Vísir - 06.05.1967, Síða 1

Vísir - 06.05.1967, Síða 1
»Ég áfrýja..sagði Newton skipstjóri að uppkveönum dómi. ísland aðili að norræna sjón- varpssambandinu Norrænn útvarpsstjórafundur hófst i gærmorgun hér í borg og lýkur í kvöld. Umræður útvarps- stjóranna í gær snerust að mestu um möguleika litasjónvarps á Norð- urlöndum, en allir eru þeir yfir- höfuð sjónvarpsins hver í sínu Iandi. Einnig var rætt um skipti á dagskrám milli útvarpsstöðvanna á Norðurlöndum, skipti á fyrirles- urum og fyrirlestraflokkum. Þá NEWTON SIGLDI í GÆR Áfrýjaði dómi til Hæstaréttar Laust fyrir klukkan niu í gær kveldi sigldi brezki togaraskip- stjórinn Newton skipi sínu Brandi út úr Reykjavíkurhöfn áleiðis til Grlmsby. — Dómur var kveðinn upp í gær í saka- dómi Reykjavíkur yfir skip- stjóranum og hlaut hann 300 þúsund króna sekt fyrir land- helgisbrot og auk þess 3ja mán aða varðhaldsdóm og komi 8 mánaða varðhald í staö sektar, ef hún verður ekki goldin innan fjögurra vikna. Afli og veiða- færi togarans voru gerö upp- tæk. — Skipstjóri árfýjaði dóm- Inum begar i stað og setti út- gerð togarans 1,2 milljón króna tryggingu til þess að Newton skipstjóri kæmist með skip sitt af landi brott. — Ákærða var og gert að greiða málskostnaö, 40 þúsund krónur. Mál skipstjórans hefur sem kunnugt er vakið mikla forvitni hér á landi og i Bretlandi. Við dómsuppkvaðning í gær voru fréttamenn erlendra og inn- lendra blaða viðstaddir svo og frá sjónvarpi og útvarpi, en Ármann Kristinsson, sakadóm- ari kvað upp dóminn. Togarinn sigldi með alla á- höfnina innanborðs utan kokk- inn, sem liggur hér á spítala með heilahristing eftir slæma byltu, sem hann fékk á dög- unum. Newton skipstjóri hefur lítinn bilbug látið á sér finna í réttar- höldunum og hefur hann hald- ið því fram fyrir réttinum að hann hafi farið inn fyrir land- helgina af ótta við að tundur- dufl væri í vörpunni, og skip- verjar þvf ekki þorað að draga hana upp. Þá kvaö hann eng- in bönn hafa verið sett sér við því að sigla úr höfn og einnig neitaði hann að hafa beitt lög- regluþjónana nokkru ofbeldi. Eftir að dómur hafði verið kveðinn upp gafst blaðamönn- um tækifæri til að rabba viö Newton skipstjóra. Hann kvaðst glaður að vera laus úr prísundinni, — en dóm- urinn ylli sér vonbrigöum að Frítmhald á hls 10. voru rædd ýmis lagaleg mál út- varpsstööavnna m. a. það mál, sem var mikið umrætt á fundi Norður- landaráðs, réttindi þeirra, sem vllja fá leiðréttingu í útvarpl, ef rang- lega er fariö meö eitthvert atriöl. Á fundi með féttamönnum í gær voru útvarpsstjórarnir sammála um að útvarpiö léti ekki í minni pok- ann fyrir sjónvarpl, þegar til lengd ar léti. Að vísu kæmu þá til ýmsar breytingar, sem gerðar hafa verið á útsendingartíma útvarpsins til þess að ná til hlustenda á öðrum tímum, en sjónvarpað værl. Meðal þess sem kom fram á fundinum var, að ísland er nú formlega aðili að Norræna sjón- varpssambandinu, en norrænt mót forráðamanna og tæknifræðlnga sjónvarpanna á Norðurlöndum evrð *wwwvwwwwww < Hafnfirðingar og > Keflvíkingar | mæltu sér mót með 60 hesta Þeir, sem óku Suðumesjaveg- inn nýja á uppstigningardag hafa eflaust veitt athygli stór- um hópi hestafólks, sem hleypti gæðingum sínum eftir gömlu malargötunum. Þar mátti kenna Hafnfirðinga og fóru þeir tutt- ugu og sjö saman, félagar úr hestamannafélaginu Sörla, á 40 hrossum. Hópreið þessari var stefnt til móts við Keflvíkinga úr hesta- mannafélaginu Maí, en þeir voru 11 saman á 23 hestum. Hóparnir lciddu saman hesta sína að Stóru-Vatnsleysu í mesta bróðemi, söng og kæti. Reið síðan hver sína leið til VILJA URSKURÐARVALDIÐ HJÁ HLUTLAUSUM AÐILA // Fjárhagsáætlunin samþykkt á fundi bæjarstjórnar Hafnarfjarðar Á fundi bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á miðviku- dag var tekin fyrir að nýju „Fjárhagsáætlun Hafn- arfjarðar“, samkv. úrskurði íélagsmálaráðherra. Var hún afgreidd, samþykkt óbreytt, með sex atkv. Einnig var á fundinum sam- þykkt tiilaga meirililutans uib aö skora á rikisstjórnina og Al- þipgi að beita sér fyrir þvf, að úrskurðarvald í deilumálum sem upp kunna aö rísa innan bæjar- eða sveitarstjóma, verði tekiö úr höndum félagsmálaráöherra og fengið í hendur hlutlausum aðiium. Eins og Vísir hefur skýrt frá, hafði „Fjárhagsáætlunin" verið afgreidd áður á fundi hjá bæjar- stjóm Hafnarfjarðar, en minni- hlutinn hafði ekki viljað sætta sig við )>á afgreiðslu og sent kæru til félagsmálaráðuneytisins Þaðan barst svo aftur úrskurð- ur á þá leið, að málið skyldi tek- ið til afgreiðslu að nýju, sem byggðist á þeim forsendum, að hinni fyrri afgreiðslu væri í ýmsu ábótavant. Á miðvikudag var svo fjár- hagsáætl. tekin til afgreiöslu að nýju á fundi í bæjarstjórn Hafn- Framhald á bls. 10. Útvarpsstjóramir á ráðstefnunni. Frá vinstri: H. J. Ustvedt, Noregi, Olof Rydbeek, Sviþjóð, Einor Repo, Finnlandi, Vilhjálmur Þ. Gíslason, íslandi, og Erik Carlsen, Danmörku. VISIR 57. árg. — Laugardagur 6. maí 1967 — 101. tbi. f

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.