Vísir


Vísir - 18.02.1967, Qupperneq 12

Vísir - 18.02.1967, Qupperneq 12
12 V1SIR . Laugardagur 18. feDröar xww. Kvikmyncíasaga eftir Eric Ambler Ég sá það. Hins vegar sá ég ekki neina færa leið út úr þeim ó- göngrnn. Hann kveikti sér í annarri sigar ettu. „Áfram nú, Simpson. Þér voruð einmitt komnir svo vel á veg áð- an. Því ekki að halda þá leiö á enda? Annaðhvort er öll þessi saga yöar helber uppspuni, eða þér þeg ið um eitthvert mikilvægt atriði. Hvað er það? Ég er staðráöinn í þvi að komast að því, en það yrði mun auðveldara fyrir okkur báða að þér létuð það uppskátt strax.“ Ég veit hvenær spil er tapaö. Ég fékk mér enn vænan teyg af raki. „Þá það. Hann hafði mig í greip sinni eins og þér nú.“ „Hvernig þá?“ „Hafa grískir og tyrkneskir gert með sér framsalssamning?“ „Hafið ekki neinar áhyggjur af því. Ég er ekki lögreglumaður." Og þá sagði ég honum loks upp alla söguna varðandi ferðaávísan- irnar. Þegar ég hafði lokið henni, kink aði hann kolli. „Ég skil,“ sagði hann. Ekkert annað. Svo reis hann á fætur, gekk fram að dyrunum og drap högg á hurðina, sem var sam- stundis hrundiö frá stöfum. Ég heyrði að hann mælti eitthvað í skipunarróm. Ég þóttist því viss um, aö hann ætti ekki frekar erindi við mig og heföi skipað vörðunum að leiöa mig á brott og loka mig inni í klefa. Ég tæmdi því glasið til vonar o’g vara og stakk eldspýtunum á mig í von um, að mér tækist að halda þeim. Þetta var einhver misskilningur með klefann. Þegar hann hafði lok- ið fyrirskipunum sínum, lokaði hann dyrunum og kom inn að borð- inu. „Ég bauð þeim að koma með einhvern ætan mat,“ sagði hann. Hann settist ekki við borðið, en gekk yfir að símanum og hringdi. Ég kveikti mér í sígarettu og lét eldspýtustokkinn aftur á sinn stað á borðinu og ég held aö hann hafi ekkert tekið eftir þvi. Ég heyrði að hann bað um símtal við númer í Istanbul og mátti heyra það á rödd hans að það var áríðandi. Svo lagöi hann á og kom aftur að borðinu til mín. „Nú skýrið þér mér frá öllu, sem þér vitið um þerman Harper,“ sagði hann. Ég ætlaði þá að hefja söguna aftur frá upphafi, en þá kom á dag inn, aö það voru einkum einstök atriði, sem hann vildi vita nánar. „Þér söigðuð að hann hefði talað með málhreim, sem benti til þess að hann væri Þjóöverji, sem lengi hefði dvalizt í Bandarikjunum. Hve nær komuzt þér að þeirri niður- stöðu? Eftir að þér höfðuö heyrt hann tala þýzku við bílasalann?" „Nei, það staðfesti einungis grun minn.“ „Ef þér heyróuö mig tala þýzku viðstöðulaust — munduð þér þá geta sagt um hvort hún væri móð- urmál mitt eða ekki?“ „Nei.“ „Nú er illt að gera greinarmun á framburði þýzkra á enskunni og þegar tyrkneskir menn tala ensku. Ef yður væri sagt, að Harper væri tyrkneskur að uppruna, munduð þér þá rengja það?“ „Kannski ekki ef það væri full- yrt með sennilegum rökum. En ekki er Harper tyrknes-kt nafn?“ „Ekki er það þýzkt?“ „Gæti verið enskusnúningur á þýzka nafnmu Hipper,“ varð mér að orði. „Það gæti líka verið enskusnún- ingur á tyrkneska nafninu Har- bak.“ Hann yppti öxlum. „Gæti lika veriö dulnefni, og er þaö senni lega. En mér er það mjög í mun að komast að raun um hvort maöurinn gæti verið tyrkneskur." „í sambandi við þessa pólitísku hreyfingu, sem þér voruð að minn ast á?“ „Auðvitað. Allar þessar sprengj ur og öll þessi skotfæri. Sex harð- snúnir menn, búnir þessum vopn- um, gætu látið verulega til sín taka, ef þeir gerðu óvænta árás á einhvern mikilsverðan mann eða menn. Stjómin, sem steypt var af stóli, á sér enn marga áhangendur. Þeir sætta sig illa við hina ströngu stjóm hersins." Ég lét ógert að geta þess við hann, að ég væri ekkert hrifinn af henni heldur þessa stundina. „En við höfum að sjálfsögðu strangar gætur á þeim,“ mælti hann enn. „Ef þeir hyggjast láta eitthvað til sín taka, verða þeir því aö fá utanaðkomandi aðstoð. Þér segið að maður þessi hafi veriö með svissneska franka, vestur-þýzk mörk og bandaríska dollara í fórum -sínum?“ „Já.“ ÞÝZKAR ELDHÚSINNRÉTTINGAR úr harSplasti: Format innréttingar bjóða upp á annað hundraS tegundir skópa og litaúr- val. Allir skópar með baki.og borðplata sór- smíðuð. Eldhúsið faost með hljóðeinangruð- um stúlvaski og raftækjum af vönduðusfu gerð. - Sendið eða komið með mól af eldhút- inu og við skipuleggjum eldhúsið samstundis og gerum yður fast verðtilboð. Ótrúlega hag- stætt verð. Munið að söluskattur er innifalinn í tilboðum fró Hús & Skip hf. Njótið hog- stæðra greiðsluskilmóla og A___ lækkið byggingakostnaðinn. jKíjKrriici HÚS & SKIP .hf .• LAUOAVIOI II • 8 IM1 1181» „Það er að sjálfsögöu ekki ó- hugsandi, að það sem hér er um að ræða, sé aöeins lítið atriði í víð tækri áætlun. Ef svo væri, hlyti að vera allmikið fjármagn á bak við það. Þessi Harper sparaði hvorki fé né fyrirhöfn til að koma þessum vopnum yfir landamærin. Hver veit nema ...“ Síminn hringdi í þessu. Hann þagnaöi í miðri setningu og spratt á fætur til að svara. Það var auð- heyrt að náðst hafði samband við númerið, sem hann baö um í Istan- bul. Ég skildi vart eitt orð af hverjum tíu í því samtali, sem síð- an fór fram. Hann var að skýra ein hverjum yfirboðara sínum frá gangi málsins, svo mikið skildi ég. Ég heyrði n§fn mitt nefnt nokkrum sinnum, hvað mér fannst ekki und- arlegt, en síðan var það hann, sem hlustaði á þann, sem var við hinn enda línunnar, kom aðeins setningu og setningu að endrum og eins. Ég heyrði daufan óm af sterkri rödd hins. Loksins þagnaði ómurinn, Tufan spurði einhvers og fékk gagn ort svar. Þar með var símtalinu lokið, Tufan kvaddi með mikilli virðingu og lagði á og varð litið til mín um leið. „Slæmar fréttir hvað yður snert- ir, Simpson," mælti hann. „Deild- arstjórinn finnur ekki hjá sér neina löngun til að hjálpa yður á einn eða annan hátt. Hann telur brot yðar hið alvarlegasta.“ „Það þykir mér leitt að heyra.“ Annað gat ég varla sagt, að mér fannst. Ég kyngdi vonbrigðunum með vænum teyg af raki. „Hann telur einnig, að þér hafið ekki sýnt okkur nægan samstarfs- vilja,“ mælti Tufan enn. „Mér var engin leið að sannfæra hann um hið gagnstæða." „Ég hef sagt yður alít það, sem ég veit.“ „Það er hins vegar ekki nóg. Við þurfum að fá meiri vitneskju um þennan Harper — hverjir eru í vit orði með honum, hver þessi ungfrú Lipp er og hverjir eigi að taka á móti þessari vopnasendingu, trl hvers á að nota þessi vopn. Ef þér gætuð útvegað okkur þessa vitn- eskju, eða veitt okkur aðstoð til þess, þá mundi málið horfa öðru vísi við.“ „Ein leiðin, sem hugsanleg er til þess að afla þeirrar vitneskju er sú að ég haldi áfram ferðinni til Istan bul á morgun eins og ekkert hafi í skorizt og setjist að í Park Hotel og bíði þess að einhver hafi sam- band við mig. Er það kannski það, sem þér höfðuð í huga að fá mig ti!?“ Hann settist gegnt mér og horfði á mig. „Það er það, sem ég mundi ef til vill segja yður að gera, ef ég treysti yður. Deildarstjóri minn ef ast hins vegar mjög um, að yður sé treystandi. Það er að sjálfsögðu fyrst og fremst fortíð yðar, sem því veldur.“ „Hvernig kemur hún þessu við?“ „Er það ekki augljóst mál? Setj- um sem svo, að þér gerið þessum mönnum viðvart um, að leitað hafi verið í bílnum? Setjum sem svo, að þeir launi yður fyrir það?“ „Launi mér ... ?“ Ég gat ekki varizt hlátri. Senni- lega hef ég verið orðinn talsvert kenndur. „Launi mér fyrir að segja sér að þeir séu undir eftirliti? Er yður al- vara. Þér minntuzt á harðsnúna menn, sem væru reiðubúnir að fórna Iffi sinu. Eins og er, veit ég ekki neitt um neinn þeirra nema Harper. Hann getur verið kominn til Istanbul, en það er eins liklegt að svo sé ekki. En einhver veröur samt að hafa samband við mig þar og taka við bílnum. Hvað geri ég þá? Hvísla í eyra hans — þið verð- ið að flýja eins og fætur toga? í þeirri von, að hann stingi að mér i vænum skildingi áður en hann IF THEV DOWT COME OOT SOOH, VLL GO MAD FROM THE SUSPBNSE... LA MUST CONVINŒ KRONA TD TAKE CHIEFMUVIRO AND HIS VWZIRIS TO HELP HAUL THE GOLD - AND LEAVE JANE AS A 'SIAVS'. I PONT DABE THINK. OFA. GONSEQUENCES 1F KRONATA7LS TO COOPERATE / Tarzan hugsar: „Mér er nú farið að leiðast La verður að telja Krona á að láta Muviro Ég þori ekki að hugsa þá hugsun til enda, biðin. Þau hljóta að koma út bráðum. höfðingja og menn hans bera gulliö með sér, að ráðagerðin mistakist". og einnig að skilja Jane eftir sem ambátt. tekur sprettinn. — Eða að ég bíði þangaö til ég hef kom- izt í samband við fleiri af samsær ismönnunum og segi þeim fréttim- ar, svo þeir géti látið þær berast? Þér gerið yður ekki sjálfur slíka FKjót hreinsun Nýjar vélar Nýr hreinsilögur sem reynist frábærlega vel. Hreinsum og nressum allan fatnað á 45 mínútum. Efnalaugin LINDIN, Skúlagötu 51. BALLET LEI JAZZBALL FRLJARLEIKFIMI Búningar og skór 1 úrvali. ALLAR STÆRÐIR STILLINGAR Fél. ísl. bifreiðaeigenda. starfrækir að Suðurlandsbraut 10 ljósastillingarstöð og er hún opin frá kl. 8—19 daglega nema laugardaga og sunnudaga. - Sími 31100. Fél. ísl. bifreiðaeigenda. ARÞJÓN. USTA Fél. ísl. bifreiðaeigenda. starfrækir vetrarþjónustu með kranabifreiðum og jeppabifreið- um fyrir félagsmenn sína. — | Þjónustusímar eru 31100 og 33614. — Gufunesradíó simi 22384, mun jafnframt aðstoöa við að koma skilaboðum til þjónustunnar. Fél. ísl. bifreiðaeigenda. j ! VETR SNYRTISTOFA Sími 13645 HLI

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.