Vísir - 18.02.1967, Side 1

Vísir - 18.02.1967, Side 1
VISIR 57. árg. - Laugardagur 18. febrúar 1967. - 42. tbl. HEFILBEKKUR í HRAKNINGI Fyrir nokkru barst lögregl- sakaði hinn dulart'ulla kassa, unni vitneskja um það, að heljarstór kassi stæði fyrir utan blokk eina í Hlíðunum og fynd- ist enginn eigandinn að honum. Lögreglan fór á stúfana og rann sem reyndist þá vera hefilbekk- ur, hinn mesti forlátagripur. Kassinn hafði staðið fyrir utan blokkina í 3 daga og enginn Framh. á bls. 10 Unnið er af krafti við hið nýja hús Tollstjóraembættisins við Tryggvagótu. Fyrir nokkru var fyrsta skoflu stungan tekin, en nú hefur verið lokið við að grafa fyrir grunni hússins og i gær, þegar fréttaljós- myndari átti leið um var búið að steypa botnplötu hússins, eins og sjá má á myndinni (Ljósm. Vísis B.G.). Frá framkvæmdum við Búrfell. Félag ísl. iðnrekenda ítrekar íyrri ályktanir um veiöarfæraiönaö Áróður gegn innlendum veiðurfæru■ iðnuði ber vott um þekkingurskort Stjórn Félags ísl. iðnrekenda hefur sent frá sér yfirlýsingu þess efnis, að ■' þeim umræðum, sem hafa farið fram undanfarið um ísienzkan veiðarfæraiðnað, beri mlkið á þekkingarskorti á raunverulegum vandamálum þessarar iðngreinar. — í því sambandi vekur stjórnin athygli á áliti nefndar, sem iðnaöar- málaráðherra skipaði í septem- ber 1964, til að kanna hvort ekki væri tímabært, að íslenzk um vciðarfæraiðnaði yrðu bú- in sömu kjör og öðrum ís- lenzkum iðnaði og hliðstæðum erlendum iðnaði. Nefndina skip uðu fulltrúar eftirtalinna aðila: Landssambands ísl. útvegs- manna, Fiskifélags íslands, Iðnaðarmálastofnunar íslands og Félags ísl. iðnrekenda. Nefndin komst að þeirri niður stöðu af samanburði á starfs- kjörum erlends op innlends veiöarlæraiðnaðar, að veiðar- færaiðnaður væri verr settur hér en sams konar iðnaður er- lendis. Gilti einu, hvert litið var til samanburðar, „íslenzkur veiðarfæraiðnaður er og hefur verig algjör hornreka í atvinnu- Iífi þjóðarinnar", eins og segir í áliti nefndarinnar. Afleiðing- arnar hafa komið berlega í ljós. M. a. voru um tíma starfandi 4 fyrirtæki að gerð veiðarfæra, sem lögðu um skeið skerf til þjóðarbúsins. ,sem torvelt var að meta til fjár. Aðeins eitt þessara fyrirtækia befur haldið velli. Nefndin komst að þeirri nið urstöðu, að sterk rök hnigju að þvi að hér mætti reka sam- keppnisfæran veiðarfæralðnað: 1. Markaður er stór. 2. Vélbúnaður getur verið sá sami og hjá sams konar fyrir- tækjum erlendis. 3. Verð á hráefnum getur ver- ið svipað eða hið sama. 4. Ytri aðstæöur eru hér all- góðar, m. a. með tilliti til fag- lærðs fólks vélaverkstæða til viðgerða o. fl. Til að jafna metin og leiðrétta áralangt misrétti lagði nefndin til, að fyrirtækjum þeim, sem Framh. á bls. 10 Fimm menn vinna við aö endurskoða bókhald Friöriks Jörgensens Dómrannsókn i máli útflutn- j ingsverzlunar Friðriks Jörgen- sen hefur legið niðri nú um j nokkurn tima, þar sem beðiö, er eftir niðurstöðum úr endur- skoðun á bókhaldi fyrirtækisins. i Ragnar Ólafsson endurskoðandi * og hæstaréttarlögmaður hefur j endurskoðunina með höndumJ en eins og stendur vinna 5 starfs | menn hans við endurskoðunina. — Þegar endurskoðun bókhalds j ins er lokið veröur haldið áfram , með dómrannsókn á malínu, | að því er Ólafur Þorlákssonj tjáði Vísi í gær. Endurskoðunin er aðallegal framkvæmd með tilliti til við-* skipta fyrirtækisins við fram- leiðendur sjávarafurða. Jafn- ] framt verður gerð rannsókn á( gjaldeyrisviðskiptum fyrirtæk- isins, vegna gruns um misferli.j Það var Útvegsbankinn, semj Framh. á bls. 10 Brú á Tungnaá í sumar Þyrla Landhelgisgæzlunnar flaug í gær með Pál Flygenring verk- fræðing og tvo menn frá Vega- málaskrifstofunni yfir Tungnaár- svæðinu í blíðskaparveðri. Var ferðin farin til þess að athuga brú- arstæði á Tungnaá, ef til virkjunar gerðar kæmi við Tungnaá. Er ætl- unin að þessi brú verði notuð, þegar fiutningar á rannsóknartæk.i uni fara fram, og má vænta þess að brúarsmíðin hefjist jafnvel í sumar. Myndi brúin verða full- gerð 45 — 50 metrar á lengd. Stað setning hennar verður rétt fyrir neðan Sigöldufossa í Tungnaá, sem er nokkru neðar Tungnárkröks. Undanfarin sumur hafa unnið við Tungnaá flokkar undir stjóm Hauks Tómassonar jarðfræðings hjá Raforkumálaskrifstofunni, • viö rannsóknir. Hafa þess vegna ver- ið lagðir bráðabirgðavegir upp að Hrauneyjarfossi sem er nokkru neðar en Sigöldufossar. Tókst ferðin í gær með ágætum að sögn Páls og var í þeim leið- angri unnin mæling brúarstæðis- ins, sem hefði tekið fjóra daga hefði notkun þyrlu Laldhelgisgæzl unnar ekki komið til. Búrfell: Tveggju mónuðu seinkun „Vongóðir um aö vinna upp töfina“, segir Páll Flygenring, verkfræöingur hjá Landsvirkjun Byrjað er nú á hverju mannvirk- inu á fætur öðru við Búrfell, en þar unnu um sl. ínánaðamót 300 manns. Eru framkvæmdir þó tveim mánuðum á eftir áætlun og komu þær tafir fljótlega eftir að fram- kvæmdir hófust, „en hafa síður en svo aukizt“ á undanförnum mán- uöum eftir þv: sem Páll Flygenring verkfræðingur hjá Landsvirkjun tjáöi blaöinu í gær. Sagðist Páll ennfremur vera vongóður um að hægt sé að vinna þær tafir upp i sumar. Þær mannvirkjagerðir, sem mest eru á döfmni núna við Búrfell, eru bráðabirgðastífla í Þjórsá sem ný- byrjað er á, en þessi bráðabirgðá stifla er rétt fyrir ofan stíflustæð- ið í Þjórsá. Lokið er að mestu við, byggingu mulnihgs- og steypu- stöðvar og nýlokið er háspennu- línu 11 volta, sem lögð var frá að- alrafstöðinni að stíflustæðinu við Þjórsá. Núna er samtals búið að grafa um 350 þúsund rúmmetra af jarðvegi og sprengja um 112 rúm- metra af klöpp fyrir stöðvarhúsinu og búið er að sprengja um það bil 100 metra fyrir aðalgöngunum, en hjálpargöngum er lokið. Einnig er byrjað að grafa út veituskurð uppi við Þjórsá. Þá eru framkvæmdir hafnar við að hreinsa til fyrir einni iarðstíflunni, Bjarnarlónsstíflú, sem á að koma frá veitumannvirkjun- um að Búrfelli. Húsum fyrir eftir- lltsverkfræðinaa er að mestu lokið.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.