Vísir - 31.03.1967, Side 4

Vísir - 31.03.1967, Side 4
* LEIÐIN TIL stórra hlutverka í kvikmyndum eða á leiksviði ligg ur, fyrir flestar manneskjur, gegnum fjölda smáhlutverka. — Nokkrar undantekningar eru þó frá reglunni, eins og vera ber. í þeim tilfellum er um að ræða fólk, sem þekkt er fyrir eða hef- ur til að bera svo frábæra hæfi- leika, að þeir dyljast engum. Systir Jacqueline Kennedy heit ír Lee Radziwill og leikur hún að- alhlutverk í „The Philadelphia Story“, sem frumsýnd verður í júní í Chicago. Sagt er að hún fái himinháa peningasummu fyrir leik sinn. Katherine Hepbum lék áöur þetta hlutverk, þegar stykk- ið var sýnt. * GIORGIO RINALDI, sá, sem handtekinn var á Ítalíu fyrir njósnir nú fyrir skömmu, hefur mælzt til þess, að hann verði fluttur úr fangelsinu í Turin, sem er í umsjón ríkisins. Vill hann heldur vera í gæzlu hjá Tiernum, því hann heldur því fram að sótzt sé eftir lífi hans ,vegna þess að hann viti of mikið. -K ÞEIR, SEM einkum hafa legið Ronald Reagan ríkisstjóra Cali- forníu á hálsi fyrir sparnaðarað- gerðir hans, hafa nú æst sig upp yfir því, að hann skuli hafa pant að nýtt gólfteppi á ríkisstjóra- bústaðinn. Teppið á víst að kosta tæpar milljón krónur. iio'A r .íotsief.jiiáke m .iíim... „ .O' Móðirin Jacqueline og dóttir hennar Jeanine, sem hækkaði útvarpið. Bróðirinn Louis er ákærður fyrir að hafa keypt rottueitrið í slæm- um tilgangi. Marguerie Bartrand. Sonarsonur hennar kyrkti hana meðan dótturdótturin hækkaði útvarpið. Marie Letondeur ásamt Jacqueline, sem svo byrlaði henni seinna eitur. r Fjölskylduráöið hafði tekið á- kvörðun sína: Föðurmóðirin og móðurmóöir skyldu deyja, því þær voru aðeins til byrði, og í- þyngdu fjölskyldunni. — Tvö bamaböm voru útnefnd til að vera böölar þeirra. Um þessar mundir kemur fyrir rétt í borginni Rouen í Frakk- landi eitt hryllilegasta morðmál, sem sögur fara af. Sex systkin og móðir þeirra eru ákærð fyrir að hafa rutt úr vegi tveim ömmum sínum. Fyrra morðið Föðurmóðirin, hin áttræða Mar ie Letondeur, var myrt eftir sam- antekin ráð fjölskyldunnar árið 1959, því dótturdóttirin kvartaði undan því að hún hefði enga möguleika til þess að giftast, ef hún þyrfti sýkn’t og heilagt að annast um ömmu sína. Henni var þess vegna gefið rottueitur í mat sínum. Dóttir hennar, hin 35 ára gamla Jacqueline, sá um það. Seinna morðið Aftur kom fjölskyldan á rök- stóla árið 1963 og í það sinn voru móðurmóðurinni brugguð bana- ráð. Hin 73 ára gamla amma var kyrkt af dóttursyni sínum, Franc ois, en systir hans hækkaði út- varpið svo neyðaróp gömlu kon- unnar heyrðust ekki. Ákæruvaldiö er visst í sinni sök og telúr, að öil systkinin séu samsek og móðirin líka. Föðurn- um hefur þó verið haldið utan viö ailar ákærur og jafnvel álitið aö hann hefði orðið næsta fórn- arlambið ,ef yfirvöldin hefðu ekki komizt í málið og gripið í taum- ana. Drykkjuskapur, fáfræði og venjuleg heimska eru talin eiga þarna sök í þessu máli, sem flett hefur ofan af furðulegu fjölskyldu ■ Iífi. Það hefur komið í Ijós, að af- inn, sem látinn er fyrir nokkrum árum, er faðir dótturdóttur sinn- ar. Jacqueline. En hún er gift þýzkum frænda sínum. Francois Letondeur kyrkti ömmu sina. Veiðar í landhelgi Eftirfarandi bréf hefir borizt um sjávarútvegsmál: „Þrándur minn. Ég skrifa þér þessar línur um þaö, sem mér liggur á hjarta, þar eð þú hefir oft minnzt á ýmis sjávar- útvegsmál í þáttum þínum. En þið blaðamenn hugleiðið gjarn- an oft um léleg aflabrögð og slæmt veðurfar, og það ekki aö ástæðulausu. T. d. er útkoman sú í stærstu verstöð landsins, Vestmannaeyjum, að aldrei hef ir það verið jafnslæmt. Útkom- an á netjabátunum er vægast sagt hroðaieg og veiðafæratap- 13 gífurlegt. Eina jákvæða út- koman er hjá togbátunum. Þeir hafa krafsað dálítið upp, miðað viö útgerðarkostnaðinn. Það hlá lega vlð þann útveg er bara að þeir geta alis ekki veitt á lög- legan hátt, sem sé, þeir geta ails ekki veitt á öðrum svæö- um en beim, sem eru forboðin, þ. e. a. s. innan landhelgi, inn- bátar ekki veiddu innan land- helgi væru bessar veiðar minni bátanna ekki möguiegar. Og þetta veit hver maður, sem um arnir eins legið í höfn. Viðkom andi mönnum finnst að þarna stangist á lagalegur og siðferð- islegur réttur til fiskveiða. an um netabátana, til stórskaða fyrir báða ~"!!a. Togbá hafa því við fleiri vá a. eí ja en slæmt veð- urfar og aflatregðu. Þeir geta átt á hættu að lenda í klónum á varðskipunum fyrir óiöglegar veiðar í landheigi. Ef þessir menningsaiiuo, ao log niuni ekki ná yfir landhelgisbrjótana, jafnvel þó þeir séu teknir að ólöglegum veiðum, því að allir vita að togveiðarnar byggjast á veiðum innan landhelgi, og ef það væri ekki gert gætu bát Þetta finnst mér vera aldeil- is skrípaleikur á ferðinni. Stað- reynd er að bæði togveiðimenn og netjaveiðimenn hljóta hvor- ir tveggia að eiga rétt á sér, en þar sem erfitt er að láta þá fiska á sömu svæðum, án þess að gera stóran skaða á veiðar- færum sjálfs sín og annarra, hlýtur að verða að skipta upp veiðisvæðum aö einhverju leyti á milli þeirra. Útvegurinn geng- ur það illa yfirleitt, að ekki er fært að banna bær veiðar, sem helzt eru arðbærar, og ófært er að grundv.skilyrðin séu þann- ig, að allir séu gerðir að af- brota- og óbótamönnum, sem reyna að krafsa sig iákvætt á- fram. Þarna hlýtur Iöggjafinn að gripa inn í á jákvæöan hátt. Er bað ekki augljóst ? Þ.G.“ Ég þakka bréfið, en ég er ekki nægilega kunnugur aðstæð um til að leggja til málanna. En ég hefi heyrt þessar skoð- anir bréfritara úr fleiri áttum. Þrándur í Götu.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.