram við vítateigslínuna úti,£ hominu og Baldur dæmdi vitaspyrnu. Persónu- lega fannst mér sjálfsagt að dæma vitaspymu, enda var brotið innan| teigs ow dómari ákveður, hvort dæmd skuli aukaspyrnu eða vita- spyma. En ekki voru þó allir á sama máli. Úr þessari spymu skor- aði Helgi Númason örugglega 1:0. Eftir 22 mínútur í seinni hálf- leik áttu Framarar mestallan leikinn gegn örþreyttum Kópavogs mönnum. í bæði skiptin var Hreinn Elliðason, ungur og „gráðugur" miðherji að verki. 1 fyrra skiptið fékk hann laglega sendingu upp miðjuna, sem hafði skyndilega opn azt og hann skoraði fram hjá hinum ágæta markverði Loga Kristjáns- syni og hafði heppnina með sér, boltinn valt í stöng og inn. Hreinn var enn að verki á 35. mínútu, skaut af stuttu færi og skoraði 3:0, algjöra gulltryggingu á 1. deildarveruna næsta ár. Breiðablik ógnaði Fram lítið all an leikinn og undir lokin var bar- átta þess algjörlega að renna út í sandinn, liðið var. greinilega búig með allt sitt úthald. Fram var sterk arí aðilinn í þessum leik, en var sannarlega ekki með knattspymu á boðstólum, sem getur gengið í I. deild, þó oft sé á þá knattspymu deilt. Það er samt ástæða til að óska Fram til hamingju meðþetta„nýja“ 1. deildar lið sitt, því þama er mjög ungt lið á ferðinni, lið sem vænta má nokkurs af, lið sem vænt anlega lætur ekki staðar numið við það eitt „að vera efnilegt." Ingvar N. Pálsson, ritari Knatt- spymusambands íslands afhenti Frömurum bikar þann, ,sem keppt er um og hélt stutta en snjalla ræðu og bað menn hylla sigurveg arana og alla þá, sem þátt tóku í keppninni. Einhverjir hylltu Framarana á þann hátt aö þegar þeir gengu af velli helltu þeir úr kampavínsflösku yfir þá. Sáust kampavínsflöskum- ar nokkrum sinnum á lofti I leikn- um, a.m.k. jafnoft og mörkin komu. Vonandi verður sigurinn þó ekki eins og kampavínsfroða. Það er orðið heldur hvimleitt fyrirbæri aZ sömu liðin séu eins og I föstum áætlunarferðum milli 1. og 2. deildar. Dómari í leiknum var Baldur Þórðarson og dæmdi vel. -jbp.- Theodói, þar að verki með fallegt skot af stuttu færi. ísfirðingar skoruðu sigurmarkið 10 mínútum fyrir leikslok og skor aði Hafþór Sigurgeirsson v. útherji það mark. Sendi Bjöm Helgason, langbezti leikmaður ísfirðinga, bolt ann út til vinstri á vitateignum, en Hafþór skaut viðstöðulaust og fór boltinn með eldingarhraða yfir markvörðurinn efst uppi við þver- slá. Hið unga KR-lið skipað 5 leik- mönnum úr unglingalandsliðinu í sumar gerði góðar tilraunir en tókst ekki aö jafna. ana á 1.42.8 mín., Stoykosvki frá Búlgaríu vann þrístökk á 16.66 metra stökki, en þess má geta að enda þótt það afrek sé meistaramótsmet mundi það ekki nægja til að hnekkja ís- landsmeti Vilhjálms Einarsson ar, sem er 16.70 m. Met voru sett i öllum boðhlaupunum. Frakkar unnu 4x100 metrana á 39.4 sek., Pólland 4 X 400 á 3.04.5 og 4X100 metra boð- hlaup kvenna unnu pólsku stúlkumar á 44.4 sek. 1 110 metra grindahlaupi var Eddi Ottoz frá ítaliu fyrstur og jafn- aði meistaramótsmetið á 13.7 og sama er um 800 metra hlaup kvenna að segja, þar sigraði Vera Nicolic frá Júgóslavíu og jafnaði metið á 2.02.8 mín. í öðmm greinum fóm leikar svo að Breti vann maraþonhlaupið. Heitir sá Jim Hogan og fór því svo að Bretar fara heim meö tvenn verðlaun í stað einna, en í sárabætur eru bæði úr gulli. íslendingar hafa reyndar gert það sama, því fyrir 12 ámm komu tveir gullpeningar heim frá þessu móti og vom það Gunnar Huseby og Torfi Bryn- gerisson, sem léku þaÖ. Og að lokum vann Taisia Tsjentsjik frá Sovétríkjunum hástökk kvenna og Karin Balzer, A.- Þýzkalandi 80 metra grinda- hlaup. Frh. á bls. 4. Skrifstofustarf Opinber stofnun óskar að ráða skrifstofu- mann (fulltrúastarf kemur til greina) til skýrslugerðar. Laun samkvæmt launalögum Fullt tillit verður tekið til menntunar og starfsreynslu. Nauðsynlegt er að umsækjandi geti unnið sjálfstætt. Tilboð sendist Vísi merkt: „2047“ © Sdelmann KOPARFITTINGS KOPARROR 83 i ■ps> ariif | *ifr' él HVERGIMEIRA ÖRVAL OGF&.CO Laugavegi 178, sími 38000.

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.