Vísir - 18.02.1967, Side 10

Vísir - 18.02.1967, Side 10
 w V í SIR . Laugardagur 18. febrúar 1967. DAUÐASLYS UM BORÐ í JÚPITER Það sorglega slys vildi til um 7-leytið í gærmorgun að 2. vélstjóri á togaranum Júpíter lenti í tann- hjóli á skrúfuöxli fyrir áftan vél togarans og lézt hann þegar. Ekk- ert vitni var að slysinu, en félag- ar hins látna manns komu fljót- lega á vettvang. Var togaranum þegar siglt til Patreksfjarðar, en hann var stadd- ur 45 sjómílur VNV af Látrabjargi, þegar slysið varð. Kom hann til hafnar um kl. 2 í gærdag og hófust sjópróf þegar eftir komuna. Jó- hannes Arason, fulltrúi sýslu- manns stjómaði sjóprófum, sem iauk um kl. 19 í gærkvöldi. Ekkert er vitaö um orsakir slyss þessa, þar eð engin vitni voru aö atburðinum. Nafn hins látna verð- ur ekki birt að svo stöddu, þar eð ekki var búið að tilkvnna öllum ættingjum hins látna um hinn voveiflega atburð. Forsetinn sæntdur heiðursdoktors- nafnbót Edinborg, 17. febrúar. Blöð, útvarp og sjónvarp í Skot- landi hafa birt fréttir og myndir vegna væntanlegrar veitingar heiðursdoktorsnafnbótar Edinborg- arháskóla til forseta íslands. 1 kvöld verður forsetinn gestur Michael Swann, aðalrektors há- skólans. Athöfnin á morgun fer fram í Old College, sem er elzta bygging háskólans, hátt á þriðja hundrað ára gömul og í hátíðasal byggingar- innar, fer athöfnin fram kl. 10.30 að íslenzkum tíma. Viðstaddir verða prófessorar og háskólaráð. Sögur — Framh. af bls. 16 þar margt forvitnilegt fram, t.d. um tæknihlið bókagerðar að fornu og um sögu Skarðsbókar. í bók- ina var valið efni það, sem skemmtilegast er aflestrar, einnig stílfagrir kaflar og nokkrir kaflar, sem gefa hugmynd um trúfræði og hugmyndaheim þeirra manna, sem sögurnar sömdu. Textinn er með nútímastafsetningu. Þá hefur AB gefið út tíundu bókina í Alfræðasafninu. Er það „Vöxtur og þroski“ í þýðingu Bald- urs Johnsen læknis. Einnig „Kor- mákskver“, sem er gjafabók AB til þeirra félagsmanna, sem kaupa sex bækur eða fleiri á ári. ' Fundur hjú Fíateigendum Félag Fiateigenda heldur fé- lagsfund í dag, laugardaginn 18. febrúar, kl. 13.30 í Domus Medica, Egilsgötu 3, og eru allir Fiateig- endur velkomnjr á þennan fund, hvort sem þeir eiga eldri eða yngri árgerðir af Fiat. Stjóm Fiateigendafélagsins vill hvetja alla Fiateigendur til að ganga í félagið, einu skilyrðin fyr- ir inngöngu eru, að viðkomandi sé í Félagi íslenzkra bifreiðaeigenda eða gangi í þau samtök. Ekki Alþýðu- flokkurinn Það slæddist 1 fyrirsögn í fyrra- dag að átök ættu sér stað meðal Alþýðuflokksmanna í Vestfjarða- kjördæmi. Þetta er vitanlega al- rangt, eins og fram kemur við lestur fréttarinnar. Leiðréttist þetta hér með. Stef úr... — Framh. af bls. 16 arar, gerir Gísli sér efnivið úr landslaginu, enda segir hann sjálfur, að allar myndimar á sýningunni séu stef úr lands- lagi. Sumt er sótt í fjörur, ann- að I fjöll og víðlendi heiðanna, urð og grjót og snjór. Kveikjan að þessum verkum er oftast einhvers staðar í hrjúfu lands- lagi Reykjanesskagans, sumt er frá Kleifarvatni, Krýsuvíkur- bjargi og austan úr Selvogi. Þetta eru talsvert mikið stílfærð ar myndir, sumar nærri því að vera abstrakt eins og t. d. „Málverk um holklaka og hrím“ sem prentað er í fullum litum á sýningarskrána. Sýning Gísla verður opin dag lega frá kl. 2—10, til 26. febr. Ófaglærðir — Framh. af bls. 16 þau efni, sem notuð eru í kjöt- iðnaöi. Getur verið um Iífshættu að ræða? I áðurnefndri tilkynningu segir Afhyglisverð þjónusfa Höfum úrval af vinsælum gjöfum, málverk (afborguriarkjör), málverkaeftirprentanir, gamlar bækur og antikvörur. Vöruskipti. Framkvæmum vandaða innrömmun. Málverkasalan Týsg’ótu 3 Sími 17602. að mörg efni sem í kjötiðnaði eru notuð, geti verið lífshættuleg ef óvariega er með þau farið, eða af þekkingarleysi. Félag íslenzkra kjötiðnaðar- manna var stofnað 5. febrúar áriö 1947 og varð því 20 ára þann 5. febrúar sl. Aðalhvatamaðurinn að stofnun félagsins og fyrsti formaður þess var Sigurður H. Ólafsson, en stofn- endur voru 17, víðsvegar að af landinu. Meðal fyrstu verkefna fé- lagsins var að fá kjötiðnað lögfest- an sem iðn. í tilefni af afmælinu mun félag- ið gefa út myndarlegt afmælisrit og minnast þessara tímamóta með hófi í Blómasalnum í Hótel Loft- leiðum í kvöld. Núverandi formað- ur 'félagsins er Amór Einarsson. Skógrækfin — Framhald af bls. 16. lands, en girðingar skógræktarfé- laganna eru 324 kílómetrar og girða 5300 hektara. Reiknað er meö að Skógrækt ríkisins þurfi að end- urnýja girðingar sínar, sem svarar 27 km á ári og fer til þess um 1,3 milljónir króna og er þá van- talið viðhald girðinga hinna ýmsu félaga, sem skortir mjög fé til þess arna. Nytjar af íslenzkum skógum eru næsta litlar, enn sem komið er. Þó voru á síðasta ári seldir 4.500 girðingastaurar, sem er öllú minna en undanfarið og 95 tonn af reyk- ingar og eldiviði. Nokkur jólatré voru seld á síðasta ári úr Hallorms staðaskógi, en skógræktarmenn töldu að ekki liði á löngu, þar til Skógræktin ætti með hægu móti að geta séð landinu fyrir jólatrjám. Heildarútgjöld Skógræktar ríkis- ins á síðasta ári námu um 11 millj- ónum króna, en framlag hins opin bera til hennar nemur 8 milljónum króna. Skógræktinni hafa borizt ýmsar gjafir að undanförnu meðal annars kvikmynd frá Danmörku, sem hing að kemur til sýninga á næstunni. Framkvæmdabankinn hefur einnig gefið upphæð, sem verja á til þess aö gera kvikmynd af íslenzkum skógum. Loks er að geta hins ár- lega framlags Braathens hins norska til skógræktar, en fyrir framlag hans hefur verið ræktað allmikið svæði i Skorradal í Borg arfirði. Hefilbekkur — Framh. af bls. 1 íbúanna viljað kannast við hann. Datt þá mönnum það í hug, að hér kynni nú einhver þjófurinn að hafa ginið yfir meiru en hann hefði svo ráðið við. En við nán- ari rannsókn málsins kom í ljós, að svo var ekki, heldur var hér um að ræða sendingu, sem hafði farið húsavillt. Réttur viðtak- andi kassans bjó ofar i götunni, og beið þar rólegur kassans, þekkjandi venjulegt seinlæti mörlandans. Áröður Öllum þeim mörgu, sem minntust mín á áttræðisafmæli mínu þann 9. þessa mánaöar með skeytum, blómum og dýrum og veglegum gjöfum, votta ég innilegast þakklæti mitt. Jónas Rafnar Framh. af bls. 1 störfuðu að framleiðslu veiöar- færa og efnis til þeirra, yrði greitt nokkurt framlag, er hjálp aði þeim til að laga sig að breyttum framleiðsluaðferðum og breyttri eftirspurn veiðar- færa. Hannes Pálsson forstjóri Hampiðjunnar, hefur einnig sent frá sér greinargerð, þar sem skýrt er frá niðurstöðum athugana Rannsóknarstofnunar iðnaðarins á efnisstyrkleika á innfluttum portúgölskum köðl- um og garni annars vegar, en hins vegar á sömu vörum framleiddum hérlendis. Segir í greinargerðinni, að vörur Hamp iðjunnar hiafi í öllum tilfellum haft meira slitþol, hærra eðlis- slitþol á kíló efnis og minni tognun en hinar portúgölsku vörur, sem teknar höfðu ver- ið til samanburðar. 4 Hinn mikli áróður þeirra hags- muna, sem vilja gera hlut inn- lends veiðarfæraiðnaðar sem minnstan, hefur náð hámarki í ódrengilegum málflutningi og rógi um léleg gæði á framleiðslu vörum Hampiðjunnar, segir Hannes Pálsson í greinargerð sinni. Fimm menn — Framh. af bis. 1 óskaði dómrannsóknar á við- skiptum fyrirtækisins. — Ekki hefur verið óskað eftir dóm- rannsókn á innflutningsverzlun Friðriks Jörgensen h.f. og vifF skipti þess fyrirtækis hafa þess vegna ekki verið tekin til rann- sóknar. — Fyrirtækin tvö eru rekin sem tvö sjálfstæð fyrir- tæki og ekki sömu eigendurnir að báðum fyrirtækjunum, nema að einhverju leyti, sagöi Ólafur Þorláksson. Þess vegna er ekki ástæða til á þessu stigi málsins að rannsaka viðskipti innflutn- ingsfyrirtækisins, en það verður ef til vill gert seinna, ef ástæða þykir til. BíLAKAUP^r I9f ™ Vel með farnir bílar til sölu og sýnis í bílageymslu okkar . að Laugavegi 105. Tækifæri til að gera góð bílakaup.. — Hagstæð greiðslukjör. — Bílaskipti koma til greina. BORGIN Land Rover 1965 Mercedes Benz 220 S Opel Capitan 1959 og '60 og ’65 Commer sendibílar 1964 Zepyr 1955 og ’66 Cortina 1964 Opel Rekord 1958 og ’62. Commer 1963. Skoda station 1965 Taunus 17 M station 1959 og '63 Willys jeppi 1955 Anglia sendibíll 1964 Mercedes Benz 190 1960 Simca Ariane 1963 Bronco klæddur 1966. Tökum góða bíla í umboðssöluj Höfum rúmgott sýningarsvæði innanhúss. , mí'/Vfm umboðið SVEINN EGILSSON H.F LAUGAVEG 105 SIMI 22466 FÉIAGSLÍF K.F.U.M. Á morgun: Kl. 10.30 f.h. Sunnudagaskólinn Amtmanns- stíg. Drengjadeildin Langagerði. Barnasamkoma Auöbrekku 50 Kópavogi. Kl. 10.45 f. h. Drengjadeildin Kirkjuteigi 33. Kl. 1.30 e. h. Drengjadeildirnar (Y.D. og V.D.) Amtmannsstíg og Holtaveg. Kl. 8.30 e. h. Almenn samkoma i húsi félags- ins við Amtmannsstíg. Nokkrir starfsmenn úr unglingadeildum taia. U.D. piltar syngja. Allir velkomnir. BELLA í rauninni er ég steinhætt að reykja. Þetta er sígarettan, sem ég ætia fyrst að reykja í næstu viku. FUNDIR í DAG Bakkfir^ingar í Reykjavík og nágrenni. Skemmtifundur veröur haldinn í minni salnum í Skáta- heimilinu í dag kl. 8.30. Takið með ykkur gesti. — Stjórnin. VISIR 50 Jyrir árum TAPAST HEFUR frá húsi Jónatans Þorsteinssonar EIRPÍPA með vír í gegnum og typpi á endanum. Finnandi er vin samlega beðinn að skila þvi gegn borgun til S. S. Laugaveg 31. 18. febr. 1917. LÆKNAÞJDNUSTA Slysavarðstofan í Heilsuvernd arstöðinni. Opin allan sólar hringinn — aðeins móttaka slas aðra — Sími 21230 Upplýsingar um læknaþjónusti, 1 borginni gefnar I símsvara Læknafélags Reykjavfkur Slm inn er: 18888 Næturvarzla apótekanna í Reykia vík, Kópavogi og Hafnarfirðt ei að Stórholti 1 Sími- 23245 Kvöld- og næturvarzla apótek anna í Reykjavfk 18.—25. febr. Laugavegs Apótek — Holts Apó- tek. Kópavogsapótek er opið alla virka daga kl. 9—19, Iaugardaga kl. 9—14. nelgidaga kl. 13—15 Helgarvarzla í Hafnarfirði laug- ardag til mánudagsmorguns: Kristján Jóhannesson, Smyrlahr. 18, sími 50056. Ráðgjafa- og upplýsingaþjón- usta Geðverndarfélags íslands. Skrifstofa. að Veltusundi 3, sími 12139. Viðtalstímj Fél.ráðgjafa mánud. kl. 4 — 6. Almenn skrif- stofa á sama stað. Opin alla daga nema Iaugard. frá kl. 2 — 3.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.