Vísir - 31.03.1967, Síða 2

Vísir - 31.03.1967, Síða 2
2 V í SIR . Föstudagur 31. marz 1967. Verða það 5 metrar í Laugardals- höllinai / kvöld? Segja má að brotið verði blað i sögu frjálsra íþrótta innanhúss í kvöld, þegar Meist- aramót íslands hefst í Laugar- dalshölllnni. Er hér um mikla breytingu að ræða, sem gerir það m. a. að verkum að hægt er að keppa með ailgóðu móti í hlaupagreinum, — og stangar- stökk er vel hægt að iðka f höllinni, og f því tilefni var hingað boðið bandaríska stang- Knattspyrnufélagiö VÍKINGUR ÁRSHÁTÍÐ félagsins verður haldin í Sigtúni laugardaginn 1. aprfl n.k. og hefst með borðhaldi kl. 7.30. Fjölbreytt skemmtiatríði: Hemmi og Villi, Ám5 og Klemenz — og ? Aðgöngumiðar fást í Söebechsverzlun Háaleltisbraut og S.Í.S., Austurstræti, og viö innganglnn. Nefndin Aðalfundur Verzlunarbanka íslands h.f. verður haldinn í veitingahúsinu Sigtúni laugardaginn 8. apríl 1967 og hefst kl. 14.30. Dagskrá: I. Aðalfundastörf. 1. Skýrsla bankaráðs um starfsemi bankans síðastliðið starfsár. 2. Lagðir fram endurskoðaðir reikningar bankans fyrir síðastliðið reikningsár. 3. Lögð fram tillaga um kvittun til banka- stjóra og bankaráðs fyrir reikningsskil. 4. Kosning bankaráðs. 5. Kosning endurskoðenda. 6. Tekin ákvörðun um þóknun til bankaráðs og endurskoðenda fyrir næsta kjörtímabil. 7. Tekin ákvörðun um greiðslu arðs. II. Lögð fram tillaga bankaráðs um hlutafjár- aukningu. m. Lögð fram tillaga bankaráðs um stofnun stofnlánadeildar við bankann ásamt tillögu að reglugerð fyrir hana. Aðgöngumiðar og atkvæðaseðlar til fundar- ins verða afhentir í afgreiðslu bankans. Bankastræti 5 Reykjavík miðvikudaginn 5. apríl, fimmtudaginn 6. apríl og föstudag- inn 7. apríl kl. 10-12.30 og 14-16. Reykjavík 30. marz 1967 f bankaráði Verzlunarbanka íslands h.f. Þ. Guðmundsson Egill Guttormsson Magnús J. Brynjólfsson arstökkvaranum Dennis Phillips frá Oregon •' Bandaríkjunum. örugglega mun þessi frábæri stangarstökkvari aðal„númer“ keppninnar, enda hefur hann stokkið 5.09 utanhúss og 5.03 inni, og er hann einn af fremstu stökkvurum heims eins og gefur að skilja. Glerfíberstöngin hefnr veriö notuð hér á landi í nokkur ár, en stangarstökkvarar okkar hafa ekki náð neinum tökum á henni, enda sýnir árangurinn það. Nú fáum við í fyrsta sinn að sjá hvemig trefjastöngin er notuð af „fagmönnum" og ná þeir ótrúlegri sveigu og notfæra sér kraftinn sem myndast ó- trúlega vel. Á meistaramótinu sem hefst kl. 20.15 i kvöld verður keppt í stangarstökki (aukagrein í kvöld), kúluvarpi, 600 metra hlaupi, langstökki án at- rennu, 40 metra hlaupi, þrl- stökki án atrennu og 40 metra hlaupi kvenna og langstökki án atrennu fyrir konur. Á morgun hefst keppnin kl. 15.30. Þá veröur keppt í stang- arstökki, hástökki án atrennu, hástökki með atrennu fyrir konur og karla, 40 metra grinda- hlaupi, 1000 metra hlaupi og 40 metra grindahiaupi kvenna. Sjötta umferö f ensku bikar- keppninni, verður leikin laugar- daginn 8. apríl n.k. Rétt fyrir páska var útséð um, hvaða lið leika saman í þeirri um- ferð. Leeds sigraði þá Sunderland í þriðju tilraun 2—1. Leikurinn var mjög harður og grófur, þegar Johnny Giles, hafði skorað annað mark Leeds, úr vítaspyrnu, sner- ist leikurinn : hrein slagsmál. Dóm- arinn varð að vísa tveimur leik- mönnum Sunderlands af velli, fyrir mjög gróf brot. í annarri umferð sigraði 1. deild- arliðið Nottingham Forest þriðju deildarliðið Swindon Town með 3:0. Liðin sem Ieika saman í sjöttu umferð eru þessi: Chelsea—Shef- field Wed. — Leeds—Manchester City — Tottenham—Birmingham og Everton—Nottingham Forest. Þessi mynd var tekin um paskana f brekkunm fyrir ofan IR-skálann i Hamragili, en fjöldi manns var þar vlð skíðaiðkun. Fjórðungsglíma Vestfirðinga- f jórðungs Fjórðungsglíma Vestfirðinga- fjórðungs verður háð í Stykkis- hólmi sunnudaginn 2. april kl. 2 e.h. Ungmennasamband Snæfellinga sér um glímumótið. Keppt verður um fagran silfur- bikar sem Sigurður Ágústsson’, al- þingismaður hefur gefið til keppn- innar. Auk þess verða þrenn verð- laun veitt. Þetta er í annað skipti sem Fjórðungsglíma Vestfirðingafjórð- ungs er haldin. Ræða sameigin- leg mál varðandi Olympíuleikana Íslandsglíman hóð 30. apríl • Islandsglíman verður háð að þessu sinni 30. apríl. Þátttöku- tilkynningar skulu sendast til Rögnvalds Gunnlaugssonar, Fálkagötu 2, fyrir 22. apríl n. k. Glímudeild KR mun sjá um mótið. Norðurlöndin fimm munu senda fulltrúa sína í Olympíu- nefndunum til Kaupmannahafn- ar um miðjan aprílmánuð Verða þá rædd ýmis sameigin- leg hagsmunamál landanna varð andi þátttöku í Olympíuleikun- um í Mexikó sumarið 1968 og vetrarleikana í Grenoble í Frakklandi. Eitt aðalmálið verður það hvernig leysa ber ferðalög hóp- anna fimm á sem hagkvæmast- an hátt, en undanfarin ár hafa Norðurlöndin ferðazt saman og sparað mikið fé á þeirri ráð- stöfun. Ekki er vitað hver verður fulltrúi Islands á fundinum að þessu sinni og samkvæmt dönsktem blaðafregnum var bú- ið aö tilkynna nöfn allra fulltrú- anna nema Ísland3. Síðast f apríl verður fundur í Alþjóðaolympíunefndinni í Teheran. J

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.