Vísir - 18.02.1967, Síða 5

Vísir - 18.02.1967, Síða 5
V í SIR . Laugardagur 18. febrúar 1967. 5 MAO orðinn ^tízkufrömuður4 Mao formaöur og rauöu varðlið- arnir hans láta mikiö til sín taka um þessar mundir, eins og ali- ir vita, og er nú svo komið, aö þeir eru fárnir að hafa á- hrif á tízkufatnað kvenna á Vesturlöndum. irlíkingar af búningi Maos sjálfs og framast má fá, því að þeir eru framleiddir í Hong Kong og þaöan er ekki nema steinsnar yfir til Peking. Mao-búningamir saman standa af dökkbláum nankins- buxum og síðum jökkum, sem eru aðeins ljósari og jafnvel með hvítum teinum og viö þetta á að hafa Mao-húfur með litlu deri. Fjórir geysistórir vasar eru á blússunum, tveir hliðar- vasar og tveir brjóstvasar og er einn vasinn ætlaður kver- inu hans Mao. En þar sem þess er tæplega að vænta að stúlkur hér í vestrinu beri Mao-kveriö á sér, þá eru vasamir tilvaldir fyrir greiöuna, varalitinn og púðurdósina. Einkennisbúningar Mao for- manns og rauðu varðliðanna þykja svo „smart“ að allt út- lit er fyrir að eftirlíkingar af þeim ætli að „slá í gegn“ hér fyrir vestan — í London renna þeir út eins og heitar lummur og herma nýjustu fréttir aö þeir séu komnir á markaðinn í París og Kaupmannahöfn. Táningaverzlanir í London eru famar að selja Mao-bún- inga sem eru eins nákvæmar eft TILBREYTING FRÁ PLOKKFISKI Skorpuiausar hveitibrauðssneið- ar (150 grömm) eru lagðar í mjólk og látnar draga hana í sig og er brauðið siðan stappað saman við fiskinn og laukinn. Fjögur egg, eitt í einu, tvær matskeiöar af kapar (kapers) og 100 grömm af bræddu smjöri sett út í. Pipar og salt eftir smekk. Síðan er þetta bak- að eins og venjuleg eggjakaka og borið fram heitt. Fiskafgangar gcta veriö leiðin legir, en þeir geta líka verið eitt það skemmtilegasta, sem hægt er að fást við í eldhúsinu, því að úr þeim má gera ótrú- legustu rétti. Flestar húsmæður munu nota fiskaíganga í plokk- fisk, enda getur hann verið mik- ill herramannsmatur. En hann getur orðið Ieiðigjam, sé hann haföur oft og þá er um að gera að setja hugmyndaflugið í gang og reyna eitthvað nýtt til til- breytingar. ■ Ef nota á fiskafganga frá há- degismat til þess að búa til úr þeim fiskrétt í kvöldmatinn, þá þarf helzt að taka roð og bein úr fiskinum meðan liann er ennþá heitur. eru fiskafgangar settir út i c, alit látið malla þar til fiskur- inn er oröinn vel heitur. Ör- litlu af sítrónusafa hellt yfir og rétturinn síöan borinn fram með hrísgrjónum. Heitt fisksalat Ef fiskurinn er af skornum skammti má t. d. búá til heitt fisksalat og bera það fram á smjörsteiktu hveitibrauöi. Tvær eggjarauður eru þeytt ar með 25 g hveiti, sem hrært hefur verið út í 3 dl. af fisksoði eða mjólk. Látið sjóða í nokkr- ar mínútur og þeytiö á meðan. 25 g af smjöri bætt út í og siðan er svolitlu ediki, sinnepi, karrí, salti, pipar og sykri bætt i eftir smekk. Ot í þetta eru settir soðnir selleriteningar, hrá ir eplateningar og að sjálfsögðu soðmi fiskafgangamir. Fisksalatið má einnig bera fram kalt og er það þá látiö kólna eftir að kryddið hefur veriö sett í, en á meðan það er að kólna verður að hræra vel í. Fiskréttur með hrísgrjónum Ef afgangar af fiski eru geymdir á ávallt að geyma fisk- soðið því að það kemur oft aö góðum notum, t. d. í þennan rétt: Stór laukur er hakkaður fínt og látinn brúnast á pönnu. Einni teskeið af karrí og einni af hveiti er stráð yfir og þvi blandað vel saman við lauk- inn. Siðan er 2]/2 dl af fisksoði, 1 litlu rifnu epli og örlitlu af sykri bætt út í. Látið malla und ir loki í 10—15 minútur og þá Flsk-eggjakaka Þegar nýta á matarafganga verður mörgum fyrst hugsað til eggjakökunnar og hér em til- lögur að fisk-eggjaköku: 250 grömm af soðnum þorski era hökkuð og stórum fint-hökk uðum lauk blandað saman við. Svona lítur ein útgáfan af Mao-búningum út, '•tKV-. ekki lengur, því aö þau era fal- in bak við stór, dökk gleraugu. En þótt Greta Garbo vilji ekki iengur láta siá hvaö að Sagt er að þeir sem einu sinni hafi séð Gretu Garbo í kvik- mynd gleymi aldrei augum henn ar, þessum augum, sem nú sjást fyrirmynd kvenna um allan heim. Til þess aö ná Garbo-augun- um tekur Twiggy í þjónustu sína augnskugga, gerviaugna- hár „eye-liner“ og annaö þess háttar og hafi einhverjar ís- ienzkar blómarósir áhuga á Garbo-augunum þá sýnir Twiggy okkur hér hvernig hún fer að því að verða „Garbo II“. baki gleraugnanna býr, þá opn um viö varla svo tízkublað að við sjáum ekki augu, sem minna ótrúlega mikið á augu Gretu Garbo. Það eru augu brezku ljósmyndafyrirsætunnar Twiggy, sem er að verða vin- saelasta stúlkan á, forsíðum blaða. Hún er kornung, grönn og bamsleg í vexti, en samt er svo komið aö hún er að verða Handtökin hjá Twiggy eru mörg áöur en „Garbo-augaö“ er orðið fullkomið og síöast teiknar hún „skugga" af neðri augnhárunum. Á efstu myndinni sjáum við augu Twiggy er verkinu er lokið og til hægri sjáum viö mynd af Gretu Garbo sjálfri.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.