Vísir - 02.05.1967, Blaðsíða 10

Vísir - 02.05.1967, Blaðsíða 10
10 VI S IR. Þriðjudagur 2. maí 1967. Landskjálfti f Grikklandi 18.000 heimilislausir, niu biðu bana og yfir 50 meiddust Mikill landskjálfti varð í gær í fjallahéraði i Norðaustur-Grikk- landi og eru að minnsta kosti 18. 009 menn heimilislausir. Niu biðu bana og yfir 50 meiddust. Tals- maður innanríkisráðimeytisins sagði í gær, að fréttir hefðu borizt um þetta frá Jannina. Tjónið var mest í um 40 þorp- iim í hlíöum Tsoumerkafjalls, sem er 1800 metra hátt. Um 5500 hús hafa eyðilagzt eöa laskazt svo, að ekki er hægt að búa í þeim lengur. Flestir hinna meiddu leit- V. uðu hælis í kirkjum eða voru flutt- ir þangað. — Um 25.000 manns höfðust við í nótt á þessum slóö- um undir berum himni. ESdyr í Ifdgu í fyrrinótt varð eldur laus um borð í aflaskipinu Helgu Guð- mundsdóttur frá Patreksfirði. Kviknaöi í út frá olíukyndingu í eldhúsinu og logaði upp um veggi, en eldurinn var slökktur áður en hann náði að breiðast út að ráöi. Skemmdust eldhús og borösalur skipsins af reyk og málning flag'n aði af veggjum. Báturinn var við bryggju þegar eldurinn kom upp. Helga Guðmundsdóttir er nú sem kunnugt er langaflahæsta skipið á vertíðinni með yfir 1100 tonn. Prenfaraverkfall í Færeyjunt Prentarar í Færeyjum hafa gert verkfall og fara fram á kauphækk- un, sem nemur 7 af hundaði. Aðeins tvö blöð hafa nokkra möguleika á að koma út, vegna þess að í prentsmiðjum þeirra vinna ófélagsbundnir prentarar. Þessi blöð eru Dimmalætting og 14. september. LilKFÉLAG KÓPAVOGS kynnir verk Davíðs Stefánssonar í Kópavogs- bíói í kvöld. Fluttir verða þættir úr verkum Davíðs, Kristján Eldjárn ræðir um skáldið og verk þess og Ingveldur Hjaltested syngur einsöng. Aðgangur er ókeypis og öllum heimill. Sálarrannsóknarfélag Islands: AÐALFUNDUR S.R.Fl verður haldinn í Sigtúni (við Austurvöll) upp- stigningardag 4. maí kl. 8.30 e. h. DAGSKRÁ: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Erindi. Minning látinna félaga. Sr. Jón Auðuns. 3. Tónlist. Stjórn S. R. F. í. Hæsti vertíðarbátur- inn með 1100 tonn Helga Guðmundsdóttir, Patreks- firði og er nú langhæsti báturinn á vertíðinni með 1110 tonn og vísast að hún haldi efsta sætinu það sem eftir er, því að nú dregur að vertíðarlokum. — Næsti bátur er af Skaga, Sólfari meö um 900 tonn, en hann er langhæstur Akra- nesbáta, Sigurfari kemur næstur með 600 tonn. Netavertíöin hefur verið með ein dæmum erfið, stopular gæftir og afli lítill. Undanfama daga hefur fengizt sæmilegur afli á Selvogs- banka, þegar gefiö hefur, en þar er Htið svæði mjög ásetið neta- bátum og eru þar allir Suður- nesjabátar og einnig bátar héðan úr Flóanum. Boeing — Framh. af bls. 1 hjá tilskipuðum prófdómara. Þessi eini mun taka verklega Akranesbátar fengu sérstakt leyfi til þess að róa á sunnudag vegna frísins 1. maí. Afli var þá ærið misjafn allt frá fimm og upp í fimmtíu tonn, en alls komu tíu bátar með 200 tonn. Breiðafjarðarbátar eru nú marg- ir að hætta veiðum, en þar hefur lítið fiskazt undanfamar vikur hæsti netabáturinn þar er Skarðs- v íkmeð 800 lestir, en flestir bát- anna eru með þriðjungi eöa helm- ingi minni afla en í fyrra. Steinbítsafli hefur verið góöur við Vestfirði undanfarna daga og hafa línubátar þar komizt upp í 30 tonn í róöri. Einn bátur stundar þessar veiðar frá Bíldudal, tveir frá Tálknafiröi og fjórir aökomu- bátar leggja upp steinbít á Patreks- firði, en auk þess róa þaðan tveir litlir bátar á línu og afla allir ágætlega, er þetta eini fiskurinn, sem eitthvað veiðist að ráði fyrir vestan um þessar mundir. námið í júní. — Hvað hét skólinn, sem þið voruö á? — Hann heitir College of Jet Knowledge og var á Renton- flugvelli í útjaöri Seattle. Síðan vorum viö á Boeing Field, sem er æfinga- og kennslustöð Boeing-flugvélaverksmiðjanna. Seinna flugúm við frá Grand County-flugvellinum og Yakima- flugvellinum, sem er mjög stutt flugbraut, styttri en Reykjavíkurflugvöllur. — Hvernig var þjálfuninni háttað? — Við fórum upp tveir ís- lenzkir flugmenn í einu ásamt tveimur kennurum. Æfingatím- inn var yfirleitt tvær klukku- stundir í senn. Vélamennirnir fóru tveir saman ásamt einum kennara. — Hvemig líkaði ykkur við þoturnar? — Þetta eru alveg dásamleg tæki, margt í þeim, sem við höf- um ekki haft kynni af áður. — Hvað gerðuð þið ykkur til dægrastyttingar? — Það var í rauninni ekki um neitt slíkt aö ræða. Við fórum þó einn dag upp í fjöllin í námunda Seattle, Caskade- fjöllin. Boeing lánaði okkur bif- reiðir. Þeir voru mjög elskulegir og vildu allt fyrir okkur gera. — Ferðu út aftur? — Já, ég mun ljúka flug- kennaraprófi á þotur og mun þá væntanlega taka að mér kennslu á þotuna hér heima. — Er þjálfunartíma flug- mannanna, sem fóru út með þér, lokið? — Já, að öðru leyti en því að það verða með okkur þrautþjálf- aðir flugmenn fyrsta mánuðinn á þotunni, eftir að hún er kom- Togarinn Framh. af bls. 1 Grimsby sagði kona hans á laugar- dagsbvöld um sama leyti og maður hennar var fangelsaður : „Þetta þýö ir víst að hann muni verða fangels- aður, guð má vita hvejengi. Ég er alla vega fegin að hann varð ekki fyrir skoti“, sagöi h'"n Eigendur Brands, Boston Deep Sea Fisheries Ltd. voru mjög óá- nægðir meö frammistööu íslenzkra dömstóla í málinu. Fred Parkes, framkvæmdastjóri sagði: — Við buðum 5—6000 punda tryggingu til aö fá togarann lausan en feng- um neitun. Framkoma íslenzkra yfirvalda hefur veriö mjög afkára- leg, sagði hann, og átti þá við þann langa tíma, sem hefur tekið að fá dóm f málinu. Brezk b'löö hafa skrifað mjög mikið um málið og fréttamenn hafa margir komið hingað til aö fylgjast meö réttarhöldunum í málinu, en þau hefjast aö nýju í dag kl. 13 í Sakadómi Reykjavíkur. Þar mun skipstjórinn ekki aðeins ákærður fy.ir landhelgisbrot heldur einnig mannrán og fölsun á skrá- setningarmerkj um. Skipstjórinn heldur því fram, aö ástæðan fyrir stroki hans hafi ver- j ið aflinn í lestum skipsins. „Ég ; varð mjög reiður vegna þess hve | dómurinn dróst á langinn þar eö i ég var meö 10.000 „stone“ af fiski í lestunum, fisk, sem var að i skemmast. Ég gerði það, sem ég i taldi vera réttast, eins og á stóö“. Auglýsið í VBSI in. BELLA \ IMKaC] Ég fékk enga launahækkun, en stjóri leysti mig undan þeirri kvöð að gefa í samskot, þegar þau fara fram á vegum fyrirtæk- isins. r.. fn fyrlr j érum Valur (yngri deild fótboltafél. K.F.U.M.) Fundur í kvöld kl. 8. Þeir sem óska að gerast meðlimir komi á fundinn. 30. apríl 1917. Askenazy — Framhald at ols. 16. ardagsmorgun beint frá Mexíkó þar sem Askenazy kom fram á tónleikum. Áður hafði hann leik- ið víðsvegar um Bandaríkln í stórri hljómleikaför um það land. Á tónleikunum í kvöld verða eftirtalin verk á efnisskránni: Sónata í D-dúr K. 576 eftir Moz- art. Sónata no. 8 eftir Prokofiev og Fjögur scherzi eftir Copin. Enn er ekki afráðið hvort Askenazy kemur fram á öðrum tónlcikum hér núna en ef úr því verður, verður bað sennilega á föstudagskvöid. KAUP-SALA PlANÓ — ORGEL — HARMONIKUR Til að rýma fyrir nýjum hljóðfærum seljum viö þessa viku nokkur notuð pfanó og orgel harmonium á tækifærisverði Höfum einnig til sölu sem nýtt Farfísa rafmagnsorgel á ’óðu verði. Einmg úrvals harmonikur fjögurra kóra. Skiptum á hljóðfærum. — F. Björnsson, Bergþórugötu 2, slmi 23889 kl. 20-22._____ iíaðlaður útveggjasteinn Hraunsteypusteinninn, 20/20/40 cm í íbúðarhús, verk- smiðjur og bílageymslur er nú aftur fáanlegur. Uppl. og pantanir i síma 50994 og 50803. Sendum heim! — Hellu- og steinsteypan, Hafnarfiröi. NÝTT, NÝTT — KRAKKAR — KRAKKAR ! Hring hopp ökklabönd fást í Fáfni, Klapparstíg, sími 12631 j ÓDÝRAR BÆKUR | Mikið úrval eldri bóka á lækkuðu eða gömlir veröi. Ein- 1 göngu ólesnar bókaforlagsbækur, sem ekki eru í bóka búðum lengur. Barnabækur, skáldsögur, æviminningar, ferðabækur, þjóðsögur o.m.fl. Síðustu eintök. Geriö góö j kaup. — Ódýri bókamarkaðurinn, Baldursgötu 11, sími 24915. ATVINNA MÁLARAVINNA Málari getur bætt viö sig vinnu. — Sími 21024. HÚSEIGENDUR Reykjavík og nágrenni Tveir smiðir geta bætt við sig ýmsum viðgeröarverk- efnum. Viðgerðir á steyptum þakrénnum, sprunguvið- gerðir, skipt um járn á þökum o.fl. Setjum þéttiefni á steypt þök, steinrennur svalir. Erum með bezta þétti- efnið á markaðnum. Pantið tímanlega. — Sími 14807. RÁÐSKONA ÓSKAST Á létt heimili í Reykjavík. Má hafa eitt bam. Öll þægindi á heimilinu. Æskilegur aldur 35—38 ára. Tilboð er greini síma og nánari upplýsingar sendist afgr. Vísis sem fyrst merkt: „Öryggi 404“ AFGREIÐSLUSTÚLKA ÓSKAST hálfan daginn í bakaríiö Pórsgötu 15. Uppl. í síma 41057 og 24560. Éc.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.