Vísir - 26.01.1967, Blaðsíða 16

Vísir - 26.01.1967, Blaðsíða 16
TWtaB Fimmtudagur 26. janúar 1967. y innbrotið í peningaskáp- inn 4. innbrotið á Seyðis- firði síðan á föstudag Umfangsmikiar yfirheyrslur Æði umfangsmiklar yfirheyrslur tanda nú yfir vegna innbrotsins á Seyðisfirði og var ekki séð fyrir 'dann á beim, þegar Vísir hafði "amband við Vilmund Björnsson 'iæjarfógeta •" morgun. Bæjarfógeti ■agði að gætur væru hafðar á ferð- um manna frá Seyðisfirði frá því að innbrotið var framið, sem er ekki mikium erfiðleikum bundiö ■>ví að ekki er um nema eina leið f ræða, bað er yfir Fjarðarheiði sem er ófær öðrum farartækjum en snjóbílum. Þjófurinn er hins vegar ennþá í felum með þýfi sitt, 115 þúsund krónur i peningum og 6 þúsund í narimerkjum. Bæjarfógeti játti því að óvenju nikið hefði verið um innbrot, eða iraunir til innbrota á Seyðisfirði að undanförnu. Síðastliðinn laugar dag var brotizt inn í bensínskúr og stolið þaðan sígarettum og lítils- háttar peningaupphæð. Komizt var mn í skúrinn með því að brjóta bar rúðu Brotinn hnífur, sem fannst á staðnum þótti benda til bess að enskir sjómenn, sem voru á skipi hefðu ef til vill verið þar á ferð, en ekkert er uppvíst um það mál. Á föstudag voru brotnar upp hurðir í tveimur bátum, sem lágu á Seyðisfirði, ekki er vitað í hvaða tilgangi, en þar mun lítið verð- mætt hafa verið að finna í lausu fé. 56 tonna bátur frá Rifi aflaði 1400 I. af bolfiski á síðasta ári Breiðafjarðarbátar búast til netaveiða Vertíðarbátar í Ólafsvík og á Hellissandi eru að búast til neta- veiða. Frá Ólafsvík er búizt viö að rói upp undir 20 bátar í vet- ur, en 12 frá Sandi (Rifi) í vetur. Þrfr bátar hafa aö undanförnu róið frá Rifi með línu, tveir stórir bát- ar og einn lítill dekkbátur, gæftir hafa verið ákaflega stopular, en reytingsafli, þetta frá 5 og upp í 8y2 lest i róðri. Heildaraflinn frá áramótum er orðinn 80 Iestir. Hamar 56 lesta bátur frá Rifi stundaði eingöngu bolfiskveiðar síðastliðið ár, línu og net í fyrra vetur, handfæri stuttan tíma í sum ar og línu í haust. Alls hefur hann á þessum tíma aflaö 1400 tonn, þar af 375 tonn á haust- vertíðinni. — Þetta er athyglis- verður árangur eins báts einkum, ef höfð er í huga hörmungarsaga -h undanfarinna vertíða og vandræði smærri bátanna. — Skipstjóri á Hamri er Sævar Friðþjófss. frá Rifi. 17,4% farþegafjölg un hjá Loftleiðum Árið sem leiö fluttu Loftleiöir 165.645 farþega. Er þaö 17.4% aukning frá árinu 1965, en þá fluttu Loftleiðir 141.051 farþega. Farþegum, sem höfðu viðdvöl á íslandi á vegum Loftleiða, fjölgaöi um 104% frá árinu 1965. Vöru- flutningar jukust um 11%. Nýting Loftleiðahótelsins fyrstu átta mánuöina sem það var starf- rækt eöa frá 1. maí til áramóta var 65.9%. Gestafjöldi var 17.378. Starfsmannafjöldi hjá Loftleiðum var á sl. ári 667. Af þessum hópi störfuðu 142 á aðalskrifstofunni i Reykjavík, 185 í Keflavík og 137 á Hótel Loftleiðir. I áhöfnum félags- ins’ starfa 203 karlar og konur. Listi Sjálfstæðismanna á Norðurlandi vestra Framboðslisti Sjálfstæðismanna i Norðurlandskjördæmi vestra hefur nú veriö birtur í heíld. Frambjóð- endur eru: 1. Séra Gunnar Gísia- son, Glaumbæ, 2. Pálmi Jónsson, bóndi, Akrl, 3. Eyjölfur K. Jónsson ritstjóri, Reykjavík, 4. Óskar Leví, bóndi, Ósum, 5. Þorfinnur Bjama- son, sveitarstjóri, Skagaströnd, 6. Bjöm Daníelsson, skólastjóri, Sauð árkróki, 7. Jóhannes Guðmundsson bóndi, Auðunarstöðum 8. Andrés Hafliðason, forstjóri, Slglufirði, 9. Valgarð Björnsson, læknir, Hofsósi 10. Bjarni Halldórsson, bóndi, Upp- sölum. K0L & SALTsagt upp viðhöfnina Fyrirtækið hefur áfrýjað til Hæstaréttar Fyrirtækinu Kol & Salt var nú um áramótin sagt upp öllu athafnasvæði því, sem það hef- ur haft við höfnina, meö 6 mán aða uppsagnarfresti. — 1 nóv- ember síðastliðnum rann út upp- sagnarfrestur á hluta svæðisins, en bar sem fyrirtækið hafði það aö engu, var hafnarstjóra falið samkvæmt fógetarétti, að bera fyrirtækið út af þessum hiuta svæðisins. — Hefur Kol & Salt nú áfrýjað úrskurði fógetaréttar með tilliti til útburðarins en einnig uppsögn á öllu athafna- svæðinu. Kol & Salt hefur um áratuga skeið haft starfsemina við eystri hluta hafnarinnar og var um- svifamesti innflytjandi kola og salts. — Nú hefur fyrirtækið lagt niður allan kolainnflutning, enda mun lítill markaður vera fyrir hendi í Revkjavík a.m.k. Einnig er nú skipað upp mun minna magni af salti í Reykja- vík, en áöur var gert, en salt- skip send til þeirra staða á land- inu, þar sem það er notað, án þess að skipa því fyrst upp hér. — Mun þetta vera ástæðan fyrir uppsögninni, en mikil þörf er nú almennt fyrir athafnasvæði við höfnina. — Til greina kemur að Kol & Salt verði boðið annað svæði við höfnina. Afmælássýai- ingu L.R. Eýkur í dug Afmælissýningu Leikfélags Reykja vikur í Unuhúsi lýkur í dag, en hún hefur. staöið 10 daga og fjöldi manns komiö að sjá hana. Á sýn- ingunni eru helztu leikminjar, sem varðveitzt hafa á 70 ára ferli leik félagsins, myndir, líkön að leik- myndum og ýmsir munir. Sýningin verður opin í dag or kvöld frá kl. 2 til 6 og frá 8—10 Sjávarútvegsmálaráðherra i viðtali við Visi: Engar auknar togveiðihei innan landhelginnar — Ráðherrann telur sjálfur rétt að veita auknar heimildir, en ekki fært vegna almennrar andstöðu á þingi og i verstöðvum — Mikill hluti hraðfrystihúsaeigenda á móti auknum togveiðiheimildum Eggert G. Þorsteins- son, sjávarútvegsmála- ráðherra, lýsti því yfir í fréttatíma sjónvarpsins í gær, að auknar togveið ar yrðu ekki leyfðar inn an 12 mílna markanna að sinni. Vegna þessara ummæla hafði Vísir tal af ráðherranum í morg un tii r inna hann nánar eftir frét' .m varðandi þetta. — Ég hefi talið siálfur að leyfa ætti auknar togveiöar innan mark- anna þó að ég hefði ekki viljað ganga eins langt og Togara- nefndin lagði til, sagði ráðherr- ann. — Vegna þeirrar gagnrýni, sem fram hefur komið á þessa ráðstöfun um land allt og þar sem sýnt er að meiri hluti al- þingismanna er mótfailinn aukn um veiðiheimildum innan mark- anna, tel ég bæði óeðliiegt og rangt að beita heimildum sem ráðherra hefur samkvæmt lög- um til að hlcvpa togurum og togbátum í ríkara mæli inn fyr- ir mörkin. Það sem hefur komið mér mest á óvart, sagði ráðherrann, er andstaða margra fiskkaup- enda (þ. e. frystihúsaeigenda) gegn auknum togveiðiheimild- um innan markanna. — Stór liður í rekstrarerfiðleikum hrað frystihúsanna er hráefnisskort- ur, en maður skyldi ætla að þessi afstaða hraðfrystihúsaeig- enda yrðj sfzt til að minnka þann skort. Varðandi spurningu hvaða ráðstafanir yrðu nú gerðar til að tryggja áframhaldandi rekstur þeirra togara, sem enn eru rekn ir hér á landi, svaraði ráðherr- ann að nú væri um tvo kosti að velja: Auka fjárhagslega aöstoð við togarana, beint og óbeint. eða hitt að gera ekkert þeim til bjargar sem eflaust ylli þvi að þeim yrði öllum lagt innan tíðar. — Síðarnefnda kostinn taldi ráðherrann þó ekki vera neina lausn. — Viö veröum að nýta til fullnustu þá fjárfestingu sem í togaraflotanum liggur, meðan skipin endast og þá með Framh. á bls 10 VISIR

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.