Vísir - 02.05.1967, Blaðsíða 2

Vísir - 02.05.1967, Blaðsíða 2
2 V í S IR. 'Þriðjudagur 2. maí 1967. Armann fékk hlandsbekið / fímmtánda sinn Sflæfellskur glímumaður vakti mesta athygli Ármann J. Lárusson úr Breiöabliki £ Kópavogi vann islandsglímuna í 15. sinn um helgina. Hann lagði alla sina keppinauta að venju, og viröist fátt ætla að koma 1 veg fyrir sigra hans í glímumótunum. Ámannn varð þó að ganga halt- ur til formanns KR að glímu- lokum til að fá íslandsbeltið afhent. Mesta athyglina í þessari glímu vakti þó Sveinn Guð- mundsson, snæfellskur glimu- maður, sem hefur glímt hér í Reykjavík áður fyrir Ármann. Sveinn er fjölbrögðóttari en gerist um aðra glímumenn og kemur sífellt á óvart. Hann mætti til glímunnar nokkuð seint og kom beint úr lýjandi ökuferð vestan af Snæfells- nesi, en sýndi sannarlega til- þrif, sem áhorfendur kunna aö meta. Hann varð annar í glím- unni. Talsverða athygli vakti það að ágætur glímumaður hætti í glímunni hálfnaðri í mótmæla- skyni við dómara. Taldi hann Sigtrygg hafa nítt sig niður og var það álit flestra áhorf- enda aö svo hefði verið. Setti þetta leiðan blæ á giímuna. KEFLA VIK gekk illa að skora gegn HAFNARFIRÐI — en mark Jóns Jóhannssonar tryggir nær sigur Keflvikinga jbó tveir leikir séu eftir Keflvíkingar þurfa nú aðeins eitt stlg til að sigra í litlu bikarkeppn- inni í knattspyrnu í tveim leikjum, sem þeir eiga eftir, til að vinna mótið. Um helgina gekk þeim illa að ná báðum stigunum í Hafnar- firði, — en það tókst þegar Jón Jóhannsson skoraði 1:0, eina mark' leiksins, þegar eftir voru 15 mín- útur af leiknum. Markið skoruðu Keflvíkingar Óskar 3. í Norðurlonda- mótinu í Eyftingum Óskar Sigurpálsson varð þriöji í Noröurlandamótinu í lyftingum um helgina, en það fór fram í Stavanger í Noregi. Hann tók þátt í léttþungavigt og Iyfti samtals 400 kg. (130— 115—155), en sigurvegarinn Finninn Karlo Kanganniemi lyfti 460 kg. og Svíinn Bormann 412.5 kg. il eftir ítrekaöar tilraunir og höfðu Hafnfiröingar tvívegis bjargað á línu. 1 sókninni, sem markið var skorað í haföi Jón Ólafur átt dauðafæri og Einar Gunnarsson annað tækifæri. Loks þegar nýliði á hægri kanti gaf fyrir til Jóns Jóhannssonar tókst að skora úr- slitamarkið. Staöan í litlu bikarkeppninni er nú þess: Keflavík 4 4 0 0 Akranes 4 12 1 Kópavogur 4022 Hafnarfj. 4 10 3 Næstu leikir eru á fimmtudag- inn. Þá leika Keflavík og Kópa- vogur í Keflavík og e.t.v. Akranes og Hafnarfjörður, þó ekki endan- lega ákveðið því að Akranes átti að leika við Reykjavíkurúrval þann dag samkvæmt mótaskrá. Jón Árnason, þrefaldur íslandsmeistari — hér með | dóttur. Þau unnu tvenndarkeppnina og Lovísa vann — án keppni. Lovísu Sigurðar- tvíliðaleik kvenna Jón Árnason þrefaldur sigurvegari Fjölmennt og velheppnað badmintonmót um helgina 0 Jón Árnason varð þrefaldur íslandsmeistari í bad- 0 minton um helgina, vann í öllum greinum meist- 0 araflokks. í 1. flokki „kópíeraði“ Friðleifur Stef- 0 ánsson þetta, var sigurvegari í Öllum greinum og 0 verður því á næsta ári meistaraflokksmaður. Jón vann Óskar Guðmundsson | ari Guðjónssyni lenti hann í hörku- heldur auðveldlega í einliðaleikn-! keppni við þá KR-ingana Óskar Varpaði kúlunni 17.20 innanhúss 1 kvennakeppninni varð þaö leiðinlega slys aö Rannveig Magn- úsdóttir varð aö hætta keppni og urðu þær Hulda Guðmundsdóttir og Lovísa Siguröardóttir íslands- meistarar án keppni. Rannveig var aö hita sig upp fyrir keppnina, þegar vöðvi slitn- aði. Mun hún hafa staðið alllengi kyrr og horft á keppnina áður en til hennar kasta kom og kólnaö upp, sem getur verið hættulegt um en í tvíliðaleiknum með Við-í. Guðmundsson og Reyni Þorsteins- fyrir átök híá íþróttafólki. : son. Varð þriðji leikur aö skera; Það skemmtilega viö þessa keppni j úr um sigurinn og unnu þeir Jón! var annars blómleg þátttaka kepp- J og Viðar þá meö naumindum. j enda hvaðanæva af landinu og sér- i Loks vann Jón í tvenndarkeppn- j staklega var gaman að sjá ungl- ] inni meö Lovísu Sigurðardóttur! ingana, sem margir hverjir eru j’í mjög léttilega gegn þeim Lárusij mjög efnilegir. Meira af slíku og /! Guðmyndssyni og Jónínu Nieljohn- j þá er badmintoníþróttin á góðri ; íúsdóttur. * leiö sem keppnisíþrótt. Guðmundur stendur við „loforð Sérstaka athygli mína vöktu þó Haraldur Kornelíusson, sérlega skemmtilegur og efnilegur leik- maður, sem eflaust á eftir að velgja núverandi meisturum undir uggurtr þegar fram í sækir, og þeir bræð- urnir Finnbjörn og Björn Finn- björnssynir. Hvorugur mun þó hafa getað æft sem skyldi. Björn starfar í Keflavík hjá Loftleiðum en Finnbjörn er við nám í Reyk- holti og enda þótt hann hafi tekið tvo spaða með í skólann tókst honum ekki að smita félaga sína og hafa spaðarnir þv; ekki komið að notum. Marga fleiri unga menn væri ástæöa til að nefna, en við látum þessa þrjá nægja í bili. — jbp — l! Guðmundur Hermannsson ætlar ekki að gera það endasleppt i kúluvarpinu. Um helgina stóð hann við 17 metra „loforð“ sitt í viðtali, sem birtist hér á síðunni i síðustu viku. Á innanhúss- móti ÍR og KR varpaði Guðmundur lengst 17.20, sem er frábær árangur innanhúss með leðurkúlu, þegar þaö er tekið með i ratkniruunn að leðurkúlan háir kösturum mjög, — oft reiknað með að menn kasti leðurkúlu 50 sentímetrum styttra en ella. ^ Guömundur átti mjög góða „seríu“, kastaði tvívegis yfir 17 metrana í gildum köstum, — 17.20 og 17.02, en tvö köst átti hann ógild, sem voru vel yfir 17 metra strikið. Kópavogur cg Akranes enn jöfn með 2:2 Kópavogur og Akranes háðu enn hnífjafna baráttu í litlu bik- arkeppninni í knattspymu á sunnu daginn á Skipaskaga, en þar hafði aö venju safnazt saman múgur og margmenni enda aftrar lítilsháttar kul Skagamönnum ekki frá því að sækja knattspymukappleiki. Nú snerist taflið við, þannig að Kópavogsmenn jöfnuöu nú, þegar stutt var eftir, en f Kópavogi voru það Akurnesingar, sem jöfnuðu þegar hálf mínúta var eftir af leiktíma. Akranes skoraði eitt mark undan vindi í fyrri hálfleik og skoraöi Guöjón Guðmundsson það eftir rúman hálftíma, en í byrjun seinni hálfleiks bætti Björn Lárusson 2:0 við. Þá skoraði Guðmundur Þórðarson 2:1 fyrir Kópavog og Jón Ingi Ragnarsson jafnaði loks fyrir Kópavog 2:2 alveg undir lok- in. I liö Akraness vantaöi Matthías, en Kópavogsliðið var talsvert breytt, þjálfarinn vildi reyna ýms- ar stöðubreytingar í þessum leik. Guðjón Finnbogason dæmdi leik- inn mjög vel. ,r

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.