Vísir - 05.05.1967, Blaðsíða 9

Vísir - 05.05.1967, Blaðsíða 9
V f'S IR . Föstudagur 5. mai 1967. 9 |—Listir -Bækur "Menningarmáí' Loftur Guðmundsson skrifar leikl'stargagnrýni: LEIKFELAG REYKJAVIKUR. eftir Franz Kafka Leikritsgerb eftir André Gide og Jean-Louis Barrault Leikstjóri Helgi Skúlason — Þýðandi Bjarni Benediktsson Fyrir adUöngu las ég langa grein í bókmenntatímariti um skáldsögu Kafka, „Málsóknina“, sem samnefnt leikrit byggist á, og Leikfélag Reykjavíkur frum- sýndi sl. miðvikudagskvöld. Þar voru háfleyg rök færð að því, að ekki mætti skilja skáldsögu þessa bókstaflegum skilningi, það mætti alls ekki taka hana sem gagnrýni höfundarins, enn síður árás á það réttarfar, sem byggist á því, að sakbomingur skyldi talinn sekur unz honum hefði tekizt að sanna sakleysi sitt, eða það rikisvald, sem grundvállaöist á því réttarfari. Þar vom líka færð rök að því, að réttarfarið bæri að skoða sem tæki ríkisvaldsins til þess að vemda þjóðina og það lýðfrjálsa stjómskipulag, sem hún hefði sjálf kosið sér, gagnvart skemmd arverkamönnum og leiguþýjum erlendra yfirgangsafla og þvi réttmætt að handtaka slíka og hafa í varðhaldi án málshöfð- unar og dómsúrskurðar. Bók Kafka bæri því eingangu að skilja sem táknræna um sektar- tilfinningu einstaklingsins gagn- vart ríkinu, sektartilfinningu þess manns, sem vegna skap- bresta sinna fyndi, að hann gæti ekki verið jafn trúr og holl- ur þegn og hann einmitt vildi. Það væri þessi nagandi, seigdrep andi og sára kvöl sámvizkunnar, sem aldrei léti hann í friði, þótt hann reyndi að vinna störf sln í þágu rikisins af stakri trú- mennsku á meðan honum væri unnt, eða unz hann að lokum kiknaði undir ofurþunga sjálfs- ákærunnar. „Málsóknin" færi öll fram hið innra með honum sjálf- um, nótt og nýtan dag... Eftir að hafa horft á sýningu Leikfélags Reykjavíkur á því leikriti, sem André Gide og Jean -Louis Barrault hafa samig úr skáldsögunni, leyfi ég mér að efast stórlega um aö þessi tákn- rænuskýring eigi minnsta rétt á sér. Hef víst aldrei verið sér- lega trúaður á hana, enda þótt ég verði að játa að ég finni á stundum til minnimáttarkennd-^ ar gagnvart gáfnaljósum þeim, sem alltaf sjá eitthvað annað og meira í hverju verki, en þar kem ur fram, alltaf einhver annarleg tákn, svo torræð og flökin, að naumast sé jafnvel á þeirra valdi, hvað þá annarra, að skilja þau og skýra til hlítar — enda hafi höfundurinn ekki sjálfur skilið þau. I. Bergman hinn sænski telur nú samt að þessi gáfnaljós hafi gert bæði honum og þeim, sem njóta áttu listar hans, nokkum ógreiða með öll- ura þessum dultáknavafningum, ef rnarka má það, sem eftir hon- um er haft. Og þeir frægu, frönsku snillingar, sem að leik- ritsgerðinni standa, virðast — samkvæmt því, sem eftir þeim er haft í leikskrá — þeirrar skoð unar, að þarna sé sýnt fram á varnarleysi einstaklingsins gagn vart ofríki þess ríkisvalds, sem byggist á áðumefndu réttarfari, hvaöa grímu sem það svo bregð- ur yfir sig, heldur en sjálfsákæru einstaklingsins, sem finnur aö hann getur ekki gengið heils- hugar undir merki þess. Að þar sé miklu fremur um raunsanna frásögn að ræða heldur en lang- sótta' táknrænu ... Þetta breytir þó engu um það, að leikritsgerð sögunnar er erf- itt viðfangsefni á sviði. Þeir I Leikfélagi Reykjavíkur hafa áð- ur sýnt, að þeir kalla ekki allt ömmu sína I vali viðfangsefna, en í þetta skipti jaörar dirfska þeirra við ofdirfsku. Því meiri furðu gegnir að viðfangsefnið skuli ekki verða þessum ungu fullhugum að fótakefli, heldur enn ein sönnun þess hvers þeir eru megnugir, og þag vig slíkar aöstæður, sem hið þrönga svið skapar þeim. Sýningin varð í heild áhrifamikil og eftirminni- Ieg. Að svo varð, er fyrst og fremst þeim þrem aö þakka, Helga Skúlasyni leikstjóra, Pétri Einarssyni, sem lék aðalhlutverk ið og Magnúsi Pálssyni, sem skapað hefur leiknum frábæra umgerð af mikilli hugvitssemi og smekkvísi. Helgi Skúlason hefur áður sýnt að hann er mikilhæfur leik- stjóri, svo afrek hans — því svo sannarlega má telja stjórn hans á þessu verki til afreka — kem- ur ekki öldungis á óvart. Pétur Einarsson hefur að vísu áður sýnt að hann er þróttmikill leik- ari, en þó hygg ég að fæstir hafi gert ráð fyrir að hann ætti þau tilþrif í fórum sínum, sem hann sýnir í hlutverki sakbornings- ins. Það hlutverk er afarörðugt meðferðar, engu má hnika, svo sakborningurinn verði ekki ann- aðhvort dæmigervingur, og glati þannig mannleika sínum, ellegar væminn písladýrlingur. Pétri tekst að þræða bilið, hann er dálítiö hrjúfur, karlmannlegur á sviði, beitir röddinni af þrótti, en hefur þó fulla stjórn á blæ- brigöum hennar víðast hvar. — Hann er furðu lostinn yfir þeirri meöferð, sem hann sætir af hálfu þessa dularfulla valds, sem hefur hann að leiksoppi, gramur Pétur Einarsson (Jósef K) og Bjarni Steingrímsson (rannsóknar- fulltrúinn). því, gramur „örlögum" sínum — en sættir sig ekki við þá með ferð í upphafinni sjálfsmeðaumk un. Fyrir þessa túlkun hans og skilning á hlutverkinu nær leik- ritsgerðin því að verða mannleg- ur harmleikur, sem vekur áhorf- endur til umhugsunar og knýr til afstööu, í stað þess áö verða abstrakt reikningsdæmi. H,æst rís leikur Féturs í vonlausri upp- reisn hans gegn valdinu í lokin, það atriöi, fyrir dómstólnum, er prýðilega unnið af hálfu leik- stjórans, sterkt og áhrifamikið. Aðrir leikarar gera hlutverk- um sínum og góð skil — en nokkuð misgóð, enda fara sumir þeirra meg fleiri hlutverk en eitt, og þó eru hlutverkin öll Úr dómssalnum: Á myndinni sjást meðal annars: Bjami Steingrfmsson, Leifur ívarsson, Helga Bach- mann og Pétur Einars-on. veigamikil í sjálfu sér. Guömund ur Pálsson verður eftirminnileg ur í hlutverki löigfræðingsins. og sama er að segja um Jón Aðils í hlutverki málarans, og ánægju- legt aö sjá hann nú aftur á sviði. Þóra Borg skapar trúverðuga hússtýru með hóflegum leik, og Sigríður Hagalín nær góöum tök- um á sambýliskonu sakbornings- ins. Þá ieikur Helga Bachmann og þvottakonuna af stakri vand virkni og nær þvi að ljá hlut- verkinu alla þá reisn, sem efni standa til, og vel það. Þá sýn- ir Bjarni Steingrímsson og fág- aðan og eftirminnilegan leik j hlutverki rannsóknarfulltrúans. Annars má heita að megnið af leikkröftum L. R. sé þarna i eldlínunni — Leifur ívarsson, Siguröur Karlsson, Borgar Garð- arsson, Sigmundur örn Arn- grímsson, Guörún Ásmundsdótt- ir, Guðmundur Magnússon, Er- lendur Svavarsson, Kjartan Ragnarsson — sem fer mjög vel með prestshlutverkið — Mar grét Ólafsdóttir, Jón Þórisson, Ragnar Hólmarsson. Öll leggja þau sitt af mörkum, undir ör- uggri leikstjórn, til heildaráhrif- anna. Leikmyndir Magnúsar Pálsson ar eru nýstárlegar hér, eins kon- ar skuggamyndir, sem marka baksviðið,- setja mestan svip á gerð þeirra, en í fullu samræmi vig annári sviðsbúnað. Þama er ljósatækninni mjög hugvitsam- lega beitt, og yfir sviðinu hvílir þungi rökkurs — því atriðin eru skilip myrkri, og undirstrikar þetta draumkennda martröð léiksögunnar. Á þessi tækni ekki hvað minnstan þátt í hinum sterku áhrifum, sem áhorfand- inn verður fyrir, og gera honum þessa leiksýningu minnisstæða. Frumsýningargestir virtust þurfa nokkum tíma til að átta sig á þvl, er fram fór á sviðinu. Greinilegt var þó, er á leið, að þeim fannst mikið til þess koma, er þeir heyrðu og sáu, og í leiks- lok ætlaði lófaklapþinu aldrei að linna, einkum voru þeir ákaft hylltir leikstjórinn og Pétur Ein- arsson, og höfðu báðir vel til unniö. Með þessu hlutverki hef- ur Pétur skipað sér í röð beirra yngri skapgerðarleíkara, sem mest má af vænta. MÁLSÓKNIN

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.