Vísir - 02.05.1967, Blaðsíða 8

Vísir - 02.05.1967, Blaðsíða 8
8 V í S I R . Þriðjudagur 2. maí iQ67. VÍSIR Utgefandi: Blaðaútgáfan VlSIR Framkvæmdastjóri: Dagur Jónasson Ritstjóri: Jónas Kristjánsson Aöstoðarritstjóri: Axel Thorsteinsson Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson Auglýsingastjóri: Bergþór Úlfarsson Auglýsingar: Þingholtsstræti 1. símar 15610 og 15099 Afgreiðsla: Túngötu 7 Ritstjóm: Laugavegi 178. Sími 11660 (5 línur) Áskriftargjald kr. 100.00 á mánuði innanlands I lausasölu kr. 7.00 eintakið Prentsmiðja Vísis, — Edda h.f. Litið yfir farinn veg j einum kafla stjórnmálayfirlýsingar landsfundar Sjálfstæðisflokksins er rætt um efnahagsþróun lið- inna ára og segir þar m.a.: „Sjálfstæðisflokkurinn hefur verið langfjölmennasti flokkur landsins allt frá stofnun hans árið 1929. Hann hefur oft átt aðild að rík isstjórn og beitt sér fyrir mörgum mikilvægum fram- faramálum. Þjóðinni hefur jafnan vegnað því betur sem fremur hefur verið stjómað í anda Sjálfstæðis- stefnunnar, en ætíð hefur þurft að leita samninga við aðra um framgang mála og misjafnlega til tek- izt um sumt, svo sem verða vill. Með núverandi stjórnarsamstarfi og efnahagsmála- stefnu þeirri, sem mörkuð var árið 1960, urðu tíma- mót í íslenzkum stjórnmálum. Horfið var frá stefnu hafta og ríkisafskipta, sem hafði leitt til stöðnunar í hagvexti, og tekið að beita nýjum hagstjórnarað- ferðum, sem stuðluðu að frelsi í framkvæmdum og viðskiptum. Hin nýja frjálsræðisstefna hefur þegar ótvírætt sannað yfirburði sína. Frelsið hefur leyst úr læðingi framtak og þrótt, er hefur leitt til þess, að síðustu sjö árin hafa orðið meiri allsherjar framfarir á íslandi en á nokkru sambærilegu tímabili í sögu þjóðarinnar, og mun hinn heillavænlegi árangur þá koma því bet- ur í ljós sem þessari sömu stefnu er lengur fylgt.“ Enginn deilir um þær tölur, sem sýna, að þjóðar- auður hefur á þessum sjö árum aukizt 40—50% á sam- bærilegu verðlagi, verðmæti atvinnutækja á sama hátt um meira en 50%, safnað hefur verið tveggja milljarða gjaldeyrisvarasjóði, eignamyndun þjóðar- innar er fertugföld á við skuldasöfnunina, þjóðar- tekjumar hafa aukizt um þriðjung á hvem íbúa og hlutur launþega enn betur. Allt er þetta miklu meiri aukning en áður hefur þekkzt. „Þótt hagstætt verðlag og aflabrögð hafi átt sinn góða þátt í þessari þróun þá hefði hún ekki orðið nema vegna skynsamlegrar stjórnarstefnu. Án nýrra veiðitækja hefði aflinn ekki fengizt, og aukið athafna- frelsi hefur ráðið úrslitum um öflun þeirra og hag- nýtingu verðmætanna, er sköpuð hafa verið. Önnur veigamikil forsenda framleiðsluaukningarinnar hefur verið það lánstraust erlendis, sem gjaldeyrisvarasjóð- urinn, heilbrigð stefna í fjármálum og peningamál- um ásamt auknu viðskiptafrelsi hafa endurvakið. Með ákvörðunum um stórvirkjun og stóriðju hef- ur mikilvægt spor verið stigið til að tryggja atvinnu- öryggi þjóðarinnar, stærri átök verið gerð en áður til að afla atvinnuvegunum stofnfjár og auka framleiðni þeirra og bæta þannig lífskjörin, enda hef- ur með framkvæmda- og fjáröflunaráætlunum verið leitazt við að beina ráðstöfunarfé lánastofnana að mikilvægustu verkefnunum.“ Ishkov ráðherra var boölð á skak með varðskipl. Hér er hann ásamt Páli Ásg. Tryggvas. ráðuneytis- stjóra. Enginn fiskur veiddist. (Ljósm. Harald Holsvik). Fiskistofnar verði verndaðir Dagana 11. til 21. þ. m. dvaldi sjávarútvegsmálaráðherra Sovét ríkjanna, A. A. Ishkov, á íslandi í boði Eggerts G. Þorsteinssonar sjávarútvegsmálaráðherra. Var hann með því að endurgjalda helmsókn Emils Jónssonar, þá- verandi sjávarútvegsmálaráð- herra til Sovétríkjanna árið 1965 í fylgd með honum voru ftI,(T. Nosov ráðuneytisstjóri frá Moskvu og A. J. Filippov for- stjóri „Sevryba" (sjávarútvegs og fiskiðnaðar) í Murmansk. Ishkov ráðherra heimsótti f jöl marga staði á íslandi, skoðaöi fiskiskip og fiskiðjuver og aðrar iðnaöarstöðvar. Hann kynnti sér íslenzk sjávarútvegsmál og ræddi við forystumenn á sviði stjómmála, sjávarútvegsmála, viðskiptamála og verkalýðsmála. 1 viðræöum þessum kom fram vilji beggja aðilja til aö efla frekar viðskipti Sovétríkjanna og Islands. Lét Ishkov ráöherra í ljós þá skoöun í viðtölum þess um aö auknar fiskveiðar Sovét- rikjanna og sú stefna að tryggja þarfir Sovétþjóðarinnar fyrir sjávarafurðir þýði ekki stöðvun verzlunarviðskipta íslands við Sovétrikin, sem er báðum aðil- um til hags. Umræður leiddu í ljós sam- eiginlegan áhuga á verndun fiski stofna á Norður-Atlantshafi og að rétt sé að styðja nauðsynleg- ar aðgerðir í því skyni, innan ramma alþjóðalaga. Ishkov ráðherra lét ennfremur í ijós skilning á hinum sérstöku vandamálum íslands vegna þess hversu efnahagur iandsins er háður fiskveiðum. Ákveðið var að halda áfram samvinnu á sviöi síldar-, svif- og sjórannsókna. í þessu sambandi voru aðilar sammála um að æskilegt væri að auka samskipti vísindamanna efla samvinnu á sviöi vísinda- í sumar verður í fyrsta sinn hægt að fá leigðar ameríslcar bifreiðir á bílaleigum hér. Það er Ramblerumboð Jóns Lofts- sonar hf., sem opnar um helgina bílaleigu með Rambler-bílum og mun leigan starfa til septem berloka, en þá verða bílarnir seldir. Rambler-bílaleigaiti mun verða til húsa að Hringbraut 121 í aðalbækistöðvum umboðsins, en útibú er á Akureyri á Glerár götu 26. Auk Ramblerbílanna rannsókna og auka skipti á vís- indalegum og tæknilegum upp- lýsingum um fiskveiðar og fisk- iðnað. Ákveðið var að athuga mögu- leika á, að viðeigandi samningur verði gerður milli landanna, þar sem kveðit yröi á um viss atriði varðandi veiðar á fiskimiðum, þar sem fiskimenn beggja land- anna stunda veiðar. verða leigðir út Farmobil-jepp ar með blæju og skúffu fyrir farangur og eru þeir ódýrari í leigu og henta vel í sportleiö angra ýmiss konar. Reynt hefur verið að stilla leigugjöldum í hóf. Þamnig verí) ur lægsta daggjald 500 krónur plús 4 króinur á kílómetra, cn á það leggst söluskattur, en hæsta gjaldið, sem er fyrlr c.'.iL’ skiptan 4ra dyra Ambassador er 700 krónur á dag og 4 krón- ur á kílómetra. síldarfundur Leigja út ameríska bíla í sumar Ferðaskrifstofa ríkisins ekki í samkeppni við einkafyrirtækin Nefndafundum lauk sl. föstud. á Ferðamálaráðstefnunni og voru samdar allmargar tillögur. Mest ar umræður uröu um Ferðaskrif- stofu ríkisins og var ítrekuð sú áskorun til Ferðamálaráðs, sem samþykkt var á Ferðamálaráð1 stefnunni 1966, að það beitti sér fyrir þeim lagabreytingum sem nauðsynlegar séu til trygg ingar þvl að Ferðaskrifstofa rík- isins verði ekki eftirleiöis rek- in sem almenn ferðaskrifstofa i samkeppni við einkafyrirtæki. Meðal þeirra atriða, sem rædd voru í sambandi við Ferðaskrif- stofu ríkisins var rekstur sum- arhótelanna, sem hún stendur fyrir. Töldu forsvarsmenn Ferða- skrifstofu ríkisins, að skóla- hótelin hefðu leyst úr miklum vanda, sérstaklega með mót- töku stærri ferðamannahópa. Þessu voru einkaaðilar í hótel- rekstri ekki sammála. Fannst þeim samkeppnin ójöfn, þar sem Ferðaskrifstofan væri ríkis stofnun, sem hefði notið mikilla styrkja. Lögðu þeir til, að veit- tsaasstB—EanmiMMiiMiigaaa ingamenn fengju að taka skól- ana á leigu og starfrækja þá. Ferðaskrifstofumenn svöruöu því til að nokkrir þessara sjö skóla væru reknir með nokkr- um halla þótt heildarvelta sko' anna jafnaði það þannig upp, að heildarreksturinn væri halla- laus. Spurðu Feröaskrifstofu- menn aö því hverjir vildu taka að sér tapskótana. þeear hm- um hefði verig úthlutað. Vegna heildarinnar yrði rlkið að sjá um rekstur þessara skóla sem sumargistihúsa.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.