Vísir


Vísir - 28.12.1966, Qupperneq 4

Vísir - 28.12.1966, Qupperneq 4
/ 4 V í SIR . Miðvikudagur 28. desember 1866. SSKLÍ5SB MEÐFERÐ BRUNASÁRA í rfíyndablaðinu „Stern“ 21. febr. | læknis. | 1965, kom fram mjög athyglisverö í greininni segir frá því, að ítalsk grein um þau árangursríku áhrif, sem ísvatn hefur gegn mvndun ur barnalæknir, Dr. Carta frá Peruvia, hafi látið starfsbræður sína brunasára á .húð og er í samræmi hella sjóðandi vatni á vinstri hönd við kenningu pfeigs Ófeigssonar sína en 300 °C heitri olíu úr einni ' Kæling á brunasári. Gáfu fœðingarrúm teskeið á þá hægri. Eftir nokkur augnablik stakk Dr. Carta báðum höndum ofan í fötu með ísvatni í. Árangurinn kom jafnvel starfs- bræðrum Hans á óvart. Eftir tvær stundir var bruninn á vinstri hend inni horfinn, en á hægri hendinni var aðeins daufur roði, sem næsta dag var algerlega horfinn. Engar blöðrur komu í ljós. Með þessum tilraunum vildi Dr. Carta sýna starfsbræðrum sínum hina æva- gömlu og að mestu leyti gleymdu aðferð tii að lækna bruna. Jafn- vel 1600 f. Kr. er um það talað í egypzkum ritum ,að brunasár skuii meðhöndluð með kælingu. Þýzki læknirinn Dr. Lammert ráðlagði árið 1896, að setja strax bakstra vætta köldu vatni eða snjó á brunameiðsli. Árið 1955 getur Rússinn Tcher- marew um góðan árangur af notk- un vatnskælingar á brunameiðsli þótt allt að 50% af húðfleti líkam ans sé skaðaður. „Ég var einu sinni héraðslækn- ir í San Vito Romano, litlum bæ, þegar komið var með 3 ára stúlku barn til mín,“ segir Dr. Carta. „Bamið hafði fallið ofan í bala með heitu vatni í. Ég dýfði barninu strax ofan í bala með köldu vatni og þreif allan þann ís, sern til var í ís- s'kápnum og setti í vatnið. 10 mín. seinna smurði ég brennda húð barnsins með „cartionsmyrsli." Eft ir nokkra daga sáust engin merki um, slysið á húðinni. Að sjálfsögðu verður að gera ýms ar læknisaðgerðir við alvarleg brunameiðsli, þótt meiðslin séu kæld niður með vatni. En það ork ar engum tvímælum, að mikið ör- yggi er f því að hafa við hendina vatnsílát með köldu vatni, þar sem menn fást við vinnu sem valdið getur brunameiðslum. Þeir sem mínnast ennþá efna- fræðitímanna í skólanúm, vita, að efnaskiptin eru hægfara við lágt hitastig og geta jafnvel stöðvazt. Þetta er einníg tilfellið með manns- líkamann Kuldinn hægir á starf- semi líkamsfrumanna. Það hindrar eiturefnin í að komast í blóðið. Að öllum líkindum verður í fram tíðinni, að meira eöa minna leyti notuð kæling við meðhöndlun alvarlegra brunameiðsla. Enn í dag koma slasaðir til lækn- inga vegna brunasára, sem af van- kunnáttu hafa verið meöhöndluð eftir ýmsum ráðum, s.s. að sáldra hveiti á sárið, spritti, feiti, olíu eða öðrum efnum. Fólki finnst oft merkilegt, þegar læknirinn byrjar á því að fjarlægja þessi efni frá sárinu. Kalt vatn, helzt hreint, beint úr krananum, með eða án ísmola, er án efa einfaldasta og bezta skyndi- hjálpin við brunameiðsli. Strax og maður verður fyrir brunameiðsli eða eins fljótt og hægt er, á að kæla meiðslin með því að dýfa þeim hluturp sem meiðzt hafa í vatn láta rennandi vatn streyma á meiðslin, (ekki of sterka bunu) eða leggja við þau blautan bakstur (helzt með ísmolum). Halda verður áfram kæl- ingunni þar til sársaukinn er horf- inn. Það getur tekið fjórðung stund ar og allt upp í margar klst. Síðan skal leita læknis strax og tök eru á. Nokkrar hœkurMenn ingarsjóðs 1966 \ Skömmu fyrir jól afhentu Lions- klúbbur Patreksfjarðar og kven- félagið Sif, Patreksfirði, sjúkrahús- inu á Patreksfirði, fæðingarúm að gjöf. Formaður Lionsklúbbs Patreks- fjarðar, Guðmundur Óskarsson, og formaður kvenfélagsins Sif, frú Kristbjörg Olsen, fluttu ávörp viö þetta tækifæri og skýrðu frá til- drögum þessa máls og þeirri sam- vinnu, sem þessi tvö félög höfðu um útvegun og kaup á fæðinga- rúminu. Að lokum árnuðu þau sjúkrahús- inu og héraðsbúum heilla með gjöf þes^a og afhentu sjúkrahúsinu fæð- ingarúmið til varðveizlu og eignar. Formaður sjúkrahússtjórnar Ásberg Sigurösson, sýslumaður, veitti gjöfinni móttöku og þakkaði, f.h. sjúkrahússins og' íbúa þessá' læknishéraðs, hina höfðinglegu gjöf og þann skilning, og hlýhug og samtök, sem hér væru að verki. Að síðustu tók héraðslæknirinn, Gísli Ólafsson, til máls, og lýsti ánægju sinni yfir gjöf þessari og kvað þetta vera enskt fæðingarúm og vera ••fullkomnasta fæðingarúm sinnar tegundar hér á landi, eftir því sem hann bezt vissi. Hann fór nokkrum orðum um ágæti þess og sagðist vona og óska að héraðsbúar nvtu þess, sem lengst og bezt við góðan oröstír. Viðstaddir afhendinguna voru, sem fyrr segir: Stjórn Lionsklúbbs Pt., stjóm kvenfélagsins Sif, Pt., stjóm Sjúkrahúss Patreksfj., yfir- hjúkrunarkona sjúkrahússins, Þóra Magnúsd., ljósmóðir staðarins, Ásta Gísladóttir, svo og fréttamenn út- varps og blaða. Félögunum tveim sem að þessari gjöf stóðu, svo og fyrrverandi hér- aðslækni, Kristjáni Sigurðssyni, ,sem manna mest vann að útvegun fæðingarúmsins, færa héraðsbúar nlúðar þakkir. J. Þ. E. Stnkk af eftir árekstur En skrásetningar- númerib náðist Á jóladag um kvöldmatarleytið ók Y-bifreið á Renault-bifreið, sem kona stjórnaði, á horni Suður- landsbrautar og Holtavegar. Ren- auit-bifreiðin þevttist út af vegin- um við áreksturinn, en Y-bifreiðin hélt viðstööulaust áfram. — Hafði ökumaðurinn það greinilega i huga, að komast hjá eftirmála vegna árekstursins. -Ökumaöurinn var þó svo óheppinn, að ökumaöur Ö-bif- reiðar sá, hvað gerðist og gat elt Y-bifreiðina uppi og náð skrán- 'ngarnúmeri hennar. Vísi er ekki kunnugt um hvort náðst hefur í ökumanninn, en á-1 stæöa er til að halda, að hann hafi verið ölvaður. Olaðinu hafa borizt nokkrar út- gáfubækur Bókaútgáfu Menn- j ingarsjóðs árið 1966. Fyrst skal nefna að Almanak um árið 1967 ! er komið út. Búið til prentunar ! hafa þeir Trausti Einarsson próf- essor og Þorsteinn Sæmundsson dr. phil., sem er ritstjóri Alman- aksins. Aug alls venjulegs efnis alman- aksins þar sem er innifalin Árbók íslands 1965, skrá yfir helztu at- burði þess árs hérlendis eftir Ólaf Hansson cand. mag. er í ritinu greinin Gervitungl og geimflaugar eftir Þorstein Sæmudsson stjam- fræöi.ng, Transistorinn og aðrar uppfinningar torleiöitækninnar eft ir Örn Helgason mag. scient. — Fleira efni er í ritinu. sem alls er 140 bls. TVTý bók er komin í flokknum 1 ” Lönd og lýðir, Rómanska Am- erika eftir Bjarna Benediktsson frá Hofteigi. Er þar fjallað um mörg þau lönd, sem okkur íslend- ingum eru ekki of vel kunn. Bregð ur höfundur stundum á leik og kemur með gamansögur inn í frá- sögnini. Alls er bókin, sem er XVI bindi í þessum bókaflokki, 287 bls. Híbýlahættir á miðöldum ef ein útgáfubóka Menningarsjóðs á þessu ári. Hana ritar Arnheiður Sigurðardóttir. í formála segir höf undur aö bók þessi hafi veriö í upphafi samin sem ritgerð til meist araprófs í íslenzkum fræðum við Ensku skipbrotsmennirnlr við brottför í gær. Brezku skiphrotsmennir fóru í gcer Brezku skipbrotsmennirnir af togaranum Boston Wellvale, sem strandaði í ísafjarðardjúpi fyrir jól, fóru í morgun- með Loftleiðaflugvél til Glasgow. Þeir fara allir nema skipstjór- iiin, Ðavid Venney, sem er á ísafirði, og háscti sem kviðslitn- aði og liggur enn á sjúkrahúsi á ísafirði. Þegar Loftleiðaflugvélin kem- ur til baka veröa með henni Páil Aðalsteinsson, skipstjóri í Grimsby og fulltrúi frá útgerð- arfélagi hins strandaða togara. Menn frá Landhelgisgæzlunni fóru um borg í Boston Wellvale í fyrradag. Var þá augljóst að alimikið gat var á skipinu, sennilega undir vélinni, énda fellur sjór út og inn í skipiö. Aðstæður til biörgunar eru ekki fyrir hendi nema í góðu veðri. Fréttamaður blaðsins náði •tali af skipbrotsmönnum, þar sem þeir biðu brottferðar í bið- sal Loftleiða. Þeir voru hinir hressustu. Létu þeir vel yfir aðbúnaði hér yfir jólin og sendu kveðjur öllum þeim, sem þeim hafa hiálparhönd rétt. — ÞeiA gerðu lítið úr volki sínu, en kváðust samt fegnir því að vera á heimleiö. Háskóla íslands, en hafi nú verið endurskoðuð og aukin lítiö eitt. 1 bókinni séu lagðar fram nokkrar atþuganir um helztu íveruhús Is- lendinga á miðöldum, skála, stofu og síðar baðstofu, og hlutverka- skiptingu þeirra í daglegu lífi. Nokkrar myndir fylgja bókinni til skýringar. Sumar þeirra eru ekki íslenzkar, en hafa verið tekn- ar með til samanburöar ef þær mættu verða til þess aö varpa nokkru fyllra Ijósi yfir efniö. Er bókin 152 bls. að stærð og prentuð í prentsmiðjunni Odda hf. Bók- band: Sveinabókbandið hf. Mynda mót: Prentmót hf. Á leiksviði er enn önnur útgáfu- bókanna. Er hún fræðslurit um leiklist, eftir Ævar R. Kvaran o. fl. Er þaö einkum ætlað nemend- um í leikskólum og áhugafólki, sem starfar aö leiklistarmálum víða um land. Er bókin 159 bls. aö stærð, prentuð hjá Prentsmiðju Hafnarfjarðar hf. 1 bókinni eru fjölmargar myndir og teikningar. nPvær bækur komu út í smábóka- flokki Menningarsjóðs, nr. 21 og 22. Nefnist fyrri bókin Hugsað heim um nótt, sögur eftir Guö- mund Halldórsson. Er höfundur kynntur þannig aftan á kápu: — „Guðmundur Halldórsson er hún- vetnskur bóndasonur og hefur að mestu dvalizt á sínum heimaslóð- um. Hann gefur nú út sína fyrstu bók. Sagnagerð hans er runnin upp úr íslenzku sveitalífi, eins og því hefur verið háttað frá styrj- aldarlokum, birtir sveitalífið frá sjónarhomi æskumanns sem stend ur á vegaskilum. Hugur hans stefn ir ýmist heirn eða heiman, heim til þess sem var, aö heiman til þess sem orðið er. Á aðra- hönd er kyrrð og fásinna, á hina umrót og hraði". Hin bók smábókaflokksins er Rómeó og Júlía í sveitaþorpinu eftir Gottfried Keller. Þýöandi er Njöröur P. Njarðvík. Ritar þýð- andi um höfundinn í eftirmála og segir m. a.: „Gottfried Keller á sívaxandi vinsældum að fagna sem rithöfundur og Ijóðskáld og verður tvímælalaust að teljast í hópi fremstu rithöfunda á þýzka tungu á 19. öld.Sagan Romeo und Julia auf dem Dorfe á ekki hvað sízt sinn þátt í þessum vinsældum, enda einstök í sinni röð og talin í röð allra snjöllustu sagna í þýzk- um bókmenntum“. Gottfried Keller er svissneskur að ætterni. Er þessi bók hans, sem hér birtist í fslenzkri þýðingji ást- ríðu- og örlagaþrungin ástarsaga, sem látin er gerast í heimálandi höfundarins.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.