Vísir - 02.05.1967, Blaðsíða 9

Vísir - 02.05.1967, Blaðsíða 9
;■ I9"rvi«*0-— *\ ... _ ~ . V í S IR . Þriðjudagur 2. maí 1967. ' W—■—>■»mi»iiiiniMBtii‘WiW’'iw nw—nm—,imw'WMBnft n m voggu- stofuna við Dyngjuveg S I TTndanfarið hafa risið deilur ^ um vöggustofu Thorvald- sensfélagsins við Dyngjuveg, sem borgin rekur. Hefur verið deilt á starfsfyrirkomulag stofnunarinnar m. a. með þeim orðum, að þar sé harðviður og hreinlæti innan veggja, en ást- leysi til handa bömunum. Einn- ig aö stofnunin hafi verið byggð eftir löngu úreltu fyrirkomu- lagi. Þessu hefur verið svarað á þá lund, að er byggingin hófst hafi allur undirbúningur verið 1 samræmi við ströngustu kröf- ur í nágrannalöndunum, og hafi á sínum tíma, þegar byggingin var teiknuö verið leitað til ým- issa sérfræðinga. Lagði Vísir leiö sína á vöggu- stofuna fyrir helgina og skoðaöi þar hinar ýmsu deildir í fylgd með forstöðukonunni. 32 börn gista nú vöggustof- una, sum til skemmri dvalar, önnur til lengri tíma. Sum koma á vöggustofuna nýfædd, en ald- urstakmark barnanna, sem dvelja á vöggustofunni, er tvö ár. Vöggustofan er eina upp- tökuheimiliö í borginni fyrir börn á þessum aldri. Dvelja bömin þar allan sólarhringinn, þann tíma, sem þeim er ætlaður á vöggustofunni, og er vöggu- stofan að því leyti frábrugöin öðrum vöggustofum, sem aö- eins taka við börnum til um- önnunar yfir daginn. Barnavemdamefnd velur yfirleitt böm inn á vöggustof- una, sem getur verið vegna ýmissa orsaka. Er aösókn að heimilinu mikil, — meiri en hægt er að anna. Mörg bam- anna eru komin frá foreldrum, sem hafa verið úrskurðuð óhæf til að annast böm sín, vegna óreglu á heimili. Önnur em börn einstæðra mæðra, sem ekki hafa aðstæður til að annast börn sín sjálfar eða er ekki treyst til þess. Sum barnanna gista þama um stundarsakir eða lengri tíma vegna veikinda móðurinnar. Nokkur barnanna, sem koma á heimiiið, eru sjúklingar, 'er sjúkrahús neita að taka við og foreldrar geta ekki annazt. Eitt bamanna er þjáð svokölluöum mongólasjúkdómi. Tekur Kópa- vogshælið ekki við því, það tek- ur aðeins við börnum, þegar þau eru oröin fjögurra ára gömul. Hámarkstími barnanna á vöggustofunni á að vera þrír mánuðir. Misbrestur vill verða á þvi, að framfylgt sé reglunni um þriggja mánaða dvalartímann vegna þess, að hvergi er hægt að koma börnunum annars staðar fyrir. Barnaverndamefnd sker úr um það, hvort heimilin séu hæf til að taka á móti börn- unum, að dvalartíma loknum. Heimsóknartími er auglýst- ur tvisvar í viku, en mæðrum 'er heimilt að koma hvenær dagsins sem er. Heimsóknir eru yfirleitt fáar. Síðasta að- fangadagskvöld komu þrjár mæð ur í heimsókn til barnanna sinna. Eftir að börnin ná tveggja ára aldrinum fá foreldamir eöa mæðumar þau heim aftur, þau, sem ekki hefur verið komið í fóstur. Margir vilja taka börn í fóstur og eru nú 60 manns á biðlista þeirra, sem vilja fóst- urbörn. Dyngjuvegsheimilið hefur bömin aðeins til tveggja ára aldurs. Borgin hefur einnig á sínum snærum dvalarheimili fyrir aðra aldursflokka. Á Sil- ungapolli eru þriggja—sjö ára böm. Þar hafa veriö mikil þrengsli, en dálitið hefur bætt þar um nýja heimilið við Dal- braut, sem einnig tekur við börnum í þessum aldursflokki. I Reykjahlíð í Mosfellssveit dveljast eldri böm, en þó ekki eldri börn en 15 ára. Um tuttugu manns starfa nú við vöggustofuna við Dyngju- veg, þar af tólf konur, sem sjá um börnin. Forstöðukonan, sem býr á vöggustofunni og er til staðar allan sólarhringinn, tvær em fóstrur og ein stúlka er sér- menntuð í meðferð ungbama. Hinar stúlkumar, sem sjá um börnin, hafa ekki hlotið mennt- un í umönnun ungbarna og eru flestar um tvítugsaldur. Vöggustofunin er skipt í þrjár deildir, en um 10 börn eru á hverri deild, og sjá tvær stúlk- ur um börnin í hverri deild. Tvær eru á vakt um nætur, og tvær á kvöldin. Þess er gætt, að sömu stúlkurnar klæði börn- in í föt á morgnana og úr á kvöldin, en bömin eiga aö vera komin í rúmið og sofnuö kl. 7. Forstöðukonan segir að skortur sé á stúlkum, sem hafi sérmenntun í meðferð ungbarna. Á heimnihu er aðeins ein slík starfandi og þvrftu að vera fleiri. „Þar sem eru 30 börn innan veggja,“ segir hún, „er alltaf stofnun. Við gerum það, sem við mögulega getum. Hér er ágæt aðstaða fyrir börnin, en ekki lengur en til tveggja ára aldurs. Uppeldisheimili og upp- tökuheimili er tvennt ólíkt“ Börnin virðast vera hætíd að forstöðukonunni, þau koma ó_- hrædd til aðkomufólks og vilja láta sýna sér blíðuhót. Sum börnin eru að leika á gólf- inu, önnur virðast ekki veita umhverfinu sérstaka athygli. Leikföng eru á víð og dreif og virðist vera nóg af þeim, en v stofur eru að miklu leyti án húsgagna. Svefnherbergi bam- anna eru hreinleg, en skreyt- ingalaus, veggir eru hvítir, þar eru aðeins hvít rúmin, sem þau sofa í, en til hliðar eru leikher- ergin. Á öllum heimilum — og flest- um stofnunum vantar eitt og annað, sem látið er bíða betri tíma, þegar fjárhagsaðstæöur leyfa. Þannig er því einnig varið með vöggustofuna við Dyngjuveg. 32 börn eru á vöggustofunni við Dyngjuveg. Framtíð þeirra er óviss. Þau búa á stofnun. Það gera einnig sum börn, sem eru eldri að árum. Ýmsir hafa komið auga á þetta, m. a. nokkr ir karlmenn, sem hafa stundað sjálfboðaliöastarf við að koma á slík heimili og vera „pabbar“ fyrir börniri. Fyrsta manneskjan í lífi ungbarnsins er móðirin, — og það em mæðurnar, sem ekki láta sjá sig á vöggustofunni við Dvngjuveg. Þar er verkefni fyr- ir áhugasamar og fórnfúsar kon- ur að stofna til skipulegs sjálf- boðaliðastarfs í samráði við forstöðukonuna um að koma til þess aö leika við börnin og veita þeim heimilislega hlýju 1 lelkherbergi elztu bamanna.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.