Vísir - 24.02.1967, Blaðsíða 2

Vísir - 24.02.1967, Blaðsíða 2
1 V í S I R . Föstudagur 24. febrúar 1967. Talið frá vinstri: Matt hías GuðrrAindsson og Ragnar Haraldsson, er kepptu fyrir Tryggingu h.f., Robert Turton og Einar Jónsson, er sigr- uðu í firmakeppninni fyrir Ölgerðina Egil Skallagrímsson h.f., Ragnar Thorsteinsson og Gísli Guðlaugsson, sem kepptu fyrir Skó- söluna og Guðm, Ingi- mundarson fulltrúi Tré- smiðju Birgis Ágústsson ar, sem var eitt þeirra fjögurra fyrirtækja er verðlaun hlutu. HÖFÐU ALDREI vífnkösf Það er heldur óvenjulegt af iið, sem faer dæmd á sig 10 víta- köst fái ekki mörg rnörk á sig úr þeim. KR fékk á dögunum ekkert mark úr 10 vttaköstum í röð, i leikjum gegn Ármanni og Akureyri, Markvörður KR i 2. deild ei Sæmundut Pálsson og varði hann mörg þessara víta, önnur fóru í stengur eða fram hjá, er í 10. tilfellinu truflaði Sæmundur vítaskyttuna svo að skotið gjör samiega mistókst. Sem sagt 10 skotum tókst skyttunuro aldrei að sigra Sæmund. Sæmundur kom tyrst fram á sjónarsviðið í haust með KR handknattleik og enda þótt hann hefji feril sinn nokkuð seint (nær þrítugur), hefur hann náð ágætum árangri í markinu og sýnt vaxandi leikni. Hann hef- ur áður stundað frjálsar íþróttir og knattspyrnu. Tveir iR-ingar skipfu aneð sér meistarastigunum Firmakeppni Tennis- og bad- mintonfélags Reykjavíkur lauk s.l. laugardag í íþróttahúsi Vals. Þau 16 fyrirtæki, sem ósigruð voru, kepptu þá til úrslita, en alls tóku þátt í keppninni um 190 fyrirtæki. Að venju var eingöngu keppt í tviliðaleik karla í úrslitamót- inu, og var keppendum raðað með það fyrir augum, að liðin yrðu sem jöfnust að styrkleika. Viröist það hafa tekizt vel, þar sem flestir leikir voru mjög jafnir og þurfti oft að leika aukalotur til að útkljá þá. Úrslitakeppnin fór fram með útsláttarsniði, og eftir tvær um- ferðir stóðu því uppi 4 fyrirtæki ósigruð. Þau voru: Trygging h.f., Tré- smiðja Birgis Ágústssonar, Skó- salan Laugavegi 1 og Ölgeröin Egill Skallagrímsson h.f. Höföu þá þrjú hin fyrst töldu orðið að íeika aukalotur í flestum sínum leikjum, svo hörð var keppnln. í næstu umferð sigraði Trygg- ing h.f. Trésmiðju Birgis Ágústs- sonar, en ölgerðin sigraði Skó- söluna. Var þá komið aö úrslita- leiknum og erfitt að spá fyrir um það, hvor sigra mundi í þeim átökum. Fyrir Trýggingu h.f. léku þeir Matthias Guðmunds- son og Ragnar Haraldsson, báð- ir slagharðir og sókndjarfir meistaraflokksmenn, en óvanir sem samherjar, en það gilti raunar um alla þá, er saman léku í þessu móti. Fyrir Ölgerðina léku þeir Einar Jónsson, hinn trausti og gamalreyndi bad- mintonmeistari, og ungur Glas- gow-búi, sem hér starfar, Robert Turton að nafni, og er félagi í T.B.R. Fljótt kom í ljós, að þeir Einar og Robert féllu betur sam- an, þótt aldrei hefðu þeir áður sézt, enda hefur það löngum verið einn af mörgum hæfileik- um Einars í íþróttinni, að eiga létt með að samstilla leik sinn og samherjans. Þeir Einar kom- ust í 6:1 í upphafi en þeim Matthíasi og Ragnari tókst með miklum sóknarþunga að snúa taflinu naumlega sér í hag, 7:6. Einar fann þó brátt nýjar sókn- arleiðir, og skoruðu þeir félagar 6 síðustu stigin í lotunni. Vann Ölgerðin þar með fyrri lotuna 15:9. Síðari Iotan var mun jafnari. Trygging h.f. skoraði 4 fyrstu stigin. Þá komst Ölgerðin í 6:4, 7:5 og 10:8 og munaði loks ekki nema hársbreidd, að leika þyrfti aukalotu, en leiknum lauk með sigri Ölgerðarinnar 15:14. Mótið fór allt hiö bezta fram undir stjórn Lárusar Guðmunds sonar formanns keppnisráðs. Að keppni loklnni efndi T.B.R. til kvöldskemmtunar í félags- heimili Kópavogs, þar sem verð- laun voru afhent bæði fyrir- tækjum og keppendum. En þau 4 fyrlrtæki sem lengst náðu í keppninni fengu fagra farand- gripi að verðlaunum. Þá afhenti formaður T.B.R., Kristján Benediktsson, 3 félags- mönnum gullmerkí T.B.R. fyrir farsæl störf í þágu félagsins og góðan árangur í keppnum. Að þessu sinni hlutu gullmerkiö þeir Emil Ágústsson, Guðmund- ur Jónsson og Kolbeinn Krlst- insson. Hafa þá ails 34 félagar T.B.R. verið heiðr-aðir á þennan hátt. Bréf frá London: Fulltrúi Rslands í Alþjóða olympíunefnd Eftirfarandi hefur borizt frá, Birni Bjömssyni í London: „Herra ritstjóri! I grein í blaði yðar frá 15. des. 1966, er minnzt á „FULLTRÚA OLYMPÍUNEFNDA NORÐUR- LANDANNA FIMM“,“ sem hefðu verið á fundi í OSLO nýlega og að GÍSLI HALLDÓRSSON forseti ÍSÍ,! hafi verið fulltrúi íslands þar, enj Benedikt heitinn Waage gegndij fulltrúastarfi fyrir ísl. Olympíu-Í nefndina um árabil, eins og kunn-! ugt er, en fulltrúi i hans stað hef- • ur enn ekki verið tilnefndur .. Má ég vinsamlega benda á, að' formaður ÓLYMPÍUNEFNDAR ÍS- j LANDS er BIRGIR KJARANl (NATIONAL OLYMPIC COMM- ITTEE). Fulltrúi íslands í AL- ÞJÓÐANEFND OLYMlULEIK- ANNA var Benedikt heitinn Waage (INTERNATIONAL OLYMPIC COMMITTE). Sá fvrri er kosinn af viðkomandi aðiljum í hverju landi, vanalega fyrir hverja OLYMPÍU- LEIKA, en hinn síðarnefndi er kosinn af ALÞJÓÐNEFNDINNI sjálfri, og er ævistarf. Fráfarandi meðlimur hefur leyfi til að til- nefna „arftaka“ sinn, en ekki veit ég hvort BENNO vinur minn gekk þannig frá málinu. Virðingarfyllst Bjöm Björnsson“. Það fór eins og vænta mátti að ÍR-ingarnir Júlíus Hafstein og Er- lendur Valdimarsson unnu stökk- greinarnar á unglingameistaramóti Islands innanhúss, sem fram fór í íþróttahúsi Háskólans um síðustu helgi. Nokkra athygli vekur hin slælega mæting skráðra keppenda til mótsins. Áf skráðum keppend- um i stökkgreinamar fjórar mættu aðeins 19 af 32 skráðum. Júlíus Hafstein, ÍR. vann lang- stökk án atrennu, stökk 3.01 metra, en annar varð Bergþór Hajldórsson, HSK, 2.97 Erlendur Valdimarsson, IR, stökk 2.96. Þri- stökk án atrennu vann Júlíus sömu leiðis, stökk 9.11, Páll Dagbjarts- son, iR, varg annar með 8.92 og Bergþór Halldórsson, HSK, þriðji með 8.89 metra. Erlendur Vaidimarsson, ÍR, vann hástökk án atrennu, stökk 1.55 metra, en jafnir urðu þeir Páll Björnsson, USAH, og Bergþór Halldórsson, HSK, stukku 150 metra Var hlutkesti varpað um önnur verölaunin og kom upp hiutur Páls. Erlendur vann hástökk með atrennu og stökk 1.80 metra. Bergþór Halldórsson, HSK, 1.70 og Rúnar Steinsen UBK, þriðji með 1.70 metra. Fresta varð kúluvarpinu, þar eð kúluvarpshringurinn reyndist vera i viðgerð. þegar til átti að taka. Áætlunarflug með Boeing 727 hefst 1, júlí Tryggið farítíma Áætlunarflug Boeing 727 þotu Flugfélags íslands hefst 1. júlí. Flugfélagið vill vekja athygli væntanlegra viðskiptavina á, að þeir geta tryggt sér far nú begar með Boeing 727 hjá Flugfélagi Islands ög öllum IATA ferðaskrifstofum. Boeing 727 mun halda uppi áætlunarflugi á flugleiðum félagsins milli landa. Aukinn hraði og þægindi. Flugtimi;___________________________ ReykjaVík —Kaupmannahöfn 2 klst. 40 mín. Reykjavík —London 2 klst. 30 mín. Reykjavík-Oslo 2 klst. 10mín. Reykjavík-Glasgow 1 klst. 50 mín. FLUGFÉLAG ÍSLANDS ICEL/K/VDJVIH FLUCFELAC. wg727i nBTuzxtw m

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.