Vísir - 12.09.1966, Síða 5

Vísir - 12.09.1966, Síða 5
VÍSIR . Mánudagur 12. september 1966, 5 morgun útlönd í morgun útlönd í morgun útlönd i morgún útlönd í morgim útlönd Þingkosningar í Vietnam og Kambódíu Um 80 af hundraði kjósenda i Suður- Vietnam greiddu atkvæði Stjóm Suður-Vietnam tilkynnti í gærkvöldi, að þátttakan í þingkosn- ingunum hefði reynzt miklum mun meiri víða en hægt var að gera sér vonir um og sókn Vietcong til þess að fá menn, með illu eða góðu, til þess að sitja heima, hefði lítinn árangur borið, þar sem um 80 af hundraði kosningabærs fólks i land inu hefði greitt atkvæði, og sums staðar hefði þátttakan komizt upp í 90 af hundraði og jafnvel yfir á stöku stað. Bandaríkjastjórn hefur einnig látið í ljós mikla ánægju yfir þátt- tökunni. Um úrslit er ekki kunn- ugt. Hlutverk þingsins verður að ganga frá nýrri stjórnarskrá. í Bandaríkjunum kom mönnum — í Washington sem annars staö- ar — alveg óv»nt hve kosninga- þátttakan var il, og að sjálf- sögðu hefur þaó vakið mikla á- nægju og gert menn bjartsýnni Einn af ráðunautum Johnsons for Afgreiðslustúlku vantar í nokkra tíma á dag við afgreiðslu í Austurstræti og á Laugavegi 86. PRIM A Símar 41918 og 20254 Stúlka eða piltur óskast til afgreiðslustarfa. KJÖRBÚÐ S. S. Álfheimum 2 seta, Walt Rostow sagði í gær, að þátttaka í kosningum í Bandaríkj- unum, þegar kjósa ætti forseta, væri um 50% að meðaltalý og að- eins um 39% við þingkosningar milli forsetakosninga. Kosningaþátt takan í mörgum þéttbyggðum lands hlutum I Suður-Vietnam (um 83%) væri því furöulega mikil og hlyti öllum að finnast til um svo mikla kosningaþátttöku. Menn hafa víða um heim dregið í efa, að stjórn Suður-Vietnam heföi I rauninni meirihluta þjóöarinnar meö sér. Ef kosningaúrslitin sanna hið gagnstæöa má líklegt telja, að það hafi mikil áhrif á almennings- áiitið í heiminum varðandi Vietnam styrjöldina. KOSNINGAR I KAMBODÍU Þingkosningar fóru einnig fram í Kambodíu og fóru þær ákaflega friösamlega fram. Kambodía er nágrannaland Viet- Nam, fékk sjálfstæði úr hendi Frakka 1955. — Sihanouk prins er sonur konungshjónanna, sem þá voru við völd, en hann tók sér ekki konungstitil, er hann settist í valdastól, heldur er hann kall- aður þjóöhöfðingi Kambodíu. Wilson. Wilson boðar ekki breytta Rhodesiustefnu Harold Wilson, forsætisráðherra Bretlands flytur í dag ræðu á Sam- veldisráðstefnunni um Rhodesíu- stefnu stjómar sinnar. Hann ræddi óformlega við sam- veldisleiðtoga á ráðstefnunni um helgina. Brezka útvapfSið hafði þaö eftir stjórnmálafréttaritara sínum snemma í morgun, aö Wilson myndi ekki boða neina stefnubreyt- ingu, heldur reyna að sannfæra Af- ríkuleiðtogana um, að með stefnu stjórnarinnar væri fariö eins langt og unnt væri og skynsamlegt til að verða við kröfum þeirra, mark- ið væri hið sama, og skoðanamun- urinn ekki eins mikill og þeir vildu telja hann vera, Fjármálaráðherra Zambíu lét svo um mælt í gærkvöldi, að ef það væri rétt sem sagt væri fyrirfram um ræðu Wilsons kynni sendinefnd Zamíu aö hafa skemmri viðdvöl í London en upphaflega var ætlað, en fyrir Samveldisráöstefnuna sagði forseti Zambíu, Kenneth Kaunda, að ef ekki yrði gengið að kröfum Zambíu á ráöstefnunni, myndi hún segja sig úr samveld- inu. Wilson mun því að líkindum beita allri sinni mælskusnilli til þess að sannfæra menn um að stefna brezku stjómarinnar sé hin rétta og skynsamlega. heims- horna milli ► Johnson Bandaríkjaforseti hefur boðað mikinn sparnað á ríkisútgjöldum til innanlands- þarfa eða sem nemur einum milljaröi. Ýmsar aðrar ráðstaf- anir hefur hann boðað gegn vax- andi veröbólgu og mun von á fleiri um áramótin. ► Norskur fréttaritari símar frá Helsingfors, aö á vettvangi finnskra stjómmála minni allt á logn á undan stormi. — öllum sé ljóst, aö stormur nálg- ist, jafnvel ofviöri, en enginn geti gert sér grein fyrir afleið- ingunum, þegar það skellur yfir ríkisstjórnina og þingflokkana. Spurningin sé, hvort samsteypu- stjómin, sem loks tókst aö mynda í vor þrauki, eöa gliöni sundur og til nýrrar stjómar- kreppu komi. M. a. er deilt um uppbætur á landbúnaöarafurö- ir. ► Þaö þykir tíöindum sæta, aö á Farnborough-flugsýningunni brezku, sem nú er haldjn, var aðeins ein ný flugvélartegund til sýnis. Þetta er 25. Farnborough- sýningin og hin mesta, sem hald in hefur verið. Að henni standa brezku flugfélögin. — Nýja flug vélartegundin nefnist „The Is- lander“ (Eyjarskegginn) og er lít il tveggja hreyfla flugvél fram- leidd af Britten-Normans verk- smiðjunum. ► í fréttum frá Stokkhólmi seg- ir, aö í þá átt stefni að komiö veröi á því fyrirkomulagi í Sví- þjóö, aö starfsfólki verði greidd föst laun, en ákvæöisvinnufyr- irkomulagið lagt niður. Þetta stafar af síxaxandi tækni svo aö framleiöslan er æ minna und ir hverjum einstökum verka- manni komin. KOSS FYRIR DE GAULLE Þegar de Gaulle Frakklandsfor- seti var í þann veginn að stíga á þilfar beitiskipsins DE GRASSE til þess að vera viðstaddur mestu kjarnorkusprengingu Frakka til þessa kvaddi þeldökk Tahiti-mær hann með kossi og ekki annað sjá- anlegt en að forsetinn látj þér það vel líka. Hann er nú á leið til Guadaloupe á Kyrrahafi, seinasta viðkomustaðarins í hnattferðinni, eftir að hafa veriö nálægur er sprengd var frönsk kjarnorku- sprengja á Kyrrahafi, 10 sinnum öflugri en sú var, sem lagðj Hiro- shima í rústir í seinustu heims- styrjöld. Útför föður okkar, tengdaföður og afa, JÓHANNS KR. HAFLIÐASONAR, húsasmíðameistara, Freyjugötu 45, fer fram frá Fríkirkjunni miðvikudaginn 14. sept. kl. 13.30. Blóm eru afþökkuð, en þeim sem vilja minnast hans er bent á líknarstofnanir. Hafliði Jóhannsson, Svanfríður Ingibergsdóttir Vigdís Jóhannsdóttir, Einvarður Hallvarðsson, Gunnsteinn Jóhannsson, Steinvör Egilsdóttir, Jón Jóhannsson, Valgerður Guðmundsdóttir og barnaböm.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.