Vísir - 06.05.1967, Blaðsíða 5

Vísir - 06.05.1967, Blaðsíða 5
VÍ SIR . Laugardagur 6. raai 1967. 5 „GÓÐ MEÐFERÐ TRYGG- IR BETRI ENÐINGU — Litð inn i Töskuviðgerðir og spjallað v/ð Hrefnu Guðnadóttur Á vorin, þegar dagar lengjast og sól skín hátt á lofti koma rykföllnu skotin betur í ljós, en annars og eru þau kvenþjóö- inni sár þymir í augum. Þá er tími vorhreingerninganna og tiltektar almennt. Sumarfötin em dregin fram og dyttað að þeim, vetrarfötin lögð til hliðar. Þóra hefur aðstoðað Hrefnu við viðgerðimar undanfarið, hún sér um aðrar viðgerðir en þær, sem Iúta að saumum. Þetta er annatími kvenþjóðar- innar og þá gera þær margar hverjar upp sakimar við sjálfa sig hvað hreinlæti snertir. Töskuviögerðir munu ekki vera árstíöarbundnar, en eru samt einn liöurinn í því, þegar koma á öllu í lag. Töskuviögerðir, Veltusundi 3, er sannarleag eitt þeirra fyrir- tækja, sem koma kvenþjóðinni að góðu gagni og sparar henni fjárútlát. Um það sannfærðist Kvennasíðan eftir að hafa spjall- að stundarkorn við Hrefnu Guönadóttur, sem hefur rekið fyrirtækið frá byrjun og að mestu starfað viö þaö ein. — Ætli ég sé ekki búin að reka þetta í ein 2—3 ár hérna, sagði Hrefna, um leið og hún lagði frá sér innkaupatöskuna, sem hún var að gera við, þegar tíðindamaöur rakst inn. Ég hef unnið að mestu ein, en haft aö- stoöarstúlku tíma og tíma. Að því er ég bezt veit er þetta eina fyrirtækið hér í borg, sem gerir við kventöskur. — Hvernig stóð á því, að þú hófst reksturinn? — Ég vann við töskugerö og sá að þessa viðgerðarþjónustu vantaði alveg. Það kom á daginn, viðskipta- vinafjöldinn óx mjög hratt og hefur alltaf verið að aukast og nú er svo komið, aö Hrefna annar þessu varla ein. Daglega er Töskuviðgerðin opin á tíman- um 2—4 og þá koma inn að með- altali um 20 viðskiptavinir. — Þegar aðsóknin er svona mikil Hrefna, er þá biötíminn ekki langur og lengri fyrir þá, sem koma með töskur, sem þarfnast mikilla viðgerða? — Jú, biðtíminn fer dálítið eftir því hvað mikið á aö gera við töskuna, en þó reyni ég að jafna þessu niður þannig að biðtíminn verður þetta hálfur mánuður til þrjár vikur. Ég reyni aö afgreiöa þá fljótar. sem mikið liggur á. — Þú gerir við allar tegundlr af töskum? — Já, það má segja það, dá- lítiö takmarka ég samt það hvað ég geri mikiö við ferðatöskur, en það má segja að þeirra við- gerðartími sé núna. Annars tek ég til viðgerðar allar tegundir af töskum. — Hvað er þaö helzta, sem er aö, þegar viöskiptavinirnir koma með töskurnar til viö- gerða? — Það helzta er að hankar hafa slitnað frá, lás sé bilaöur, fóður rifið og lóðningar. — Og þú gerir við þetta allt? — Já, flestar töskur get ég gert við. — Hvað myndiröu vilja ráð- leggja ‘konum til þess að tösk- urnar þeirra entust betur? — Ending þeirra fer að sjálf- sögðu mest eftir hvernig fariö er meö þær. Góð meðferö trygg- ir betri endingu, eins og er með svo margt annað. Góð meðferð felst m.a. í því að troða ekki mikið í töskurnar og því t.d. að nota ekki fínni tösku úti I rign- ingu eða til innkaupa. Því er þannig varið með maragr fínar leöurtöskur, að kantarnir á þeim eru þynntir fyrir saumana, fyrir bragðið eru þær ekki eins sterk- ar og þaö má ekki troða í þær. — Er einhver tegund efnis í töskum lélegra en annaö? — Plasttöskurnar eru ónýt- astar, plastið vill rifna, gallon- töskurnar hins vegar þrælast þetta. — Er ekki einn þátturinn í viðhaldi taskanna að koma með þær nógu snemma í viðgerð? — Jú; svo sannarlega, fólk kemur oft of seint með töskurn- af, þannig að þær eru orðnar of illa farnar, ótrúlegt er það líka hvaö það vill kosta upp á þetta sumt, en stafar oft af vana. Konurnar eru t.d. orðnár vanar gömlu innkaupatöskunni sinni og vilja halda henni. Eins er þaö með töskur, sem eru Það eru nokkur hundruð töskur, sem eru geymdar hjá Töskuviðgerðinni. Margar þeirra eru viðgerðar, en viðskiptavinimir vilja vera heldur svifaseinir að ná i þær. Hrefna Guðnadóttir hefur rekið þarft þjónustufyrirtæki, Töskuvið- gerðir, undanfarin 2—3 ár. Hér gerir hún við rennilás innkaupa- tösku, sem komið hefur verið með til viðgerðar, og sparar þannig viðskiptavininum nokkrar krónumar. sérkennilegar í útliti, að fólk vill halda í þetta. — Hvenær er mest að gera hjá þér, Hrefna? — Það er langmest á haustin, þegar skólarnir eru að byrja, þá er komiö með skólatöskumar til viðgerðar í stríöum straufnum. Yfirleitt kemur fólk þá einnig með töskurnar á síðustu stundu og mætti gjarnan veröa bót á því. — Ég sé, aö það hljóta aö vera nokkur hundruð af töskum hér til viðgerðar. — Flestar þeirra eru viögerð- ar. Það er það versta í sambandi við viðgerðina, hvaö fólk sækir þetta seint. Þetta liggur héma árum saman sumt, þannig að maður þarf að henda þeim að lokum. Að síðustu lítum við á nokkr- ar töskur. Hrefna dregur fram nýja, svarta leðurtösku. Hnapp- ur í lásnum hefur brotnað, en þakkað veri Töskuviðgerðinni, er taskan, sem hefur vafalaust kostað á annað þúsund krónur eigandanum ekki ónýt. Hún borgar 45 kr. fyrir viðgerðina, og fær töskuna aftur í eins góðu lagi,' ef ekki betra en þegar hún keypti hana. Sömu söguna et aö segja um aöra svarta leður- tösku þar hefur hankinn verið festur og nokkurra hundrað króna verðmæti er bjargað frá eyöileggingu. Innkaupataskan sem Hrefna var að gera við er nú tilbúin eftir að gert hafði verið við rennilásinn og eigandinn getur saprað sér að kaupa aðra nýja. AUGLÝSING um framboðslista við alþingiskosningarnar, sem fram eiga að fara 11. júní n.k. Framboðslistum í Reykjaneskjördæmi ber að skila til formanns yfirkjörstjórnar, Guðjóns Steingrímssonar, hrl., Linnetsstíg 3, Hafnar- firði, eigi síðar en 10. þ. m. Hafnarfirði, 2. maí 1967. í yfirkjörstjórn Reykjaneskjördæmis: Guðjón Steingrímsson, Björn Ingvarsson, Ólafur Bjarnason, Ásgeir Einarsson, Þórarinn Ólafsson.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.